Dagur - 17.12.1919, Side 2

Dagur - 17.12.1919, Side 2
112 DAGUR. áður hefði það jafnan bygt dóm sinn á því, er það dæmdi gilda gallaða kosningu, að enda þótt ágalli sá, sem yfir var kært, hefði átt sjer stað, þá breytti þetta ekki úrslitum kosningarinnar. En hjer er það augljóst, að þar sem að minsta kosti ’15 menn, sem ekki eru atkvæðisbærir, hafa verið látnir kjósa, þá geta atkv. þeirra hafa ráðið úrslitum, þar sem aðeins er um 5 atkv. mun að ræða hjá frambjóðendunum.* Símfregnir. Rvík u'/i2. Inna.nla.nds. Eftirtekt vekur nýútkominn bækl- ingur Jóns Dúasonar, er heitir »Gullmál íslands- banka*. Telur Jón á skorta löglega gulltrygging. Innanlandsdýrtíð stafi að talsverðum mun af oflítilh seðlaútgáfu bankans. Gengismunur orðinn gífurleg- ur. Ser'lahandhafar eigi heimting á gullinnlausn; gull upphefji gengismun í viðskiftum erlendis. Bankinn megi hinsvegar ekki missa gullið. Landsstjórnin verði að bjarga bönkunum með bráðabirgðalögum, er gera feeðlana óinnleysanlega. Björgunin eigi að kosta hindrunarrjett íslandsbanka til seðlaútgáfu. Bráða- birgðalög þegar útgefin og útflutningsbann á gulli. Sú björg nægir'til þings. Þingið kemst ekki fram hjá málinu. Utlönd. Þjóðverjar vilja að sjerstök nefnd fjalli um Scapaflóamálin. Tvíveðrungur Bandaríkjanna gagnvart bandamönnum talinn stafa af bandalags- stofnun Englands, Frakklands, Ítalíu og Belgíu. (Frjettariiari Dags, Rvik.) Bókmentafjelagið. Bækur þær, sem fjelagið gefur út í ár, eru auk Skírnis, Lýsing íslands, þriðja bindi, 3. h., eftir t*. Th., íslendingasaga þriðja bindi 3. h., eftir Boga Th. Melsteð, Safn til sögu íslands og Brjefabók Guðbr. biskup Rorlákssonar, 1. hefti. Bækurnar kosta 10 krónur fyrir fjelagsmenn næsta ár. »Tíminn« stækkar um næstu áramót, verður í sama broti og »Lögrjetta og tölublaðafjöldinn að minsta kosti 60 á ári. F*á fer að birtast í blaðinu einhver frægasta saga eftir stórskáldið Hall Caine og heitir: Borgin eilifa. Argangur blaðsins verður seldur fyrir kr. 7,50. Samvinnuskólinn var settur 8. nóv. Starfar hann í Iðnskólanum, þar til hið nýja hús sambandsins á Arnhóli verður full- gert, sem niun verða upp úr nýjárinu; verður þá skólinn fluttur þangað. Aðsókn ao skólanum er mikil, Clemencau, fórsætisráðherra Frakka, hjeit nýlega ræðu í Strass- burg um horfurnar í Frakklandi. í ræðu þessari tók hann meðal annars fram um verslunarmálin, að leggja yrði áherslu á viðgang samvinnuhreyfingarinnar til I eflingar almennri velmegun. Til eru íslenskir menn, sem þrástagast á því, að samvinnuverslun eigi ekki að nefna í sambandi við pólitík. Yfirráðherra Frakklands er sýnilega á annari skoðun í því máli. Hvítárbakka hefir Sigurður Rórólfsson skólastjóri selt Davíð þorsteinssyni á Arnbjarnarlæk. Kaupverðið sagt 50 þús. kr. og er það tilskilið að skóla verði haldið þar áfram. Sigurður hefir rekið þar skóla í 18 vetur á næsta vori, en verður nú að hverfa frá því starfj vegna ýmsra erfiðleika og bilaður á heilsu. Alþingi er sagt að verði kvatt saman 5. febr. n. k. Lög síðasta þings hafa öll verið staðfest af konungi í síðustu utanför forsætisráðherrans. 100 austurrísk börn, ef ekki fleiri, eru væntanleg hingað til íslands inn- an skamms. Neyðin í Austurríki er hörmuleg og ligg- ur ekki annað fyrir fjölda barna þar en hungurdauði, Til jólanna fæst í 'MF" Kjöt, nýtt ogsaltað, Rúllupylsur, Smjör, Kæfa, Gráða- ostur, Mysuostur, Mjólkurostur ýmsar tegundir, Smjörlíki, Saft í flöskum, ÁVEXTIR niðursoðuir, svo sem; Ananas, Perur, Aprikósur, Plómur, Hindber, Epli, Ferskjur. Enn- fremur Citron, Möndlu og Vanilledropar, Ávaxtalitur, Fisk- soya, Kjötsoya, Sósulitur, Búðingaduft, Eggjaduft, Borð- salt, Carry, Sennep, Ansjósur, Sardínur, Leverpostei, Gaff- elbider, Laukur, Kartöflur o. m. fl. Earlmanna- unglinga- og drengjaföt — einnig sjerstakar buxur ■— l-a-n:g-f-i-ö-l-b-r-e-y-t-t-u-s-t o-g ó-d-ý-r-u-s-t í „HAMBORG“. S ö 1 u b ú ð Kaupfjelags Eyfirðinga verður lokuð 1. til 22. jan. n. k. vegna vörukönnunar. Pennan tíma verða alls engar vörur afgreiddar. Akureyri 16. desember 1919. FJ ELAGSSTJ ÓRNIN. ef ekki er hjálpað. í utanför forsætisráðherra var far- ið fram á það við hann, að ísland tæki þátt í hjálp- inni á þann hátt að hópur barna yrði fluttur hingað til uppfósturs. Forsætisráðherrann símaði um þetta til Reykjavíkur. Rar var nefnd selt í málið og er Kristján Jónsson háyfirdómari formaður hennar. Mál þetta fjekk þegar góðar undirtektir og voru 150 til- boð um barnatöku komin til nefndarinnar fyrir nokkr- um tíma. Ágætir illlarkambar, fínir og grófir, einnig Borðvaxdúkar, Afarmikið úrval af gríðarstórum PAKKKÖSSUM, misjafnlega þykkir. ágætir til að sníða úr, fást í „HAMBORG“. á vefnaði frá námsskeiði Heimilisiðnaðar- fjelags Norðurlands verður haldin í Pósl- húsinu (uppi), sunnudaginn 21. þ. m. frá kl. 11. f. h. til 8. síðd. ótal sortir, nýkomið í „HAMBORG“. Akureyri 11. des, 1919. Stjórnin. Prentsmiðja Björns Jónssonar,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.