Dagur - 17.12.1919, Blaðsíða 1
DAGUR
kemur út einusinni i viku.
Árgangurinn kostar 3 kr.
Gjalddagi 1. júlí.
II.
ár.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Akureyri, 17. desember 1919.
AFGREIÐSLA
og innheimta hjá
fóni P. Pór.
Norðurgötu 3. Talsími 112.
50. blað.
Skattfrelsi samvinnufjelaga.
(Eftirfarandi gein er tekin úr Tímariti samvinnuijelag-
anna, II. og III. hefti þ. á. Er hun eftir ritstjóranu, /ónas
Jónsson frá Hriflu.)
Jafnskjótt og kaupfjelög byrjuðu starfsemi sína hjer
á landi, varð ágreiningur út af því, hvort fjelögin
ættu að greiða ú t s v a r eða eigi. Er þessa atriðis
nokkuð getið í síðasta hefti, þar sem sem sögð er
æfisaga Jakobs Hálfdánarsonar. Urðu miklar og
langvarandi deilur milli Kaupfjelags Þingeyinga og
kaupmannavaldsins á Húsavík út af þessi máli. Því
lauk svo, að hæstirjettur dæmdi að fjelagið skyldi
eigi geiða útsvar.
Síðan hefir deilan borist til annara hjeraða. Nið-
urjöfnunarnefnd Reykjavíkur hefir undanfarin tvö ár
lagt útsvar á Samband fsl. samvinnufjelaga, og á
landsversluna, sem að því leyti sem hjer er um að
ræða, á mikið sammerkt við pöntunarfjelögin. Er
dómur fallinn viðvíkjandi landsverslun, og á þá leið,
að lienni bæri ekki að greiða útsvar. Hins vegar
mun standa til að bærinn höfði mál á móti Sam-
bandinu, þar sem það hefir neitað greiðslu. En
dómur er ekki fallinn í því máli. En vitanlegt er,
að hann inuni, er til kemur, ekki geta orðið bæn-
um í vil. Pá hafa víða orðið málaferli út af skatt-
skyldu samvinnufjelaga, t. d. milli Sláturfjelags Suð-
urlands og Reykjavíkur. Fjell það mál á fjelagið.
Enn fremur kærði Sláturfjelag Austur-Húnvetninga
útsvar sitt í haust sem leið. En ekki hefir enn
spurst um málalokin þar.
Eins og sjá má af þessu, er aðstaða samvinnu-
fjelaganna til skattamálsins ekki nærri svo Ijós sem
skyldi. Af því stafa deilurnar og málaferlin. Og leið-
in út úr vandanum er ekki sú, að fjölga málssókn-
um og dómum, heldur hitt, að löggjafarnir skeri til
fulls úr því, hvers konar verslun sje skattskyld og
hver skattfrjáls. Og til þess að það verk verði var-
anlegt, þarf sú löggjöf að vera bygð á rjettum skiln-
ingi á eðli deilumálsins. Pað er óhugsandi annað
en íslenskir samvinnumenn hreyfi málinu á þingi,
áður en Iangt um líður. Verður þess vegna drepið
hjer á nokkur atriði málsins, íil þess að hvetja les-
endur tímaritsins til að taka ákvörðun, eftir því sem
þeim þykja málavextir vera.
Pó að *deilan um skattana hafi enn sem komið er
eingöngu snúist um gjöld til sveitarsjóða, en eigi
til landssjóðs, þá skiftir það engu verulegu máli.
En þar sem skattar landsins verða að líkindum meir
og meir lagðir á »eftir efnum og ástæðum«, eins
og útsvörin, þá koma gjöld til Iandssjóðs líka til
greina. Annaðhvort eiga fjelögin að bera byrðar
bæði sveitarfjelaga, eins og t. d. venjuleg
hlutafjelög, og 1 a n d s i n s, eða þau eiga að vera
skattfrjáls yfirleitt.
Annað atriði, sem vert er að minnast á í byrjun,
er það, að krafan um skattfrelsi samvinnufjelaga er
ekki sprottin af þeim skoðunarhætti, að fjelögin get i
eigi borið skatta, ef því er að skifta. Með
skattfrelsiskröfunni er ekki verið að biðja um n á ð-
ar-brauð fjelögunum til handa, heldur r jettlæti.
Fjelögin geta borgað skatt af atvinnurekstri sínum.
En þau vilja ekki gera það, fremur en einstaklingur,
sem neitar að borga reikning, sem hann veit með
sjálfum sjer, að er honum að öllu leyti óviðkomandi.
Skattfrelsiskrafan er þess vegna rjettlætismál,
en ekki sjálfsvörn, af hendi Tjelaganna.
Þriðja atriðið, sem vert er að taka til greina, ' er
það, að í þessu efni gera menn nú orðið mun á
pöntunarfjelögum, sem útvega eingöngu
vörur handa fjelagsmönnum og afhenda þær með
kostnaðarverði, og k a u p f j e 1 ö g u m, sem skifta
líka við utanfjelagsinemi, og selja með dagsverði
kaupmanna, en skifta síðan arðinum um áramót milli
fjelagsmanna, eftir viðskiftamagni þeirra. Andstæð-
ingar samvinnunnar telja sig nú orðið allfúsa til að
viðurkenna skattfrelsi pöntunarfjelaganna, síðan hæsti-
rjettur skar úr málinu. En kaupfjelögin vilja þeir
telja í flokki með venjulegum fjesýslufyrirtækjum. En
í þessari skiftingu er fólginn sá misskilningur, sem
þarf að Ieiðrjetta. Skal þá fyrst athuga aðstöðu
pöntunarfjelaganna.
Pegar Jakob Hálfdánarson byrjaði hið litla versl-
unarfyrirtæki á Húsavík, dró haun þegar á fyrsta ári
allmikið af viðskiftamagni kauptúnsins úr höndum
dönsku verslunarinnar til fjelagsins. Það er engan
veginn erfitt að skilja það, að Þórði Ouðjohnsen
verslunarstjóra þætli verslun sinni nóg boðið, þó að
sá hluti viðskiftamanna, sem uppreist hafði gert móti
honum, yrði að bera bróðurpartinn af þeim byrð-
um, sem áður hvíldu á verslun hans. Pess vegna
lagði hann ótrauour út í deilu, sem bakaði honum
að lokum tómt fjártjón og erfiði.
Utsvör eru lögð á einstaklinga og stofnanir eftir
efnum og ástæðum. Pví meiri efni og tekjur,
því hærra útsvar. Bóndi breytir auðsuppsprettum
jarðar sinnar í verðmæti. Hann hefir lekjur af at-
vinnu sinni og ber því að gjalda útsvar í hlutfalli
við þær. Kaupmaðurinn í verslunarstaðnum kaupir
bæði innlendu og útlendu vöruna lægra verði en
hann selur þær. Pess vegna safnast saman í vörsl-
um hans gróði, sem, eins og eignarrjettinum er hátt-
að, á heimilisföng með kaupmanninum og hvergi
annars staðar. Það er þess vegna jafn rjett, að leggja
útsvar á gróða kaupmannsins, eins og gróða bóndans.
Alt öðru máli er að gegna með pöntunarfjelagið.
Pað er ekki stofnað og starfrækt til að græða sjálft,
heldur til að fjelagsmenn græði. Pað afhendir er-
lendu vöruna með lægsta sannvirði, og ef það selur
innlendar afurðir, er það framkvæmt á ábyrgð fram-
leiðanda. Höpp og óhöpp á sölunni snerta fjárhag
hans, ekki fjelagið.
Af þessu er það Ijóst, að pöntunarfjelag vantar
frumskilyrði þess, að eiga að borga skatt. Pað e i g n-
ast ekkert sjálft, er ekki sjálfstæður atvinnu-
rekandi, sem Ieitast við að safna í eigin sjóð. í stað
þess gerir það viðskiftamenn sína betur efnum búna,
leiðir heim til hvers þeirra fje, sem annars væri
þeim tapað, og gerir hvern þeirra þannig að meiri
skattborgara, heldur en annars myndi. Munurinn á
starfsemi kaupmanns og pöntunarfjelags er í stuttu
máli sá, að kaupmaðurinn dregur f j á r-
magn hjeraðsins smátt og smátt ísínar
hendur, en pöntunarfjelagið dreifir
efnunum, svo vítt sem veldi þess nær.
Skatturinnáfjármagnið hlýtur þess
vegna í annað skiftið að lenda á kaup-
manninum, en í hitt sinnið á fjelagsmönnum,
hverjum þar sem hann er búsettur.
í sambandi við þetta er vert að geta þess, að
sláturfjelög, sem eingöngu koma í verð afurðum
fjelagsmanna, eiga engu fremur en pöntunarfjelög
að borga útsvar, og virðist svo sem fjelög þessi sjeu
sumstaðar beitt ólögum nú sem stendur.
Eins og menn vita, hafa sum pöntunarfjelög hjer
á landi sláturhús, reka sölu bæði innan og utan
lands, gróðalaust, á ábyrgð fjelagsmanna, og gjalda
engan skatt. En þar sem sláturfjelögin starfa ein
saman, hafa niðurjöfnunarnefndir sumstaðar vilst af
rjettri leið og reynt að koma fram útsvarskröfu, með
hjálp dómstólanna. En þar er um bersýnilegt rang-
læti að ræða og gegnir furðu, að sá órjettur er lát-
inn viðgangast ár eftir ár. Landsverslunin er eftir
eðli sínu alþjóðar pöntunarfjelag, og á þeim grund-
velli hafa dómstólarnir skorið úr, að hún skuli ekki
bera útsvar.
Að þessu marki er skattfrelsi samvinnufjelaganna
komið. Pað er komið bæði inn í meðvitund al-
mennings og viðurkent af dómstólunum, að pöntun-
arfjelög sjeu skattfrjáls hjer á landi, af því að þau
afhenda vöruna án þess að græða sjálf.
Framhald.
Kosningin í Reykjavík.
Lögrjetta skýrir meðal annars svo frá henni:
»Hún fór svo, að Sveinn Björnsson yfirdómslög-
maður fjekk 2589 atkv. en þeir Jón Magnússon
forsætisráðherra og Jakob Möller ritstjóri liöfðu, áð-
ur en vafaseðlar, sem frá höfðu verið lagðir, voru
athugaðir, jafnmörg atkvæði, 1436 hvor um sig. Svo
varð samkomulag um að gild væru 7 atkvæði af
seðlum þeim, sem frá höfðu verið teknir, og átti
Jón 1 þeirra en Jakob 6. Pannig urðu atkvæði jak-
obs 1442, en Jóns 1437. Um 50 vafaseðlar voru
þá eftir. Töldu umboðsmenn Jóns Magnússonar
hann eiga þar gild atkvæði, sem breyttu kosningunni,
en meiri hluti kjörstjórnar (2 : 1) áleit að svo væri
ekki og gaf Jakobi kjörbrjef ásamt Sveini. En það
var Jakobi sagt, um leið og hann tók við' brjefinu,
að það gilti að eins þangað til þing kæmi saman.
Peir umboðsmenn þeirra Jóns Magnússonai og Sveins
Björnssonar mótmæltu allir kosningunni og skutu
máli sínu til Alþingis, en umboðsmennirnir voru
fjórir, tveir fyrir hvorn frambjóðanda : Pjetur Magn-
ússon lögfræðingur og Pjetur Zophoniasson rithöf-
undur fyrir Jón, en Björn Pálsson yfirdómslögmað-
ur ög Sigurður Jónssson barnakennari fyrir Svein.
Ljetu þeir bóka þau mótmæli í kjörbókina, að margir
hefðu við kosninguna greitt atkvæði, sem ekki hefðu
kosningarrjett. Og er yfirkjörstjórnin athugaði þetta,
eftir bendingu þeirra, bókaði hún í kjörbókina, að
hún hefði fundið á kjörskránni nöfn 15 manna, sem
taldir væru að hafa greitt atkv., en hefðu enn ekki
náð kosningaraldri. Jakob Möller hafði einnig mót-
mælt gildi kosningarinnar meðan ósjeð var, hvernig
yfirkjörstjórnin liti á vafaseðlana, en lýsli því yfir,
er hann fjekk kjörbrjefið, að hann tæki þau mót-
mæli aftur.
Bæta má því við, að gamlir og mikilsmetnir lög-
fræðingar hafa sagt, að ekki geti annað komið til
mála, en að þingið dæmi kosninguna ógilda, því