Dagur - 17.12.1918, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1918, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út tvisvar í mán- uði og kostar 2 kr. árg. gjaldd. 1. júlí. DAGUR Ritstjóri: Ingimar Eydal. AFGREIÐSLU- og innheimtuniaður: Lárus /. Rist. Talsími 31. Ráðhússtíg 4. I. ár. Akureyri, 17. des. 1918. 23. blað. Á reiðiskjálfi. í sumar, þegar framsókn Þjóð- verja var sem áköfust í Frakklandi og »hjarta landsins« sýndist mest hætta búin, niundi sá ekki hafa ver- ið talinn mikiil spámaður, sem sagt hefði fyrir, að Pjóðverjar yrðu að gefast upp eftir örfáa mán- uði. Bandamenn sjálfir mundu ekki einusinni hafa lagt trúr.að á slíkan spádóm, þeir áttu von á, að stríðið mundi standa svo árum skifti enn. Engu að síður varð sú raunin á, að Miðveldin báðust frið- ar í síðasta rnánuði og gengu að hörðum vopnahljesskilyrðum, urðu að hverfa burt úr Frakklandi og láta af hendi kafbáta sína og fjölda annara skipa. Eru það einkennileg úrslit vopnaviðskiftanna, að sú þjóð- in, sem hefir allan her sinn í lönd- um óvinanna og heyir þar stríðið, skuli svo skyndilega verða að gef- ast upp og ganga að hörðum kost- um. Er þetta ótvíræð bending þess, að þó þýska ríkið sýndist afarsterkt út á við, hafi veikleiki þess heima fyrir verið kominn á svo hátt stig, að hann hafi reynst ólæknandi. En hafi menn átt þess von, að alt mundi detta í dúnalogn, þegar ófriðarþjóðirnar hættu að berast á banaspjótum, þá verða menn illa sviknir. Prátt fyrir það að herirn- ir leggja niður vopnin, leika ríkin á reiðiskjálfi, og alt er í óstöðugu jafnvægi eða eins og veltandi knött- ur, og getur það ástand lengi hald- ist, ef til vill. Stjórnirnar eru valtari í sessi en nokkru sinni áður. Keisararnir týna tölunni. Rússakeisari drepinn. Búlg- arakeisari hröldast frá völdum. Aust- urríkis-og Pýskalandskeisarar stökk- va úr landi og er ekki sjeð fyrir afdrif þeirra enn. í Rússlandi má heita stjórnleysi; t. d. er sagt að þar megi enginn maður sjást með hálskraga, því þá sje hann annað hvort skotinn eða rekinn í kolavinuu.- Mælt er og að ástandið í Þýska- landi sje að stefna í líka átt. Yms- ir óttast, að stjórnleysis- og skríls- æðis öldur skelli yfir víða um lönd, geisi yíir líkt og bráðnæmur sjúk- dómur. Er ekki við góðu að bú- ast ef óhlutvandir óróaseggir geta náð tangarhaldi á æstum tilfinnning- um hins margþjáða múgs og hin- ir gætnari fyrirliðar missa taumhald- ið. Mörg eru sárin sem svíða eftir hildarleikinn. Á meðan þau ekki læknast, er framtíðin ótrygg. Kyrð. Mikil lágdeyða hvílir yfir þjóðlífi voru nú sem stendur. í herbúðum stjórnmálanna er alt kyrt og hljótt. Landsstjórnin er Iátin hlutlaus. Peir, sem mest hömuðust að landsversl- uninni fyrir nokkru, hafa hljótt um sig, þrátt fyrir það að hún hefir fært út kvíarnar í stað þess að ganga sam- an og verða að engu, eins og viss flokkur manna vonaði. ísland verður fullvalda ríki, án þess að á því beri nokkuð veru- lega. Að vísu kváðu við nokkur fallbyssuskot á Reykjavíkurhöfn, en þau heyrðu ekki aðrir en íbúar höfuðborgar nýja ríkisins. Ef til vill hafa þau vakið dálítinn fjörkipp í Reykjavík, en út í frá gætir áhrif- anna lítið eða ekki. Hvað veldur kyrðinni? Pað er hægt að benda á nokkrar líklegar ástæður fyrir henni. Orasleysið síðasta sumar liefir gert sitt til þess að beina hugsun- um margra manna að einkamálum sínum, en draga áhugann frá þjóð- málunum eða deyfa hann. Skerðing bústofnsins er ávalí þungt áhyggju- efni búandlýðsins, jafnvel þótt bú- fjárafurðir sjeu í háu verði, en ó- neitanlega bætir það þó mikið úr skák. Vopnabrakið úti í heiminurn er skyndilega hætt og nálega ölium að óvörum. Á meðan það stóð yfir, voru hugir manna í meiri eða minni æsingu. Að sjálfsögðu er öllum fagnaðarefni að stríðinu er lok- ið. En jafnframt fögnuðinum er hætt við að mók nokkurt færist yfir hug- arástandið í bili. Og enn lifa menu milli vonar og ótta um friðarúrslit- in. Hver verða þau? Hvernig verður rjettur smáþjóðanna trygður? Og hvernig verður alheimsfriðurinn trygður? þessar spurningar eru nærg'öngular og taka hugann fang- inn, á meðan svör fást ekki við þeim. Katla og »pestin« hafa og slegið óhug á landslýðinn. Pegar náttúru- öflin hamast í algleymingi, og við stöndum varnarlausir gegn þeim, þegar sjúkdómur og dauði stend- ur við dyrnar, dvínar áhuginn fyr- ir almennum málum, og flestir hugsa um það eitt að verjast. Deyfðin og hugardrunginn, sem

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.