Dagur - 09.04.1919, Side 1
DAGUR
kemur úi einusinní i vihu.
Árgangurinn kosiar 3 kr.
Gjalddagi 1. júli.
Ritstjóri
Ingimar Eyclal. #«-
AFGREIÐSLA
og innheimta hjá
Jóni P Pór.
Norðiirgötu 3. Talsimi 112.
II. ár.
Akureyri, 9. apríl 1919.
14. blað.
H Ábyrgðartilfinning.
Guðmundur Friðjónsson minnist á ábyrgðartil-
finningu í grein sinni, er birtist hjer í blaðinu í dag.
Það er alveg rjett að brýna það fyrir þeim, sem af-
skifti hafa af þjóðmálunum, að á þeim hvílir mikil
ábyrgð. Petta á ekki aðeins við um framsóknar-
menn, heldur Iíka og það engu síður við íhaldsmenn-
ina.
í hvert skifti og íhaldsmenn taka höndum saman,
til þess að leggjast á móti framfaraviðleitni framsókn-
armanna, verður ábyrgðartilfinning þeirra að vera
vel vakandi, ekki sú ábyrgðartilfinning, sem heldur
sjer eingöngu innan takmarka eigin hagsmunahvatar,
heldur su, sem er bundin við almenn velferðarmál.
Magnús Stephensen beitti sjer fyrir því undir lok
18. aldar, að verslun hjer á landi yrði gefin frjáls.
F*ar var framsóknarhugurinn á ferðinni, er bar heill
alþjóðar fyrir brjósti. Ólafur stiftamtmaður faðir
hans Ijet málið afskiftalaust opinberlega, en vann á
móti því í kyrþey. íhaldsandinn bar sigur úr být-
um í það skifti. Afleiðing þess íhaldssigurs er öll-
um kunn: Þjóðin varð að búa við hálfrar aldar
verslunaránauð eftir það.
Ef Ólafur Stephensen hefði lagt sitt þunga lóð í
metaskálina framsóknarmegin, er líklegt að það hefði
miklu getað til leiðar komið. En hann gerði það
ekki. Pessi sama saga hefir oft endurtekið sig síð-
an. íhaldið annaðhvort tafið fyrir framgangi góðs
máls, eða orðið því alveg að falli.
Líklega hefir enginn maður á síðari tímum hafið
framsóknarmerkið jafnhátt á loft og Páll heitinn
Briem amtmaður. Enginn jafn-Iíklegur til að koma
á fót öflugum framsóknarflokk í landinu sem hann
og gerast foringi þess flokks. Pví miður varð ó-
hamingju íslands það að vopni að honum entist ekki
aldur til framkvæmdanna. En ekki er það alveg sárs-
aukalaus tilhugsun, ef jafn áhrifamikill rithöfundur og
Guðmundur Friðjónsson er, fer að telja bændum trú
um, að það sje sprottið af skorti á hyggindum
og ábyrgðartilfinningu, ef þeir snúist ekki öndverð-
ir gegn framsóknarstefnu Páls heitins Briems nú fyr-
ir næstu kosningar.
Þetta ber ekki svo að skilja að íhaldið eigi alls
engan tilverurjett í nokkurri mynd. Að svo miklu
leyti sem það er vörður dýrmætra þjóðarfjársjóða,
að svo miklu leyti sem það Ieggur hömlur á ótíma-
bæra og óholla byltingagirni, hefir það fylsta til-
verurjett. En þegar íhaldsandinn gerist þrándur í
götu heilbrigðra nýjunga og stendur þversum fyrir
framgangi nytsamlegra framkvæmda eins og honum
er svo gjarnt til og gerir alla jafna, þá er hann orð-
inn að því öfugstreymi í þjóðlífinu, sem framsókn-
in verður að leggja alt kapp á að yfirvinna.
Abyrgðartilfinningin er ein af dýrmætustu kendum
mannssálarinnar, sje hún í rjettum og eðlilegum
skorðum. En birtist hún aðallega í ístöðuleysi, ótta
við það að stíga nokkurt spor út af alfaravegi eða
voga nokkurn tíma nokkru, af því að gróðinn sje
ekki handviss, þá er ábyrgðartilfinningin sjúk og
og ekkert upp úr henni leggjandi.
Sumir menn telja það ábyrgðarminst að skorða
sig fastan á sama stað og hafast sem minst að. Ó-
neitanlega er það þægilegra að hreiðra sig í dún-
sængum en að hætta sjer út í storma lífsins, en ein-
hverjir verða þó að standa í þeim stormum og lík-
lega verður það fremur hlutverk framsóknarmanna en
íhaldsmanna. Og þó að kalt kunni að blása á
framsóknarsvæðinu, er óvíst hvort önnur sæla er meiri
én að kljúfa þá köldu vinda. »Sú er sælan eina sem
að fæst með dáð,« kvað Steingrímur.
1 ^Pó að »Dagur« líti nokkuð öðrum augum á sumt
en Guðm. Fr. gerir, þá hafi hann heila þökk fyrir
að hafa tekið til máls um grundvöll framtfðar-flokka-
skipunarinnar. Við umræðurnar skýrist málið á marg-
an veg, og það er ekki lítilsvert. Almenningi geng-
ur þá betur að átta sig á því.
Kosningarnar næstu.
n.
íslendingur furðar sig á því, að Dagur skyldi flytja
orðalaust grein eftir mig um kosningarnar tilvonandi,
þar sem haldið er fram iheldninni svo sem sjálfsagðri
frá hálfu bændastjettarinnar.
Pað er satt, að Tíminn hefir gert ráð fyrir því, að
bænduruir íslensku myndu verða »vinstra« megin
í fylkingunni, þegar til alþingiskosninganna kemur
næst. En þar með er það þó ekki sagt, að Tím-
inn mundi banna umræður um málið, þó að hann eða
Dagur gætu ekki kosið sjer orð og tillögur úr mínum
munni, alveg eftir sinum geðþótta.
Reyndar er það ekki »óvanalegt frjálslyndi* að
blöðin birti það, sem jeg sendi þeim. Pau slá ekk*
hendinni við mínum ritsmíðum. Jeg þarf ekki að
kvarta um það. Auk þess er'það kunnugt, jeg held
þjóðkunnugt, að jeg er »íhaldsmaður« eftir því sem
það orð er skilið og skilgreint. Jeg hefi t. d. flutt
erindi á Akureyri fyrir húsfylli um iheldni, nauðsyn
hennar og fulla þörf, þegar hún er sprottin af ábyrgð-
artilfinningu.
Par er akkerisfestin sú rjetta.
Allur þorri þeirra manna í landi voru og einkum
þó utanlands, sem þykist vera frjálslyndur, er það
í raun og veru á kostnað náunga sinna.
Pað frjálslyndi hata jeg og fyrirlít svo djúpt sem
rætur tilfinninga minna r.á. Jeg hata það vegna á-
vaxtanna, sem þetta frjálslyndi ber í skauti sínu.
Um þetta þarf ekki að leiða getur. Ávextirnir
sýna sig nú út í löndunum. Mundu þeir alræðis-
mennirnir rússnesku, sem nú ala landið í blóði,
mundu þeir telja sig annað en frjálslynda?
En hvernig gefst það frjálslyndi í reyndinni? Pann-
ig, að hið versta íheldniseinveldi er þó stórum betra.
Jeg hefi ekki óttast þessháttar endemi í landi voru,
þó að vinstrimenskan næði að magnast hjer frá því
sem nú eru líkur til. En allur er þó varinn góður.
Hjer í landi er búið að þenja út kosningarrjettinn
svo mjög, að lán er með, ef ekki verður að tjóni í
framkvæmdinni. Pví fleiri, sem ráða hverju máli tii
lykta, því hættara er við örþrifsráðum.
Petta sá Ólafur pá forðum daga, þegar hann sigldi
til írlands í þeim erindum að leita sjer ættgöfgi. Hann
var á skipi með stýrimanni, sem lenti í hafvillum
vegna dimmviðra og vildu skipverjar taka ráðin af
stýrimanní og töldu hann »allan villast.« Peir sögðu,
að meiri hlutinn ætti að ráða, Var þá skotið til úr-
skurðar Ólafs. Hann var allra manna vænstur a0
álitum. Og af þeim sökum munu skipverjar hafa
borið fyrir honum virðingu. Hann mælti þá þess
minnilegu orð:
»Pað vil jeg, að þeir ráði, sem vitrari eru. Pví
síður þykir mjer, sem duga muni heimskra manna
ráð, sem þau koma flelri saman.«
Veit jeg það að vísu, að fjöldi manna er vel gef-
inn í þeim efnum, sem hver og einn hefir sjerstak-
lega lagt stund á langa æfi. En í landsmálum er
mannfjöldinn vanviða að vitsmunum. Hann trúir
í hálfgerðri blindni leiðtogum sípum, blaðamönnum
og forkóifum. Petta sjest best.’þegar litið er út fyr-
ir landssteinana. Pað er kunnugt t. d., að í ófriðn-
um mikla hafa þjóðirnar verið teygðar á eyrunum
út í allskonar ófærur. Og þetta heldur áfram þó í
annari mynd sje. Nú er það alþýðuvaldið — leið-
togar alþýðunnar, sem’eru að teyma hana út i foröðin
nauðuga, viljuga, sjáandi og þó blinda. Pessa
»vinstrimensku« óttastjeg, að hún komi hingað, sem
bergmál, ef eigi svo sem fullur kraftur. Jeg sje hvern-
ig horfir hjer á landi, þó að hægt fari tiltölulega. Sú
stefna að heimta mikið af öðrum en lítið af sjálfum
sjer er að magnast í landinu. Jafnaðarmenskan er
að verða að allsherjarflatneskju, sem, vill gera alla
jafnlága. Og þó að þessi stefna sje ekki orðin hjer
í landi með blóðuga handleggi upp til axla, þá er
hún þó að verða býsna þverrifumikil og regingsleg.
Jeg nefni ekki sjerstök dæmi að þessu sinni. Jeg
býst við, að jeg neyðist til að verja mig seinna. En
það get jeg sagt nú, að jeg er íheldinn af ásettu ráði—
þessvegna, að jeg finn til ábyrgðarinnar, sem altof
fáir finna til, að liggur á þeim sjálfum og á að
liggja. í okkar landi er það fjármálaábyrgðin, sem
ætti að kalla hæst til þeirra, sem bjóða sig til þing-
setu og jafnframt til hinna, sem kjósa þingmennina
tilvonandi. Fjármálafrjálslyndið er orðið of mikið
í landi voru, bæði heima í hjeruðum og í þingsaln-
um.
Og ef íslenskir bændur snúast nú ekki á þá sveif-
ina að verða íhaldsmenn á þjóðmálasviðinu, þá er
það af hyggindaskorti og engu öðru, hvortsem þeir
vilja kannast við það eða ekki.
Hitt er annað mál og tekur naumast til þjóðmála-
stefnu, að jeg vil fjárhagsskóinn upp á einstaklingana
þá allra lægstu eins og hina. En hvort jeg vil endi-
lega fjárhagsskóinn ofan af þeim háu — það er ekki
þar með sagt. Peir, sem auðgast hafa með þeim
hætti, að skórinn er ekki troðinn niður af neinum>
þeir eiga að njóta þess, að þeir eru hyggnir og dug-
legir. Svo ér um þá menn, sein eru athafnamenn
og láta gott af sjer leiða. Pað skal jeg láta ummælt,
að jeg vil taka ofan og neðan af ölluin okurmönn-
um, þeim setn eru svo í raun og veru. En jafnað-
menskunni út í löndum hefir ekki gengið vel, að
líta rjettu auga athafnamennina, hvort sem það rjetta
auga er til hjer í landi eða ekki.
Jeg skal ekki lengja þetta mál mikið meira að sinni
En áður en jeg lík því, vil jeg benda á eitt dæmi til
þess, hvernig orðin »vinstri«- og »hægri«-menska
villa menn alment, eftir því hvernig blásið er í lúðr-
ana: Fyrir fáum árum var það talin »vinstri«menska
eða fölskvalaus ættjarðarást, að fella sambandslaga-
uppkastið, sællar minningar. Pá voru það kallaðir
»hvítir« menn og ragir, sem aðhyltust sambands-