Dagur - 22.10.1918, Blaðsíða 3

Dagur - 22.10.1918, Blaðsíða 3
DAGUR. 79 skjálftinn mikli í Lissabon. Eftir oktðberlok dró úr afli gosanna, en þó hjeldust þau við fram í ágúst- mánuð árið eftir. Öskufall varð mik- ið og víða rigndi vikursteinum 2-3 punda þungum. í Skaftártungu fjell steinn, sem var 14 72 pund á þyngd. Jökulhlaupið fór beint á Hjörleifs- höfða, klaufst um hann og svo *á sjó út; stóðu jakarnir á 40 faðma dýpi. Á einum jakanum var klettur eins hár og »stærsta lcirkja á Mýr- dal, þó hún stæði upp á endann.« 26. júní 1823 tók Katla að gjósa, og stóð gosið í 28 daga, en gerði minna inein en mörg eldri gos. Enn gaus Katla 2. maí 1860 og stóð það gos til 27. s. m., en gerði lít- ið mein. Síðan hefir Katla haldið kyrru fyrir þar til nú. Jan Mayen. Freymóðnr Jóhannsson gagnfræð- ingur var einn þeirra, er fóru með Mb. »Snorra« til Jan Mayen í sum- ar, til þess að sækja rekavið. Sunnudaginn 29. f. m. hjelt Freym. fyrirlestur um för sína til eyjarinnar og dvöl sína þar. Uppdrátt g'erði hann af eyjunni og hafði hann til sýnis. Skulu hjer nokkur atriði tilfærð úr lýsingu F. J. af eyjunni: Jan Mayen er 150 sjómílur norð- austur af Siglufirði. Eyjan er 55 km. á lengd og 15 km. á breidd, þar sem hún er breiðust, en aðeins 3 km. þar sem hún er mjóst, um miðjuna. 71. br. baugur liggur um miðja eyjuna. Hún er öll há- lend og sæbrött. Hæsta fjallið er norðaustan á eyjunni og heitir Bjarn- arfjall. Pað er fagurt og tígulegt, jökli hulið að ofanverðu og er hærra en hæsta fjall á íslandi. Úr aðaljöklinum ganga skriðjöklar nið- ur í sjó. Bjarnarfjall er gamalt eld- fjall, bunguvaxið en strýtumyndað efsl, þar sem gígurinn er. Engir firðir ganga inn í Jan May- en, en um miðbikið eru víkur, svo sem Norðurvík og Rekavík. Á þeim slóðum eru og allstór stöðuvötn. Graslendi er ekkert á eyjunni, en víða vaxin mosa; hann er úfinn og hrikalegur, Iíkt og rótsjór hefði orðið að föstu efni. Veðrasamt er í eyjunni og þokur tíðar. íslaust er þar aðeins í 4 mánuði af sumrinu. Ógrynni er þar af rekavið, bæði fúnum og ófúnum, eru það bæði greni og fura (rauðfura). Er reki þessi að líkindum frá Síberíu en ekki Ameríku. Er rekinn sumstaðar 100 — 200 m. fyrir ofan flæðar- mál. ílt er fyrir skip að athafna sig við eyjuna vegna brima. Snemma á 17. öld kom HoIIend- ingurinn Jan Mayen til þessarar eyju og eftir honum er hún heitin. Ýmsra þjóða menn hafa hafst við í eyjunni um stundarsakir, sumir í rannsóknarerindum, aðrir við veið- ar, einkum Norðmenn, sem hafa stundað þar selaveiðar. Kofar eru hjer og hvar á eyjunni eftir þessa menn. í einum þeirra var nokkuð af matvælum. Aragrúi af fuglum er í björgun- um við sjóinn. Bjarndýr kom^ þangað á ísnum. Refir hafa og ver- ið margir í Jan Mayen, en munu nú nær horfnir vegna refaveiða Norðmanna. Ræðumaður var þess heldur letj- andi, að Islendingar slæu eign sinni á Jan Mayen, en hvatti menn til að afla sjer þaðan trjáviðar á stór- um skipum. Atkvæðagreiðslan. Svo fór hún hjer á Akureyri 19. okt., að 248 sögðu já við sam- bandslögunum, en aðeins 17 nei. Tveir seðlar voru ógildir. Á kjör- skrá voru 840; atkvæðagreiðslan því mjög slælega sótt. í Reykjavík urðu fylgjendur sam- bandslaganna í margföldum meiri hluta og á Isafirði, ríki Magnúsar Torfasonar, í miklum meiri hluta. Friðarvonir. Svar Wilsons, forseta Bandaríkj- anna, við friðarumleitunum Pjóð- verja, sem frá var skýrt í síðasta blaði, var á þá leið, að áður en hann gæti farið fram á það við bandamenn sína að semja frið, yrðu Þjóðverjar að flytja her sinn burt úr löndurn bandamanna. Pjóðverjar hafa nú tjáð sig fúsa til að verða við þessari kröfu Wilsons, svo nú ætti ekki lengur að stauda á hon- um að reyna að fá bandamenn sína á friðarráðstefnu. Sagt er og að Þjóðverjar sjeu nú að kalla kafbáta sína heim, og sje það rjett hermt, er það augljóst hve ákaft þeir sækja það að fá frið við óvini sína og hve mikið þeir vilja til friðarins vinna. Líklega eru þeir farnir að sjá sitt óvænna, síðah þeir fengu Bandaríkin á móti sjer, að minsta kosti munu þeir hættir að tala um fullnaðarsigur yfir bandamönnum, svo sem þeir gerðu áður. Er nú eftir að vita, hvort bandamenn geta stilt sig um að láta knje fylgja kviði, sjái þeir sjer fært að ganga milli bols og höfuðs á óvinum sínum, en allar likur eru fyrir að þeir yrðu hart dæmdir af hlutlausum þjóðum og sögunni síðar meir, ef þeir tækju það ráð. Hugir allra friðarvina beinast nú að Wilson forseta. Þeir trúa þvf, að hann geti komið á friði, ef hann vill. Pað má svo að orði kveða, að hann hafi nálega öll ráð heims- ins í hendi sjer; svo er hann vold- ugur. Feiknaleg ábyrgð fylgir slíku valdi og er ekki látandi í hendur öðrum en þeim, sem eru sönn mikilmenni á allar lundir. Samtíningur. — Bjarni Jónsson frá Vogi hefir skrifað bækling um sambandslögin. Er hann svar gegn pjesa Magnúsar Arnbjarnarsonar um sama efni. — Jón Halldórsson bankaritari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.