Dagur - 03.12.1918, Side 1

Dagur - 03.12.1918, Side 1
DAGUR kemur út tvisvar i mán- uði og kostar 2 kr. árg. gjaldd. 1. júlí. DAGUR AFGREIÐSLU- og innheimtumaður: Lárus J. Rist. Talsími31. Ráðhússtíg 4. Ritstjóri: Ingimar Eydal. |§|<-s4<- I. ár. Akureyri, 3. des. 1918. 22. blað. SSLAND fullvaSda ríki. A sunnudaginn var, 1. des- ember, gengu dansk-íslensku sambandslögin í gildi. Rann dag varð ísland íullvalda ríki. Að sjálfsögðu blöktu fánar við stöng hjer í bænum við það tækifæri. Þó voru nokkr- ar flaggstengur auðarjaf hvaða ástæðum ’skal ósagt látið. Þessi dagur, 1. desember 1918, ætti framvegis að verða talinn merkasti dagurinn í sögu íslands. Það er undir íslendingum sjálfum komið hvort svo verður. Pað veltur á því, hvort við kunnum með ríkisrjettindin að fara eður eigi. Nú er færið. Notum það á rjettan hátt. Bæjarsíjórinn. Bráðlega eiga kjósendur Akureyr- ar að greiða atkvæði um, hvort sjer- stökum manni, bæjarstjóra, skuli fal- in yfirstjórn bæjarmálaima á hend- ur á næsta ári, eða hvort fyrir- komuiag það, sem nú er, skuli hald- ast óbreytt. Verði bæjarstjóra-fyrirkomulagið samþykt, fara fram kosningar á aliri bæjarstjórninni úr næsta nýjári, og á síðan hin nýja bæjarstjórn að sjá um útvegun á hæfum manni í bæj- arstjórastöðuna. Eftir því, sem áður hefir fram komið, eru allar líkur fyrir, að meiri hluti bæjarbúa verði því fylgjandi, að bærinn fái sinn sjerstaka bæjar- stjóra. Þó er það vitanlegt, að nokkr- ir eru þessari breytingu mótfallnir. Andstæðingar bæjarstjórahug- myndarinnar hafa einkum fært fram tvær ástæður gegn henni: að hið nýja fyrirkomulag hefði aukinn kostn- að í för með sjer, og að tvísýnt sje hvort hæfur maður fáist í stöðuna. Menn viti hverju slept sje, ekki hvað menn hreppi. Báðar þcssar ástæður er vert að athuga sem best, áður en gengið er til atkvæða um þetta mál. Allir vita, hvernig stjórn bæjar- málanna er nú fyrir komið. Bæjar- fógetinn á Akureyri, sem jafnframt er sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, heíir á hendi yfirstjórn bæjarmálanna. Bæjarfógeta- og sýslumannsstörfin eru orðin svo umfangsmikil, áð þau þykja ofviða einum manni og hefir því komið til orða að skifta embætt- inu í tvent af þeim sökum, þó að ekki hafi af því orðið. Má þá fara nærri um, hversu mikla rækt að hægt er að leggja við bæj- armálin, þegar svona er í pottinn búið, jafnvel þó að vilji og dugn- aður sje á háu stigi. Pegar svo þar við bætist, að bæjarfulitrúarnir eru flestir eða allir daglega niður- soknir í skyldustörf sín, þá liggur í augum uppi, að störf þau, sem helguð eru bæjarmálum, eru ekki annað en augnablikshjáverk allra, sem að þeim standa. Með slíku fyrirkomulagi gengi það kraftaverki næst, ef stjórn bæjarmálanna væri í góðu lagi. Fyrir þessu hafa augu bæði bæjarfulltrúanna sjálfra, ásamt oddvita bæjarstjórnarinnar og ýmsra annara bæjarbúa, opnast. Til þess að ráða bætur á þessu, hefir það ráð verið hugsað og talið einna tiltækilegast, að sjerstökurn manni, bæjarstjóra, væri falið á hendur að antiast yfirstjórn bæjarmálanna og honum gert að skyldu að helga þeim starfskrafta sína að mestu eða öllu leyti. Ekki verður því neitað, að kom- ist sú breyting á stjórn bæjarins, sem hjer er gert ráð fyrir, hefir það nokkur útgjöld í för með sjer fyrir bæjarsjóðinn. Laun bæjarstjór- ans verða að mestu nýr gjaldaliður í bæjarreikningnum. En sá óbeini hagur sem af því leiddi, að stjórn bæjarmálanna færi batnandi, mundi margfaldlega borga þennan útgjalda- auka. Bað, sem alt á veltur, er valið á bæjarstjóranum. Sjálfsagt væri hægt að fá einhverja liðleskju í það sæti fyrir mjög lág laun. En tneð því væri ekkert unnið og tilgang- inum ekki náð. Vel hæfur tnaður í þessa stöðu fæst ekki nema fyrir sómasamleg laun. Bað verða menn að gera sjer ljóst. Menn mega eigi vænta þess. að mikilvægum umbót- um, í hvaða átt sem er, verði á komið fyrir lítið eða ekki neitt. Hinsvegar er engin ástæða tii að ætla, að hæfur og nýtur maður fáist ekki í bæjarstjórastöðuna, sjeu Iaun

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.