Dagur - 02.07.1919, Page 2
58
DAGUR.
raðirnar á gluggunum, og einnig verður að gæía
þess, að piönlnrnar njófi sem best íjóssins.
Sje tíðin mjög stormasöm og köld verður iengi
vel að byrgja glnggana á nóttunni, og á daginn
verður eir.nig að gæta allrar varúðar, þá kalt er. En
þegár lengra líður út á vórið og hlýna fer, og piönt-
urnar eru búnar að ná fullum þroska og þoli, má
smáin saman fara að láta giuggana standa opna og
jafnvel taka þá af um hádaginn. Nokkrum dögum
áður en gróðursett er úr reitnum, er hann látinn
standa opmn dag og nótt. Regar plantan hefir feng-
ið 2—3 blöð, er hæfilegt að planta út úr reitnum,
ef'veður leyfir. En oft getur það komið fyrir, tíðar-
innar vegna, að ekki er hægt að gróðursetja á ber-
svæði þegar orðið er of þétt í vermireitnum, verður
þá að setja plönturnar niður í skjólreit, sem er gerð-
ur á sama hátt og verinireiturinn, að öðru leyti en
því, að í honum er enginn áburður til að hita
hann upp.
í skjólreitnum eru plönturnar hirtar á sama hátt
og í vermireitnum.
Pegar plantað er út, er best að gera það í hægri
rigningu, eða að næturlagi, og gæta verður þess
vandlega, að slíta ekki ræturnar um leið og plönt-
urnar eru teknar upp, og best er að láta loða við
þær sem mest af mold.
Pá sett er niður, ber að gæta þess, að þrýsta
moldinni vel að plöntunum og láta þær standa dá-
lítið dýpra en ■ þær stóðu í vermireitnum.
Vökva verður vel um leið og plantað er, og eins
næstu daga á eftir, ef ekki rignir, en þegarfrá líður
má fara að vökva strjálara.
Kosturinn við að nota vermireiti er sá, að með
því má lengja vsxtartímann um 30-45 daga, og þá
eru líkindi til, að rófnaiæktin þurfi aldrei að bregð-
ast, hvar sem er á landinu.
Til þess að verjast skemdum næturfrosta seinni
hluta sutnars, verður fyrst og frem'st að velja garð-
stæðið þannig, að árdegissólin nái ekki að skína á
garðinn, því við það þiðna blöðin of fljótt, svo að I
hinar einstöku frumur rifna og deyja af hinum skjótu
hitabreytingum. Einnig er gott að þíða hjeluna með
vatni, áður en sólin kemur upp, sjerstaklega er það
gott með jarðeplagrös.
Ekki þarf að efa það, að rófnaræktin borgi sig,
því eftir því, sem reynst hefir hjer á landi, fæst til
jafnaðar af dagsláttu 100 tunnur, og sje þurefnið í
þeim 9% jafngildir það 27 hestum af töðu. Nú er
meðal töðufengur um land alt 9-10 hestar af dag-
sláttu. Af þessu sjest, að af hverri flatareiningu fæst
nálega þrefalt meira fóðurgildi af rófum heldur en
töðu.
Auðvitað er túnræktin ekki í góðu lagi með þessu
ofangreinda töðufalli, en góða rækt mætti það telja,
ef töðufengurinn væri helmingi meiri. En hjer er
ekki heldur miðað við nema meðaluppskeru af róf-
um, ogska! þess getið, að árið 1908 fengustf Gróðr-
arstöðinni í Reykjavík af einni dagsláttu 243 tunnur
að amerískum rauðnæpum, og jafngildir það 62 hest-
um af töðu. Pessar rófur hafa( verið ræktaðar nokk-
ur ár þar í gróðrarstöðinni og hafa gefið af dag-
sláttunni til jafnaðar 204 tunnur, en það jafngildir
tíl fóðurs sem næst 52 hestum af íöðu. En slíkt
töðufall getur ekki átt sjer stað af einni dagsláttu.
Paö er því engum efa undirorpið, að rófnaræktin
borgar sig hjer, bæði sökum þess, hvað þær gefa
mikla eftirtekju, og eins eru þær ágætt fóður sjálfar
og bæta mjög mikið annað fóður, sjerstaklega hólf-
efnaríkt fóður, og einnig auka þær list á því fóðri,
sem gripir mundu annars láta illa við.
Kostnaðurinn við rófnaræktina ér ekki öllu meiri
en við grasræktina, og rninni mun hann vera þegar
um óbrotið eða óræktað land er að ræða, því eftir-
tekja getúr fengist jægar á fyrsta ári, en aftur á móti
gefa flagsléttur, sem til grasræktunar eru ætlaðar, ekki
eftirtekju fyr en á 3.-4. ári. En þótt kostnaðurinn
yrði eiíthvað meiri, og eins þó meðaltölur [aær, sem
nefndar eru hjer að íraman, sjeu of -háar, þá er kálið
enn óreiknað, en það er talið vera V-‘ móts við róf-
urnar, og að næringargildi er það litlu verra. Rur-
efmsmagn þess er að vísu fult svo mikið, en sökum
þess, hvað það er hólfaefnisiíkt meltist, það ver. Best
er að setja kálið í súrhey; getur það geymst þannig
óskemt eins og hvert annað súrhey.
í Danmöiku er fóðurrófnaræktin talin 20 — 30 sirm-
um meiri nú, en fyrir svo sem rúmum 30 árum, og
víðast hvar á Norðurlöndum hefir hún vaxið álíka
mikið á síðasta mannsaldri. í Noregi eru þær rækt-
aðar á 71° norðlægrat breiddar eða 4 — 5 breiddar-
gráðum norðar en nyrstu tangar íslands
Má því eflaust slá því föstu, að rófnaræktin er ein
af vissustu jarðyrkjugreinunum hjer á landi, sje hún
stunduð á réttan hátt.
G. M. /.
Barnaskólinn á Akureyri.
Skólanefnd hefir nú ákveðið, að kensla verði auk-
in þar að mun frá því, sem verið hefir dýrtíðarárin.
Börn inrian skólaskyldualdurs verða tekin inn í skól-
ann, gegn 40 kr. skólagjaldi yfir veturinn, ef þau
hafa fengið þá undirbúningskenslu, sem þarf til þess
að setjast í 1., 2.' eða 3. bekk. Að vísu verður hús-
rúm að ráða, hve möig börn verða tekin, ef eítir-
sóknin verður mikil. Líklegf tel jeg, að hægt væri
að taka 20—30 börn, ef undirbúningur þeirra leyfir,
að þau geti skifst nokkurnveginn jafnt í 3 neðstu
bekkina. Auk þess er ráðgert, að skólinn sjái um
lestrar- og skriftarkenslu handa bötnum, sem skamt
eru á veg komin. Fer það eftir eftirspurn og á-
stæðum, hve mörg börn verða tekin tii þeirrar kenslu.
Líklega verður ekki húsrúm nema fyrir tvo flokka.
Þau börn, sem komin eru næst skólaskyldualdri og
erfiðast eiga með að fá fræðslu heima, verða að
sjálfsögðu látin sitja fyrir.
6. bekkur verður ekki haldinn, sökum þess, að
aðeins 9 börn höíðu óskað efíir honurn, áður en
skólanefndaríundur var haldinn. Síða hafa fleiri
bætst við, en þá var ákvörðun skólanefndar tekin,
enda ekki svo mörg, sem við hafa bætst enn, að
nokkru heiði um breytt. En skólanefnd ráðgerði.
að Iáta í tje húsnæði handa framhaldsbekk, ef að-
standendur barnanna vildu kosta kensluna. Það er
því ekki hægt að segja, að lokuð sjeu öll sund fyrir
því, að börn og unglingar, sem lokið hafa fullnað-
arprófi, geti fengið aðgang að aukinni fræðslu, ef
þeim sjálfum, foreldrum þeirra og vandamönnum er
það nokkuð áhugamál.
Með þvi að jeg þykist vita, að fleiri þurfi og vilji
nota framhaldskenslu handa börnum sínum en gátu
ákveðið sig svona fljótt, þá hefi eg hugsað mjer, að
bjóða bæjarbúum að halda uppi nokkurskonar ungl-.
ingaskóla, eða framhaldsskóla næsta vetur, á eigin
ábyrgð, ef nógu margir nemendur gefa sig fram til
að nota hann. Kenslunni mun jeg haga að mestu
leyti eins og jeg hafði ætiast tii að gert yrði í 6.
bekk, ef hann hefði starfað, en þó bæti jeg við
enskukenslu, ef þess verður óskað. — Að sjálfsögðu
stendur fermdum unglingum til boða að nota þessa
kenslu, engu síður en ófermdum.
Bæði í vetur og vor hefi jeg heyrt ýmsar raddir
um það, hvílík nauðsyn sje á, að einhverri fram-
haldskenslu sje haldið uppi hjer í bænum. Einnig
hefi jeg orðið þess áskynja, að margir unglingar
hafa lítið eða alls ekkert fyrir stafni allan veturinn,
svo þeim væri innan handar að nota tímann til náms,
ef kostur væri á kenslu við þeirra hæfi, sem ekki
væri dýrari en svo, að flestir gætu undir risið. Pessar
tvær ástæður knýja mig til að gefa kost á þessari
tilraun. Áhugi fólksins og námfýsi unglinganna verð-
ur svo að ráða því, hvort tilraunin kemst nokkurn-
tímann lengra en á pappírinn. Jeg get beðið dálítið
eftir því, að fólk ákvarði sig, því jeg geri ekki ráð
fyrir neinurn sjcrstökum viðbúnaði til skólahaldsins
að þessu sinni. En best þætti mér, að þeir gæfu
'sig fram sem fyrst, sem geta ákveðið sig strax.
Eina ástæðu hefi jeg ekki nefnt, sem þó ýtir und-
ir mig að gera eitthvað í þessa átt, en. hún er lík-
lega nokkuð eigingjörn til að birtast á prenti. — í
barnaskólanum kynnist jeg mörgum börnum, seni
bæði geta lært og virðast hafa fulian vilja og áhuga
á því. Pað er ekki laust við að mjer finnnist til um,
að verða alveg að sleppa hendinni af þeim öllum,
þegar þau eru.komfn á það rek, að hægt er að
vænta einhvers verulegs árangurs af kenslunni. Við
því er þó ekkert að segja, ef eiíthvert ákveðið nám
eða ákveðið starf kallar þau til sín. En ef þau
ranglá aðgerðalítil um götur bæjarins, þá vildi jeg
ekki að öll s’und þyrftu að vera þeim lokuð, ef þau
vildu nota tímann til að byggja eitthvað ofan á þær
undirstöður, sem barnaskólinn hefir lagt. Og mjer
fyrir miít leyti er það ekki óljúft, áð hafa 'umsjón
með og vinna að fræðslu barnanna, þó ekki sje
nema einn vetrartíma fram yfir hin lögboðnu skóla-
ár, — að minsta kosti þeirra barna, sem einhverj-
um námsgáfum eru gædd og einhvern áhuga hafa
á námi.
Jeg skrifa svo ekki meira um þessa fyrirhuguðu
framhaldskenslu, en er reiðubúinn til að tala nánar
um þessi efni við hvern sem er.
Akureyri 30. júní 1919.
Steinþór Guðmundsson.
AÐALFUNDUR
Ræktunarfjelags Norðurlands.
Að þessu sinni var aðalfunduiinn haldinn að Víði-
mýri í Skagafirði, og stóð yfir dagana 20. og 21.
júní.
Undanfarna daga hafði maður orðið var við all-
mikla mannferð úr austursveitunum, og flestir höfðu
heitið ferðinni til Skagafjarðar. Kom þá snmurn í
hug, hvort að nú ætti að verða mót það með Skag-
firðingum og Pingeyingutu, er störblaðið ■“Fram®
gat um á síðastliðnum vetri, þar sem sagt var, að
þeir ætluðu að reyna með sjer, hvorir montnari
væru. — Hitt þótíi þó ýmsum líklegra, að aðrar á-
stæður væru, og svo mun og hafa verið.
Margan hjeðan úr austursýslunuin langaði til að
koma í Skagafjörðinn, er talinn er vera ein af feg-
urstu sveitum lands vors, og að sjálfsögðu hefir það
ekki latt menn fararinnar, er þeir vissu, að fundur-
inn skyldi haldinn að Víðimýri, hjá óðalsb. Porvaldi
Arasen, er iandskunnur er fyrir gestrisni og höfð-
ingshátt.
Um kvöldið 19. júní fóru menn að tínast að
staðnum,og þá hina fyrstu nótt munu hafa gist þar
nær 20 manna, en er fléstir gistu þar, á meðan á fund-
inum stóð, voru þeir 46.
Að morgni fór að fjölga, og er fundur var settur,
um hádegi, voru fulltrúar orðnir um 40, en flestir
mættu 47, og er það að mun fleiri en verið haía
á fyrri fundum,
Fundurinn: skyldi haldinn í kirkjunni, og sleppi
jeg að lýsa henni hjer. Fyrir þá, er hafa þegar
sjeð haua, er þess ekki þörf, en hinir, er ekki hafa
sjeð hana, ættu ekki að láta það undir höfuð leggj-
ast, að gjöra það sem fyrst, því svo er bygging
þessi merk.
Pó þurfa menn að sjálfsögðu ekki að flýta sjer
syo mjög, því nú er hið opitibera búið að taka að
sjer að halda henni við, og þá er ekki hætt við að
illa fari.
í þessu merka húsi átti fundurinn að vera. En
sá galli þótti mörgum þar á vera, að þeir þóttust
fáa geta sjeð af fnudarmönnum, nema sessunauta
sína.
Fundinn setti form. félagsins, skólam. St. Stefáns-
son, og stýrði honum síðan meö h'inni alþektu rögg-
semi og lipurð.
Hagur fjelagsins má teljast rnjög góður, þótt það
hafi jafnan verið hálfgjört haft útundan hjá því op-
inbera. Hrein eign er nú orðin Kr. 57,630,55.
Hin helstu málefni, er fundurinn tók til meðferð-
ar og voru afgreidd með ákveðnum tiliögum, voru
þessi:
1, Búnaðarráðaneyti.
2. Búfjárræktarmál,