Dagur - 17.12.1918, Blaðsíða 3

Dagur - 17.12.1918, Blaðsíða 3
DAGUR. 95 Vil jeg svo sjerstaklega biðja tó- baksbindindisfjelögin að taka þessa bendingu tit athugunar og vinna að aðalmálefni sfnu á þessutn grund- velli, ef það þykir fært, og að þau gleymi því ekki, að til mun vera mikill fjöldi manna í landinu, sem eru þeim fylgjandi, þó þeir sjeu ekki í fjelögunum. Lóirus J. Rist. Frá útlöndum. Wilson forseti er á leið til Frakk- lands eða ef]til vill kominn þangað. Pjóðverjar hafa gert honum heim- boð, en hann tekið því fjarri, og sagt að enginn Bandaríkjaþegn ætti til Pýskalands að koma fyr en Þjóð- verjar hefðu sýnt margra ára iðrun. Þýskalandskeisari er í Hollandi. Bandamenn vilja fá hann framseld- an, en Hollendingar neita. Krupsverksmiðjan í Þýskálandi hefir sagt mörg þúsund verkamönn- um upp vinnu, sumir segja 15þús. en aðrir 30 þús. »Nýja kirkjan.« Með þeirri fyrirsögn flytur blað- ið »Verkamaðurinn« greineftir »Eyr- arbúa.« Meðal annars er þessari spurningu skotið fram I greininni: »Væri ekki ástæða til að ætla að nýtt líf mundi færast í okkar sof- andi safnaðarlíkama, ef kirkjan full- nægði kröfum nútímans að stærð og útliti, og stæði þar í bænum sem best hentaði fyrir alla?* Spurningunni er erfitt að svara þó að »Eyrarbúa,« ef til vill finn- ist henni auðsvarað. Ef trúarlíf safnaðarlima er sofandi, þá er mjög vafasamt að nýtt og fallegt hús, jafnvel þó á hentugum stað sje, sem nefnt er kirkja, geti vakið menn af svefninum. Væru veglegar kirkju- byggingar óbrygðult ráð við trúar- deyfðog andvaraleysi fólksins, þá væri tiltölulega hægur vandi að bæta úr þéim göllum. En því miður er ráðið ekki svona einfalt. Aldrei hefir trúaráhuginn verið eins vel vakandi og á meðal hinna fyrstu kristnu. Þó höfðu þeir engar kirkjur, og urðu að halda guðsþjónustur sínar í leyni, vegna ofsókna trúarandstæðinga sinna. Tæplega held jeg verði færð rök að því, að trúarljósið ljómi skærast kringum fallegustu kirkjurn- ar á landinu, nema að trúvakning hafi þá verið um garð gengin, áð- ur en fallega kirkjan var reist. Það er líka mjög eðlilegt, að falleg og vegleg kirkja sje ávöxtur vakinnar trúarþarfar manna, þó að það þurfi ekki svo að vera. Hitt mun tæp- lega, að vakning trúarlífsins sje af- leiðing kirkjubyggingar. Því er haldið fram, að Akureyrar. bær þurfi hið bráðasta að koma sjer upp stórri, fallegri kirkju á hent- ugum stað. Kirkjan, sem nú er notuð, sje altof lítil. Ekki vil jeg álasa þeim mönnum, sem áhuga hafa fyrir þessu, síður en svo. Jeg virði þann áhuga, hvort sem hann er sprottinn af trúarlegum ástæðum eða þá blátt áfram af veraldlegum framfarahug eða hvorutveggja. Það er hverju orði sannara, að kirkjan hefir reynst of lítil fyrir messugestina við sjerstök tækifæri, svo sem á stórhátíðum, en venjulega er hún víst nógu stór, og sjeu kirkjugöngur hafðar til hátíðabrigða eingöngu, dreg jeg það í efa, að þær sje sprotn- ar af trúarlegum hvötum. En hvað um það, kirkjuna skul- um við byggja í drottins nafni. Annar Eyrarbúi. Samtíningur. — Bragi (Kvartet) hefir tvisvar skemt bæjarbúum hjer með söng í samkomuhúsinu. Um listagildi söngs- ins verður ekki dæmt hjer, en skríti- lega væri þeim manni farið, sem enga unum hefði af því að hlusta á söng Aage Schiöth. Hann söng 1. rödd, Áheyrendur gjörðu góð- an róm að söngnum. — Ur Rvík er frá því skýrí, að bæjarstjcrnin hafi orðið að segja gasstöðvarstjóranum, þýskum manni, upp stöðunni fyrirvaralaust, eftir kröfu ræðismanns Breta, ella fengi Reykjavíkurbær engin kol. Er þetía að tryggja rjett smáþjóðanna? — Ungmennafjelag Akureyrar hefir samþykt að leggja fram 1000 kr. til stofnunar berklahælis norðanlands og greiða það fje á næsta ári. Gott til eftirbreytni. — Sterling kom hingað á þriðju- dagskvöldið var; hafði áður verið á Húsavík og skipað þar vörum í land. Ljek orð á því um tíma, að skipið mundi alls ekki koma hingað vegna strangra sóttvarnarskilyrða hjer. Skipverjar settu sjálfir vörurnar í land og fluttu þær í hús og liggja þær þar óhreyfðar um tíma. Ekki verður þess vart, að af komu skips- ins til Húsavíkur hafi leitt nein sýk- ing þar, Sterling fór hjeðan vestur á hafnir áð taka kjöt. — Eins og auglýst er hjer í blað- inu á atkvæðagreiðsla um bæjar- stjóra á Akureyri að fara fram á töstudaginn kemur. »íslendingur« er út kom 13. þ. m., hvetur bæjarbife að sækja vel þessa atkvæðagreiðslu, »því hjer er eitt af merku framtíð- armálum bæjarins á ferðinni«, segir blaðið rjettilega. Eru þá öll blöðin á Akureyri því fylgjandi, að sjer- stakur bæjarstjóri komi hjer. Er á- nægjulegt til þess að vita, að þau skuli öll geta komið sjer saman un þetta stórmál bæjarins. Málinu ættl þá að vera vís sigur. Skip. Willemoes er kominn af stað frá Kristjaníu til Íslands. Lagarfoss er nýfarinn frá Reykjavik á leið til New York, og Gullfoss er á leiðinni frá New York til Reykjavíkur. Borg í þann veginn að fara frá Englandi á leið hingað til lands.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.