Dagur - 03.12.1918, Síða 4

Dagur - 03.12.1918, Síða 4
92 DAGUR. Staða laus. á kr. 110—250 fást hjá Pjetri Pjeturssyni. Eignareikningurinn sýnir, að hrein eign fjelagsins við árslok 1916 er tæp 52 þús. kr. en við árslok 19- 17 rúmiega 57 þús. kr. í ritinu er yfirlit yfir starfsemi R. N. þessi tvö ár, 1917—18, eftir ráðsmann fjelagsins hr. Sig. Bald- vinsson. Eru gróðrartilraunirnar einn aðalþáttúrinn í starfsemifjelags- ins hjer heima fyrir. Hafa tilraun- irnar farið fram líkt og áður. Gerð- ar hafa verið grasræktar- kartöflu- og rófnatilraunir o. fl. Áburðartil- raunir hafa að nokkru fallið nið- ur, sökum þess að ekki var hægt að fá útlendan áburð. Vor- og sumarnámsskeið hafa ver- ið bæði árin i gróðrarslöð fjelags- ins. Hefir þar aðaílega farið fram verkieg kensla, nemendur unnið að flestum vanalegum jarðyrkju- störfum, ásamt garðyrkju og trjá- rækt. Árið 1917 voru nemendur 12 að töiu, en 1918 voru þeir 14. Vegna viðskiftateppunnar hefir fjelagið ekki getað fullnægt verk- færa eftirspurnum manna. Pó hafa náðst til landsins 39 sláttuvjelar og 9 rakstrarvjelar. í ársritinu er ítarleg skýrsla yfir maíjurtarækt, trjárækt og blóma- rækt í gróðrastöðinni á tveim næst- liðnum sumrum, eftir ungfrú Guð- rúnu Þ. Björnsdóttur garðyrkjukonu frá Veðramóti. Nálega 100 menn, bæði konur og karlar, víðsvegar af landinu, hafa gerst æfifjelagar R. N. á tveim- ur síðustu árum. Sýnir það best áhuga manna fyrir þessum fjelags- skap og starfsemi hans. Síðast eru nokkrar íitgerðir um ýmislegt, er viðkemur ræktun lands- ins og vinnubrögðum. Eru þær Bæjargjaldkerastaða Akureyrarkaupstaðar er laus frá 1. janúar næstkomandi. Árslaun 900 krónur. Gjaldkerinn hafi opna skrifstofu, rhinst 1 klukkutíma hvern virkan dag, á þeim stað í bænum og þeirri stundu, er bæjar- stjórnin samþykkir. Trygging verði sett sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar. Umsóknir sendist bæjarfógeta fyrir 10. des. næstkomandi. Bæjarfógeti Akureyrar 20. nóv. 1918. Páll Einarsson. Samgöngubann. Að tilhlutun stjórnarráðsins tilkynnist hjer með aímenningi til eftirbreytni, að allar manna- ferðir milli hjeraða þar sem kvefpestin geysar og hjeraða, sem eru að verjast henni, eru að viðlagðri refsingu eftir sóttvarnarlögunum stranglega bannaðar, nema fengið sje sjerstakt leyfi í hvert sinn hjá hluíaðeigandi lögreglu- stjóra og lækni. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar 27. nóv. 1918. Páll Einarsson. bæði fróðlegar og upplífgandi, eftir reikninga, skýrslur og skrár á und- an, sem rnörgum mun þykja seigt undir tönn og tormelt. Allir, sem bera ræktun landsins fyrir brjósti, þurfa að lesa þetta árs- rit R. N. í allri starfsemi fjelags- ins og ársriti þess hillir undir þessa hugsjón skáldsins: »Fagur er dal- ur og fyllist skógi.« Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.