Dagur - 09.04.1919, Blaðsíða 2

Dagur - 09.04.1919, Blaðsíða 2
30 * DAGUR. lögin ráðgerðu, brjóstbörn dönsku mömmu o. s. frv. Nú s. 1. ár voru orðin þau áttaskifti í þjóðmála- veröldinni okkar, að sambandslög eru samin og sam- þykt, sem gerð eru á grundvelli uppkastsins. Á þessu tvennu er bitamunur en ekki fjár. Nú fylgir allur þorri nianna, eiginlega í blindni, leiðtogum sín- um sem snúist höfðu, þó að þeir könnuðust ekki við það. Lárus H. Bjarnason hefir reyndar sannað það í Eimreiðinni, að uppkastið og sambandslögin eru sama tóbakið. Svona færist »frjálslyndið« til á gæsalöppunum. Jeg er ekki með þessu að harma það, að sambandslögin fengu alþjóðarfylgi. Pvert á móti. Jeg bendi aðeins á þetta svo sem fyrirburð eða »dularfult fyrirbrigði.* En enginn skyldi Iáta Ijúga sig fleytifullan með yfirskotsmælgi, þeirri sem býr til liti á menn og mál- efni, í þeim vændum að upplita mótstöðumennina en gylla sig og sína. Næstu kosningar ættu að sjá við þeim brellum meðal annars. l6/3 ’19 Guðmundur Friðfónsson. Þjóðafriður en stjettastyrjöld. Holl ráð og viturleg. Friður er ekki fenginn, þó herirnir hafi Iagt niður vopnin. Bandamenn glöddust yfir sigrinum. En af blöðum ér svo að sjá sem sigurgleðin sje að dvína og þungar áhyggjur að koma í staðinn. Pó þjóðirnar sjeu hættar að berjast, þá er ófriður innanlands víðsvegar um lönd, og langt í land að honum linni. Jafnvel á Englandi, og ekki síst þar, hafa gamlar erjur milli auðmanna og verkamanna byrjað á ný með óspiltum kröftum, og meiri brögð að verkföllum en nokkru sinni. Pegar verkfalli sleppir í einni atvinnugrein, byrjar verkfall í annari. En verkföllunum fylgja uppþot og óeirðir, hrind- ingar og pústrar, stundum »beinbrot og bani« fjölda manna, en ætíð sultur og aukin fátækt. Ensku blöðin tala mikið um þessa óáran í fólkinu, halda að Bolschevika-farsótt sje komin til landsins, þrátt fyrir það þó engum útlendingum sje Ieyfð Iandtaka nema með passa og öllum skilríkjum. Pað er því eðlilegt að vitrir menn brjóti heilann um hvernig trygður skuli friðurinn í framtíðinni. Allir vænta þess að sá verði ávöxturinn af friðar- tundinum i Versölum, að samkomulag náist með öllum Norðurálfuþjóðum og að mynda alþjóða- bandalag, sem hafi sameiginlegan lögregluher til að vaka yfir þjóðafriðinum. En það er ekki nóg til að tryggja innanlandsfriðinn, friðinn milli stjettanna, einkum auðmanna og verkamanna. í rauninni er það aðeins verkamannastjettin, sem enn er verulega óánægð í menningarlöndunum (nema þar sem nú er alt í uppnámi). Bændastjettin, sem áður var í ánauð, er orðin frjáls og unir sínum hag. Verkamenn þurfa líka að verða frjálsir og ánægðir. Hvernig á að stuðla að því og þar með tryggja friðinn fram- vegis? í janúarheftinu af Review of reviews las jeg grein eftir John Stead, merkan rithöfund, bróður W. T. Steads, þess sem fórst í Titanic-slysinu, og margir kannast við. Greinin þótti mjer girnileg til fróð- leiks og höfundurinn tillögugóður; skal jeg því skýra frá aðalefni hennar og bæta nokkru við. Til skamms tíma, segir Sfead, skoðuðu vinnu- veitendur verkamennina sem vjelar til auðsfram- leiðslu. Pó hugsuðu þeir ekki eins mikið um vel- ferð verkamannanna eins og viðhald annara vjela sinna. Óánægjan yfir þrældóminum sameinaði verkamennina og gjörði þá sterka. Á undan styrj- öldinni var vald þeirra og vegur sívaxandi á öllum löggjafarþingum. En í baráttunni fyrir frelsi og rjettlæti varð verka- mönnum sú skyssa, að þeir fylgdu fram órjettmætri kröfu.' Peir heimtuðu jöfn laun fyrir skussa og skörunga, og fylgdu því til streitu. Og þeir höfðu sitt mál fram víðasthvar, Margir hafa fundið til þessa órjettlætis. Enska stjórnin líka, með Lloyd Georges í fylkingarbroddi. Pað var þegar hún tók að sjer verksmiðjureksturinn til skotgagnaframleiðslu. Allir voru látnir vinna, menn og konur af öllum stjettum — leikir og lærðir auk venjulegra verkamanna. Pá kom í Ijós að marg- ir óvanir, stúlkur jafnt og piltar, reyndust langtum afkastameiri en aðrir. Sumum ljek starfið svo i höndunum að svo virtist sem þeir væru fæddir til þess eins að vinna — segjum t. d. að búa til skot- hylki, eða hlaða þau. Aðrir stóðu eins og uxar eða asnar og komu engu í verk. Stjórnin sagði: »Þessa menn getum við ekki brúkað til þess arna, — en við getum máske brúkað þá til að moka skít. Út með þá. Hinum skulum við hlynna að og launa þeim betur en öðrum. Pað á að launa hverjum eftir hans verkum.* Út af þessu reis óánægja í verkamannafjelögum og var hótað verkföllum. Með lipurð fjekk stjórnin afstýrt því að til vandræða kæmi. Hún varð að lofa verkamannastjórnum að blanda sjer ekki um of inn í þeirra reglur og skipu- lag og heita því að láta verksmiðjurnar komast í samt lag aftur eftir stríðið. Síðan stríðið hætti, rekur hvert verkfallið annað. Stead heldur þessa vegi helsta til að ráða fram úr vandræðunum: 1. Allir verða að skilja, að hagur vinnuveitenda er um' Ieið hagur verkamanna. Hvor málsaðilinp er hinum háður. 2. Ef vinnuveitandinn fær ekki hæfilegan ágóða, þá er framför og framþróun iðnaðar óhugsandi. 3. Styttri vinnutími er nauðsynlegur, bæði vegna heilsu verkamannanna og til þess að fleiri fái atvinnu. 4. Verkamenn eiga að fá prósentur af ágóðanum. Eignamennirnir eiga að skoða þá sem aðalupp- sprettu auðæfa sinna. Það er ekki hægt að ætl- ast til að verkamaðurinn leggi sig allan fj-am, nema hann eigi góðs að vænta. Enginn leggur fram fje til fyrirfækja, nema með góðri arðsvon. Pví skyldi þá verkamaðurinn leggja- sína krafta fram í vonleysi. 5. Alþjóðabandalag þarf að hafa her til umráða, til að skakka leikinn í þrætumálum milli þjóða. í líkingu við slíkt framkvæmdarvald, þurfa vinnu- veitendur og verkamenn allra landa að hafa hæstarjett til úrskurðar í deilumálum. En sá rjettur verður líka að hafa vopn í hendi, en þó af öðru tagi. Ef vinnuveitandi og verkamanna- flokkur vill áfrýja sínu máli til dóms, þá er ráðið það, að báðir leggi fram fjársjóð að panti. Vilji annarhvor aðilinn ekki hlýta dómnum, þá hefir hann fyrirgjört fje sínu. Peningar hafa löngum verið að vopni hafðir í viðureign ósáttra. Með þessari aðferð gætu þeir oft orðið giftudrjúgir og áhrifamiklir. Pessu næst bendir Stead á, að ýms iðnaðarfjelög og ýmsir auðmenn á Englandi og víðar hafi þegar vísað veginn, sem vel reynist og fer í rjetta átt. Ákvæðisvinna (akkorð) er víða komin á og gefst vel. 8 tíma vinna er tekin upp í mörgum atvinnu- greinum. Og sumstaðar er það farið að tíðkast, að verkamenn fái hlutdeild í árlegum arði. T. d. þannig, að fyrir hverja prósentu, sem ársarðurinn fer fram úr 6 °/o, fær hver verkamaður útborgað venjulegt vikukaup. Gefi fyrirtækið t. d. 10°/o fram yfir áætlaðan ágóða, fær verkamaðurinn tíu vikna laun útborguð í viðbót við sitt verkkaup. Petta eykur sátt og samlyndi og reynist prýðilega. Á leið frá Englandj var jeg eitt sinn samferða umboðssala frá Port Sunlight, sem er bær nálægt Liverpool. Bærinn er bygður af hlutafjelagi því, er framleiðir Sunlight Soap (sólskinssápu). Pessi um- boðssali fræddi mig á ýmsu um þetta hlutafjelag og bæ sinn. Síðah hefir hann sent mjer tímarit, sem fjelagið gefur út, er skýrir frá rekstri þess, helstu leiðtogum, og vexti fjelagsins og viðgangi. Port Sunlight er orðinn nafnkunnur bær og víða getið í MUNNTOBAK i á 7 kr. 72 kg- í verslun M. H. Lyngdals. heilsufræðisritum. Pví bærinn er fyrirmyndarbær, einn af hinum svonefndu sveitabæjum (garden cities), þar sem hverju húsi fylgir landspilda til ræktunar og prýðis. Húsin eru lág og ætluð einni eða fáum fjölskyldum hvert. í bænum búa hluthafar fjelagsins og alt verkafólk, eins og ein fjölskylda. Bærinn er bygður og honum viðhaldið af arði fjelagsins. Allir starfsmenn geta eignast hlutabrjef, og verða aðnjót- andi ýmsra hlunninda. Fátækt þekkist ekki og allir sýnast una vel hag sínum. Aðalmaður fjelagsins er auðmaðurinn Hulm Lever, mesti ágætismaður, sem hefir gefið öðrum hlutdeild í auð sínum og atorku, og komið skipulagi á alt saman. Hann er ræðu- maður með afbrigðum og liefi jeg oft skemt mjer við að Iesa ræður hans í riti því, er jeg áður nefndi. Port Sunlight tignar hann sem konung sinn, og nú sje jeg í Times, að hann hefir hlotið aðalstign og kallast nú lávarður Leverhulme. Pað er fyrir dugn- að, sem hann hefir sýnt í stríðinu og góð ráð, er hann hefir gefið stjórninni í vandamálum. Hann lagði fram tvö skip, er hann átti, til afnota í hern- aðinum og gekst fyrir sendingu vel æfðrar sjálfboða- liðsdeildar frá Port Sunlight. Helir hann því vel til þess unnið að vera herraður. Lord Leverhulme er einn þeirra fyrstu, sem vísað hafa veginn til að Ijetta óánægju verkamanna, með því að efla samvinnu með þeim, rýmka útsýni þeirra, fela þeim meiri ábyrgð á hendur og gjöra þá að frjálsum mönnum í stað þess að nota þá sem vjel- ar, eða nota þá líkt og Fróði konungur Fenju og Menju. Ýmsir munu feta í fótspor hans og eru þegar farnir til þess, t. d. Henry Ford hinn ame- ríski (sem býr til bílana). Hjer á landi þekki jeg nokkra efnamenn með svipuðum hugsjónum, t. d. Thor Jensen. Sigr. Matthiasson. Utan úr heimi. Stjórnardeilunni í Danmörku lauk með lántöku. Lögin um aukið vald stjórnar- innar eru framlengd til hausts. Frumvarp til alþjóða-atvinnulöggjafar sam- ið á friðarfundinum. Allsherjarráðstefna ráð- gerð. Ennfremur leiðbeiningaskrifstofa, er sje í sambandi við þjóðabandalagið. — Varna skal Þjóðverjum hernaðarráðstafana á vestari Rínarbakka og á 30 mílna breiðri spildu austan ár. Frakkar fái kolanámurnar í Saarhjeraði. Dregur nú óðum til sam- komulags-bráðabirgða-friðarsamninga. Wilson ráðgerir heimferð um páska. (Frjettaritari Dags, Rvik.) Úr Reykjavík. Reykjavikurbœr tekur miljónarlán í bönkum. Hlutafjelag hjer ætlar að fylla upp við kola- bryggjugarðinn. Myndast þar 120 metra skipalagi. 5. /. 5. hefir keypt tveggja dagslátta lóð á Arnarhólstúni. Fjelag var stofnað hjer í gær, til þess að efla samúð og samvinnu meðal íslendinga austan hafs og vestan. í fjelaginu eru menn úr öllum stjettum og flokkum. [Frjettaritari Dags, Rvik.J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.