Dagur - 21.05.1919, Side 2

Dagur - 21.05.1919, Side 2
44 DAGUR. af. Herinn er morðvjel, vilfirring, villidýr, hann er og mun allaf verða það Angantýssverð, sem ein- hverntíma verður að fá blóð. Og sannariega hefnir það sín hræðilega, að ala upp menn til hryðjuverka, og innræta þeim fyrir- litningu fyrir lífi og vellíðan annara, og kenna þeim að treysta á ofbeldi og yfirgang. Pað er hlægilega kjánalegt að láta sjer detta í hug að í þessu stríði hafi rjettlœti sigrað. Ef við ekki lokum eyrunum fyrir rödd siðferðis og mannúðar, þá hljótum við að heyra að sú rödd segir skýrt og skorinort: Morð er morð; yfirgangur er yfir- gangur, ranglæti er ranglæti, hvort heldur það er heilt þjóðfjelag, eða einn maður, sem er potturinn og pannan í öllu saman. í þessu máli eigum við ilt með að afsaka okkur. — Hversvegna höfum við ekki fylgt grundvallar- setningum kristindómsins? Burt með þá hugsun, að hnefarjetturinn eigi öllu að ráða. Burt með það vald, sem gerir það mögu- legt og sjálfsagt, að rjettlætið sje fótum troðið en hnefarjetturinn gerður að hæstarjetti. — Niður með vopnin! En þá kemur gamla viðbáran: »Við getum ekki byrjað.c En einhver verður að byrja. En hver? — Sá sem viðurkennir að það sje rjett, að breyta þannig, og segja sem svo: »Við viðurkennum að það sje rjett, og til blessunar fyrir alda og óborna að fyrirbyggja styrjaldir og hörmungar, þess vegna finnum við okkur skylduga til að afnema herskyidu og vopnaburð, því við álítum að það sje fyrsta spor- ið íáttina til þess að hægtsje að gera sjer vonir um varanlegan frið. — Og þessvegna finnum við okkur knúða til að byrja.c Verið vissir um að fleiri munu koma á eftir, og við höfum ekki einu sinni rjett til að bíða eftir hin- um. Eins og ástandið er nú í heiminum, er ef til vill hægt að álíta, að það sje áhætta að afnema her- skyldu og leggja niður herinn. Stjórnleysingjar ógna þjóðfjelögunum. Og þeir sem vitrir þykjast vera fullyrða, að eins og nú standa sakir, muni ekkertaf stórveldurium láta sjer detta slíkt í hug. Jæja, þá verða smáþjóðírnar að byrja; þær ættu allra helst að hafa áhuga á þessu máli. Aldrei hefir það verið nauðsynlegra en einmitt nú að hætta á þetta. Til þess eru tvær ástæður. í fyrsta lagi hafa menn aldrei hatað stríðið eins og nú, aldrei hafa jafnmargar miljónir manna vitað hvað stríðið í raun og veru er viðbjóðslegt og spillandi. Aldrei hafa þjóðirnar verið jafnfúsar og nú til breytinga og umbóta, þess vegna er áríð- andi að hamra járnið meðan það er heitt, því ald- rei hafa verið meiri líkur til þess en nú, að þessi hugsjón fengi fylgi fjöldans, sem búinn er að reyna allar hörmungar stríðsáranna. í öðru lagi hafa menn aldrei sjeð það jafngreini- lega og nú á þessum tímum, að hið svonefnda bræðraþel og samúð milli stórveldanna hefir aðeins verið nafn eitt, hefir aldrei verið annað en hræsni og vígbúnaður — langt vopnahlje. — — — — — — Við viljum ekki hafa neinn her, engan forða af vopnum hjer og þar í landinu, til að freista til yfirgangs og glæpa. — Viljum fá vopnunum breytt í skóflur og plóga. Við krefjumst þess að herþjónustan sje numin úr lögum, og herinn lagður niður. Þetta er »hið eina* sem allir lands- menn verða að vera sammála um og verða að ber- jast fyrir. Það er bein mannúðarskylda og verður til blessuuar á öllum tímum. Haraldur Björnsson. B A N N. Við undirrituð bönnum hjer með alt fugladráp og eggjatöku í landareignum okkar framvegis. Pverá og Jódísarstöðum 19. maí 1919. Anna iViagmísdóttir, Kristján jóhannesson. Hugleiðingar. Pegar jeg sá I »Degic útdráttinn úr síðasta fund- arhaldi Kaupfjel. Eyfrðinga, vöknuðu í huga mínum ýmsar endurmiriningar frá bernskuárum fjelagsins, ýmsar myndir úr lífi okkar Eyfirðinga frá þeim árum. Pótt ekki sje langur tími liðinn síðan fjelagið var stofnað, voru ástæður og útlit hjeraðsins þá nokkuð á annan veg en nú. Pá var hugsnnarháttur eyfirskra bænda smáfeldari og kotungslegri en hann nú er. Pá var trúin dauf á framfarir og umbætur, enda efnaleg afkoma slæm og andlegur kyrkingur i fólkinu. Bændurna vantaði trúna á mátt sinn og megin. A þeim árum virtust mjer Eyfirðingar ekkert lík- legir til stórræða. Á slofnfundi fjelagsins, sem haldinn var á Öng- ulsstöðum, mættu fáir bændur, sýndi það deyfð og framtaksleysi. Enda þótt þar væri fátt manna saman- kotnið, voru margar ræður haldnar, og man jeg enn glefsur úr sumum þeirra. Ekki þótti öllum fundarmönnum árennilegt að leggja út í annað eins risafyrirtæki sem að stofna fullkomið kaupfjelag, enda var þá þegar á fundin- um, að undirlagi mótstöðumanna kaupfjelagshreyfing- arinnar, reynt að telja mönnum trú nm, að ekkert vit væri í að láta sjer detta í hug að stofna kaupfje- lag, halda heldur áfram lítilsháttar pöntunarstarfsemi, það gæti verið gott fyrir bændur, en í stærra ættu þeir ekki eða mættu ráðast, |reir væru engir menn til þess. Kaupmennirnir ættu að ala önn fyrir þeim; þeim væri best trúandi fyrir verslunarmálunum. Pað var þá, á þessum fundi, að jeg sá í fyrsta sinni þennan unga, áhugamikla, mælska Eyfirðing, H. Kristinsson, ganga fram fyrir fylkingararminn og hefja merki eyfirskrar samvinnu og menningar liátt á loft upp. Sýndi hann fundinum fram á, hverju við gætum til vegar ícomið, bara ef við vildum og legðumst allir á eitt, við gætum, Eyfirðingar, komið á fót miljónafyrirtæki og hafið hjeraðið úr rústum upp til vegs og virðingar. Er þar skemst af að segja, að allir trúðu, nema einn. Trúðu þessu bók- staflega, enda mátti hverjum manni vera það sjáan- legt, að þessi ungi forustumaður var alveg ráðinn. Var þess albúinn, að leggja út í stríð og baráttu við tröll og forynjur, öruggur og kvíðalaus, hugs- andi ekkert um, hvort bardaginn stæði lengur eða skemur, hvort hann kostaði meiri eða minni áreynslu; um sigurinn efaðist hann ekkert. Pað var eins og hann hefði tileinkað sjer hersönginn franska: »Áfratn út í stríð, elds og kúlna hríð, gegnum glóð og reyk í geystan hildarléik, og sigur- sveig oss vinnum.c Pað var þessi sigursveigur, sem Kaupfjelag Ey- firðinga hugði að ná þegar í upphafi og nú virðist það vera á góðum vegi með að ná honum, og nú vill það leggja þann blómsveig »að höfði hvers manns, sem vill hefja það fram móti batnandi öldc, eins og skáldið kemst að orði, þó í öðru sámbandi sje. Pað virðist máske of snemt að kveða upp dóm yfir Eyfirðingum um það, hvernig þeir hafi reynst í kaupfjelagsskapnum, og skal jeg heldur ekki gera það beinlínis, en framkoma þeirra og gjörðir á síð- asta áðalfundi gefur mjer tilefni til að stinga niður penna, þó ekki sje jeg ritstörfnm vanur, í þeim til- gangi að lýsa aðdáun minni yfir gjörðum þeirra og myndarskap á fundinum. Á þessum fundi var hreyft ýmsum nýmælum og stórmælum, svo sem 100,000 kr. heimildinni til eim- skipakaupa, 10,000 kr. fjárveitingunni til hælisins norðlenska, 2000 króna fjárveitingunni til eldskaða- mannanna — stuðningstillögu samvinnublaðanna, húsbyggingunni, byggingarefniskaupum o. fl. o. fl. Að þetta skyldi alt samþykt sama sem í einu hljóði, sýnir Ijóslega, ekki einasta hve iniklu samvinnan get- ur til vegar komið, þegar allir vilja eitt og það sama, heldur og einnig hve skilningur og þroski fjelags- manna hefir tekið miklum framförum þessi fáu sam- vinnuár. Pað sem eykur mjög giidi þessara samþykta í mín- um augum, er ekki s(st það, hve fulltrúaráðið hafði verið einhuga um öll þessi mál, og það hefi jeg fyrir satt, að elstu fulltrúarnir hafi verið hvað áhugamestir um þéssi nýmæli. Gömlu bædurnir gráhærðu, sem vita hvað þeir syngja, höfðu staðið á fætur hver eftir annan og haidið snjallar ræður og hvatt fast til stórræðanna, svosem: Vilhjálmur Einarsson, Stef- án Bergsson, Ingimar Hallgrímsson, Kristján Jónsson o.fl. o.fl. Pökk og heiður þeim gömlu mönnum fyrir trygðina og áhugann; þeim hefir tekist á þess- um fundi að sýna það og sanna, að enn er ekki allur þróttur úr íslensku bændastjettinni, þeir hafa og sýnt annað með þessari djarfmannlegu framkomu sinni, þeir hafa sýnt hinum yngri hvert beri að stefna. Enda þótt jeg sje mjög ánægður yfir starfsemi Kaupfjelags Eyfirðinga og stórhrifinn af gjörðum síðasta aðalfundar, langar mig til að benda með línum þessum á eitt mál, sem jeg hefði óskað eftir að tekið hefði veriö til umræðu á fundinum og beint áleiðis til undirbúnings og framkvæmda. Nú er svo komið, að flestir þeir sem landbúnað stunda, byggja síuar framtíðarvonir hvað efnalegt sjálfstæði snertir að mestu á samvinuufjelagsskapnum, en mann- legu eðli er oft þannig farið, að heimta því meira, sem meira er fengið. Pað sem jeg hjer á við, er að Kaupfjelag Ey- firðinga gangist fyrir því, að tilraun verði gerð á næsta hausti með útflutning á kældu kjöti. Mönnum þeim öllum, sem fengist hafa undan- farið við sölu á íslensku saltkjöti, hefir komið saman um, að markaður fyrir það erlendis væri mjög tak- markaður og ótryggur, og litlar líkur til að það nokkurntíma komist í viðunandi verð þannig verkað, aftur á móti er það vitanlegt, hve hátt verð fengist fyrir það, ef nýtt kæmist á markaðinn. Fyrir 20 — 30 árum, þegar sáuðirnir voru fluttir lifandi tii Englands, var pundið í nýju kjöti þar frá kr. 0,90 tit 1,50, svo geta má nærri, hversu hátt það muni nú vera og verða eftirleiðis. Petta gefur manni ástæðu til að álykta, að nokkru væri til þess kostandi að rann- saka ýtarlega möguleikana fyrir útflutningi á lcældu kjöti. Ekki er mjer kunnugt um, hve mikinn mun Englendingar gera á nýju kjöti og kældu, en dreg það af ýmsrm líkum, að hann sje ekki ýkja mikill, ef kæling og meðferð öll er í besta lagi. Hjer sem annarstaðar verður alt að vanda, horfa ekki í kostn- að svo tilraunin fái notið sín fullkomlega. Undirbúning og framkvæmdirjhugsa jeg mjer þann- ig: Að stjórn Kaupfjelags Eyfirðinga taki málið nú þegar til alvarlegrar athugunar, snúi sjer að því búnu til S. í S., fái starfsmenn þess til að leita allra upp- lýsinga um málið ytra, um meðferð kjötsins og mark- aðshorfur, skipaleigu o. fl. o. fl. Leigja síðan hæfi- lega stórt skip, sem sjerstaklega ér útbúið til kæli- flutninga með nýjum og fullkomnum tækjum. Semja síðan við framkvæmdarstjóra Hinna sam. ísl. verslana, Otto Tulinius, um hið nýreista kælihús á Oddeyrar- tanga til afnota við kælingu kjötsins hjer; það hús er talið rnjög vandað til þeirra hluta að rúmi og vjelum. Hvað tilraun þessi ætti að vera í stórum stíl, fer auðvitað eftir uplýsingum og útliti, stærð skips sem fengist o.s. frv., en rnjer dettur í hug, að ekki mætti byrja með minna en 6 — 8000 dilksskrokka. Ef nú kæla má í húsinu 2000-^-2500 skrokka á sólarhring, þyrfti skipið eigi að liggja hjer lengi. Búast má við að slíkt skip, sem þetta, mundi verða dýrt. til íslandsferðar, og kostnaður við kæl- inguna allmikill, en ekki mega menn láta sjer alt í augum vaxa nú á tímum. í þessu sambandi ber að gæta þess, ’að nú eru tunnur og salt afardýrt, og all flutningsgjald hált, aðalatriðið er að opna nýjan markað, ef arðvænlegur reynist. Ef þetta þætti of mikil áhætta fyrir Kaupfjelag Eyfirðinga, eru líkur til að fleiri væru fúsir til að taka þátt í þessari tílraun, t. d. að kaupfjelögin sameinuðu sig nm hana, eða framkvæmdarstjóri O. Tulinius keypti hluta af kjötinu út úr sláturhúsinu fyrir gangverð, sem miðað yrði við saltkjötsverð. Fleiri orð Iæt jeg ekki fylgja þessari tillögu,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.