Dagur - 09.03.1918, Blaðsíða 4
DAGUR.
1 2
fyrirkomulagi hefði landið áreiðan-
Iega beðið stórljón af versluninni,
og það að nauðaynjalausu. Óli
treystir sjer heldur ekki til að neita
því, að svo hefði orðið, en segir,
að landsverslunin sje þá stofnuð í
»gróðabrallsskyni.« Eftir þessu er
ekki nema um tvent að gera: stór-
skaða eða gróðabrall; þar er ekkeri
í milli. í heila Óla er stórskaði
öðrumegin, gróðabrall hinumegin,
og vega salt. Sá sem vill komast
hjá stórskaða, ef hægt er, hann er
gróðabrallsmaður eftir rökfræði
þessa spekings. Allir kaupmenn
vilja áréiðanlega komast hjá stór-
skaða af verslun sinni. Allir kaup-
menn eru því gróðabrallarar. Hver
einasti maður vill komast hjá stór-
skaða, sje þess nokkur kostur, alla
leið ofan frá stjórn landsins og nið-
ur í Óla. Allir menn eru gróða-
brallarar og hann sjálfur líka!
Alt skraf um að hægt sje að
halda verði á aðfluttri vöru niðri
með hdmarksákvœðum, eins og
Óli heldur fram, er tóm endileysa.
Tafir á skipum, síbreytilegt verð á
markaðinum erlendis, misjöfn farm-
gjöld o. fl. gera alófært að hindra
milliliðina frá að leggja gífurlega á
vöruna, ef þeir vilja nota sjer neyð-
ina.
Óli þykist nú víst færa allgóða
sönnun fyrir því, að hámarksverð
geti koniið að fullum notum. Sönn-
unin er sú, að smjörsölum í Rvík
hafi haldist uppi að fara í kringum
hámarksverð á þeirri vöru »undir
handarjaðri sjálfrar verðlagsnefnd-
arinnar og landstjórnarinnar,* En
gleymst hefir Óla að geta um há-
marksverðið, er sett var á kol vor-
ið 1915, og hvaða árangur það
hafði hjer á Akureyri.
Hálmstráið.
Ný stjórn er sett yfir landsversl-
^unina, sem kunnugt er. Ekkert
blaðanna hefir treyst sjer til að níða
þá stjórnarráðstöfun. Pað má segja
að hún hafi hlotið almannalof, Ó-
vinir þeirrar verslunar eru nú áreið-
anlega orðnir vonlausir um, að hún
verði kveðin niður, á meðan tím-
arnir ekki breytast til batnaðar.
Eina von þeirra er sú, að stjórn
Iandsversluninnar taki þá stefnu
að draga saman seglin, láta lands-
vöru aðeins liggja í forðabúrum,
hjálpa kaupmönnum að draga
að o. s. frv.
Reir þykjast þegar hafa eygt von-
arstjörnu í suðri, og þó hún sje
dauf, hefir hún þó vakið nokkra
gleði í brjóstum þeirra. Lögrjetta skýr-
ir frá því, að hún hafi átt tal við
einn af forstjórum landsversluninnar,
Ágúst Flygenring, og að hann hafi
viijað koma landsversluninni í of-
angreint horf. Retta er vonarstjarn-
an. Og að fallast ekki á þetta fyrir-
komulag.'það er móðgun við Hallgr.
Kristinsson(I) segir »íslendingur.«
Eitthvað hafði það blað að athuga
við kjötsöluua í haust, var hún þó
bygð á tillögum frá Hallgrími.
Sennilega er Hallgrímur ekki á
sama rnáli og Flygenring, ef Lög-
rjetta skýrir rjett frá, en vonandi
hefir hún misskilið hann.
Á þessi ummæli Lögrjettu er
því best að treysta varlega, þau
geta reynst svikul, en druknandi
mönnum hættir til að grípa í hálm-
strdið, þó gagnslaust sje.
Hyggilegasta ráðið er það, sem
formaður verðlagsnefndar Guðm.
Björnson stingur upp á og »Tím-
inn« styður. Rað ráð er þetta : Land-
ið kaupi inn alla matvöru, meðan
stríðið stendur yfir, en kaupmenn
og kaupfjelög hafi smásöluna á
hendi fyrir sanngjarna þóknun.
Aðferðin.
Fjandmenn samvinnunnarogkaup-
fjelaganna brjóta sí og æ heilann
um, hvernig þeir eigi að vinna fje-
lögunum ógagn, hvaða aðferð muni
reynast best í því efni. Ragir eru
þeir við að ráðast beint á skipulag-
ið sjálft, og ekki sýnist þeim vel
aðgengilegt að koma þeirri trú inn
í kaupfjelagsmenn, að þeir hafi pen-
ingalegan skaða af því að versla í
í kaupfjelagi. Alt þetta gengur illa
í fólkið. )
En eitthvað verða þeir að hafast
að, því annars má búast við að
kaupfjelagsskapur’inn breiðist út jafn-
hröðum fetum og hingað til eða
jafnvel enn hraðar.
Og aðferðina þykjast þeir auð-
sýnilega hafa fundið. Hún kemur
einna skýrast fram í »Norðurl.« 27.
febr, þ. á. Aðferðin er þessi:
Að reyna að koma af stað úlfúð
og ala á sundrungu í fjelögunum
innbyrðis, og þá helst á þann hátt,
að espa bændnr til mótþróa gegn
fjelagsstjórn og framkvæmdarstjóra;
reynt að telja bændum trú um, að
kaupfjelagsstjórarnir sjeu harðstjórar,
framkoma þeirra sé alveg óþolandi,
bændur sjeu ekki alment kvaddir til
ráða í kaupfjelagsmálum o. s. frv.
Ressi ritsmíð í Nl. sýnir ekkert
annað en illgirnislegt vanmætti og
klaufahátt höfundar síns, að því ó-
gleymdu, að hann verður sjer til
opinberrar háðungar, þar eð hann
kann ekki algengustu reglur móð-
urmálsins.
Vörur landsverslunarinnar ákvað
sfðasti bæjarstjórnarfundur að sel-
jast skyldu framvegis í sömu stöð-
um og áður hjer í bæ, hjá þeim
Lárusi Thorarensen og Magnúsi
Kristjánssyni; fá þeir ákveðna borg-
un fyrir að hafa söluna á hendi
eins og áður. Var þetta sjálfsögð
ráðstöfun, til þess að koma í veg
fyrir óþarfa verðhækkun á vörunum.
Misskilningur er það í sumum
mönnum, að Bretar hafi neitað öll-
um verslunarsamningum við ísland
í ár. Reir hafa aðeins neitað að senda
menn til Reykjavíkur til samninga.
Nærsveitamenn eru beðnir að
vitja blaðsins í blaðaskápinn í Kaup-
fjelagsbúðinni.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.