Dagur - 03.12.1918, Qupperneq 3
DAGUR.
91
Skrá
yfir niðurjöfnun aukaaútsvara í Akureyrar-
kaupstað fyrir árið 1919 liggur frammi á
skrifstofu bæjarfógeta almenningi til sýnis
dagana 1. til 15. þ. m.
Bæjarfógetinn á Akureyri 2. des. 1918.
Páll Einarsson.
um sú grein skáldskaparins áem
best.
Guöm. Magnússon var ólærð-
ur alþýðumaður, alinn upp á ein-
um útkjálka landsins. Rrált fyrir
það tókst honum að ná þeirri vaxt-
arhæð í skáldskaparlega átt að nafn
hans mun ekki fyrnast,
Símfregnir til Dags.
(Rvík 2. des. ’18)
Um 250 eru dánir í Rvík, 20 á
Akranesi, 14 í Garði, 18 i Vest-
mannaeyjum. Veikin er skæð í
Arnes- og Rangárvallasýslum, er þó
reynt að tefja för hennar. Almenn-
ingur vill verjast og tefja veikina,
en heilbrigðisstjórnin er seinlát og
hvarflandi.
Ríkisrjettindum íslands var fagn-
að í gær með hátíðahöldum í Reyk-
javík, Kaupmannahöfn og Kristjaníu.
Rrír íslensku sambandslaganefnd-
armennirnir gerðir riddararaf danne-
brog og Jóhannes dannebrogsmað-
ur. Ráðherrarnir heima komman-
dörar annarar gráðu.
Einmuna blíða. Afli nokkur.
Samtíningur.
— Inflúensan má heita um garð
gengin í Reykjavík. Einstöku iiggja
þó enn í lungnabólgu. Talið er
að um 250 manns hafi dáið þar
úr veikinni eða afleiðingum henn-
ar. Allmargir hafa alls ekki veikst
eða þá mjög lítilfjörlega. Eru það
einkum rosknir menn. Fáeinum
mönnum hefir veikin orðið að bana
á Isafirði. Hún liefir breiðst út um
Suður- og Vesturland og einnig til
Vestmannaeyja. Meðal nafnkendra
manna, er látist hafa úr veikinni,
má nefna dr. Björn Bjarnarson frá
Viðfirði og Gest Einarsson bónda
á Hæli. Var hann einn af mikil-
hæfustu bændum sunnanlands.
— Sveinn Hjartarson bakari í Rvík
hefir tekið 10 börn, sem orðið hafa
munaðarlaus nú í veikindunum, til
uppfósturs. Átta þeirra voru syst-
in, er mist höfðu báða foreldrana.
Þetta er »að gera vilja föðursins á
himnum.«
— Sigurjón Jóhannesson á Laxa-
mýri andaðist að heimili sínu 27.
f. m., kominn á níræðisaldur.
Sigurjón var þjóðkunnur búhöld-
ur. Hann bjó langa hríð á Laxa-
mýri og gerði garðinn frægan.
Neðan við túnið á Laxamýri er
dálítili mýrarflákj. Þegar Sigur-
jón byrjaði þar búskap, fengust
af honum 40 hestar af heyi. En
þegar hann hætti búskapnum, gaf
mýrin af sjer 400 hesta. Sigurjón
iífaldaði uppskeruna*
— »WiIlemoes,« kom hingað í
síðustu viku vestan af höfnum,
hlaðinn kjöti. Hjer bætti hann við sig
nokkru af kjöti og tók kol. Hjelt
síðan áleiðis til Noregs. Strangur
vörður var haldinn, svo að engar
samgöngur væru við skipið, vegna
sótthættunnar.
— »Lagarfoss« Iagðist hjer að
bryggju í gærmorgun, eftir 14 daga
sóttkví. Er nú verið að afferma
hann. Engum úr landi er leyft að
stíga á skipsfjöl og vinna skipverj-
ar einir í skipinu.
— Sterling fer frá Reykjavík á
morgun, áleiðis til Akureyrar, vest-
an um land. Skipinu eru setíar
fastar varúðarreglur um affermingu
og sjerstakir menn sendir tneð því
til þess að afíerma.
— Nokkrir menn hafa sloppið
fratn hjá sóitverðinum að vestan
til Sauðárkróks. Enginn grunur
um, að þeir hafi flutt veikina, en
hafa engu að síður verið sekíaðir,
eins og rjett var.
— Einmunatíð hjer^norðanlands.
Fje liggur víð’a úti nú í byrjun jóla-
föstu.
— Bæjargjaidkeri St. Stephens-
sen hefir sagt gjaldkerastarfinu lausu
frá 1. jan. nk.
— Skáldkonan frú Torfhiidur
P. Hólm er sögð nýlega látin.
Ræktnnarfjelag
Norðurlands,
Ársrit þess, 1917—1918, er ný-
prentað. Aðalreikningar fjelagsins
sýna, að niðurstaðan af rekslurskostn-
aði tilraunastöðvanna og ársarður
hefir verið á þessa leið:
Ár. Rekstur: Ársarður:
1914 h- 1877 kr. + 1907 kr.
1915 —í— 2819---1- 910 —
1916 h— 237 ----1- 1511 —
1917 + 179-----þ 2766 —