Dagur - 13.08.1918, Blaðsíða 3

Dagur - 13.08.1918, Blaðsíða 3
DAGUR. 59 var að þrotum komið; aðeins gat verið að ræða um fárra ára svarð- arnám á þessum stað, og hvert átti þá að flýja? Þeirri spurningu er vandsvarað. Jeg fæ ekki betur sjeð, en að bæjarstjórnin og aðrir þeir, sem að því hafa starfað að Flóinn yrði ræstur fram, eigi þakkir skilið af bkkur Oddeyringum fyrir verkið. Með því ér leyst sú gáta, sem áður var óráðin, hvort svörður væri í Flóanum, og aðstaðan við svarðar- tekjuna bætt svo mikið, að hjer eftir ættu allir að geta komist að svarðarnáminu, en áður hafa marg- ir orðið frá að hverfa vegna þrengsla og illrar aðstöðu. F*eir, sem ekki kunna að meta þetta, ættu ekki að fá að taka svörð í bæjarlandinu. Það væri skapleg hirting fyrir vanþakklæti og illmælgi um vel unnið starf. Oddeyringur. Frá útlöndum. Háft er eftir Rýskalandskeisara, að Pjóðverjar muni leggja alt kapp á að koma á friði, en áður verði þó að berja duglega á bandamönn- um, til þess að lægja í þeim rost- ann. Nú um hríð sýnist Pjóðverj- um þó ætla að veita þetta erfitt, því símfregnirnar segja þá á und- anhaldi fyrir ofurefli bandamanna. Rað undanhald segja bandamenn að fari fram með ágætu skipulagi, og að þjóðverjar missi ekki nokkra fallbyssu. Er talið Hklegt, að þjóð- verjar eigi við ramman reip að draga úr þessu, og hepnist þeim ekki nú í sumar að hefja ný áhlaup með góðum árangri, þá muni stríðs- horfur þeirra í framtíðinni ekki glæsilegar, þar sem her Bandaríkj- anna sje nú fyrst fyrir alvöru að koma á vígvellina, og vaxi þannig óvinum þjóðverja stöðugt ásmegin úr þeirri átt. Fara herflutningar Bandaríkjanna sfvaxandi, þó seint gangi að vísu. Er stærsta herflutn- ingaskipið, sem Ameríkumenn hafa yfir að ráða, þýskt og heitir »Vater- land«. Er það 55 þús. smálestaskip og stærst allra skipa í heimi. Kólera drepur fólk í hrönnum í Petrograd. Blöðin í Noregi og Svíþjóð fagna íslandi sem fjórða fullvalda ríkinu í tölu Norðurlanda. »Islendingur« — hvað? »íslendingur« 12. júlí þ. á. tek- ur klausu upp úr 27. tölubl. »Tfm- ans,« úr grein er heitir *Berserks- lundin, og er klausan á þessa leið. »þau eru að skernta sjer að því langsumblöðin og þingmenn þeirra jafnvel líka að titla Tímann jafnan sem stjórriarblað.* Er þeim ekki of- gott að gera það að gamni sínu, mótlætið er svo mikið. En þetta er ekki hið eina sem haldið 'er nú á lofti mót betri vitund í þeirri átt. — Tíminn hefir ekki verið og verð- ur ekÍo~stjórnarblað.« þarna stingur svo ísl. fótum við í Tímagreininni, enda nauðsynlegt fyrir hann að nema þar staðar, svo að tilganginum yrði náð, því í framhaldi áminstrar greinar Tímans skýrir hann niðurlagsorð tilfærðrar klausu og gerir ljósa grein fyrir afstöðu sinnitil núverandi stjórnar. í þess stað læt- ur ísl. þá greinagerð fylgja frá eig- in brjósti, að Tíminn þori ekki við það að kannast, að hann sje stjórnarbl. sje að klóra yfir sannleikann, að sannfæring fylgi ekki vörninni o. s. frv. Og til að ósanna enn betur ummæli Tímans tekur ísl. þetta upp úr »Rjetti«, eftir Jónas kennara Jóns- son frá Hriflu: »Snemma á árinu 1917 byrjuðu vinstrimenn hið áformaða blað sitt Tímann, til að styðja framsóknarfl. og Sigurð Jónsson.* þetta kallar ísl. »hjáróma« og spyr: «Hver hefir rjett að mæla?« »Hvað er sannleikur,* spurði Pílatus forðum og þó vissi hann sannleikann í deilumálinu, sem þá var um að ræða. En hann var lítilmenni, undirokaður og hræddur við keisarann og hróp skrílsins og kvað svo upp dauðadóm móti betri vitund. ísl. þarf ekki að spyrja, ef hann er ótjóðraður af kaupmönnum og langsumblöðum. Tíminn getur þess í sömu grein- inni og ísl tekur klausuna úr, að hann telji stjórnina hafa stigið ýms röng spor í einstökum atriðum og að hann hafi vítt þau, en hann telji hana hafa stefnt rjett í aðalatriðun- um og vilji láta hana njóta sann- mælis. Tíminn gerir þannig glögga grein fyrir afstöðu sinni til núver- andi stjórnar, svo að enginn með- almaður að viti og sanngirni þarf að ganga nokkurs dulinn um þetta. Vel samrýmanleg eru ummæli Tímans og Rjettar, þó að íslendingi finnist annað og heimskist út af því. Þó að Jónas Jónsson segi í Rjetti, að Tíminn hafi verið stofn- aður til stuðnings Framsóknarfl. og Sig. Jónssyni, þá ber grein hans með sjer og er Ijóslega tekið fram í henni, að stofnun blaðs og flokks var áður ákveðin. Tíminn hefði því byrjað göngu sína engu að síð: ur, þó að Framsóknarflokkurinn hefði ekki myndast og þó að Sig- urður Jónsson hefði ekki orðið ráð- herra, en ef til vill nokkru síðar Fyr tekið til starfa af því að þarna var spor í áttina, en ekki aðalatrið- ið sjálft: stofnun öflugs vinstrimanna flokks. Hvergi heldur sagt að blað- ið ætlaði að styðja alt í fari nokk- urs flokks eða ráðherra, enda hefir það ekki verið gert. En full þörf á að láta ekki drengileg tilþrif Framsóknarfl., svo sem umbætur bankamála og landsverslunar, vera ausin auri og öll færð til verri veg- ar. Það hefir sýnt sig, að stofnun Tímans var ekki að ófyrirsynju, enda er hægri blöðunum ekki orðið sama urn tilveru hans og er það að von- um, því renna munu þau grun í, að hann stendur fastari fótum með- al þjóðarinnar en nökkurt þeirra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.