Dagur - 22.05.1918, Síða 4

Dagur - 22.05.1918, Síða 4
32 ÐAGUR. va skyldi og er því »eins víst til að framkvæma það, sem skaðlegt er fyrir þjóðfjelagið.« En þó að góðmenskan sje bölvuð, þá er bót í máli íyrir góðmennið, að það er ekki í aunari eins sjálfheldu eins og fátæki maðurinn. Góður mað- urgetur breytt til og orðið illmenni, og þá hefir spámaðurinn G. ekkert út á hann að setja lengur. Rví hann bendir ekki á neitt náttúru- lögmál, er sýni það, að skaparinn hafi ætlast til, að góðmenni þurfi endilega að vera til. Auðvald og auðsafn er í sjálfu sjer altaf gott fyrir þjóðfjelagið, en þó telur hinn nýi spámaður nokk- ru máii skifta fyrir velferð þess, er auðnum safnar, hvort auðurinn er vel eða illa fenginu. Gefur hann nokkrar leiðbeiningar í því efni. Auðsafn af framleiðslu sjávarafla er »velfenginn auður.« Sömuleiðis auðsafn af kaupskap. Alt slíkt auð- safn göfgar manninn. Pó eru vissar tegundir afkaupskap undanskildar, en ekki nefnir spámaðurinn annað en gróða af húsakaupum og jarðakaup- um, það telur hann »illa fenginn gróða.« Jeg get nú ekki annað sagt, en að mjer líki hin nýja kenning yfir- leitt vel. Jeg sje það nú best, hve mikið jeg má þakka skaparanum, að jeg hefi aldrei fátækur ver- ið. Jeg skil það, að náttúran hefir ætlast til, að jeg væri ríkur. —■ En það er nú svo með þessa kenningu eins og margar aðrar sið- fræðiskenningar, að þó þær sjeu fagrar í sjálfu sjer, koma upp ýms vafaspursmál, þegar breyta á eftir þeim. Jeg átti nú t. d. jarðarpart, sem jeg keypti fyrir nokkrum árum fyr- ir 4000 kr. og hafði einmitt hugs- að mjer að selja hann nú í vor, og hafði 10 þúsund kr. tilboð í partinn. Jeg sá nú strax að sam- kvæmt hinni nýju kenningu, sem jeg gat ekki annað en aðhylst, mátti jeg ekki sáluhjálpar minnar vegna selja partinn hærra verði, en jeg hafði keypt hann, því þar sem um jörð var að ræða, hefði það verið »illa fenginn gróði.« Jeg afrjeði strax að selja fyrir 4 þúsund. En þá kom annað strik í reikninginn. Mað- urinn, sem ætlaði að kaupa, var sem sje bláfátækur, þó að góðir menn ætluðu að hjálpa honum að losa jörðina. Ef jeg hefði nú selt honum fyrir 4 þúsund, þá hefði hann orðið efnamaður, þar eð part- urinn er hve nær sem veraskal seljan- legar fyrir 10 þúsund. Jeg hefði þannig orðið sekur við náttúruna og skaparans lögmál, gert mitt til að fækka þeim fátæku og minka þannig valdsvið auðsins, í stuttu máli, gert mann ríkan, sem nátt- úran hefir ætlast til að væri fátæk- ur. Jeg varð því að svíkja mann- greyið um jörðina og seldi hana efnuðum manni fyrir 4 þúsund krónur. Þetta varð mjer nú nokkuð til- finnanlégt í svipinn, því að jeg hafði talið mjer partinn ininst 10 þúsund. En hvað um það, hver uppsker eins og hann sáir, og það er mest um vert að safna sjer þeim. auð, sem mölur Og ryð fær ekki grand- að. Enda varð jeg nú mikið til skaðlaus, því að jeg notaði jarðar- verðið til að kaupa matvöru»partí« sem almennur skortur var á hjer um slóðir, svo að jeg gat selt vör- una svona nokkurnveginn eins hátt og mjer sýndist. Jeg held jeg hafi nú haft upp langdrægt eins mikinn gróða eins og þó jeg hefði seit jörðina á tíu þúsund, en sá mun- urinn, að þetta er vel fenginn gróði og jeg hefi mína samvisku hreina. Það er ekki altaf, að sá sem er grandvar og guðelskandi, beri minna úr býtum af þessa heims gæðum en hinn, sem fer fram^með óráð- vendni og ódygð í viðskiftum. Annars þykir mjer það eitt vanta, að fá ítarlegan lista yfir það, hver- jar vörutegundir gefa vel fenginn gróða og hverjar illa fenginn. Jeg er t. d. í vafa um timbur og sem- ent. Þetta er notað í húsabyggingar, en hús gefa illa fengipn gróða. Að minsta kosti finst mjer auð- sætt t. d., að verslun með til- höggvið timbur í hús hljóti að gefa illa fenginn gróða, því að þar er í rauninni um hús að ræða, ósamsett hús. — Eins er með ým- islegau jarðargróða, hvort hann er f sama flokki og jarðirnar sjálfar, jeg skal rjett nefna t. d. jarðepli og margt fleira vafamál mætti til- nefna. — Til þess að hver og einn geti haft hreina samvisku í slíkum efnum, væri langæskilegast að hinn nýi spámaður gæfi út gleggri fyr- irmæli, helst eitt ítariegt viðskiftasið- fræðislegt »Lexikon,« annarsvegar yfir þær vörutegundir, sem gefa vel fenginn gróða, og hins vegar yfir hitt, sem gefur illa fenginn gróða, svo að enginn þurfi að fyr- gera velferð sálar sinnar vegna fá- fræði í þeim efnum. Ráðvandur. Siglufjörður 100 ára, Á annan í hvitasunnu, 20. maí, voru liðin 100 ár frá því að Siglu- fjörður var löggiltur sem verslunar- staður. í tilefni þess efndu Siglfirðingar til afmælishátíðar þann dag. Voru margir gestir á hátíðinni, þeirra á meðal um hundrað Akureyringar. Hornaflokkur Akureyrar Ijek nokkur lög. Ræður voru haldnar og kvæði sungin, þeirra á meðal tvö ný kvæði eftir Matth. Jochumsson og Pál Ar- dal. Hafði sr. Bjarni samið lög við þau. Tvær guðsþjónustur voru haldnar; önnur fyrir börn. Skrúð- göngur fóru fram, bæði fullorðinna og barna. fþróttir voru sýndar. Kransar voru lagðir á leiði nokk- urra mætra manna, er starfað hafa á Siglufirði. Allur bærinn varskreytt- ur íslenskum litum. Að öllu hafði hátíð þéssi farið vel fram og verið Siglfirðingum til sóma. Að sjálfsögðu hefir það ekki auk- ið lítið á hátíðargleðina, að lög um bæjarstjórn á Siglufirði voru nýaf- greidd frá þinginu. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.