Dagur


Dagur - 29.01.1919, Qupperneq 1

Dagur - 29.01.1919, Qupperneq 1
DAGUR kemur út einusinni í vifar Árgangurinn kostar 3 kr. Gjaiddagi 1. iúlí. II. ár. Ingimar Eydal. fHn* Ritstjóri: AkureyrJ, 29. jan. 1919. AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Norðurgötu 3. Talsimi 112. 4. blað. Framfarir á Norðurlandi. iii. Samvinnuverslun. Reynslan er þegar búin að sýna það og sanna, að þar sem kaupfjelagsverslun er rekin með áhuga, dugnaði og fyrirhyggju og forstjórarnir eru starfi síuu vaxnir, er hún það besta fyrirkomulag, sem enn hefir verið reynt. íJó má samvinna í verslun enn teljast á bernskuskeiði, og má því nærri geta, að hún muni með vaxandi þroska og reynslu eiga eftir að sýna yfirburði sína fram yfir gamla skipu- lagið: kaupmannaversk-n. Retta atriði þarf ekki að skýra fyrir þeim, sem notið hafa hagsmunanna af því að sitja í skjóíi sam- vinnuverslunar, allar tilráunir í þá átt að lelja þeim hughvarf og fá þá til að hverfa aftur að kjötkötlum milliliðanna eða sjálfboðaliðanna á verslunarsviðinu munu ekki bera meiri árangur en mormónalrúboð meðal vel kristinna manna. A meðan að stríðið hefir staðið yfir, 'hafa kaup- fjelögin af eðlilegum ástæðum átti mjög örðugt með að færa út kvíarnar og hafa því orðið að láta sjer nægja að halda í horfinu. Nú er ófriðurinn til lykta leiddur, og mega forgöngumenn samvinnustefn- unnar vinna ósleifilega að því að útbreiða hana og efla, enda munu áhrif stríðsins mjög Ijetta fyrir því starfi. Ekki skal farið dult með þá skoðun að stefna ber að því marki, að gera kaupmannasfjettina hjer norð- anlands alveg óþarfa. Um leið og við þokumst að því marki, hverfur sú stjett smásaman úr sög- unni, hljóðalaust og af sjálfu sjer. Að þessu ber framsæknum Norðlendingum að vinna, ekki með það fyrir augum að gera kaupmannastjettinni ilt, heldur eingöngu í þvi augnamiði að vinna almenningi gagn. Til þess að þetta megi verða, þarf sístækkandi verslunarfjelag í hverri sýslu á Norðurlandi. Að sjálfsögðu er þó stærð fjelaganna ekki einblýí. Þau verða að taka sífeldum framförum, færa sjer kostgæfi- lega i nyt innlenda og erlenda reynslu, vanda mjög val starfsmanna sinna, láta ekki undir höfuð leggjast að hlynna að mentun þeirra og mannkostum, gera til þeirra háar kröfur, en launa þeim svo vel, að þeir geti verið lausir við búksorg, þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur út af eigin fjarhag, að öðrum kosti er hætt við, að þeir geti ekki helgað starfs- krafta sína óskifta samvinnustarfinu, sem þeir þó verða að gera, ef vel á að fara. Öfgarnar verður á hinn bóginn að forðast og sniða laun starfsmanna eftir skynsamlegum þörfum, en ekki þar fram yfir. Hingað til hafa kaupfjelögin hjer fyrir norðan að- allega eða eingöngu bundið sig við afurðir land- búnaðarins, en lítið eða alls ekki sint sjávarafurðum. Retta var rjett af stað farið, hyggilegast að láta kaup- fjelagsskapinn í fyrstu festa rætur rr.eðal fjöltnenn- ustu og þýðingarmesíu stjettar landsins, sveitabænd- anna, enda umbótaþörfin þar mest. A tiltölulega skömmum tíma hefir sarnvinnuverslunin farið slíka sigurför um sveitir Norðurlands, að á stórum svæð- um standa mjög fáir framleiðenda ufan vjebanda henn- ar, jió að hún á öðrunr stöðum eigi eftir að nema land, en það landnám mun ganga áfram hröðum skrefum í nánustu framtíð. Rað er nú hafið yfir allan efa, að samvinnuversl- unin hefir unnið ómetanlegt gagn á sviði landbún- aðarins, þó að betur þurfi að verða síðar. Par má þó ekki láta staðar numið. Samvinnu-verslunin verð- ur úr þessu að breiða vængi sína yfir sjávarútvegs- rnenn, ná fiskiversluninni í sínar þendur og ieggja alla rækt við að Icoma sjávarútveginum að jafnmiklu liði og landbúnaðinum. Viíanlega getur þetta ekki orðið alt í einu, en að þessú marki á samvinnan meðal annars að stefna. Rá verða og kaupfjelögin að stefna að því að hafa á boðstólum allar þær erlemlar vörur, sem tíðk- anlegt er að menn kaupi. Á þcssu hefir verið mik- ill misbrestur hingað til. Jafnvel siík nattðsynjavara sem timbur, hefir ekki vcrið fáanleg. Úr þesstt þarf að bæla hið bráðasta, Jafnvel glysvörusöluna eiga kaúþfjelögin einnig að taka í sínar hetidur. Takmark kaupfjelaganna er: Að ná sem arðsömusíum kaupum á útlendum vör- um, koma innlendum afurðum í sem hæst verð og láta arðinn af versluninni renna til viðskiftamannanna, en ekki til fárra einstaklinga. Er sócialisminn í aðsigi? í 1. hefti Iðunnar þ. á. er grein eftir ritstjórann, Ágúst H. Bjarnason heimspeking, með þessari yfir- skrift. Af því að hjer skrifar þjóðkunnur maður um eitt af stórmálum nútimans, þykir rjett að gefa lesendum Dags nokkrar bendingar um þessa ritgerð prófessors Á. B. H. Fyrst skýrir höf. frá því, að meginhugsun sócial- ismans sje f því fólgin að gera ýmsar eignir og öll helstu framleiðslutækin að fjelagseign og starfrækja þau síðan á kosnað hins opinbera. Stórmikið bendi til þess, að liinn liagnýti sócialismus sje að ryðja sjer braut um heiminn. Peir menn sjeu heimskingjar, sem láti sjer nægja að spyrna við flóðbylgju fram- þróunarinnar í stað þess að reyna að skilja, hvað fram fer og liaga sjer eftir því. Rróunin í mannlífinu stefni frá einkaeigninni og einkaframtakinu að fjelags- eign og fjelagsframtaki. Síðan eru tilfærð mörg dæmi þessu til sönnunar, bent á, að landsstjórnirnar sjeu ekki einungis búnar að taka að sjer póst- og símasambönd, vegi, brýr, járnbrautir o. fl, heldur sjeu þær og víða farnar að sjá þegnum sínutn fyrir ýmsum lífsnauðsynjum, svo sem vatni, ljósi og eldivið, íbúðum og satnkomulnís- um, vatnsafli til Ijósa og vinnuafls og ýmislegu fleiru víðsvegar um heim, og það víðast livar með svo ágætum árangri, að báðir aðiljar, bæði þjóðfjelagið og þegnarnir, megi vel við una. Vikið er að stefnu þeirri, sem ríkt hefir á lslandi, að selja sem flestar (jjóðareigriir og þjóðjarðir, ein- mitt þegar sú stefna er að ryðja sjer til rúms um ýms lönd að gera sem flest að þjóðareign, ekki síst á Þýskalandi. Rar hafa ýmsar borgir og bæjafjelög gert stórfeld landakaup, sem hafa haft stórhagnað í för með sjer, ekki einungis fyrir bæjarfjelögin sjálf, heldur engu síður fyrir sjálfa borgarana. Áfgjaldið eitt af lóðum og landareignum, sem bæjarfjelögin hafa eignast, getur orðið svo mikið, að það ljetti öll- um sköttum og skyldum, öðrum en lóðargjöldum, af borgurum bæjarins. Eru ýms dæmi dregin fram þessu til staðfestingar. Pannig hefir bærinn Klingen- berg getað gert borgara sína skattfrjálsa og hefir meira að segja getað lagt hverjum þeirra um 270 l:r. á ári, auk þess sem hann birgir þá að brenni og hálmi. — Borgin Freudenstadt hefir 126 þús. kr. í árstekjur af löndum sínum. Nægir þetta til að koma í stað skatta og útsvara og meira til, því að um 30 þús., sem afgangs eru, er jafnað niður á milli fjölskyldna bæjarins. — Borgin Hagenau, sem er á stærð við Reykjavík, hefir 252 þús. kr. í árs- tekjur af löndum sínum og þegar þar við bætast telqur af vatnsveitu og gasstöð, hrekkur það hjer um bil fyrir öllum útgjöldum hennar, svo að skattar og skyldur eru þar sama sem engar. Greinarhöf. ber þetta nú saman við fjárhag Reykjav. og ráðsmenskuna þar og þykir munur á að vera, þar setn bærinn hafi gloprað mestöllum arðvænustu lönd- um sínum úr höndum sjer, og þar sem aukaútsvör- in hafi numið xji milj. kr. síðastl. ár og þó ekki hrokk- ið nándar nærri fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Framhald. Til Braga. Kæri Bragi! Jafn væminn vantrúarsöng, sem þann um »Gröfina* ættir þú ekki að syngja fyrir fólkið, þótt jeg Iasti hvorki í sjálfu sjer skáldskapinn eða lagið. En þar syngur þú heiðinn brag um dauðann, sem Rómverjar kölluðu Rex Terroris. Rað er kon- ungur skelfingarinnar. Rað er ekki lífskoðun margra uú á dögum, hversu trúarlitlir sem menn eru, að þakka guði fyrir hvíld grafarinnar, eftir meiningarlaust hörmungalíf, því að þeir sem enga von hafa verða að játa, að lífið yfirleitt sje blindandi teningskast. Miklu nær, hvað sem trúnni líður, er að syngja eins og Longfellow kvað: Líf er vaka, gimsteinn gæða, guði vígt, en eigi mold. Aldrei sagði sjóli hæða: sálin verði duft sem hold. Ellegar þá ef menn enga trú hafa á annað líf, þá þessa: Líf er nauðsyn, lát þig hvetja, líkstu ei gauði, berstu djarft. Vertu ei sauður, heldur hetja, hníg ei dauður fyr en þarft. Vissulega virðist tilveran jafn óskiljanleg sem ó- mælileg, og vissulega sýnist líf fjöldans eintómt stjórnleysi, eða því falla þessar miljónir saklausar, fyrir sverðseggjurn, og því þrælka þessar ótölulegn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.