Dagur - 06.08.1919, Blaðsíða 2
DAGUR.
72
á hvérjum stað, eftir tillögu yfirmatsmanns. Kaup
kjötmatsmanna ákveður stjórnarráðið og greiðir út-
flytjandi kaupið.
Umdæmi yfirmatsmanna eru hugsuð þannig: 1.
Sunnlendingafjórðungur, ásamt Mýra-, Snæfellsness-
og Dalasýslu. 2. Vestfirðingafjórðungur að öðru
leyti, ásamt Hvammstanga. 3. Húnavatnssýsla að
öðru leyti, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýsla, ásamt
Svalbarðseyri og Grenivík. 4. Pingeyjarsýsla að
öðru leyti, ásamt Bakkafirði og Vopnafirði. 5. Múla-
sýslur að öðru leyti og Austur-Skaftafellssýsla. Yfir-
matsmenn á kjöti skulu ferðast um umdæmi sitt ár-
lega, helst á tímabilinu frá 1 sept. til 31. okt., og
koma á hvern stað, þar sem fje er slátrað til út-
flutnings.
Heilbrígðisráð.
Frumvarpið er á þessa leið:
1. gr.
í Reykjavík skal setja á stofn heilbrigðisráð. Skal
heilbrigðisráð þetta skipað 3 læknum, er rjett hafa
til lækninga á íslandi. Ennfremur skulu vera tveir
varamenn.
Konungur skipar einn mann í heilbrigðisráðið, en
læknadeild háskólans kýs hina tvo, og auk þess tvo
lækna til vara.
Aðalmenn þéir og varamenn, sem Iæknadeildin
nefnir, skulu kosnir til 5 ára, en í fyrsta skifti geng-
ur annar aðalmaðurinn og annar varamaðurinn úr
eftir 3 ár. Endurkjósa má þá, er úr ganga.
2. gr.
Störf þau, sem eftir eldri lögum heyra undir verk-
svið landlæknis að undantekinni forstöðu yfirsetu-
kvennaskólans, skulu falin heilbrigðisráðinu í hend-
ur. Sá maður, er konungur skipar í heilbrigðisráð-
ið, er forseti þess, og hefir á hendi framkvæmdir
allar fyrir þess hönd.
Forstaða yfirs^tukvennaskólans skal falin læknadeild
hásícólans.
Að öðru leyti skal nánara kveðið á um verksvið
heilbrigðisráðsins með konunglegri tilskipun eftir að
fengnar eru tillögur þess sjálfs þar um og um það,
hvenær og hvernig varamenn komi í stað aðal-
manna.
3. gr.
Forseti heilbrigðisráðsins hefir auk ritfjár í byrj-
unarlaun 5000 krónur, en launin hækka eftir 3, 6,
og 9 ár í þessari röð um, 300 kr., og 400 kr. upp
í 6000 kr. Auk þess nýtur hann sömu dýrtíðar-
uppbótar, sem aðrir fastir starfsmenn landsins.
Hinir aðalmenn heilbrigðisráðsins fá í þóknun ár-
lega 1200 kr. hvor.
4. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1920, og er þá
um Ieið lagt niður landlæknisembættið,
Alþingi.
Fjárhagsnefnd Neðri deildar hefir flutt frumv. um
bifreiðaskatt. Samkvæmt því á að greiða árléga í
ríkissjóð: Af bifreið fyrir 1 mann 250 kr., af bif-
reið fyrir 2 300 kr., fyrir 3 350 kr. og áfram þann-
ig, að skatturinn vex um 50 kr. fyrir hvern mann,
er bifreiðin rúmar að meðtoldum bifreiðarstjóra. Þó
á skatturinn ekki að fara fram úr 600 kr. á bifreið.
Bifreiðar til vöruflutninga eiga að greiða 200 kr.
árlega.
Aðalástæðan fyrir skattinum er sú, að bifreiðar
spilli vegum. Gert er ráð fyrir að skattur þessi nemi
80 þús. kr. á ári.
Jörundur og Einar á Eyrarlandi flytja frumv. um,
að skattur af óþörfum hundum verði hækkaður úr
10 kr. upp í 100 kr. fyrir hvern.
Ellefu þingmenn í Neðri deild flytja tillögu til
þingsályktunar um aðskilnað ríkis og kirkju.
Fjárhagsnefnd Efri deildar leggur til að settur sje
4 kr. tollur á hvern lítra af suðuspíritus.
Svohljóðandi þingsályktunartillögu flytja 8 þing-
menn í Neðri deild.
»Neðri deild Alþingis ályktar að skora á lands-
stjórnina að hlutast til um, að komið verði sem
fyrst á fót sjerstakri lánsstofnun fyrir landbúnað-
inn, er veitt geti bændum bagkvæmari lán til bún-
aðarbóta en nú er kostur á.<
Álit landbúnaðarnefndar.
Eftir að greinin um hrossasöluna hjer í blaðinu
var skrifuð, hefir álit landbúnaðarnefndar N. d. um
það mál borist hingað norður. Af upplýsingum,
sem hr. Thor Jensen formaður útflutningsnefndar
hefir látið landbúnaðarnefndinni í tje, má sjá að sal-
an hefir verið örðug. Hvergi sjest þó staðfesting
á þeirri fregn, sem hjer hefir flogið fyrir, að hrossa-
kaupmenn í Danmörku hafi gert samtök sín á milli,
og er sú saga Iíklega uppspuni.
Af nefndarálitinu sjest, að samningatilraunir hafa
byrjað um miðjan maí, og eftir að þær tilraunir
lipðu staðið yfir nokkra hríð og nokkur tilboð fram
komið um kaup á íslenskum hestum, var að lokum
gerður fullnaðarsamningur við Poulsen Karise og
Levin Hansen. Útflutningsnefadin skuldbindur sig
til að selja kaupands 4000 hross, er sjeu komin af
stað til útflutnings fyrir miðjan okt., þó svo, að ef
skiprúm skortir fram að þeim tíma, verður eigi kraf-
ist meiri tölu en þá er fengin. Hæsta verð er 600
kr. en lægst 400 kr. Fer það eftir stærð hestanna
og aldri. Af þessu verði greiðir seljandi allan kostn-
að innanlands, hey, flutningsgjald og almenna sjó-
ábyrgð, en að öðru leyti tekur kaupandi við. hest-
unum á sína ábyrgð á höfn hjer og greiðir verð
þeirra, þá er þeir eru komnir um borð og sjóábyrgð-
argjald greitt.
Nefndarálitið endar á þessa leið:
»Aður en tilboðin hækkuðu var í ráði að láta
lausa söluna, með það þó fyrir augum, að verðið
kynni að verða 200 — 400 kr. í hæsta lagi fyrir hvern
hest. En þegar vænkaðist með tilboð, var haldið
áfram á sama grundvellinum og samningar gerðir.
Óvíst hvaða verð hefði fengist, ef salan hefði verið
frjáls. Allmiklar líkur til, að verra verð hefði feng-
ist en þetta á jafnmörgum hestum, ef margir voru
frambjóðendur og milliliðir. Og engar upplýsingar
hefir nefndin geta fengið um, að kostur sje eða hafi
verið á hærra verði. Líkur eru til, að hægt hefði
verið að selja fáa hesta, svo sem einn skipsfarm,
sæmilegu verði í frjálsri sölu, en það væri að sjálf-
sögðu ékki neinn sannur mælikvarði á söluhorfum
yfirleitt. Eftirspurn eftir íslenskum hestum hefir sýni-
lega verið fremur dauf, og er það skiljanlegt, þar
sem danskir hestar hafa fallið svo mjög í verði.
Umsamið flutningsgjald er 100 kr. fyrir hvert hross;
hefði verið minst 25 kr. hærra, ef stjórnin hefði ekki
annast útflutninginn.
Að athuguðum þessum upplýsingum leggur nefnd-
in til, að frumvarpið sje samþykf óbreytt.*
Ur bænum.
Bœjarstjöri Akureyrar, hr. Jón Svéinsson, kom
hingað með »Sterling« á sunnudaginn var og er nú
tekinn við embætti sínu. Boðaði hann til bæjar-
stjórnarfundar í gær. Á þeim fundi fór fram kosn-
ing forseta bæjarstjórnarinnar samkvæmt hinum nýju
bæjarstjórnarlögum. Kosningu hlaut Otto Tulinius
bæjarfulltrúi.
Búnaðarþingið,
sem haldið var í Reykjavík í siðasta mánuði, skifti
um sjórn Búnaðarfjelags íslands. Forseti þess var
kosinn Sigurður Sigurðsson skólastjóri á Hólum í
stað Eggerts Briems, en meðstjórnendur voru kosnir
Guðjón Guðlaugsson alþm. og Hallgrímur Kristins-
son framkvæmdarstjóri.
í*orv. Thoroddsen /
prófessor kom til Reykjavíkur með Botniu um
miðjan síðasta mánuð og ætlar að dvelja þar nokkr-
ar vikur. Hefir hann ekki komið hinsað til lands
síðan árið 1907,
Haraldur Níelsson prófesspr
fór til Englands í síðasta mánuði og dveiur þar
fram í september.
Heyskapur
gengur vel hjer nærlendis það er til spyrst. Tíðin
hagstæð og grasspretta víðast góð.
Peningabudda
með 30 kr. í seðlum og 2 hringum í héfir tapast.
Finnandi skili gegn fundarlaunum tilritstj. þessa blaðs.
Kennara
vantar næsta vetur í 0ngulstaðarhrepps-
fræðsluhjerað. Umsækjendur semji við
Stefán Jónsson á Munkaþverá
fyrir 1. sept. n. k.
Víkingskilvindan
góða óg alþekta — 3 stærðir —
á kr. 110—250
fæst hjá
Pjetri Pjetnrssyni.
Nýkomið
r
1
Kaupfjelag
Eyfirðinga:
Diskar,
skálar,
bollapör,
rakvjelar,
lampar,
tilbúin karlmannaföt o. fl.
Kaupendur Dags
mega borga blaðið til þessara manna:
í í s a f j a r ð a r s ý s 1 u, til hr. verslunarstj. Bjarna
Halldórssonar, Arngerðareyri.
í F1 j ó t u m, til kaupfjelagsstjóra Guðm. Ólafs-
sonar Stórholti.
í N o r ð u r tn ú I a s ýs I u, til bóksala Pjeturs
Jóhannessonar Seyðisfirði.
Kaupfjelagsmenn í Eyjafjarðarsýslu og Höfðahverfi
borgi blaðið í verslun Kaupfjelags Eyfirðinga.
Prentsmiðja Björns Jónssonar,