Dagur - 22.01.1919, Page 1

Dagur - 22.01.1919, Page 1
DAGUR kemur úi einusinní í viku. Árgangurinn kosíar 3 kr. Gjalddagi 1. júli. Ritstjórij: Ingim'ar Eydal. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P, Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. II. ár. Akureyri, 22. jan. 1919. 3. blað. Framfarir á Norðurlandi. II. Samgöngur, Það er ekki ýkja langt síðan að vegirnir hjer norðaniands voru í rauninni vegleysur. Þeir voru mestmegnis troðningar eftir hesta. Eftir þessum troðnu slóðum fóru sveitamenn í kaupstaðinn með hestalestir sínar og fluttu afurðir búanna á markaðinn og vörurnar til heimilisþarfa á hestbökunum. Ekki bar þetta vott um hátt menningarstig þjóðarinnar, að minsta kosti var það sýnilegt tákn framfaraleysis- ins. Eftir að landið fjekk fjárforræði, fóru samgöng- urnar smátt og smátt að þokast í umbótaáttina, þó hægt miðaði áfram. Nú eru akfærir vegir komnir á alliöngum svæðum um sveitir norðanlands. Nálega hver bóndi á þeim svæðum hefir lagt niður gömlu flutningsaðferðina og tekið upp keyrslu í staðinn. Sá eyfirski spádómur, að Eyjafjarðarbrautin yrði ekki notuð af öðrum en Magnúsi á Grund, hefir reynst fjarstæða. Hinir, sem ekki geta náð til flutninga- brautanna, eru neyddir til að haga sjer eftir flutninga- reglum fyrri tíma, og öfunda þá sem betur eru settir. Pað hefir verið sagt, að góðar samgöngur væru jafnnauðsynlegar fyrir þjáðarheildina og bióðrásin fyrir líkama mannsins. Pað er eðli lífsins að vera á sífeldri hreyfingu. Alt það, er hindrar þá eðlilegu hreyfingu, er óheilbrigt. Alt, sem gert er til að greiða fyrir ferðum manna og flutningum, miðar í rjetta átt. Þessvegna á að leggja sterka áherslu á samgöngubæturnar. Framfarir í búnaði og jarðrækt koma ekki að hálfum notum, ef samgöngurnar eru í ólagi. Prátt fyrir þær vegalagningar og áðrar samgöngu- bætur, sem komnar eru í framkvæmd hjer á Norð- urlandi, dylst engum framfaramanni, að við eigum enn langt í land með að koma samgöngum á landi, sem hjer eru gerðar að umtalsefni, í það horf sem nauðsyn krefur og kröfur tímans og menningarinnar heimta. Til þess að koma samgöngunum á Norðurlandi í verulega gott horf, þurfa Norðlendingar að setja sjer fast og ákveðið takmark í því efni og láta ekki hlje verða á framkvæmdum fyr en því marki er náð. Vel má vera að sitt sýnist hverjum um takmarkið, en beinast virðist liggja við að hugsa sjer það þannig: Akfært vegakerfi, er tengi saman allar sj'slurnar og sje í sambandi við flutningabraut frá Norðurlandi alla leið til Reykjavíkur. Eðlilegast mundi að aust- urendastöð þessa vegakerfis væri Kópasker. Höf- uðakvegurinn skyldi að öllu kostaður af landsfje. Frá honum og aðalhöfnunum norðanlands væru svo akfærir vegir inn hverja sveit. Þeir vegir ættu að leggjast á kostnað hjeraða með styrk úr landsjóði. Pegar þessu marki væri náð í vegamálunum, mundi það þoka hjeruðunum saman áýmsa lund, glæða fjelags- lund og efla samvinnuhug á meðal þeirra, sá óbeini hagur verður ekki metinn til fjár. Sá beini hagur yrði fólginn í fyrirgreiðslu á öllum flutningum og ferðum innlendra og útlendra ferðamanna. Um leið og góðum, akfærum vegum fjölgar, munu og flutningátækin taka bieytingum og fullkomnun. 3að er reynslan búin að sanna. Fyrir æði rnörg- um árum voru kerrur og vagnar sjaldsjeðir gripir. Nú eru þau tæki orðin algeng, þar sem flutninga- brautir eru akfærar. Við þetta má þó ekki og á ekki að láta staðar nema. Bifreiðarnar eru næsta stigið. Við höfum dæmin fyrir okkur frá Suður- landi. Bifreiðaumferðin á Suðurlandsvegunum er sönnun þess að hið sama mun verða upp á ten- irignum hjer norðanlands áður en langt líður, ef um- færilegir vegir fyrir bifreiðar verða fyrir hendi. Hjer hefir þá í stuttu máli og stórum dráttum verið bent á takmarkið, sem við eigum að keppa að, þegar um samgöngubætur á landi er að ræða. Einhverjum kann að þykja kynlegt að járnbrautir sjeu ekki settar sem takmark. Par til er því að svara að það mál er oflítið rannsakað enn til þess að það sje gjörlegt. Feir tímar geta komið og koma von- andi, að járubrautarlestir þjóti um landið þvert og endilangt. En líklega verður þess langt að bíða. Skipakaup. Jeg ræðst í að minnast hjer á stórmál í þeirri von að kaupfjelagsmenn taki það til íhugunar. Rað er líklega ekki heiglum hent að gera Ijósa grein fyrir því, að það sje arðvænlegt og sjálfsagt fyrir kaupfjelögin að eiga sjálf skip. Til þess að geta talað um slík mál af þekkingu þarf útsmogna verslunarmenn, mun einhver segja. Mjer hefur nú samt fundist, að ljómandi væri það gott fyrir Kaupfjelag Eyfirðinga að eignast skip, og jeg geri nú ráð fyrir, að kaupfjelagsmenn sjeu mjer samdóma í þessu efni, En jeg geri nú ráð fyrir, að enginn þeirra geti gert sjer Ijósa grein fyrir því, hve flutningsþörfin er mikil, og því síður munu þeir al- búuir að gera grein fyrir því, hvernig slík útgerð muni borga sig. Við viljum og þurfum að eiga skip, en okkur vantar þekkingu og áhuga, en þó miklu frekar þekkinguna. Eimskipafjelag íslands er vottur um skipaþörf og vilja til að eignast þau. Við vitum líka með vissu, að skipastóll Eimskipa- fjelagsins verður ekki svo stór í nánustu framtíð, að hann fullnægi flutningsþörf landsmanna. Ró að jeg geti nú ekki sýnt fram á það með rök- um, hversu flutningsþörfin er mikil, þá virðist mjer það liggja í augum upþi, að öll kaupfjelög lands- ins muni þó hafa fulla þörf fyrir eitt flutningsskip, ekki síst þegar kola- og trjáviðarverslun er komin í hendur þeirra, sem full ástæða er til að vona að verði, þegar kaupfjelögin eru komin af unglingsár- unum. Jeg ætla nú að gera ráð fyrir því, að okkur komi saman um, að nóg sje nú með skipið að géra, ekki vanti það. En þá kemur önnur spurning: Borgar það sig? Jeg ætlaað svara því með annari spurningu : Rví ætti það ekki að geta borgað sig eins og útgerð Eimskipa- fjelags íslands, sem hefir þó ekki verið stjórnað nema hæfilega vel? En hafa þá kaupfjelögin efni á að koma sjer upp skipi? O sei sei já. Eins og við getum ekki leik- ið okkur að því að borga eina myndarlega fleytu. Fátt er nú tmðveldara en það. Fjelagsmenn í Kaup- fjelagi Eyfirðinga gætu einir keypt skip, bara ef þeir vilja, því þó þeir eigi ekki nema eitthvað yfir l/i úr miljón í Innlánsdeild fjelagsins, þá eiga þeir drjúg- an skilding þar fyrir utan í bönkunum. Pað er nú ekki til neins fyrir bændur að berja lóminn' lengur, nær fyrir þá að hrista sig og ráðast í stórvirki, svo að þeir geti stórgrætt. Ef við kaupfjelagsmenn viljum fá okkur skip, til þess að færa okkur varninginn heim, þá mun það láta nærri, að hver fjelagsmaður þyrfti að Ieggja fram ríflegt hestsverð. Mjer finst ósköp sanngjarnt að hver leggi til hést undir sína vöru frá útlöndum, al- veg eins og í hverja aðra kaupstaðarferð, og þeir sém ekki geta átt hestinn sjálfir, verða að flytja á lánstruntu, þó að það sje bæði dýrt og leiðinlegt. En nú erum við sem betur fer að losa okkur við ólukkans útlendu lánstrunturnar, þær voru bæði karg- ar og staðar. Jeg er sannfærður um, að ef einhver væri svo vitur að geta sagt okkur hverjum og einum, hve mikla upphæð að hann þyrfti að eiga í skipi til þess að geta fengið jsær vörur fluttar til útlanda og frá út- löndum, sem hann þyrfti með, að þá mundu þeir peningar verða Iagðir fram með glöðu geði. Erfiðast í þessu máli er að fá góða framkvæmdar- stjórn fyrir slíka útgerð, þar sem hún er í eðli sínu afar vandasöm og alt er í bernsku hjá okkur sem að útgerð lýtur. En ef illa tekst með stjórnina í fyrstu, verð.ur tíminn og reynslan að bæta úr því, þó að dýrt geti það orðið. Jeg vil helst, að Kaupfjel. Eyf. fari þegar að búa sig undir að kaupa flntningsskip, sem sje stjórnað hjeðan af Akureyri. Komi það í ljós við nánari rannsókn, sem vitanlega er sjálfsögð, að hyggilegra væri að Sambandsfjelagið ætti skipið, þá vil jeg það. Jeg ætla þó ekki að svo stöddu að koma með neina ákveðna tiilögu, býst við að' fleiri láti í Ijósi álit sitt um málið. — Jeg vil kaupa skip, til þess að kaupfjelagsversl- unin verði sjálfstæðari. — Jeg vil kaupa skip, til þess að afla okkur fram- kvæmdarþreks og sjálftrausts. — Jeg vil kaupa skip, til þess að hafa beinan og óbeinan efnalegan hag af því. — Jeg vil kaupa skip, til þess að flýta fyrir því, »að skrautbúin skip fyrir landi fljóti með fríðasta lið, færandi varninginn heim.c Kaupfjelagsmaður. Mál Borkenhagens. Blaðið Vísir vítir harðlega kröfu breska ræðis- mannsins í Reykjavík um að segja Borkenhagen gas- stöðvarstjóra upp stöðu sinni, ef bærinn ætti að fá kolafarm þann, er hann hafði keypt í Englandi. Tel- tir blaðið kröfuna óheimila að alþjóðalögum, tilraun til yfirgangs við hið íslenska ríki og kröfuna flutta á rangan hátt. Er þetta alt vel rökstutt í löngu máli. Að því er Vísir segir, hefir nú ræst svo úr þessu máli, að Borkenhagen fær að hafa gasstöðvar- forstöðuna á hendi til febrúarloka, og telur væntan- legt að þá verði auðvelt að fá kröfuna um trávikn- ingu hans tekna alveg aftur,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.