Dagur


Dagur - 10.09.1918, Qupperneq 1

Dagur - 10.09.1918, Qupperneq 1
DAGUR kemur út tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. gjaldd. 1. júlí. DAGUR AFGREIÐSLU- og innheimtumaður: Lárus /. Rist. Talsími31. Ráðhússtíg 4. Ritstjóri: Ingimar Eydal. I. ár. Akureyri, 10. sept. 1918. 16. blað. Matarstritið. í bæ er dauft ef hug- sjón öll er horfin, og matarstritið guðar á hvern glugga. Áslaug álfkona. — „Nýársnóttin.“ Einn hinn helsti hugsjóna og mentamaður hjer norðanlands hefir nýlega látið svo um mælt, að furðu sætti og væri lítt skiljanlegt, hve lítið bæri á fögnuði meðal almenn- ings út af því, að íslenska þjóðin stæði nú við fullveldismarkið eftir nær aldar gamla baráttu. Leiddi hann getur að því, að hin almennu vandræði, er af ófriðarfárinu leiddi, væru hjcr miklu um valdandi. Við höíum lengi átt í erjum við sambandsþjóð vora, Dani, út af rjettindum okkar. Á síðustu árum hefir orðið hlje á baráttunni að öðru en því, að við höfum heimtað að fá okkar sjerstaka siglingafána. Svo þunglega horfði um það mál, að ekki var sýnilegt, hvernig þjóð- in kæmist vansalaust út úr því. Rás viðburðanna hefir hagað því svo, að í skjótri svipan hefir okkur auðn- ast að ráða öllu sambandsmálinu til færsælla lykta. Retta kemur svo flatt upp á flesta, að þeir þurfa nokkurn tíma til að átta sig á því. Hefði hörð barátta verið nýskeð undangengin úrslitum málsins.mundi sigurgleöin hafa orðið öllu meiri en nú er rauti á. Nær baráttulaust stendur hin íslenska þjóð við full- veldismarkið, án þess að almenn- ingur hafi nokkuð orðið á sig að leggja til þess að ná því. Svo er hitt að sjálfsögðu rjelt, að almenn hugsýki út af framtíðar- horfum dregur mjög úr fögnuðinum. Menn eru ætíð gjarnir á að láta kvíðann fyrir framtíðinni drepa gleði nútímans. Hinar alira hættulegustu afleiðingar strfðsins eru þær, að all- ar æðri og göfugri hugsjónir kafni í matarstriti. Regar svo er komið, að menn Iifa eingöngu til að jeta, þá er mannlegt eðli komið út á villigötur og allur gróður andans kulnar út. Ress vegna megum við fyrir eng- an mun láta hugfallast, þó að dýr- tíð . og óáran þjaki landslýðnum. Enn höfum við ekki þolað hungur, og óvíst hvort nokkurntíma kemur til þess. Þó við að einhverju leyti verðum tilneyddir að breyta lifnað- arháttum og þurfum að sýna meiri sjálfsafneitun en á venjulegum tím- um, þá er eins víst að það auki frekar manngildi okkar en rýri. Þrátt fyrir alt er ástandið skárra hjá okk- ur en flestum öðrum þjóðum. Hins er og að minnast, að þó við verðum fyrir þungum búsifjum af völdum stríðsins, þá eru allar líkur til.'að það sjeu einmitt öldur ófrið- arins, sem nú eru að skola okkur upp á fullveldistindinn. Að samn- ingarnir gengu svo greitt, sem raun varð á, mun hafa stafað af því, að samningamennirnir hafa liaft opin augu fyrir nauðsyninni á satneiningu Norðurlanda, til þess að þau verði síður hinum brjáluðu stórveldum að bráð. Menn mega ekki láta matarstritið gera sig að hugsjónalausutn þræl- um sínum. Þing og stjórn verða og að halda áfram að beita vilja sínum og viti til að Ijetta mönnum það strit á hinn hagkvæmasta hátt. Spurningin mikla. Þó að nálega allur heimurinn standi nú í ófriðarbálinu, þá beinist athygli manna nú um tímanærein- göngu að austurhluta Frakklands, því að þar er þungamiðja stríðsins, og þar sýnist úrslitaglíman vera háð. Júlí-sókn Þjóðverja, sem búist var við að yrði hin áhrifamesta og af- leiðingaríkasta, varð bæði skammæ og án nokkurs varanlegs árangurs. Síðan henni slotaði, hafa Þjóðverj- ar stöðugt farið á hæli fyrir Sam- herjum. Hefir hjer sem oftar komið í Ijós snarræði og dugnaður Frakka, er sagðir eru skara langt fram úr Bretum að víghreysti á landi. Svo er og Bandaríkjaherinn kominn til sögunnar, og hann hefir gengið í franskan skóla. Spurningin mikla er þessi: Er hin mishepr.aða júlí-sókn Þjóð- verja og stöðugt undanhald þeirra á síðustu tímum sönnun þess, að hernaðargengi þeirra sje Iokið í þess- um heiinsófriði? Framtíðin svarar þeirri spurningu. ^Þorgils Skarði«. Höfundur, er kallast því nafni, hefir skrifað grein um sambandslög- in í Siglufjarðarblaðið »Fram«, út gefið 24. ág. þ. á. Höfundur þessi virðist ekki eiga annað erindi í blöðin en að troða pólitískar illsakir við einn af íslensku

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.