Dagur - 02.07.1919, Síða 1
DAGUR
kemur út einusinni i viku.
Árgangurinn kosíar 3 kr.
Gjalddagi 1. júli.
II. ár.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Akureyri, 2. jdlí. 1919.
AFGREIÐSLA
og innheimta hjá
Jóni P. Pór.
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
26. blað.
Þvottaduftið
Read Seal Lye
kaupa allir, sem einusinni hafa reynt það.
Verslun P. Pjeturssonar.
/ •
Island og heimsmenningin.
Meðan ísland var svo að segja óþekt út um heim-
inn, og ekki veitt eftirtekt nema af örfáum vfsinda-
mönnum, sem skrifuðu um það öðru hvoru, og þá
helst um fornbókmentir þess, þá fundu íslendingar
til þess og sárnaði það, að þeim var ekki veitt sú
viðurkenning í hinum mentaða heimi, er þeir töldu
s;g eiga, samkvæmt sinni eigin menningu. Allir,
sem um þetta hugsuðu, voru sammála um það, að
þetta væri mjög slæmt og stæði landinu fyrir þrifum.
Pað voru veittar nokkrar fjárupphæðir til að kynna
landið úti um heiminn, til þess það fengi að bera
fiam óhikað það gott, sem það kynni að geta lagt
lil heimsmenningarinnar. (Með orðinu menning er
hjer ekki aðeins átt við þekkingu, heldur göfuglyndi
og siðgæði). Petta bar árangur von bráðar. Hver ís-
lenskur listamaðurinn á fætur öðrum var viðurkend-
ur á ýmsum sviðum, og íslendingar voru lafarlaust
settir á bekk með hinum mentuðu þjóðum.
ísland hefir lagt fram listamenn og skáld, og hefir
á þann hátt lagt dálítinn skerf til heimsmenningar-
innar.
ísland varð fyrst allra landa til þess að brjóta
vopnin og leggja niður manndráp og hernað, og
sýndi með því heiminum, að hægt er að lifa í friði,
að það er engin framtíðarmenning, sem þarf morð-
vopn sér til varnar. í þessu tókst þjóðinni að verða
til fyrirmyndar, og má ganga að því vísu, að þetta
verði metið að verðleikum, þegar heimurinn kemur
auga á það, sem sannarlega væri ekki vanþörf á, að
hann gerði hið fyrsta, og færði sér þá fyrirmynd í nyt.
Fyrir fáum árum lagði landið enn nýjan skerf til
heimsmenningarinnar, þegar það lögleiddi algert bann
við aðflutningi áfengra drykkja, og líklega er það
drýgsta menningarsporið. Pá brostu erlendir vínbelgir
í kampinn og fanst fátt um það land, sem »tæki frá
sjer gleðina«, eins og þeir komust að orði, sem eru
þrælar vínástríðunnar. Svo kom styrjöldin mikla. Pá
opnuðust augun á hernaðarþjóðunum fyrir áfengis-
bölinu, og þær reyndu hver í kapp við aðra að takmarka
vínverslun og vínnautn. F*að sýnist því ástæða til að
ætla, að þeir sem hræddust háðsglott vínsalanna, þeg-
ar aðflutningsbannið var samþykt, hefðu getað sann-
fæ'rst um gildi þess, þegar stórþjóðir heimsins fóru
að leitast við að feta í fótspor fslendinga og taka
ísland sér til fyrirmyndar. En svo varð þó ekki. Vín-
ástríðan varð siðgæðistilfinningunni yfirsterkari, sem
sjá má af því, að þessir menn hafa verið háværir um
að vilja afnema bannlögin, einmitt í sömu andránni
sem vöxtur siðmenningar alheimsins krefst þess, að
ait áfengi sje afnumið með aðsíoð laganna.
Eru þessir menn að leggja sinn skerf til heims-
menningarinnar?
Menn, sem bæði vegna stöðu sinnar í þjóðfjelag-
inu og skólamentunar ber skylda til þess að vera
þeim til fyrirmyndar, sem lægra eru settir, og
hjálpa þeim á þann hátt til að vaxa og þroskast — þeir
hafa brugðist köllun sinni og gengið á undan í laga-
brotum.
Er þetta að standa á verði fyrir íslenska menningu?
Nokkrir íslenskir háskólamenn, sem hafa lésið meira
en þeir hafa mentast, hafa gengið í flokk þann, er
æpir eftir áfengiseitrinu.
Er það að nota þekkinguna til þess að efla það
góða í heiminum?
Við hefir það borið, að jafnvel hefðarkonur hafa
gengið út- á meðal almennings méð undirskriftaskjöl,
til þess að reyna að fá kynsystur sínar til þess að
krefjast vínsins aftur inn í landið.
Er þetta tilraun til að glæða kærleikann í heimin-
um?
Er þessi andstöðuflokkur bannlaganna svo fátækur
af fögrum hugsjónum, að hann kjósi heldur að seðja
óheilnæmar og siðspillandi ástríður, en vinna að því,
að þjóðin geti lagt eitthvað gott til framsóknarinnar
í heiminum?
Svo sýnist það, en líklega er hjer aðeins um stund-
arskammsýni andbanninga að ræða. Vonandi fara
þeir nú að átta sig á bannmálinu, þegar lýðfrjáls-
asta ríki heimsins, Bandaríkin í Norður-Amerfku, hafa
farið í slóð Islendinga í áfengismálinu. Vonandi fara
andbanningar að sjá það, að þeir sem vinna á móti
bannlögunum, vinna á móti kærleikanum og siðgæð-
inu, og hafa þá um leið brugðist ákvörðun sinni og
eru visin fíkjutrje í aldingarði heimsmenningarinnar.
Bannvinur.
J —...............-
Um rófnarækt.
Ein af aðalgreinum jarðyrkjunnar hjer á landi er
garðyrkjan. Síðan laust fyrir síðustu aldamót, hefur
hún smám saman rutt sjer hjer til rúms, þó iangt
sje frá að hún sje komin í það horf, sem unandi er
við. Pví ennþá eru margir bæir og jafnvel heilar
sveitir, sem hún er lítt eða ekkert stunduð. Að vísu
er það satt, að víða hagar svo til, að erfftt er að
rækta allar þær matjurtir, sem hjer geta þrifist, og
aðalorsökin til þess er rnismunandi lega hinna ýmsu
staða á landinu. Inn til dala, þar sem hitabreytingar
eru snöggar, geta næfurfrost gert mikinn skaða, og
skal vikið að því síðar. En til sjávar og á þeim stöð-
um, sem næturfrosta gætir ekki eins um yfirstandandi
vaxtartíma, er öruggara um að uppskeran bregðist ekki.
Meðal þeirra garðávaxta, sem ræktaðir eru hjer,
gefa rófur einna mesta eftirtekju, og héfir reiknast
svo til, að af einum hektara geti fengist af fóður-
bitum 50,000 kg. og auk þess blöð um 20,000 kg.,
sem er litlu verri til fóðurs, en til samans gerir þetta
um 8500 kg. af þurefnum eða 8000 kg. af meltan-
legum efnum.
En sölcum þess, hvað sá tími er stuttur, sem róf-
urnar hafa til vaxtar hjer á landi, er mjög hæpið að
þær nái fullum þroska, ef sumrin eru mjög köld.
Aðallega eru það þó vorkuldarnir, sem standa rófna-
ræktinni mest fyrir þrifum, því haustfrost þola þær
allvel.
Vaxtariími gulrófna er frá 120—180 dagar, til að
að ná fullum þroska, en þessi munur liggur í því,
hver tegundin er. En þegar vorin eru köld, er 'öft
ekki hægt að sá fyr en svo seint, að rófurnar ná
ekki þeim þroska, sem þeim er eiginlegt og verður
því eftirtekjan minni.
Jeg vil því með þessum Iínum benda á þau atriði,
sem geta trygt rófnaræktina fyrir vorkuldum ogöðr-
um helstu örðugleikum, sem hún á við að stríða.
Helsta atriðið, sem til greina kemur, til að lengja
vaxtatímann, er notkun vermireita. Peir eru gerðir á
þann hátt, að grafin er 1—2 feta djúp gryfja á skjól-
góðum stað. Gryfjuna skal byrgja að haustinu, svo
ekki fenni í hana.
I apríl er gryfjan opnuð og þá látið neðst í hana
moð og síðan hrossatað. Þannig eru látin í hana
nokkur lög af þessu á víxl, þangað til þykt þeirra
til samans verður 2 — 5 fet. Háugurinn skal hallas*
um 15° móti suðri. Ofan á hsuginn er svo látinn
botnlaus kassi, slcal hæð hans vera 8—12 þml., og
getur dugað að láta hann hafa satna halla og áður
var átíveðiðmeð hauginn; sje hattgurinn flatur. Utan
að haugnum skal moka mold, og er gott að hafa
moð undir henni. Ofan í kassann er síðan sett 6
þml. þykt tnoldarlag, af vel mulinni mold. Síðan er
glerrúða — eða rúður — sett yfir kassann. Að lokum
er alt byrgt með dýnum eða einhverju öðrn. Eftir
nokkra daga fer að hitna í áburðinum, þarf þá að
lyfta upp glugganum, til þess að hitinn geti rokið út.
Hitann þarf að mæla, og þegar hann erkominn of-
an í 15° í efsta moldarlaginu, má fara að sá í reitinn.
Gott getur verið að skifta um moldina í efsta laginu,
áður en sáð er, bæói af því að hún getur hafa bund-
ið í sig ýmsar óhollar lofttegundir úr áburðinum, á
meðan ólgan var sem rnest í honum, og eins getur
hún blotnað um of af hinni tíðu uppgufun úr
haugnum.
Aldrei má byrgja hauginn svo, að ekkert loft kom-
ist að honttm, þvt þá getur ekki hitnað i honum, og
verður því að taka ofan af honum, eða bæta á hann,
eftir því hvað hitinn er mikill.
Pað er álitið gott, að blanda dálitlu af tilbúnum
áburði saman við moldina í vermireitnum og skal
það vera V2 kg. súperfosfat, ]/8 kg. kalí og 7s kg.
Chilisaltpjetur í 1'/2 —2m2 reit. Þegar hitinn er orð-
inn hæfilega mikill í vermireitnum, er sáð í hann,
og á hvert fræ að hafa l8 þml. vaxtarrými, en þykt
moldarlagsins ofan á fræinu '/2 cm. þegar búið er
að þjappa að því.
Pegar búið er að sá f vermireitinn, er hann birgð-
ur að mestu ieyti, en þó verður að gæta þess, að
útiloka ekki alla loftrás, en hana má fá með því að
setja »fleiga« undir rúðurnar til þess að Iyfta þeirn
dálítið upp frá kassabrúninni; en að öðru leyti er
best að hlúa vel að reitnum, til að halda sem best
hitanum.
Sje moldin þttr, verður að vökva hana, sjerstak-
lega á meðan fræin eru að spíra og komB upp, get-
ur þá oft verið nauðsynlegt að vökva á hverjum
degi. Vatn það, sem vökvað er með, á að hafa sama
hita og moldin í reitnum, það er að segja, ef hann fer
ekki upp fyrir 15°.
Pegar plönturnar eru komnar upp, verður að auka
loftrásina, með þvt að færa fleigana lengra inn undir