Dagur - 06.08.1919, Síða 1
DAGUR
kemur út einusinni í viku.
Árgangurinn kostar 3 kr.
Gjalddagi 1. júlí.
II. ár.
Akureyri, 6. ágúst 1919.
Ritstjóri:
Ingimar Eydah
AFGREIÐSLA
og innheimta hjá
Jórti P. Pór.
Norðurgötu 3. Talsimi 112.
31. blað.
Þvottaduftið
Read Seal Lye
kaupa allir, sem einusinni hafa reynt það.
Verslun P. Pjeturssonar.
Hrossasalan.
»íslendingur«, er út kom 25. f. m., mintist á hrossa-
cinkasöiu landsstjórnarinnar í fyrra og nú í ár, og
farast blaðinu meðal annars orð á þessa ieið um
það mál:
»Nú er það vitanlegt, að hrossakaupmenn í Dan-
mörku mynduðu samtök sín á milli, er þeir heyrðu
um verslunaraðferð íslensku stjórnarinnar, og það
eru þó þeir, sem enn skapa verðið á hrossum
vorum erlendis, þrátt fyrir þetta fangaráð stjórnar-
innar. En einokunin hefir haft gagnstæða verkun
við það sem til var ætlast. Hrossaeigendur tapa
við hana of fjár, því í stað þess, að við ákveðum
verðið, hafa útlendingar orðið ofan á, og aðferð-
in aðeins vakið stífni, svo nú er hrossaverðinu
þokað drjúgum niður á við frá -því í fyrra og frá
því verði, sem vænta mátti erlendis eftir gang-
verði hrossa þar um þessar mundir.«
Tvö atriði úr þessum tilfærða greinarkafla munu
vera rjett: að danskir hrossakaupmenn hafi myndað
samtök (hring) sín á milli og að hrossaverðinu hafi
þokað niður frá þvi í fyrra.
En það er með öllu óskiljanlegt hvernig »ísl.«
hefir farið að komast að þeirri niðurstöðu, að þessi
samtök dönsku hrossakaupmannanna standi í sam-
bandi við það, að salan sje öll á einni hendi, eða
stafi af því, enda gerir blaðið enga grein fyrir þessu,
rökstyður það ekki á nokkurn hátt. og rná að vísu
virða það til vorkunar, því það er efiaust erfiðara verk
en svo að »íslendingi« sje það fært.
Ef að stjórnin þefði ekki tekið hrossasöluna að
sjer, þá hefði hún verið í höndum margra hrossa-
prangara. »íslendingur« lítur auðsýnilega svo á, að
þeir hefðu verið þess megnugir að afstýra samtök-
unum í Danmörku. Mikil er sú tröllatrú á mætti
»milliliðanna«! Liggur nærri að ætla að þessi skoð-
un blaðsins eigi rót sína að rekja til einhvers ann-
ars og meira en blindrar tilviljunar. Eitthvað ann-
að mun þó ráða en þrœlsótti við íslenska hrossa-
kaupmenn.
Pað er öllum kunnugt, að hrossasalan gekk ágæt-
lega síðastliðið ár, og fengu hrossaeigendur mjög
gott verð fyrir hesta sína. Stjórnin gerði það ekki
ótilkvödd að halda hrossaeinkasölunni áfram þetta
yfirstandandi ár, því bæði óskuðu hrossaeigendur, að
hún hefði söluna með höndum, og ennfremur kom
eindregin hvatning frá dönsku stjórninni í sömu átt.
Það er líka auðskilið, að meiri trygging er fyrir því,
að salan gangi vel á einni hendi, heldur en ef hver
einstakur hrossaeigandi er að semja við hina og
aðra hesta-spekulanta, sem þá aðallega hafa milliliða-
gróðann fyrir augum.
»íslendingur« fullyrðir nú reyndar, að hrossaeig-
endur tapi »of fjár« við það að láta ekki milliliðina
(hrossaprangara) hafa söluna f sfnum höndum. En
það er eins með þetta og »samtökin« í Danmörku,
að blaðið ber ekki við að rökstyðja þetta. Það er
bara fuliyrðing, sem styðst einusinni ekki við neinar
líkur, því síður sannanir. Pað er því ekki hægt að
sjá, að fullyrðingin um fjártapið sje af öðru sprottih
en gremjunni út af því, að íslenskir hrossakaup-
menn geti ekki vaðið í milliliðarjóma.
Vitanlega er það ekki landsstjórnin, sem hefir
söluframkvæmdirnar með höndum, heldur útflutn-
ingsnefndin. í henni eiga sæti Pjetur á Gautlönd-
um og kaupmennirnir Ólafur Benjamínsson og Thor
Jensen. Sá síðastnefndi hefir verið í Danmörku í
sumar og því að sjálfsögðu haft mest afskifti af
hrossasölunni. Ekki sýnist það beinlínis aðgengilegt
fyrir kaúpmannablöðin að fara að halda því fram,
að Thor Jensen sje sá liðljettingur og klaufi í versl-
unarsökum, að hrossaeigendur tapi of fjár á því, að
hann, en ekki Pjetur eða Páll, annist um framkvæmd-
ir hrossasölunnar. Enda liggur ekkert fyrir um það
að honum eða útflutningsnefndinni í heild liafi orð-
ið nein handvömm á með söluna.
En þá er nú komið að mergi málsins, og er hann
í því fólginn að ekki hefir tekist að fá jafnhátt verð
fyrir hrossin nú eins og í fyrra. Hæsta verð, er
hrossaeigendur fengu þá, var rúmar 600 kr., þegar
uppbótin bættist við. Nú er hæsta verð ákveðið
500 kr. eða rúmum 100 kr. lægra en í fyrra, en ekki
loku fyrir það skotið, að einhver uppbót fáist, þó
að litlar líkur muni fyrir því. Pað er þessi verð-
mismunur, sem »íslendingur« notar sem árásarefni
á einkasölu stjórnarinnar og ætlast til að falli í góð-
an jarðveg hjá hrossaeigendum og vekji ímugust á
stjórninni og hrossaeinkasölunni.
Blaðið segir, að verðinu hafi þokað drjúgum nið-
ur »frá því verði, sem vænta mátti erlendis eftir
gangverði hrossa þar um þessar mundir.« Eftir þessu
að dæma mætti ætla að gangverð hrossa í Dan-
mörku væri hið sama eða svipað og það var í fyrra.
Petta er algjörlega rangt hjá »ísl.«, því að verð á dönsk-
um hestum hefir hvorki meira njö minna en fallið
um 50°/o síðan í fýrra, en verð á íslenskum hest-
um héfir þó ekki fallið þar nema um tæp 20% á
sama tíma, þó að engin uppbót fáist þetta ár. Hjer
skal ekkert fullyrt um það af hverju þetta gífurlega
verðfall á dönskum hestum stafar, en mjög líklega
stafar það af því, að hrossasala til Pýskalands hafi
stöðvast þegar stríðinu lauk.
Pað verður að gera ráð fyrir því, að þetta hjal
»íslendings« um gangverð hrossa í Danmörku sje
af barnalegri vanþekkingu sprottið, en að það sje
ekki vísvitandi blekking.
Rúsínan í endanum á þessari hrossasölugrein í
»íslendingi« er sú, að það sje »stór spurning, hvort
landsstjórn með tómhljóða fjárhirslur sje vitund betri
milliliður en Pjetur eða Páll.« Áður var þó búið
að fullyrða í sömu grein, að hrossaeigendur tapi of
fjár vegna milligöngu stjórnarinnar, og hlýtur blað-
ið að miða fjáriapið við það, að Pjetur eða Páll
hefðu hrossasöluna á hendi, og að þá hefðu eig-
endur fengið hærra verð fyrir hross sin en nú er
raunin á. En gerum nú ráð fyrir því ólíklegasta,
að landsstjórnin reyndist ekki betur en venjulegir
milliliðir, fengi jafnhátt verð fyrir útflutt liross og
þeir og hegðaði sjer síðan eins og þeir að því leyti
að taka ríflegan bróðurpart af verðinu, hvort mundi
sá gróði vera betur kominn í ríkisfjárhirslunni, eða í
buddum hrossaspekulantanna?
»íslendingur« mundi ekki verða lengi að svara
þeirri spurningu. En hvort það svar fjelli hrossa-
eigendum vel í geð, það er annað mál.
En hrossaprangarar mundu áreiðanlega verða á-
nægðir með svar »íslendings«.
Stjórnarfrumvörpin.
Hæstirjettur.
Stofna skal hæstarjett á íslandi og er dómsvald
hæstarjettar Danmerkur í íslenskum málum jafnframt
afnumið.
Landsyfirdóminn í Rvík ska! leggja niður, þegar
hæstirjettur tekur til síarfa.
Hæstarjelt skipar dómsíjóri og 4 meðdómendur.
Dómstjóri hefir að launum 10000 kr. á ári og hæsta-
rjettardómarar 8000 kr.
Rúmsins vegna verður ekki nánar skýrt frá þessu
frumv., sem er mjög langt. Aðeins skal hjer til-
færður stuttur kafli úr athugasemdunum við það.
Þar segir svo:
»Mönnum hefir lengi þótt það óhentugt að sækja
dóm á mál sín í annað land undir menn, sem ó-
kunnugir eru íslenskri tungu og því íslenskum lög-
um í frummálinu og íslenskum högum. Dómsgjörð-
ir hefir orðið að þýða á danska tungu. Hefir það
bæði valdið kostnaði og fyrirhöfn. Par að auki
verður skjal í þýðing þar er á reynir, oft eigi jafn-
tryggur grundvöllur undir dóm sem skjal í frum-
máli. Lög vor nú á tímum hafa að vísu verið þýdd
á dönsku, en sú þýðing er og hefir stundum verið
ófullkomin. Og verður þó hæstirjettur Dana, þar
sem tilviljun er, ef dómendur skilja íslensku, að fara
eftir þeirri þýðingu. Dráttur verður venjulega mjög
langur, einatt árum saman, á íslenskum málum,
vegna þess, að dómsúrlausn þeirra hefir orðið að
sækja út úr landinu.*
Mat á saltkiöti.
Hjer skal getið nokkurra atriða þess frumvarps:
Alt saltkjöt, sem flutt er hjeðan af landi, skal
metið og flokkað eftir tegundum og gæðum af kjöt-
matsmönnum undir umsjón yfirmatsmanna. Læknis-
skoðun og stimplun skal fara fram á öllu saltkjöti,
sem til útflutnings er ætlað. Pegar því verður við
komið, skal hún fara fram áður en kjötið er saltað
í tunnur. Hverri kjötsendingu skal fylgja vottorð
kjötmatsmanns um, að kjötið sje metið af honum og
flokkað, og að öllu Ieyti með farið eftir hinum fyr-
irskipuðu reglum. Hverri kjötsendingu skal jafnframt
fylgja vottorð frá lækni þeím, sem skoðað hefir
kjötið.
Stjórnarráðið skipar yfirmatsmenn á kjötinu. Skulu
þeir sýna ábyggileg vottorð um það, að þeir hafi
aflað sjer þekkingar og æfingar á slátrunarstörfum í
reglulegu sláturhúsi, ennfremur í meðferð kjöts og
niðursöltun. Yfirmatsmenn þessir skulu vera 5 fyrir
alt landið og árleg laun þeirra skulu vera 600 kr.
auk ferðakostnaðar. Allur kostnaður við yfirmat
kjötsins greiðist úr ríkissjóði.
Lögreglustjóri skipar kjötmatsmenn, einn eða fieiri