Dagur - 22.10.1918, Blaðsíða 2

Dagur - 22.10.1918, Blaðsíða 2
78 DAGUR. þess á ykkar aldri. En nú liggur okkur fullorðna fólkinu við að öf- unda ykkur af því, að vera ung og mega læra. Við áttum mörg af okk- ur ekki kost á að ganga á skóla eins ung og þið, og ef við hefð- um átt kost á því, eins og þið eigið nú, þá finst okkur að við mundum hafa notað það vel, og reynt að láta engan dag fara til ó- nýtis. Við höldum að okkur hefði ekki getað annað en þótt vænt um bækurnar okkar, vænt um skólann, vænt um kennarann, vænt um skóla- systkinin okkar öll. — — — Það má enginn dagur af mannsæfinni fara til spillis, síst hinir björtu dagar æskunnar. Sje nokkur hlutur sorgarsár, sje nokkuð biturt til. Pá eru það liðin æskuár, ónýt í tímans hyl. Petta segir eitt skáldið okkar, og hann hefir sjálfsagt þekt einhverja menn, sem höfðu glatað æskuárun- um sínum. Þeir eru því miður altof margir til. Jeg vona að ekkert ykkar þurfi að glata neinu af æskuárunum sín- um. Og jeg ætla að biðja ykkur að lofa mjer því fyrst og fremst, að reyna að látaekki veturinn íveturfara til ónýtis. Jeg skal hjálpa ykkur eins vel og jeg get, ef þið bara viljið vera góð börn. Og jeg veit að mjer er óhætt að lofa því sama fyrir hönd hiuna kennaranna við skólann. Jeg treysti því við verðum öll sam- taka, neroendur og kennarar, og að okkur takist vel, að þið vitið öll miklu meira í vor en þið vitið núna, og umfram alt, að þið verð- ið öll ennþá betri börn í vor en þið eruð núna. í trausti þessa byrja jeg skólastarfið og býð ykkur öll velkomin, — innilega velkomin, börnin góð! Kötlugos. Seinni hluta laugardagsins 12. þ. m. barst sú fregn hingað, að Katla hefði byrjað að gjósa þann dag. Síðan hafa við og við komið frjett- ir um, að gosin hjeldu áfram, enda hafa greinileg merki þess sjest og heyrst hjer fyrir norðan: öskufall og brestir. í Bárðardal hafa brest- irnir heyrst svo glögt, að líkast er sem skotið væri úr failbyssu þar í grend; öskufall hefir og verið tölu- vert þar austur frá og einnig hjer í Eyjafirði, þó að í minni stíl sje. Má þó nærri geta að öskufallið hefir verið langtum meira á Suður- landi, í grend við Kötlu, enda hafa orðið svo mikil brögð að því þar, að skepnur hefir orðið að taka í hús. Eins og að vanda hefir látið við Kötlugos áður, hefir mikið jök- ulhlaup verið samfara þessu gosi. Enginn getur sagt, hve gos þetta varir lengi, eða hver spjöll það kann að gera. Eftir því sem Porvaldi Thorodd- sen segist frá, hefir Katla gosið 12 sinnu.n áður, síðan land bygðist, svo söguleg vissa sje fyrir. Hið fyrsta Kötlugos, sem víst er um, varð árið 1197. Því fylgdi jökul- hlaup, sem tók af marga bæi. Á ár- unum 1245 og 1262 voru Kötlu- gos með miklu öskufalli, en hlaup- in runnu niður farveg Jökulsár á Sólheimasandi. Næsta Kötlugos var Sturluhlaup 1311. Það tók af bygð á Mýrdalssandi, sem hjet Lágeyjar- hverfi; þjóðsögur segja, að allir í- búar þess hafi farist, nema Sturla Arngrímsson og ungbarn eitt. Peg- ar hann sá hlaupið, greip hann ung- barn úr vöggu, komst upp á jaka, sem barst á sjó út og rak síðan upp á Meðallandsfjöru. Næsta gos var 1416 og kallað Höfðahlaup, af því það stefndi á Hjörleifshöfða. 1580 hljóp Mýrdalsjökull fram með eldgangi, svo bæir eyddust, en ei sakaði fóik. Pá stóðu ísjakar á 40 faðma dýpi. Næsta Kötlugos með hlaupi hófst 2. sept. 1625 og stóð yfir til 14. s. m. Pá urðu Skaftár- tunga og Síða svo huldar í myrkri, að engin skíma sást af dagsbirtu, og í Álftaveri varð myrkrið svo þykt, að menn varla heyrðu hver annars kall, þó nálægt hver öðrum stæði; menn urðu að haldast í hendur og þreyfa sig fram milli bæjarhúsa. Ressu fylgdu þrumur og eldingar, og með öskunni rigndi hnefastórum steinum. Mikiir jarð- skjálftar voru og í næstu sveitum. Askan barst alla leið til Björgvinar í Noregi. Pá lögðust 18 jarðir í eyði og víða varð fjárfellir. í Rykkva- b«e forðaði fólkið sjer á hæstu hóla undan jökulhlaupinu. 1660 gaus Katla, um kvöldið 3. nóv., og sást eldurinn langt fram á vetur. Pá sópaðist burtu bær og kirkja Höfðabrekku, svo varla sást steinn yfir steini. Síðan var Höfðabrekku- bærinn bygður uppi á fjallinu, 480 fet yfir sjó. Eftir hlaupin var þur fjörusandur suður af Höfðabrekku- hálsi, þar sem fiskiskip sátu áður við færi á 20 faðma dýpi. Árið 1721 varð ákaft Kötlugos í maí- mánuði og stóð fram á haust, en varð vægra eftir því sem á leið. 13. maí sló svo miklu myrkri yfir Rangárvalla- og Arnessýslur að kveikja varð ljós um hádegisbil og af grynstu miðum í Garði ætluðu sjómenn ekki að rata í land. Hinn 16. maí lagði mökkinn yfir Norð- urland með myrkri og sandfalli, alt vestur til Svarfaðardals. Jökulhlaup- in urðu afskapleg. Bárust svo marg- ir jakar á sjó út að ekki sást út fyrir ísinn af hæstu fjöllum. Marg- ir jakar stóðu grunn 3 vikur sjávar frá landi, á 70 til 100 faðma dýpi. Jökulhlaupið gekkt jafnhátt Höfða- brekkufjalli og var 6 — 700 fet á þykt; það tók af grasbrekkur allar í fjallinu upp undir hamra og flutti með sjér 5 stórbjörg úr fjallöxlinni fyrir ofan bæinn. Hlaupið tók af bæ- inn Hjörleifshöfða, sem síðar var bygður uppi á höfðanum, flutti burt drang tvítugan á hæð og annað eins ummáls og sópaði burtu grasivöxn- um hálsi, sem tók yfir 5 kýrfóðurs- velli. Hinn 17. okt. 1775 gaus Katla, og hið sama ár voru land- skjálftar á Norðurlandi og jarð-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.