Dagur - 13.08.1918, Blaðsíða 2

Dagur - 13.08.1918, Blaðsíða 2
58 DAGUR. búðir, sem versla með peninga. Bankadeildir (útibú) þurfa að vera svo víða, að öllum mönnum í land- inu sje sæmilega auðvelt að ná til þeirra, staðhátta vegna. Á Norðurlandi eru nú tvö útibú, bæði á Akureyri. Pau fullnægja lík- Iega nokkurnveginn þörf bygðar- innar við Eyjafjörð innanverðan. En Siglufjörð vantar sína deild og er líklegur til að fá hana. Pá. eru komín þrjú útibú vi0 sama fjörð- inn. Og Eyjafjarðarsýsla gæti vænt- anlega látið sitja við það um langa hríð. Aðeins yrði jafnan að gera það að skyldu við alla forstöðu- menn lánsstofnana, að þeir sýndu almenningi lipurð og greiðvikni, eins og almannarómur telur að gert sje í útibúi íslandsbanka á Akur- eyrj. En hvað segja Húnvetningar, Skagfirðingar og Þingeyingar? Geta þeir verið án lánsstofnana framveg- is, eins og hingað til? Ólíklegt er að svo reynist. Sennilegra er hitt, að allur þorri manna í þessum sýsl- um telji fýsilegt að fullnægja þeim lið í stefnuskrá Timans, að stofna beri útibú frá Landsbankanum í hverri sýslu. Dagur vill og leggja það til mál- anna, að Norðlendingar hefjist nú þegar handa og krefjist þess að stofnuð verði, svo fljótt sem kostur er á, fjögur utibú hjer i fjórðung- num. Eitt í Húnavatnssýslu, annað á Sauðárkrók, þriðja á Húsavík, fjórða í Norður-Þingeyjarsýslu. Ef menn gera sjer von um framfarir í versjun, samgöngum, búnaði, út- gerð, húsabyggingum, notkun vatns- .afls til ræktunar, lýsingar og hitun- ar, verða að vera hagkvæmar láns- stofnanir í hverju þessu hjeraði. Til skýringar má geta þess að hinn mikli og öri vöxtur, sem Kaupfjel. Eyf. hefir tekið, er að dómi kunn- ugra-manna að miklu Ieyti að þakka því að góð peningaverslun var á Akureyri. Sæmileg lánsstofnun hefir þannig hjálpað viðreisn mörg hund- ruð heimila í sýslunni, með því að gera góðu kaupfjelagi unt að starfa. Og þó er verslunin aðeins ein af þeim mörgu þáttum, sem þarf að styrkja með hagkvæmri peninga- verslun. Ekki þarf að efast um kaldan hug kyrstöðumanna til þessarar hug- myndar. Hingað til hafa þeir litið svo á, að bankar og útibú væru til vegna braskara og peningaburgeisa í höfuðstaðnum og helstu kauptún- unum. En þrátt fyrir mótstöðu þeirra mun hugmynd þessi eiga nógu marga stuðningsmenn til að komast í framkvæmd áður en langt um líður. Enn um Tjörnesnámuna. i__ í 11. tölubl. »Dags« er greinar- korn um Tjörnessnámuna eftir ein- hvern »Ö«, sem telur sig kunnug- an námunni. Síðari hluti þessarar greinar ber vott um það tvent, að höfundur- inn er ekki eins jcunnugur í nám- unni, sem hann íætur, og að hann langar til að ófrægja hr. Alfred Olson, hinn sænska námufræðing, sem landstjórnin sendi, til þess að prófa sænskar vinnuaðferðir og á- höld í námunni. Þetta er ómaklegt, og auðsjáanlega sprottið af fljót- færni, vanþekkingu eða öðru verra. Sannleikurinn er þessi: Bæði verk- færin og vinnuaðferðir Olsons var gagnólíkt því er áður var viðhaft, og var því ekki að undra þótt verkamenn feldu sig ekki við það fyrst í stað, og eftirtekjan minkaði. Nú erum við verkamenn farnir að brjóta kolin fyrir eiginn reikning, þ. e. ákveðið kaup fyrir hvert tonn er við vinnum úr námunni, og er- um að mestu leyti frjálsir að um , vinnuaðferðir og áhöld, og nær því enginn verkamanna hefir til fulls lagt niður aðferðir Olsons, og verk- færin vill nú enginn missa, af því svo ljett er að vinna með þeim, þegar við vorum búnir að læra að beita þeim rjett, og árangurinn engu minni, þótt sprengiefni sparist að miklum mun. Ný Ijósáhöld hefir Olson útveg- að, sem eru stórum betri en áður þektust hjer, og tæki til að flytja kolin út úr námunni og koma þ?im í skip hefir hann afar mikið bætt og fullkomnað. Pað er því ranglátt bæði gegn Olson og landstjórninni að halda því fram, og telja almenningi trú um, að þeim kostnaði, sem af veru Olsons hjér hefir leitt, hafi verið gersamlega á glæ kastað. Yfir höfuð höfum við námumenn ekki annað en gott af hr. Olson að segja, og því vil jeg biðja »Dag« að skila til lesenda sinna, til leiðrjettingar upphaflega nefndri grein. 4. ágúst 1918. Ndmumaður. Bæjarsvörðurinn. Sá þvættingur er nú borinn hjer út um bæinn, að svörðurinn, sem bærinn hefir látið taka upp úr Flóa- skurðinum, sje ófær til eldsneytis, »sje ekkert annað en rof eða ruðn- ingur«. Slíkt væri meira alvöruefni en svo að rjett væri* að láta það þegjándi fram hjá sjer fara, ef búið væri að kosta þúsundum króna í algerlega óþarft verk, því óþarft verk hefði það verið að rista fram Flóann, sem skurðurinn er gerður í, ef þar væri ekki framtíðarsvarðar- land útbæjarins. t*að væri og al- varlegt áhyggjuefni fyrir okkur Odd- eyringa, ef svarðarnámið í Flóanum væri eins gerþrotið eins og hlyti að vera, ef nokkur sannindi ættu að finnast í áðurnefndum ummæl- um. Skurðurinn er grafinn milli svo- nefndra Grænhólsgrafa og svarðar- grafa þeirra, sem Verkamannafjelag- ið lætur vinna, og hliðstæður er skurðurinn aðalsvarðarnámu útbæj- arins og jafn djúpt grafinn. Hefði ekki reynst dágóður svörður í mest ölium skurðinum, var það sýnilegt að þetta svarðarland, sem útbærinn hefir haft hitann úr undanfarin ár,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.