Dagur - 16.07.1919, Síða 3
DAGUR.
65
Ríkharður Jónsson myndhöggvari, Rvík.
Valtýr Stefánsson búfræðiskand., Rvík.
Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslumaður í
Reykjavík.
Vigfús Guðmundsson frá Engey. .
Tryggvi Þórhallsson ritstjóri, Rvík.
Er nokkuð að óttast?
Niðurlag.
Aldrei kemur óttinn, hræðslan við það að lúta í
lægra haldi eins greinilega í Ijós eins og hjá þeim,
sem eru ánægðir með og hrifnir af því ástandi, sem
er, en finna nýjar hreyfingar vera að grafa grund-
völlinn undan fótum þeim, og geta búist við að
alt liðist í snndur þá og þegar. Það lá til grund-
vallar fyrir óttanum í Sjálfstjórn, þess ótta varð ekki
svo lítíð vart við bæjarstjórnarkosningarnar hjerna í
bænum í vetur, og það má búast við að hann stingi
upp kollinum í allmörgum kjördæmum við kosning-
arnar í haust.
Enn eru margir, sem hafa beyg af bændum og al-
þýðumönnum á þingi, og sumir fulltrúar þeirra stjetta
hafa gefið tilefni til þess, að vera kvíðandi. En straum-
ur tímans stefnir þó ótvírætt í þá átt, að þoka Iægrí
stjettunum upp á við, en draga úr fornum yfirtökum
hinna. Og þjóðfjelögin herða smátt og smátt á eftir-
litinu með jöfnum rjetti og jöfnu frjálsræði alira þegn-
anna, af hvaða stjett sem er. Á þetta tímanna tákn
horfa þær stjettir kvíðafullar, sem eru að missa tökin,
og eins sá hluti alþýðunnar, sem leiðitamastur er,
og kyssir á vöndinn, þegar honum er ekki beiít
mjög hrottalega. En hinir sem ekki horfa kvíðafullir
á nýju straumana, heldur taka þeim fagnandi og vilja
greiða þeim veg inn í atvinnumál og menningarmál
þjóðar vorrar og einstakra bæjarfjelaga, þeir geta bú-
ist við því að rás tímanna færi þeim vaxandi fylgi.
En fylginu fylgir ábyrgð, mikil og þung ábyrgð. Það
má aldrei ásannast, að ótti eða skelkur hinna, sem
lítt vilja breyta úr gamla horfinu, reynist á rökum
bygður. Nýjungar og stefnubreytingar verða að reyn-
ast blessunarríkar. En til þess að vera viss um að
svo verði, verður að vanda val þeirra manna, sem
marka eiga stefnunum braut. Við þingkosningarnar
næstu verða framsæknari flokkarnir að gæta þess vand-
lega, að velja sjerjfulltrúa, sem ekki eru einasta flokks-
menn, heldur líka menn — menn, sem enginn, ekki
einu sinni þröngsýnustu afturhaldsmennirnir geta lit-
ið niður á.
Það er ekki nema vel til fallið, að alþýðustjettirn-
ar eignist sem flesta fulltrúa á þingi. En það verður
þeirra eigin framsókn til ógagns, ef þeir reynast ekki
fullkomnir jafningjar hinna, — fullkomnir jafningjar
að mannviti drengskap og snarræði, þótt eitthvað
kunni að bresta í fjárbrallskænsku og skólalærdómi.
Og enginn blettur af stjettaríg eða sjerdrægni má
falla á skjöld alþýðumálsvaranna. Þjóðarheillin verður
ávalt að sitja fyrir flokksheill og eiginhagsmunum.
Mr. Davies segir að mannvitið leggist ávalt á sveif
með þeim. sem efla vilja hlutskifti fjöldans. Við get-
um verið örugg um það, að hjá alþýðunni er menn-
ingarleysið ekkert meira en hjá öðrum stjettum, þó
þær sjeu fágaðri og glæsilegri ásýndum. En engu að
síður er full ástæða til að vara alla framsækna kjós-
endur við því, að vera ekki of linir í kröfum um
mannvit og hæfileika fulltrúaefnanna. Hinum kann jeg
engin ráð að leggja. En líklegt er, að bæði stuðn-
ingsmenn þess, sem er, og þess, sem mun verða,
þurfi sinnaskifta við í þessum efnum, til þess að
óttinn geti horfið og víðsýni skapast hjá þeim, sem
tímarnir fá í hendur yfirtökin á þjóðmálasviðinu. En
fyr en því marki er náð, er ekki að vænta jafnvægis
í þjóðfjelaginu.
Stþ. G.
Ritstjóri
»Dags« kom heim úr Reykjavikurför með Berg-
ensskipinu »Kora« á sunnudaginn var.
Stjórnarfrumvörp
lögð fyrir alþingi 1919.
1. Frumvarp til stjórnarskrár konungsríkisins ís-
lands.
2. Frumvarp til laga um stofnun og slit hjúskapar.'
3. Frumvarp til laga um afstöðu foreldra til óskil-
getinna barna.
4. Frumvarp til laga um landsbókasafn og lands-
skjalasafn íslands.
5. Frumvarg til laga um laun embættismanna.
6. Frumvarp til laga um stofnun lífeyrissjóðs fyrir
embættismenn og um skyldu þeirra til að kaupa
sjer geymdan lífeyri.
7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr.
1, 3. janúar 1890, um lögreglusamþykt fyrir
kaupstaðina.
8. Frumvarp til laga um sameining Dala- og
Strandasýslu.
9. Frumvarp til laga um landamerki o. fl.
10. Frumvarp tiT laga um seðlaútgáfurjett Lands-
banka íslands.
11. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 66,
10. nóv. 1905, um heimild til að stofna hluta-
fjelagsbanka á íslandi.
12. Frumvarp til lega um breyting á lögum um
stofnun landsbanka 18. sept. 1885 m. m.
13. Frumvarp til Iaga um einkaleyfi.
14. Frumvarp til laga um mat á saltkjöti til út-
flutnings.
15. Frumvarp til fjárlaga fyrir árin 1920 og 1921.
16. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árin 1916 og
1917.
17. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árin 1918 og
1919.
18. Frumvarp til laga um- samþykt á landsreikn-
ingunum 1916 og 1917.
19. Frumvarp til laga um skrásetning skipa.
20. Frumvarp til laga um bráðabirgðainnflutnings-
gjald af síldartunnum og efni í þær.
21. Frumvarp til laga um breyting á Iögum nr. 22,
3. nóv. 1915, um fasteignamat.
22. Frumvarp til laga um framlenging á gildi laga
nr. 40, 26. október 1917, um bráðabirgða-
hækkun á burðargjaldi.
23. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr.
54, 3. nóv. 1915, um stofnun Bruiiabótafjel-
ags íslands.
24. Frumvarp til laga um heimild fyrir landsstjórn-
ina til að leyfa íslandsbanka að auka seðla-
upphæð þá, er bankinn má gefa út samkvæmt
4. gr. laga nr. 66, 10. nóv. 1905.
25. Frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 24.
12. sept. 1917, um húsaleigu í Reykjavík.
26. Frumvarp til laga um ekkjutrygging embættis-
manna.
27. Frumvarp til laga um breytingar á siglingalög-
um frá 30. nóv. 1914.
28. Frumvarp til laga um skipun barnakennara og
laun þeirra.
29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum fyrir
ísland nr. 17 frá 8. júlí 1902 um tilhögun á
löggæslu við fiskiveiðar fyrir utan landhelgi í
hafinu umhverfis Færeyjar og ísland.
30. Frumvarp til laga um heilbrigðisráð m. m.
31. Frumvarp til laga um hæstarjett.
32. Bráðabirgðalög um breyting á löggjöfinni um
. skrásetning skipa.
Hafís.
Bergensskipið »Kora«, er kom hingað til Akur-
eyrar á sunnudagiun var frá Reykjavík, fór fyrir Horn
á fimtudaginu var. Fyrir austan Horn var þá land-
föst hafísbreiða og sá ekki út fyrir hana. Skipið
lagði inn í ísinn, er var ógreiðfær, og vildi freista
hvort ekki yrði komist í gegnum hann. Skall þá
þoka yfir, svo að skipið varð að snúa aftur til Horn-
víkur og bíða þess að birti. Snemma á föstudags-
morgun lagði það aftur á stað inn í ísinn og var þá
veður bjart og ísinn nokkru greiðari en áður. Komst
þá skipið leiðar sinnar, en 6 tíma var þið að kom-
ast gegnum fsinn með hægri ferð. Sfðan varð íslaust.
Kvikmyndirnar.
Upp á sfðkastið hefi jeg gefið dálftinn gaum mynd.
um þeim, sem verið er að sýna hjer í kvikmynda-
húsinu um þessar mundir, og get jeg ekki annað en
farið um þær nokkrum orðum, af því mjer finst hjer
um stórkostlegt alvörumál að ræða.
Jeg skal ekkerl tala um það fje, sem hálfgerðir og
algerðir óvitar eyða til kvikmyndahússferða. Þó það
sje vafalaust tilfinnanleg upphæð hjá fátækum fjöl-
skyldum, þá gæti það verið tilvinnandi, ef það, sem
þar er að sjá, væri fallegt, fræðandi og skemiilegt.
Ug jeg gæti látið það afskiftalaust, þó menn eyddu
tíma og fje til að horfa á Ijelegar myndir, ef þær
væru meinlausar um leið og þær væru gagnslausar.
En þegar það sem sýnt er, er bæði Ijótt og sið-
spillandi og hættulegt, fyrir andlega og jafnvel líka
líkamlega heilbrigði, þá get jeg ekki að því gert, að
jeg fer að finna til með börnunum og óþroskuðu
unglingunum, sem horfa á þetta með hálfum skiln-
ingi og óljósu hugboði um það, sem fram fer.
Til þess að vera ekki myrkur í máli, get jeg sagt
það afdráttarlaust, að jeg tel tvær myndir, sem nú
er verið að sýna hjer í kvikmyndahúsinu, tæplega
hæfar tii að sýna þær siðuðu fólki, og með öllu ó-
verjandi að leyfa börnum aðgang að þeim myndum.
Önnur myndin (Gloria) sýnir sumt af því Ijótasta
og viðbjóðslegasta, sem gerist í »Skuggahverfum«
stórborganna, og hefir auk þess að bjóða tvö sjálfs-
morð, fjársvik í stórum stíl, trygðarof o. s. frv. Hin
myndin (Hraðlestin) er stófglæpamynd, sýnir morð-
ingja að verki sínu í troðfullu leikhúsi, við að sprengja
járnbrautarlest í loft upp o. f!., og eltingarleik Ieyni-
lögreglunnar við að hafa hendur í hári þeirra. —
Á þetta eiga börn og fuliorðnir aö horfa, sjer til á-
nægju.
Jeg efast ekki um það, að einstöku menn þykjast
skemta sjer vel við að horfa á þessar myndir, þær
sjeu svo »spennandi«. En hitt er líka jafnvíst, að allir,
sem eitthvert skyn bera á eðli mannlegra tilfinninga,
eru á einu máli um það, að slík ofæsing við áhrif
frá því sem Ijótt er og ómannlegt, grafi meira en
noklutð annað grundvöllinn undan siðgæðisþreki
manna, og valdi beinlínis skaplyndissjúkdómum og
hugarvíli hjá ýmsum, sem eitthvað eru veilir fyrir.
Börnin hafa að sjálfsögðu ekki nærri fult vit á,
hvað Ijótt er og viðbjóðslegt í þessum myndum. En
einmitt fyrir það, eru áhrifin hættulegri. Meðan sið-
gæðisvitundin er ekki fullþroskuð, vaknar jafnan meiri
eða minni löngun til að líkja eftir því, sem fyrir aug-
un ber. Og hálfi skilningurinn gerir mann svo for-
vitinn, og fær mann til að brjóta heilann um við-
fangsefnin, og reyna að fylla f eyðurnar, með get-
gátum, ef ekki með eigin reynslu. Þeir, sem eitthvað
fást við uppeldi barna, gera sjer því far um, að láta
þau því ávalt hafa eitthvert fagurt, gott eða gagnlegt
viðfangsefni að glíma við. En kvikmyndahúsin verða
ekki lengi að sópa öllum slíkum frækornum út í veð-
ur og vind, ef oft eru sýndar slíkar myndir.
Þau börn og óþroskaðir unglingar, sem ekki eru
búin að sjá þessar myndir, ættu ekki að hugsa til
þess hjer eftir, og jeg get ekki sjeð, að neinn full-
orðinn sæki þangað góð eða gagnleg áhrif. En þéir
fullorðnu verða að hafa vit fyrir sjer sjálfir. Aftur á
móti verð jeg, stöðu minnar vegna, að taka foreldr-
um og aðstandendur barna hjer í bæ sterklega vara
fyrir, að leyfa börnum helst ekki að fara á kvikmyuda-
sýningu, fyr en þeir, sem eldri eru, eru búnir að
ganga úr skugga um að myndin sje ekki skaðleg. —
Um opinbert eftirlit með kvikmyndum verður sjálf-
sagt ekki að ræða hjer í bæ fyrst um sinn, enda er
rnjer ekki kunnugt um, að nein lög sjeu til fyrir því,
og þessar myndir gefa mjer ástæðu til að vænta lít-
ils góðs um myndaval, af hálfu þeirra manna, sem
nú eiga að ráða sýningum á kvikmyndahúsinu hjer,
En verði oft boðið upp á annað eins góðgæti og
þetta, ætti það að ýta undir bæjarstjórn og önnur
stjórnarvöld að yfirvega, hvort ekki væri rjettara að
bæjarfjelögin tækju kvikmyndasýningar algerlega í
sínar hendur.
Steinþór Gitðmnnclsson.