Dagur - 13.08.1918, Blaðsíða 1

Dagur - 13.08.1918, Blaðsíða 1
DAGUR kemur úi tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. gjaldd. 1. júlí. DAGUR AFGREIÐSLU- og innheimtumaður: Lárus /. Rist. Tatsími31. Ráðhússtíg 4. Ritstjóri: Ingimar Eydal. I. ár. Akureyri 13. ágúst 1918. 14. blað. Síra Jónas Jónasson. Hann andaðist í Reykjavík sunmidaginn 4. þ. m. eftir langvarandi vanheilsu, nokkuð yfir sextugt að aldri. Sírajónas var einn af mætustu mönnum þjóðar voirar fyrir margra hluta sakir. Hann var um mörg ár prestur hjer í Eyjafirði og var und- antekningarlaust elskaður og virtur af sóknarbörnum sínum og öllum, er honum kyntust. Ræður hans báru vott um óvenjulegt andríki og gáfnafiug og voru fullar af kærleiksyl samfara andlegu víðsýni; var jafnan unun á þær áð hlýða. Sömu ástsældar og virðingar naut hann í kenn- arastarfix sínu hjer við Gagnfræðaskólann sem í prestsstöðunni. Fyrir löngu er hann þjóðkunnur orðinn fyrir skáldsagnagerð sína. Kennir víða í sögum hans nokkurrar ádeilu á bresti samtíðarinnar. Efnið í sumar skáldsögur hans er tekið úr lífi fyrri alda. Á síðustu árum lagði hann stund á að rita æfintýri. Eru þau skínandi fögur að efni og anda. Aðeins eitt þeirra mun hafa birst á prenti (Gyðingurinn gangandi). Síra Jónas fjekst við margvísleg ritstörf um æfina og liggur mikið eftir hann í því efni, því að maðurinn var hamhleypa til starfa, svo að undrum sætti, jafn heilsuveill og hann var. Hann söktr sjer niður í ís- lenska þjóðsiðafræði og liggur eftir hann feiknastarf á því sviði. Rjóð- siðasafn hans verður nú eign Iandsins að honum látnum. Efasamt er hvort ísland hefir átt fjölfróðari mann en síra Jónas. Pó að hann, auk guðfræðinnar, væri sterkastur í sögulegum fræðum og bókmentum, þá var hann alstaðar heima í hverri fræðigrein og ná- lega jafnvígur á öll vísindi bæði að fornu og nýju. Eftir andlát hans mun hann einkum blasa við almenningi sem fræðimaður, rithöfundur og skáld. Reim, sem nánast kyntust honum, mun hann þó minnisstæðastur sem þroskaða guðsbarnið. Útibú á Norðurlandi. Hjerumbil allir framfaramenn lands- ins eru sammála um það, að góðar lánsstofnanir sjeu bráðnauðsynlegar, ef þjóðin eigi að rjetta við eftir niðurlægingu fyrri aldar. En fyrir- komulag íslenskra lánsstofnana er að mörgu leyti mjög úrelt, og sjer- staklega hefir verið vanrækt að fjölga útibúum, til þess að lands- menn geti náð til lánsstofnana með sæmilega hægu móti. Dálítil stefnubreyting varð í þessu máli við það, að Framsóknarflokk- urinn kom einum fulltrúa að í stjórn landsins. Síðan hefir „dauða blóð- ið“ í Landsbankanum komist í »ó- stöðugt jafnvægi*. Nýjum og vel hæfum manni hefir verið bætt í bankastjórnina. Fleiri fyrirbrigði að gerast í sambandi við stjórn bank- ans, sem benda í þá átt, að sú stofnun muni hjer eftir taka meira tillit til þarfa þjóðarinnar heldur en verið hefir. Strax er sýnileg stefnu- breyting hvað snertir fjölgun úti- búa. Bundinn hefir verið endi á lengi vanrækt loforð um útibú á Austurlandi. Og undir eins siglir útibú Sunnlendinga í kjölfarið. Er það fyrsta »peningabúðin« í sveit (við Ölfusárbrú), og af þeim ástæð- um þyrnir í augum þeirra, sem hafa eyðileggingu sveitanna ofarlega á dagskrá. Og samkvæmt þingfrjettum eru útibú í Vestmannaeyjum og Siglufirði nú á döfinni, bæði frá Landsbankanum. Um þessa stefnu er það eitt að segja, að hún er hin heillavænleg- asta. Bankar eru ekkert annað en

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.