Dagur - 19.07.1918, Blaðsíða 3

Dagur - 19.07.1918, Blaðsíða 3
DAGUR. 47 tilmælum stjórnarráðsins, er sam- þykti það óbreytt. / Þess skal getið að herra Halld. Eiríksson aðstoðaði mig góðfúsl. sjerstaklega að því er snerti form einnar Eókarinnar. Bókhald mitt yfir sölu .varanna var frá byrjun (1914) tvöfalt, sem kallað er, hver einstök afgreiðsla tílfærð í 4 bókum samtímis, d : frum- bók, afhendingarbók, sjóðbók og höfuðbók. . Enginn yfirboðara rninna hefur mjer vitanlega, hvorki fyr nje síðar, fundið að störfum mínum við lands- verslunina, eða látið í ljós óánægju með þau, enda þykist jeg ekki hafa gefið tilefni til þess. Vörutalning fór oft fram, og seld- ust vörurnar við og við alveg út; matarbirgðir urðu því aldrei gamlar. Skýrslur um söluna og fyrirliggj- andi vörubirgðir sendi jeg stjórnar- ráðinu iðulega. F*að vissi því á öll- um tímum hvað sölunni og vöru- forðanum leið. Reikning yfir rekst- ur verslunarinnar gat það því sam- ið og látið endurskoða eins oft og því þóknaðist mín vegna; mjer var það óviðkomandi. Herra Rórður Sveinsson- endurskoðaði alla reikn- * inga landsverslunarinnar, ekki frem- ur mína reikninga en stjórnarráðs- ins, og samdi einn heildarreikning fyrir stjórnina. En ósannindi eru það hjá höf., eins og annað, að hann hafi orðið að skrifa upp mfna reikninga. Af framanskrifuðu er það ljóst, að annaðtveggja er höf. gjör-ókunn- ugur málefni því, er hann skrifar um, eða hann ritar móti betri vit- und. \ Brigslyrði hans um ljelega greind mína og laklega mentun læt jeg mjer í ljettu rúmi liggja; enda er yfirleitt sama handbragðið á grein þessari og skrifum þeim, sem birt- ust í »Tímanum« í fyrra, sem jeg hefi ekki virt svars hingað til. Hygg jeg að árásir hans á mig gæfu rjettari lýsingu á honum sjálf- um en mjer, ef hann hefði hug til þess að koma fram í dagsbirtuna. Er það ekki talinn vottur hreinnar samvisku að þora ekki að gangast við gerðum sínum. Reykjavík 28. maí 19.18. Olgeir Friðgeirsson. Ágangur búfjár. Ágangur af sauðfje hjer niðri í bænum er nú svo magnaður að orð er á því gerandi. Fjeð er í smærri og stærri hópum að heita má, bæði nótt og nýtan dag, sjálfu sjer til bjargar, en mönnum þeim, sem einhverja lóðarspildu eiga, oft til mikiis skaða og skapraunar. Fjen) aðurinn er svo ágengur,. að honum verður ekki varist með venjulegum girðingum og varnartækjum, sem menn hingað til hafa notast við. Rollurnar stökkva yfir háar girð- ingar, vaða inn um öll hlið, ef þær sjá færi á, og jafnvel inn í hús. Börnuin og unglingum ekki fært að fást við slíkar skepnur, því ekki svífast þær þess að ráðast á full- orðið fólk, þegar þeim er alvara með að komast leiðar sinnar. Peir, sem við garðrækt fást, eiga það stöðugt í hættu, að garðarnir sjeu að miklu leyti eyðilagðir á einni nóttu. Ein rolla með lambi getur hæglega eyðilagt fyrir fleiri tugi króna yfir nóttina, einkum í róugörðum. Nú á dögum er mikið í húfi með garða að þeir sjeu ekki eyðilagðir. Rað er vanvirða, en sannleikur, að bœrinn er notaður sem afrjett, því vitanlegt er að margir af fjár- eigendum í bænum sleppa fje sínu hjer niðurfrá á vorin, þegar þeir eru búnir að rýja það. Og þó að þeir reki það upp í Glerárdal, kem- ur það að engu haldi. Dæmi eru til þess að fje, sem hefir verið fóðrað í bænum, og rekið upp í dal, hefir verið fljótara heim aftur en rekstrarmennirnir. Ressi ágangur af sauðfjenu er því ergilegri, þegar það er athugað, að fyrir nokkrum árum var varið miklu fje til þess að girða af bæjar- landið, og hefði því mátt ætla að það hefði komið að einhverjum notum. Ef til vill hefir það verið fyrst í stað, en nú er það ekki lengur. Staurarnir eru (víða beygðir og brotnir, strengirnir fallnir af þeim, og þeir slitnir og hirtir. Það er ekki tilgangur minn með línum þessum að særa hina hátt- virtu jarðeignarnefnd eða bæjar- stjórnina, þó hana megi uni þetta saka að nokkru leyti, og eigi held- ur að sýna það að jeg sje nefnd- inni ráðkænni, þó jeg bendi á ráð. Erfiðleikarnir á því að koma í veg.fyrir þennan ágang eru sýnilegir þeim sem til þekkja. Efni til girð- inga og peninga vanfar til fram- kvæmda. Verkefni mefndarinnar er líka svo mikið, að ekki er von á því, að menn, sem eru hlaðnir önnum, geti vafsast í öllu því er landinu viðkemur og það án end- urgjalds. Jeg vil leyfa mjer að benda á ráð í þessu efni í því trausti að þau geti orðið að liði. 1. Að tekið sje upp það slitur, sem eftir er af girðingunni hið efra, nú þegar á þessu sumri og hún sett niður í haust eða næsta vor niður við tún og engjar og sje svo rækilega frá , þeirri girðingu gengið, að engu búfje sj’e fært að komast þar undir eða yfir. Ressi girðing yrði mikið styttri, og ætti að vera til nóg efni í hana úr hinni gömlu girðingu, þareð svo mörg af túnunum eru vel girt að ofan. Að ájálfsögðu þyrfti að búa vel um öll hlið á vegum og hafa ákveðna menn til þess að gæta þeirra á hverju kvöldi. 2. Að öllum fjáreigendum, sem fóðra fje sitt í bænum yfir vet- urinn, sje gert að skyldu, ann- aðhvort að hafa það á sínu eigin afgirta landi strax á vorin, þegar fje gengur út, eða koma * *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.