Dagur - 19.03.1919, Page 1
DAGUR
kemur úi einusinní í viku.
Árgangurinn kostar 3 kr.
Ojalddagi 1. júli.
-MS Ritstjóri: Ingimar Eydal.j
AFGREIÐSLA
og innheimta hjá
Jóni P. Pór.
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
II.
ár.
Akureyri, 19. mars. 1919.
11. blað.
Einokun og einkasala.
Einhver afskaplega æstur náungi gegn núverandi
stjórn íslands, er nefnist »Hafreki«, hefir í 11. tbl.
»íslendings« þ. á. (blaði frómu kaupmannaklíkunnar)
fundið sig knúðan til að skálma fram á ritvöllinn
og gaspra um síðustu ráðstöfun stjórnarinnar: einka-
söluna á kolum og kornvöru. Lastar hann mjög þetta
»örþrifaráð« og »ráðaleysisbasl« stjórnarinnar og
vanta ekki gífuryrðin í hennar garð. Vitnar hann í
einokun fyrri alda og leggur einkasölu landsins nú
að jöfnu við hana. Hann gerir þess engan mun, að
útlendir kaupmenn fjefletti íslendinga, eins og þeir
gerðu á einokunartímabilinu, og að gripið sje til
einkasöiu í bili, til þess að verja iandssjóðinn skakka-
föllum, sem stafa af öryggisráðstöfunum i almennings
þágu á stríðstímunum. Má af þessu marka sanngirn'
mannsins og rækt til lands síns.
»Hafreki« segir, að stjórnin iögleiði einkasölu á
kornvöru samkv. heimild laga 1. og 26. febr. og
10. des. 1917, um helmild landsstjórnarinnar til ýmsra
ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum. Petta er nú að
vísu ekki rjett, því að stjórnin vitnaði í lög nr. 5,
1. nóv. 1917, þegar hún lögleiddi einkasöluna á
kornvöru. Auðvitað skiftir þetta ekki miklu máli.
íhugunarverðara er það magnaða skilningsleysi höf-
undarins, að stjórnin hafi ekkert leyfi til að nota
heimild laganna, þar sem stríðið sje hætt, þ. e. a.
s. samið vopnahlje. »Hafreki« virðist ætla, að um
Ieið og vopnahlje var samið, hafi öll ástæða til ráð-
stafana út af stríðinu verið fallin bui-tu. Pessi skoðun
er vægast sagt mikil meinloka. Flestir nokkurnveginn
vel skyni gæddir menn munu sjá það og skilja, að
afleiðingar stríðsins eru meiri en svo, að nokkurt vit
sje í því að Iáta alt fara eins og verkast vill, þó að
stríðinu væri að fullu lokið, sem enginn getur sagt
neitt um enn, ekki einu sinni »Hafreki«, þó að vitur
þykist vera. Ekkert veit »Hafreki« um það, nema
tregða kunni að verða á innflutningi kornvöru til
landsins fyrst um sinn. Á orði er það t. d. að útlit
sje fyrir að vandræði verði að fá nægilegt rúgmjöl
til landsins í nánustu framtíð. Jeg held að »Hafreki«
þessi hafi ekki skoðað þetta einkasölumál niður í
kjölinn, gutlað of mjög á yfirborðinu, en af yfir-
borðsgutlurum höfðum við ærið nóg áður.
»Hafreki« segir að ókleyft verði fyrir íslenska út-
gerðarmenn að gera út gufuskip á síldveiði í sumar
vegna einkasölunnar á kolunum. Við fáum nú að sjá
það f sumar, hversu mikill sannleikur er í þessari
fullyrðing. En í þessu sambandi má vel benda á
það, að sala á steinolíu á nú að heita »frjáls«, að
því leyti að hun fer ekki um hendur landsverslunar-
innar og mætti því ætla eftir kenningu »Hafreka«,
að sú vara væri nú farin að lækka í verði, af því
að ekki er á henni einkasala, en sannleikurinn er þó
sá, að einkasölu-koUn hafa lækkað mikið meira f
verði en »frjálsa« steinolfan, og að sú litla lækkun,
sem orðið hefir á henni, hefir á komist vegna íhlut-
unar landsstjórnarinnar. En af eðlilegum ástæðum
hefir H. gengið fram hjá þessu atriði; ekki þótt það
nógu gómsætt! — Aftur á móti fullyrðir hann, að
landsverslunin muni leggja 25 »prosent« á kornvöru
þá, sem hún selur, og er honum ef til vill vorkunn
þó að hann hyggi, að landsverslunin muni feta f
spor kaupmanna þessa Iands um álagningu á vörur,
þvi svo vel hafa þeir gætt tækifæranna til að auðga
sjálfa sig, og mun höfundurinn standa þeim svo
nærri að honum sje nokkuð kunnugt um þetta.
Verðlag landsverslunarinnar er annars orðið al-
menningi svo kunnugt, að óþarfi virðist að leiðrjetta
rangfærslur kaupmannablaðanna um það. »íslending-
ur« hefir lengi verið iðinn við að snapa saman last-
mæli um landsverslunina og æðstu stjórn landsins,
hefir það jafnvel gengið svo langt, að sumt af því
góðgæti hefir fengið þurrar viðtökur innan vjebanda
klíku jæirrar, er styrkir »íslending« í baráttunni við
dauðann.
»Hafreki« stingur upp á, að leggja nú þegar 5
kr. toll á hverja tóma síldartunnu, sem innflutt verði
á þessu ári. Ekki þarf hann að vera óánægður yfir
því, að löng bið yrði á að þetta kæmist í fram-
kvæmd, því að bráðabirgðalögin um þenna 5 kr.
toll held jeg hafi verið út gefin sama kvöldið og
ísl. flutti tillöguna, og má á því sjá hve orð »Haf-
reka« og »íslendings« hafa gríðarlega mikil áhrif á
landsstjórnina! Hver veit nema íslendingur verði nú
stjórnarblað úr þessu?!
St.
Útbrota taugaveiki.
Banvænt lúsabit.
í skotgrafahernaðinum hefir verið mesti faraldur
af lús. Og það svo að ótrúlegt þykir þeim, sem
sjaldan verða varir við þann ófögnuð. Um þetta hafa
margir læknar ritað. í þýsku tímariti las jeg t. d.
éina grein. Læknirinn segir, að það hafi ekki verið
nein sjaldgæf sjón, þegar hermennirnir á austur víg-
stöðvunum komu úr skotgröfunum og afklæddu sig,
að nærföt þeirra væru svo alþakin, að hvergi sást í
klæðin sjálf, heldur stóðu aðeins hnappar eða tölur
upp úr morinu. Þetta olli mönnum mikilla óþæginda,
en brátt kom í Ijós að annað verra fylgdi með.
Útbrotataugaveiki (typfus exanthematicus; Hunger
tyfus), sem áður hafði sjaldan sjest á Þýskalandi, en
lengi verið landlæg á Rússlandi, fór að ganga í her-
búðunum og breiddist mann frá manni. Og það
sannaðist að Iúsin flytur sóttnæmið á milli manna.
t*á tóku Þjóðverjar upp þann sið, að aflúsa alla
hermenn og fanga, sem komu frá austurvígstöðvun-
um, áður en þeim væri slept inn í Pýskaland. Retta
hjálpaði. (Sjá grein eftir mig í Lögrjettu Um sóttvarn-
ir í hernaði og á friðartímum).
Nú las jeg í Times, að nýlega er útkomin bók
eftir skordýrafræðinginn Lloyd: Um hættu þá er
stafar af lús (Lice and their menace to man. Oxford).
Hann heldur því fram, að fleiri muni samtals hafa
dáið af völdum skordýra í stríðinu en af skotsárum,
því kunnugt er að ýms skordýr, t. d. flugur og mý,
flytja ýmsar sóttkveikjur á menn. Ennfremur vita menn
að flær, sem lifa á rottum geta, sýkt menn af pest
eða svartadauða. Rotturnar veikjast af pest, en þegar
þær drepast, yfirgefa flærnar hræið og leita sjer skjóls
á heitum mannabúkum. Þannig byrjar oft pestarfar-
aldur í Austurlöndum — fyrst rottupest, síðan manna-
pest. Lúsin er þó einna skæðasti sýklamiðillinn. Höf-
undurinn heldur að um 1000000 — ein miljón —
manna liafi óbeinlínis dáið af Iúsabiti, en sennilega
þó fleiri. í Serbíu einni segir hann að nálega ein
miljón manna hafi veikst af útbrotataugaveiki. Sem
dæmi þess, hvað veikin var skæð, getur hann
þess, að í litlum bæ, Jassy, hafi f nokkra daga dáið
500 manns daglega, og af 1200 læknum Serba hafi
200 látist úr veikinni. Auk þess sem lús flytur út-
brotataugaveiki á milli, segir höfundur að einnig hafi
sannast, að hún flytji aðra skæða sjúkdóma, setn
gengið hafa í skotgröfunum, svo sem skotgrafasótt
(trench fever) og afturkastasótt (febris recurrens).
Hinn síðast nefndi sjúkdómur hefir geysað allmikið
bæði í Serbíu og Rúmeníu,
Nú heyrist frá Hollandi að þar gangi útbrota-
taugaveiki, og hefir því stjórnarráðið fyrirskipað sótt-
varnir gegn öllum skipum þaðan. Og önnur .fregn
segir veikina komna til Englands, og sje hún þar
mjög skæð; hafi borist heim með hermönnunum.
Á Hollandi er þrifnaður á háu stigi. Ressvegna ó-
sennilegt að veikin nái þar mikilli útbreiðslu. En
meðal fátæklinga á Englandi getur hún orðið mann-
skæð, ef ekki er ráð í tíma tekið, nfl. að aflúsa þá
alla; en það er hægra sagt en gjört.
Bœði vegna inflúensunnar, sem enn verður vart
erlendis, vegna útbrotataugaveikinnar og vegna ef
til vill fleiri skœðra sótta, sem kunna að koma l
kjölfar striðsins, virðist mjer brýn þörf á því nú,
fremur en nokkurntima áður, að stjórnarráðið fyr-
irskipi sóttgœslu gegn öllutn skipum frá útlönd-
um. Mjer er kunnugt um að mikill fjöldi lækna
landsins vill þetta. Ættum við því nú að sýna það
í verki, að við kunnum að nota okkur hentugri
staðhætti, sem við höfum öðrum framar til sóltvarna.
Ekki síst nú, er við höfum fengið fult sjálfstæði.
Og erum kóngsríki.
Útbrotataugaveiki gæti orðið hjer vondur gestur.
Hún hefir í öllu falli lengi ekki þekst hjer. Væri
fyrir það hættulegri og því miður mundi hún finna
hjer þá miðla, sem greiða henni götu.
í annálum er þess getið, að tvisvar hafi gengið
hjer veiki, sem líklega hefir verið útbrotataugaveiki.
1669 er talað um Flekkjasótt, sem gengið hafi um
land alt og verið mannskæð, og 1747 er talað um
veiki, sem kölluð er Flekkusótt og sagt að aöeins
í Rangárvallasýslu hafi hún drepið 200 manns. (Sjá
P. A. Schleisner Isl. fra lægevidenskabeligt Syns-
punkt Kbh. 1849).
Það er er annars eftirtektarvert, hve margskonar
böl hefst af ilsku og heimsku mannanna og fylgir í
fari stríðsins. Lýs og sóttkveikjur fylla þann flokk.
Mjer finst það vel að orði komist hjá Helga Pjet-
urss. (sjá Lögrjettu 7. tbl. þ. á.) að kalla það hyski
alt »infernaler eða helvítlegar verur, urður hinnar
illu verðimegundar, nokkurs konar djöfla í jurta-
og dýraríkinu.« Helgi bætir samt við: »Sá sem held-
ur að þetta sje eitthver.t trúartal er ekki byrjaður að
skilja mig.« Jeg fyrir mitt leyti trúi þessu eins og
það er talað og þykist þó vel skilja doktor Helga,
(í þetta skifti).
Steingr. Matthiasson,
t.