Dagur


Dagur - 22.05.1918, Qupperneq 2

Dagur - 22.05.1918, Qupperneq 2
30 DAGUR. heima, en engir daglegir »ragprísar« eða neyðarkjör. Állir hljóta að óska þess að sú stund sje nálæg. Hvað viðkemur daglegum við- skiftum bænda og bæjarbúa, mætti athuga nánar við tækifæri. f*að tvent skal hjer aðeins tekið fram, að þau viðskifti ættu að vera bygð á heilbrigðari grundvelli en nú ger- ist, og óþarfa rígur milli þessara stjetta er báðum máisaðilum jafn- skaðlegur. 9U 1918. Halldór Friðjónsson — frd Sandi. — Frá útlöndum. Miklar viðsjár hafa átt sjer stað í þingi Breta. Kæra hefir verið flutt gegn Lloyd George út af því, að hann hafi gefið rangar hernaðar- skýrslur. Heitir sá Maurice og er einn af hershöfðingjunum, sem kær- an er frá komin. Asquith, keppi- nautur og andstæðingurL. G., fylgdi kærunni fast fram og heimtaði rann- sóknarnefnd, en Lloyd George varð- ist snarplega og lauk þessari sennu svo, að hann fjekk traustsyfirlýsingu frá yfirgnæfandi meiri hluta þing- manna. Fullnaðarfriður er nú kominn á milli Rúmeníu og Miðveldanna. Skuldbundu Rúmenar sig til að ala önn fyrir Miðveldahernum þar í landi um óákveðinn tíma. Rúmenar verða undir eftirliti Miðveldanna. Ukraine og Rúmenía hafa kom- sjer saman um að skifta Bessarabíu á milli sín eftir þjóðernum. Búist er við nýrri ofsalegri sókn frá Rjóðverjum að vestan þá og þegar. Er það talin ætlun þeirra að hrekja her Breta með öllu burt af Frakklandi og ná hafnarbæjunum við Ermarsund á sitt vald. Er svo að heyra, að Bretar sjálfir telji ekki óhugsandi að þeim takist þetta, en eru engu að síður staðráðnir í að halda stríðinu áfram eftir sem áður á hafinu og með viðskiftastyrjöld. Og aldrei; segja þeir, takist Rjóð- verjum að koma her á land í Eng- landi. Reir treysta og á her og flota samherja sinna, Bandaríkjamanna. Pingmannsefni sambandsflokksins í Færeyjum hefir náð kosningu til neðri málstofunnar dönsku með litl- um meiri hluta. Bætist þar and- stæðingutn Zahlestjórnarinnar einn liðsmaður. 32 róttækir vinstrimenn- og 39 jafnaðarmenn styðja stjórnina við völd áfram gegn 69 andstæðing- um. Við lögþingskosningar í Fær- eyjum hefir frjálslyndi flokkurinn náð 11 sætum af 20. Alþingi. Ákveðið er að þingið haldi áfram fyrst um sinn og jafnvel gert ráð fyrir að þvi verði ekki slitið fyr en eft- ir komu dönsku sendinefndarinnar, sem semja á um fánann og ef til vill fleira. Hvenær sú sendinefnd kemur hingað verður ekki ráðið fyr en danska þingið kemur saman sein- ast í þessum mánuði. í þinginu er mikið rætt um Tjör- nesnámuna. Hefir orðið allmikið tap á rekstri hennar síðastliðið ár. Reyna andstæðingar stjórnarinnar að færa sjer þetta sem best í nyt sem árásarefni á hana, en horfir þunglega fyrir þeim, og er fullyrt að stjórnin standi með pálmann í höndum í því máli. Pjetur Jónsson hefir lagt til, að málið yrði afgreitt með rökstuddri dagsskrá, sem hann flytur, og er hún í raun og veru ekki annað en traustsyfirlýsing til stjórnarinnar. Sjálfstæðismál Siglufjarðar hefir náð samþykki þingsins. Ennfrem- ur tillagan um bankaútibú þar. Neðri deild hefir samþykt dýr- tíðarfrumvarp stjórnarinnar. Sr. Sig. Stefánsson hefir sagt sig úr Heimastjórnarflokknum Ástæðan sögð sú, að hann fjekk því ekki ráðið að þinginu yrði frestað. Pá hefir Jón á Hvanná sagt sig úr Framsóknarflokknum og þakkaö fyrir góða samvinnu. Samkvæmt yfirliti um fjárhag landsins, er fjármálaráðherra hefir gefið þinginu, hefir tekjuhalli síð- asta fjárhagstímabils orðið rúmlega U/2 miljón kr. Skuldir landssjóðs nú rúmar 19 milj. kr. Inneignir landssjóðs um nýjár yfir ló’/z milj. kr. Á rekstri landsverslunarinnar frá upphafi er talið að orðið hafi um 1 milj. kr. gróði, en tap á rekstri landssjóðsskipanna tæp 240 þús. kr. Er aðaltapið á »Borg«, þvi á »Wille- moes« hefir orðið yfir 100 þús. kr. hagur. Góðar vonir um, að hagur verði á rekstri allra skipanna þetta ár. Samtíningur. — Eftir því sem frá er skýrt í Reykjavík, er móvinsluaðferð sú, er P. Klementz stingur upp á, sænsk að uppruna. Sagt að svörðurinn sje aðeins Ui af vanalegri fyrirferð og að hann þurfi mjög lítinn þurk. Framleiðslukostnaður í Svíþjóðsagð- ur 17 kr. á smálest, en gert ráð fyrir að hann verði 60 kr. hjer á landi. Vjelarnar sagðar kosta 4000 kr. — Vínbrugg er orðið uppvíst í Rvík. Hafa fundist hjá Ara nokkr- um Pórðarsyni 80 pottar af ný- brugguðu vini með tilheyrandi á- höldum. Vínið reyndist að inni- halda 10°/o af spíritus. ' - Verkamenn í Rvík hafa viljað setja 90 au. ,lágmarksverð á vinnu sína yfir kl.tímann, en vinnuveit- endur ekki viljað ganga að. Ut af þessu hefir legið við verkfalli, en þó eigi orðið af, sætst á að leggja málið í gerð, enda affarasælast að líkindum. — Lagarfoss lagði á stað frá Khöfn hingað til lands nú fyrir hvítasunnuna, er væntanlegur til Rvíkur á næstu dögum. Botnía er komin til Rv. frá Höfn. Sterling er á leið hingað frá Rvík. — Tvö seglskip eru væntanleg hingað til Akureyrar með útlend kol, sem landsverslunin á.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.