Dagur - 22.10.1918, Blaðsíða 1

Dagur - 22.10.1918, Blaðsíða 1
DAGUR kemur úl tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. gjaldd. 1. júlí. DAGUR AFGREÍÐSLU- og innheimtumaður: Lárus f. Rist. Talsími 31. Ráðhússtíg 4. -^>1® Ritstjóri: Ingimar Eydal. I. ár. Ný veröld. í gömlum þjóðsögum kemur það fyrir, að einhver rataði f þá lífs- hættu að detta ofan í djúpan brunn. Retta varð þó ekki að fjörlesti, því þegar niður kom, birtist ný og fegri veröld en áður hafði þekst. Fallið ofan í myrka og djúpa brunninn og lífshættan, sem því sýndist sam- fara, skapaði þeim gæfu, sem fyrir varð. í rúm 4 ár hefir mannkynið ver- ið að hrapa niður í myrkrið, stöð- ugt dýpra og dýpra, svo að sumir hafa örvænt um, að því yrði upp- koma auðið. í 4 ár hefir heims- menningin verið að misþyrma sjálfri sjer á hinn átakanlegasta hátt. Einn hinn hryllilegasti atburður mann- kynssögunnar hefir verið að ske á þessum árum. Nálega allur hinn mentaði lieimur stendur undir vopn- um. Blóðelfurnar falla í stríðum straumum í allar áttir og úr öllum áttum. Hinu háfleygasta, verkfræði- lega hugviti hefir verið beitt fyrir drápsplóginn. Fyrri hluti æfintýrisins: fallið nið- ur í djúpa brunninn dimma, hefir verið að rætast. Bjartsýnismennirn- ir trúa því, að síðari hlutinn komi og fram, að upp úr þessari ógnar- styrjöld skapist ný veröld, bjartari og gæfudrýgri en áður hefir þekst. Auðvitað er þetta ekki annað en trú enn sem komið er, en' hún hef- ir þó við nokkrar líkur að styðjast. Ekki er það ósennilegt, að sárs- aukinn og kvalirnar, sem verið hafa förunautar ófriðarins, auki að mikl- um mun friðarhugsanir í heiminum Akureyri, 22. okt. 1918. Það getur ekki hjá því farið, að augu manna opnist fyrir því, að verkhyggju- og samkepnis-menning- in hefir orðið sjer til skammar, að hún þarf að umskapast og umsteyp- ast, ef menn eiga ekki að lenda í skotgrötunum upp aftur og aftur. f*egar hernaðarvíman rennur af og hatursöldurnar lækka, fara þjóðirnar vonardi að átta sig á því og skilja til fulls, að í stað taumlausrar sam- kepni, valdagræðgi og gegndar- lausrar gróðahugsunar þarf að koma samvinna og samhjálp, er bygð sje á hreinum bróðurhug. Pegar slíkur hugsunarháttur hefir náð festu með- al almennings, skipa þeir einir æðstu stöður, sem láta sjer ant um almetma velferð og afstýra því í lengstu Iög að mannvitinu sje varið til þess að hyrla drepandi eitri í lífsbikarinn, og að kjarna fólksins sje teflt fram á vígvellina, til þess að drepa og verða drepinn. »Verið vel við ok mælið eigi æðru, því at él eitt mun vera — ok skyldi langt til annars slíks,« mæltí Njáll við fólk sitt í brenn- unni. Þó að styrjaldarjel það, sem nú hefir gengið yfir heiminn, hafi bæði verið sárt og myrkt, þá gagna æðruorðin ekki. Nær óhugsandi ér annað en þjóðirnar vari sig á því að brenna sig ekki á sama eldinum aftur fyrst um sinn. Svo milcið ætti reynslan að vera búin að kenna þeim. Og þó að ófriðareldur sá, sem nú hefir verið kyntur um hríð, hafi verið sár, er óvíst tiema sú eldskírn hafi verið nauðsynleg, til til þess að brenna burt illgresið í menningarakrinum. 19. blað. Notkun æskuáranna. Kafli úr ræðu skólastjóra Steinþórs Guðmundssonar við setningu barna- skólans á Akureyri 14. okt. 1918. Þið vitið það öll, að þið komið hingað á skólann til þess að læra, og þið vitið, að það er mikilsvert fyrir ykkur sjáif, að kunna og vita ýmislegt, sem ykkur er kent á skól- anum. En aðalatriðið er samt það, að þið verðið göð börn. Það veit jeg að pabbi ykkar og mamma vilja fremur öllu öðru. f>au vita það, að góð börn læra altaf eitthvað. Góðu börnin nota skólatímann vel. Þau taka eftir því, sem þau lesa og því sem þeim er sagt eða sýnt. Jeg vildi að þið gætuð altaf verið svo góð börn, að engin kenslustund færi til ónýtis, enginn dagur til spillis. Það má enginn dagur á okkar stuttu æfi fara til spillis. Þó þið sjeuð börn, þá hafið þið líklega fundið til þess, hve ánægjulegt er að hátta á kvöldin, þegar þið hafið gert eitthvað til gagns eða • gleði, annaðhvort fyrir ykkur sjálf, eða þá fyrir pabba ykkar og mömmu,— þegar þið eruð þreytt af því að vinna. Jeg veit ykkur þykir þá á- nægjulegra að hátta, heldur en ef þið hafið eytt deginum í iðjuleysi og eigið alt eftir ógert, sem okkur var ætlað að gera. Þá finnið þið að sá dagur hefir farið til spillis. Ekk- ert dagsverk liggur eftir. Þið hafið ekkert orðið betri eða fróðari, ekk- ert vaxið daginn þann. Ykkur langar öll til að verða stór. Það er von. Okkur langaði líka til

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.