Dagur - 09.04.1919, Síða 3

Dagur - 09.04.1919, Síða 3
DAÖUR. 31 „Leikmaður" í ljósbirtunni. Það var hvorki af Ijósfælni, nje heidur af því, að grein mín um »frjá!slyndi«, í næstsíðasta tbl. Dags væri rituð móti betri vitund, að hún var ekki undirrituð fullu natni. í þeirri grein var ekkert það sagt í garð Mr. Gooks eða safnaðar hans, sem ekki studdist við ríkt almenningsálit hjer í bænum. Og það álit hefir styrkst en ekki veikst við andsvör hans í síðasta blaði. Jeg hafði enga persónulega hvöt til að hefja máls á þessu, aðra en þá, að sannfæring mín leyfði mjer varla að láta það liggja í þagnar- gildi. Almenningsálitið vítti framkomu safnaðarstjór- ans, — fanst hún brjóta bág við kröfur vorra tíma um frelsi og frjálsræði og vera allfjarri þeim kær- leiksanda, sem Kristur ætlaðist til að einkendi læri- sveina sína. Þetta almenningsálit var orðið svo ríkt, að bæði rnálinu og málspörtnm báðum var það fyr- ir bestu, að hætt væri að tala um það í hálfgerðu pukri, hætt að draga dul á, að það var orðið opin- bert mál. Jeg var báðum málsaðilum ókunnugur, og fanst því varla viðeigandi, að setja nafn mitt undir fyrnefnda grein. Greinin var algerlega almenn- ingseign, þó engir aðrir ættu beinan þátt í að hún var skrifuð. Söguna sagði jeg eins og hún gekk manna í milli, en Ijet enga staðfestingu fylgja frá mjer, — ætlaði mjer ekki að gera það. Hefði jeg þó getað vitnað til heimilda, sem erfitt var að vefengja, þótt ekki ætti jeg tal við sjálfa hlutaðeigendur. Að jeg ekki leitaði skýringa Mr. Gooks sjálfs, áð- ur en jeg reit greinina, kom til af þvi, að mjer fanst afstaða hans til þessa máls vera þannig, að hann yrði sjálfur að skýra hana fyrir almenningi, ef hann hefði nokkuð við almenningsálitið að athuga, En það gat hann varla gert, nema honum væri gefið tilefni til þess í opinberri blaðagrein. Jeg kostaði kapps um það, að gera greinina þann- ig úr garði, að skýringar eða andsvör Mr. Gooks þyrftu ekki að verða persónuleg. En mjer virðist grein hans bera þess vott, að hann hugsi mest uin það, að höggva stórt, og lætur nærri, að honum falii það þyngst, að hafa ekki fyrir augum sjer ákveðinn mann, sem hægt sje að beina höggunum að. Ef til vill er þetta orsök þess, að orðbragð trú- boðans og ritháttur er eins og hann er. En orsak- irnar eru líklega fleiri. Ekki óhugsandi, að hann, sem er útlendingur, skorti vald á íslenskri tungu, til að haga orðum sínum eins og hæverskum manni sæmir. Enn ein skýring er það, að honum hafi runn- ið í skap, og er það illa farið, ef svo skyldi vera. Pá mætti líta svo á, að enn sannist gamli málshátt- urinn, að »sannleikanum verði hver sárreiðastur*. En hvað sem rithættinum líður, þá hefir Mr. Gook sagt frá þeirri hlið málsins, sem að honum snýr, og gert það á þann hátt, að mjer fanst jeg skyldur til að snúa mjer beint til hins aðilans, og fá að vita hvernig málið horfir við frá þeirri hlið. Vil jeg svo leitast við að leiða 'það fram í málinu, sem jeg veit sannast og rjettast. Geta Iesendur blaðsins sjálfir sjeð, hvar Mr. Gook hallar máli í sinni frásögn. í vetur kvartaði konan um það við safnaðarfor- stjórann, að dóttir sín væri sjer óhlýðin, og fengist ekki til að vinna fyrir sjer. Bað hún hann að tala við hana og reyna hafa áhrif á hana;til batnaðar. Mr. Gook kvaðst ekki gera það, nema hann fengi full umráð yfir barninu og mætti auglýsa eftir vist handa henni, helst í sveit. Auglýsingaleyfið fekk hann ekki, en það varð að samningum með honum og móðurinni, að hann fengi öll önnur umráð yfir barninu í bili. En það var skýrt fram tekið, að þeim umráðum væri lokið, ef stúlkan Ijeti af óhlýðni sinni og færi að vinna fyrir sjer. — Móðirin leggur sterka áherslu á, að þetta hafi verið skýrt tekið frain. Nú segist Mr. Gook hafa byrjað að »hafa afskifti áf heimilinu«. Einkennilegt er, að trúboðinn setur þessi orð i tilvitnunarmerki. Eftir hverjutn eru þau höfð? Hann gat ekki sagt þau frá eigin brjósti, því hann hefir aldrei haft nein afskifti af heimilinu. Hann talaði aldrei eitt einasta orð við stúlkuna, hafði því engin áhrif á hana, til að leiða hana á rjettan veg. Regar hún frjetti, að búið væri að setja Mr. Gook til höfuðs sjer, Ijet hún af allri óhlýðni við móður- ina og fór í vist, sem Mr. Gook útvegaði henni ekki. Með því var umráðum hans yfir barninu lok- ið, segir móðirin. Hann gat ekki gert neitt tllkall til að ráða yfir stúlkunni, og gerði það heldur ekki. Nú líður og bíður, til þess er fermingarbörriin fara að ganga til spurninga. Stúlkan verður þá með í þeim hóp? Prátt fyrir ítrekaðar tilraunir móður- innar til að fá barnið ofan af því, að láta ferma sig, sat stúlkan við sinn keip, og krafðist þess, að fá að fylgja sinni sannfæringu í því efni. Að lokum Ijet móðirin undan, og lofaði stúlkunni því, að hún skykli verða fermd. Mr. Gook var ekkert spurður til ráða um þetta, eins og hann líka segir sjálfur. Hann vissi, að mæðgurnar áttu f baráttu um þetta efni, en Ijet það afskiftalaust. Nú komst konan að því, að einhver safnaðarlimur forðaðist að vera með henni á morgunsamkomum, eftir að hún hafði látið undan dótturinni. Tii þess að ganga úr skugga um, hvort svo væri eða ekki, skrifaði konan brjef það til safnaðarins, sem nefnt hefir verið, og konan hefir fúslega leyft mjer að taka afrit af. í þvf viðurkennir hún, að hún hafi vikið frá guðsorði, en treystir því, að guð muni líta á. hvað henni gekk til að gera þetta, og fyrirgefa henni afbrotið. Enn fremur segir hún, að það sje sjer óafvitandi, ef hún hafi syndgað á móti söfnuðinum. Brjefið endar hún svo á þessa leið: »En jeg er búin að lofa henni þessu og svík það ekki, því þá yrði seinni villán argari hinni fyrri. Rað þýðir því ekki að orðlengja þetta. Ef ykkur finst jeg ekki hrein,*) þá segið mig úr söfnuðinum í kyr- þey, — Gefið skriflegt svar!« í stað þess að gefa skriflegt svar, kom Mr. Gook sjálfur heim til konunnar, erns og kunnugt er orðið. Hvað þeim fór þá á milli, er enginn til vitnis um, nema þau tvö. Barnið var í herbergi skamt frá, og I brast í grát, er hún vissi liver kominn var, en eng- inn fór þangað inn fyr en Mr. Gook var farinn. Konan segir svo frá samtalinu, að hann tilkynnir fyrst, að söfnuðurinn geti ekki haft samneyti við hana, að minsta kosti ekki fyrst um sinn, en vænti þess, að hún sjái sig um hönd. Hún kvaðst ekki svíkja barnið. Hann kvað það þó betra en svíkja Krist, spurði hvort stúlkan hefði vitað um brjefið, ráðlagði að draga hana á úrslitunum, þá rnundi þetta Iagast. Konan vildi engu um þoka. Rá vildi Mr. Gook fá fult vald yfir stúlkunni, sem honum hafði verið falið í vetur. Konan kvað því valdi lok- ið fyrir löngu. Við það sat þegar Mr. Gook fór. Konan lofaði að tala við prestinn, en engu öðru. Hafði þó Mr. Gook ógnað henni rr.eð því, að hún afsalaði sjer öllu góðu, ef hún ljeti ferma barnið. Guð gæti aldrei fyrirgefið þá synd, sem drýgð væri vísvitandi. Nú kom stúlkan og krafðist sagna af rnóðurinni. Hún færðist undan að svara nokkru. Varð þá stúlk- an hrædd um, að beita ætti þvingun við sig, fjekk ákaft grátkast og heimtaði með ákafa og æsingi, að sjer yrði sagt alt af Ijetta. Mun hafa gengið á þessu nokkuð lengi. Bar þá Mr. Gook þar að aftur og átti þá þau orðaskifti við stúlkuna, sem vikið er að í fyrri grein ininni. Um kvöldið varð að vitja lækn- is, því stúlkan sefaðist ekki. Vekja varð upp í lyfja- búðinni til að fá meðul. Næsta dag lá stúlkan fram yfir miðjan dag, en drógst þá á fætur með veikum burðum. Nú skal jeg aðeins stuttlega athuga einstök atriði í grein Mr. Gooks. Tal hans um umráð yfir barninu er vindhögg út í loftið. Hann hefir aðeins verið grýla, sem barnið var hrætt með. Hefði hann verið umráðamaður barnsins, þá var hann skyldur til að reyna að sann- færa hana um það, sem hann taldi vera satt og rjett. En hann segir sjálfur, að hann hafi ekki gert það. Hann segist hafa ætlað að láta móðurina ráða þessu sjálfa. En þegar hún svo hefir tekið sína ákvörðun, ógnar hann henni með reiði guðs, ef hún breyti ’) Leturbreyting gerð af mjer, Höf. henni ekki. Var ekki drengilegra að fyrirbyggja, að hún tæki þessa ákvörðun, áður en svona langt var komið? Sannfæring móðurinnar var sú, að heilsa barnsins og velferð gæti verið í veði, ef hún beitti móður- valdinu í þessu efni. Og þó hún trúi bókstaflega á orð ritningarinnar, þá er hún sannfærð um það, að sannfæring barnsins og móðurtraust þess sje meira virði en einn ritningarstaður. Hún var ekki í nein- um vafa um, að hún hafði valið rjetta leið, þótt hún hefði óskað, að hugur barnsins hefði hneigst á aðra lund. Og hún áleit, að þetta mál kæmi sjer einni við, en ekki söfnuðinum. Pað kemur ótvírætt fram i brjefinu til safnaðarins. Hún vill að söfn- uðurinn felli dóminn yfir sjer í kyrþey, en segir ár- angurslaust að reyna að breyta sínum úrskurði. Hefði það verið alvara Mr. Gooks, að Iáta hana sjálfráða, þá var auðsætt, að hann átti að láta hana fylgja sinni sannfæringu óáreitta. Pað er eltki rjett álykt- að, að samviskan hafi ákært konuna fyrir að gefa dótturinni þelta loforð, fyrst hún treysti þvi, að guð mundi fyrirgefa það. Sje það sannfæring Mr. Gooks, að guð geti ekki fyrirgefið þessa synd, þá var sjálfsagt að hann Ijeti þá sannfæringu í ljósi. En hann verður að fyrirgefa mjer, að jeg kenni I brjósti um hann, ef þetta og þvíumlíkt er hjartans sannfæring hans. Jeg get ekki annað en álitið, að sú sannfæring sje svo þröngsýn, að full ástæða sje til að vara menn við, að láta hana ná tökum á sjer. Læknir segir, að barnið hafi ekki fengið krampa. Vel má vera að læknar noti orðið »krampi« um eitthvað antiað. En í daglegu tali er það kallaður grátkrampi, er grátur verður ekki stöðvaður. Enginn getur efast uin, að eitthvað hafi gengið að stúlkunni, svo mikið varð fyrir henni að hafa. Og ekki er líklegt að safnaðarstjórinn segði hana djöfulóða, hefði henni ekki verið brugðið. Konan kvað ekki vera rekin úr söfnuðinum enn þá. En fáum getur dulist að hún er »ræk«. Og óhugsandi er, að hún geti komi$ á samkomur safnaðarins, eftir það, sem fram hefir farið, jafnvel þó henni væru opnaðar þar dyr. Af því sem þegar er sagt, geta menn sjeð, hvort jeg vildi ráðleggja konunni að syndga móti betri vitund. Um það gat ekki velSð að ræða. Pó konan viðurkendi, að hún hefði brotið, þá var hún altaf, og er ekki síður nú, sannfærð um það, að hún gerði það rjettasta og besta, sem hún gat gert. Með þessu tel jeg vísað á bug öllum aðdróttun- um Mr» Gooks um »ljósfælni«, »lygi« og það, að jeg skrifi »á móti betri vitund«. Ritstj. varpar siðferðislegri og Iagalegri ábyrgð greinar Mr. Gooks á hans herðar. Mjer er Ijúft að Ijetta lagalegu ábyrgðinni af honum, því jeg hefi enga ánægju af að draga menn fyrir lög og dóm, en siðferðislegu ábyrgðina verður hann að bera sjálfur. Jeg gaf honum ekki neitt tilefni til, að sleppa taumhaldi á tungu sinni, og jeg hefi ekki gert það enn. Jeg hefi svo ekki meira að segja um þetta mál, annað en það, að*stúlkan kvað vera listfeng og vel gefin að mörgu Ieyti, en svo skapstór og örgeðja, að varla mundu uppeldisfræðingar telja ráðlegt, að reyna að beygja slíka skapsmuni með valdi. Fram- koma Mr. Gooks í þessu máli verður því engan veginn talin hyggileg uppeldisráðstöfun. En þrátt fyrir skapbresti barnsins, og einmitt frekar fyrir þá, er full ástæða til, að hún fái að fylgja sinni sann- færingu í trúarefnum. Og henni mun þess full þörf, að fá gætnari og umfram alt nærgætnari umráðamann en Mr. Gook virðist vera. Mr. Gook segir, að jeg gerist talsmaður ferming- arinnar. Pað geri jeg engan veginn. Fermingin er fallegur siður, sem vafalaust hefir góð áhrif á marga, og því fer fjarri, að jeg geti sjeð neitt Ijótt eða syndsamlegt við hana. En jeg gæti vel sætt mig við það, þó hún væri lögð niður. Meðan hún er mönn- um dýrmæt helgiathöfn og snertir hjörtu barnanna, á hún fullan tilverurjett, — en heldur ekki lengur. Jeg álít Ijótt að banna börnum að fermast, ef þau

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.