Dagur - 16.07.1919, Side 1

Dagur - 16.07.1919, Side 1
DAGUR kemur út einusinní í viku. Árgangurinn kostar 3 kr. Gjalddagi 1. júli. Ritstjóri Ingimar Eydal. Hh AFGREIÐSLA og innheimta hjá Jóni P. Pór. Nordurgötu 3. Talsimi 112. II. ár. Akureyri, 16. júlí. 1919. Þvottaduftið Read Seal Lye j kaupa allir, sem einusinni hafa reynt það. Verslun P. Pjeturssonar. Þingvallafundurinn. 25.-27. jlillí 1919. Eins og áður hefir verið getið hjer í blaðinu var fundur settur að Þingvöllum við Öxará 25. júní s.l. og stóð hann yfir þar til 27. s. m., eða á þriðja dag. Fundinn sóttu nálega 100 manns úr öllum hjeruðum landsins. Jónas Jónsson kennari frá Hriflu setti fundinn, Iýsti tildrögum hans og verkefni og gekst fyrir kosningu fundarstjóra. Var Ólafur alþm. Briem kosinn fundarstjóri, en til vara Sigurður Sig- fússon kaupfjelagsstjóri á Húsavík og síra Jakob Lárusson í Holti undir Eyjafjöllum. Ritarar voru kosnir Árni Jakobsson frá Hólum í Ringeyjarsýslu, Sigurður Vigfússon frá Brúnum undir Eyjafjöllum og Jón Kr. Jónsson frá Vífilsmýri í önundarfirði. Skömmu eftir fundarsetningu var gengið til Lög- bergs á eystri bakka Almannagjár, sunnan Snorra- búðar. Rar flutti Sigurður Nordal prófessor snjalt erindi um sögu staðarins. Færði hann rök að því, að bergbungan, sú er hann stóð á, væri Lögberg hið forna, en hraunriminn milli Flosagjár og Niku- Iásargjár væri rangnefndur Lögberg. Á meðan prófessorinn hjelt ræðuna, tók að rigna. Bað hann fundarmenn virða á hægra veg fyrir for- sjóninni; hún mundi ekki telja vanþörf að bleyta í sjer, því málfræðingar hefðu orð fyrir að vera þurrir. Að Lögbergi söng flokkur manna kvæðið »ísland farsælda frón«, og á Ieiðinni heim til Valhallar var sungið »Fanna skautar faldi háurn*. Margt fieira var sungið þessa fundardaga og stjórnaði Ríkharður Jónsson listamaður söngnum. Vinnubrögðum var svo hagað á fundinum, að málin voru sett í nefndir. Voru þær þessar: 1. Mentamálanefnd. 2. Landbúnaðar- og bankanefnd. 3. Sjávarútvegsnefnd. 4. Verslunar- og samgöngumálanefnd. 5. Skatta- og launamálanefnd. 6. Húsabygginga- og heilbrigðismálanefnd. 7. Fossanefnd. 8. Allsherjarnefnd. Sú nefnd var þannig skipuð, að í henni áttu sæti framsögumenn allra hinna nefndanna, og skyldi hún í samráði við þær leggja síðustu hönd á samþyktar tillögur fundarins. Flestar nefndirnar höfðu að mestu lokið störfum sínum að kveldi hins fyrsta fundardags, eða þá um nóttina, því ósleitilega var unnið. Næsta morgun flutti Valtýr Stefánsson búfræðis" kandidat erindi um framtíð hins íslenska landbúnað- ar. Var gerður að því hinn besti rómur. Síðan var hvert málið tekið fyrir af öðru og rædd af fjöri og áhuga. Framsögumenn hinna ýmsu mála voru þessir: Landbúnaðarmál: Jakob . H. Líndal bóndi á Lækjamóti. Sjávarútvegsmál: Brynjólfur prestur Magnússon á Stað í Grindavík. Heilbrigðis- og liúsabyggingamál: Jónas Krist- jánsson iæknir á Sauðárkrók. Mentamál: Björn Guðmundsson kennari á Núpi. Verslunarmál: Hallgr. Kristinsson landsv.forstjóri. Samgöngumál: Rórólfur Sigurðsson í Baldurs- heimi. Fossamál: Jónas Jónsson kennari í Reykjavík. Skattamál: Páll Jónsson kennari í Einarsnesi. Launamál: Stefán Stefánsson bóndi á Varðgjá. Bankamál: Jakob H. Líndal. Priðja fundardaginn var síðan tekið fyrir að Ijúka nokkrum málum, sem frestað hafði verið að gera fullnaðar ályktanir um og vísað hafði verið til alls- herjarnefndar. Eftir að dagskrármálum var lokið, stóðu frjálsar umræður nokkra stund. Pá tóku til máls: Jónas Jónsson, Tryggvi Pórhallsson, Björn H. Jónsson, Porsteinn M, Jónsson, Sigurður Vigfússon, Oddur Sveinsson, Ingimar Eydal, Sveinn Ólafsson, Kristinn Guðiaugsson, Pórólfur Sigurðsson, Guðbrandur Magnússon, Davíð Jónsson, Stefán á Varðgjá, Bjarni Ásgeirsson, Benedikt Magnússon, Ríkharður Jónsson og Jón Davíðsson. Að lokum mintust menn ísiands og minningar Jóns Sigurðssonar hvors um sig með ferföldu húrra- hrópi. Hjer fara á eftir ályktanir fundarins í einni heild: Mentamál. 1. Að fræðslumálalöggjöfin verði vandlega endur- skoðuð. 2. Að ríkið veiti fíflegan styrk til að setja á stofn nokkra vandaða heimavistarskóla fyrir börn í sveitum. 3. Að bæta kennaraskólann svo að hann fullnægi þeim kröfum, sem gera verður til góðrar kenn- aramentunar. 4. Að koma á fót 2 — 3 góðum unglingaskólum í sveitum í líkingu við Eiðaskólann, og einum húsmæðraskóla. 5. Að styðja að því, að landið gefi út vandaðar þýðingar úrvalsrita og kenslubækur, og selji bæk- urnar með vægu verði. 6. Að veita nokkrum efnilegum stúdentum árlega styrk til sjerfræðisnáms erlendis. Landbúnaða^jnál. Að efla Búnaðarfjelag íslands með fjárframlögum lil þess að það geti: 1. a. Beist fyrir því, að fóðurbirgðafjelög á sam- vinnugrundvelli verði stofnuð sem víðast um landið, og haft í þjónustu sinni mann er vinni að útbreiðslu fóðurbirgðafjelaga og gefi leiðbeiningar um tilhögun og framkvæmdir. b. Að það geti beist fyrir að verja öll nothæf býli fyrir eyðileggingu af náttúrunnar völdum, svo sem af. sandfoki, vatnagangi o. fl. c. Starfað að rannsóknum þeim og tilraunum er nauðsynlegar eru til þess, að hægl verði að 28. blað. Hjermeð tilkynnist vinum og vandamönn- um, að okkar elskaða móðir og tengdamóð- ir, Ásrún Jónsdóttir, andaðist að heimili sínu 13. þ. m. Jarðarför hennar er ákveðið að fari fram mánudaginn 21. þ. m. Einarsstöðum 1 Reykjadal 15. júní 1919. Börn og tengdabörn hinnar látnu. stofna nýbýli, þar sem ræktanleg jörð er fyrir hendi og önnur nauðsynleg skilyrði. d. Innleitt og endurbætt nauðsynlegar landbún- aðarvjelar innan húss og utan. e. Stutt fjelagsskap til búnaðarumbóta í jarðrækt og kvikfjárrækt o. fl. og haft í þjónustu sinni nægilega marga sjerfróða menn — ráðunauta — í helstu greinum búnaðarins til þess, að annast undirbúning stærri verklegra fram- kvæmda og aðrar almennar búnaðarleiðbein- ingar. f. Lagt áherslu á tilraunir í jarðrækt og kvik- fjárrækt og unnið að þeiin í sambandi við tilraunastöðvarnar, bændaskólana og einstaka bændur, er sjerstaklega væ'ru til þess hæfir. g. Styrkt menn til verklegs náms erlendis, og innanlands á þeim stöðum, sem helstu verk- legar framkvæmdir fara fram. 2. Að taka skógræktarmálið til gagngerðrar rann- sóknar og leggja kapp á, að koma þar á meiri og heppilegri framkvæmdum en undanfarið. 3. #Að styrkja stærri verklegar framkvæmdir í stórum stíl, ef sjerstakar ástæður eru fyrir hendi. 4. Að efla bændaskólana og koma á fót við ann- anhvorn þeirra framhaldskenslu í ýmsum sjer- greinum búnaðarins, svo sem: um meðferð Iand- búnaðarvjela, um jarðræktartilraunir, um störf eftirlitsmanna o. fl. Ráðunautum Búnaðarfjelags íslands sje meðal annara falið að hafa kensluna á hendi. 5. Að reyna eftir föngum að koma í veg fyrir verkafólksskort í sveitunum og koma á fót ráðn- ingarskrifslofum. 6. Að koma á mati á fóðurbæti. Sjávarútvegsmál. 1. Að efla sjómannaskólann og auka kröfu til verk- legrar kunnáttu skipstjóraefna. 2. Að veita Fiskifjelagi íslands fje til fræðslu með- al sjómanna í fjölmennustu veiðistöðvum og sjó- þorpum landsins, svo sém með bókasöfnum, fyr- irlestrum og námskeiðum, og einkum um það, hversu samvinnufjelagsskapur mætli sjómanna- stjettinni að gagni verða á fjölmörgum sviðum, eigi síður en landbændum. 3. Að hraða byggingum vita og sjómerkja sem mest. 4. Að auka og bæta eftirlit með útbúnaði og traust- Ieika fiskiskipa og breyta samábyrgðarlögum þeirra frá 1909 í haldkvæmara horf.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.