Dagur - 27.04.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 27.04.1920, Blaðsíða 1
DAGUR ktmur úí á hverjum þriðjudegi. Kosiar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLU og innheimtu annast ritstjórinn. Heimilisfang blaðsins fyrst um sinn i Kaupfclagi Eyfriðinga. III. ár. Til lesenda. Með þessu tbl. hefir Dagur göngu sína á ný. Hann hefir, eins og les- endurnir sjá, notað hvíldina, til þess að færast í aukana. Vonast hann nú eftir’ að geta komið í þessari stærð vikulega framvegis. Um stefnu blaðsins skal fátt eitt sagt. Pess má þó geta, að stefnan verður eftir þeim höfuðleiðum, sem markaðar eru á stefnuskrá þeirri, sem Tíminn hefir birt. þó skuldbindur Dagur sig ekki, til þess að vera Tímanum sammála í öllum einstökum atriðum. F*að hlýtur að reka að því á landi hér, að þjóðin komist stjórnarfarslega á réttan kjöl. Að tveir höfuðflokkar sæki og verji málin hvor gagnvart öðrum. Annar, sem sækir fram, og hinn, sem heldur aftur af. Hvor fyrir sig á ský- lausan réft á sér. En um það verður jafnan barist, hvar sett skuli takmörk framsókn og íhaldi í hverju máli. Hvert einstákt mál getur ekki til laug- frama skift mönnum í heilsteýpta flokka. A hverju máli fyrir sig, sem um erdeilt, eru tvær hliðar. Horfir önnur til fram- sóknar, hin til íhalds. Hugarfarslegur skyldleiki hlýtur því að ráða mestu um það, hvernig menn skipa sér í flokka. Dagur vill vera _þeim megin, sem sótt er fram á hóflegan hátt til hag- sældar allri þjóðinni, andlegs þroska og siðbetrunar. Dagur vill ekki, frekar en verið hefir, samþýðast þeim mönnum, sem líta svo á, að einstaklings framtak hljóti altaf að verða háð einstaklings hags- munum. En hann vill skipa sér undir merki þeirra manna, sem líta svo á, og vinna satnkvæmt því, — að einstaklings framtak og almennings hagsmunir geti farið saman. Um fram alt vill Dagur hlynna að allri samvinnu, sem horfir til heilla fyr- ir þjóðina. Ekki eingöngu samvinnu þeirra manna, sem vegna svipaðrar að- stöðu geta þá frekar, með sameinuðu átaki, velt þungum steinum, heldur einnig þeim flokkum manna, sem virð- ast þurfa að sælcja hlut sinn Itvor und- ir annars vopn, eins og nú er málutn skipað. Má þar ti! ncfna verkamenn og viunuveitendur. Dýrtíðin vex jafnt og Jaétt Hún er eins og kapplilaup, þar sent ekki má á Akureyri, 27. apríl 1920. 1. blað. milli sjá hverjir fram úr komast, þeir sem vörur seija eða vinnu eða hvað sem er af því, er þjóðin þarf sér til lífsuppeldis. Verkalýðsbyltingar fara eins og stormar um löndin, og hrífa þetta litla ríici með inn í öngþveiti ver- aldarinnar. Viðskiftamál og samgöng- ur þjóðarinnar komast á ringulreið. Viðskiftanefnd er skipuð, til þess að forða þjóðinni frá fjárhagslegum voða. Menrt munu sjá, að það skiftir ekki litlu, hversu þjóðin verður við þeim vanda, sem aftur og aftur berst henni á hendur. F*egar skip er í sjávarháska, getur aldrei farið vel, ef hver og einn skipverja hugsar mest um það, að bjarga sjálfum sér, hvað sem hinum líði. Gildir það jafnt um þá, sem eiga að sjá um seglfesiu og stjórn og hina, sem standa í austri. F’á þarf hver að standa fast í fætur, þar sem honum er skipað til verks, og gæta þess, að hvert handtak notist fyllilega, ekki eingöngu honum sjálfum til bjargar, heldur skip- inu og öllum skipverjum. Nú er að inörgu líkt á komið með íslandi, eins og slíku skipi. F*ví mið- ur virðist niargt benda á það í við- skiftum manna á milli, að of margir hagi sér eins og illa siðaðir skipverjar í sjávarháska. Of tnargir hugsa mest um það, að bjarga sjálfum sér hvað sem hinum líði, F*að ntá þó hver sjá, sem um það hugsar, að velferð lands- ins fellur hverjum einstakling þjóðar- innar beint eða óbeint í skaut, en þrot þess og fjármálavandræði korna að lok- bjarga sjálfum sér, heldur og þjóð sinni. F*etta vill Dagur geta gert mönn- um, ljósara en áður. F’essvegna getur hann ekki hylt neina þá baráttu fyrir hagsmunum einstakra flokka, sem ekki hefir fólgin í sér þessi skilyrði. Mörg fleiri verkefni eygir Dagur framunffan, en hirðir ekki um að telja fleira upp að sinni. Hann kveður sér til fulltingis alla góða menn, sem sjá hanjn, um það, að vinna að hverju góðu máli jjjóðinhi til heilla. Útgáfa blaða hér á landi er ekjki gróðafyrirtæki, eins og þeim er bezt kunnugt, sem að því standa. Einstakir menn styrkja blöðin meira og minna með framlögum úr eigin vasa. F’að eru vinsamleg tilmæli Dags til altra, sem sjá hann, að þeir styrki hann 'á þann hátt, að%aupa hann sjálfir og út- breiða. Mertn kveinka sér við, sem von er, að gjalda stótar upphæðir fyrir hvert blað. Afleiðingin er sú, að fleiri blöðum er troðið upp á hvern ein- stakling, því þann dýrtíðarhalla, sem blöðin líða við lágt blaðaverð en háan tilkostnað, leitast þau við, að vinna upp rneð kaupendafjölda. »Dagur« væntir sér styrks á einn og annan hátt þeirra manna, sem líta svo á, að samvinnustefnan og hófleg fram- sókn í stjórnmálum þurfi að eiga mál- svara hér norðan lands. Gleðilegt sumar. til þess að sætta sig við slíkt sleifarlag á póstflutningi. Engin lög eða reglugerðir veita trygg- ing fyrir því, að bætidur á póstleiðinni veiti póstinum allan þann greiða, sem hann þarfnast. Pví síður tryggja nokk- ur lög, að hey fáist, þar sem það er ekki til. Póstunum sjálfum er ætlað að ráða fram úr um ferðir sínar. Hér þarf auðsjáanlega að búa betur um hnúta. Norðlendingar sætta sig ekki við það, að póstgöngur falli að mestu niður upp úr þurru. Póststjórnin, sem að sjálfsögðu ber ábyrgð á þessum tnisfellum póstgangn- anna, verður að sjá um, að póstarnir tryggi sér nægtir heys á leið sinrii þeg- ar á haustnóttum. Tryggja mætti á lö'glegan hátt, að kaup fetigist 'á heyi á póstleiðinni eða i grend við hana strax á haustin. Væri það mun aðgöngubetra, en að láta það vera undir höppum og glöppum kom- ið hvort hey fæst, þegar vetur sverfur að. Líkur eru til þess, að pósthestarn- ir þurfi að vera betur trygðir, en úti- gangshross Skagfirðinga. Annar kostur er sá, að flytja hey lengra að, jafnvel af öðrum höfnum, að trygðri launaviðbót,- sem samsvarar þei«n kostnaði. Mætti þá svo fara, að póstur kæmist að betri kjörurn um fóðr- un hesta á leið sinni, seni kostar nú 3 krónur á dag fyrir hestinn, þegar það fæst. Norðlendingar vænta þess, að fyrir, það verði girt, að slíkar tnisfellur sem þessar komi fyrir framvegis. Ódýra kaupafólkið. um niður á öllum. Dagur vill, ef hægt væri, ýta við ábyrgðarmeðvitund manna. Háim teldi sig ekki fara erindisleysu til lesenda, ef einhverjum yrði þá Ijósara en áður, að hann er einstaklingur þjóðar, sem öli þarf að bjargast, og að hann ber fulla hlutdeild i ábyrgðinni fyrir því, að það takist. Hverjum einstaklingi þarf að verða það Ijóst, að hvert verk, sem unnið er, hefir í sér fólgið meira eða minna af hag eða óhag allrar þjóð- arinnar, eftir því hversu ti! þess er stofnað. Framkoma hvers nianns og verk hans, verka um óravegu í þjóðfé- laginu, hvort Iteldur hatin etur afli við stórsjóa eða brýtur inoldina til rnergjar, Pað er skylda hvers manns, að standa fast fyrir, þar sem honum er skipað til verks og láta hvert handtak notast vel. Ekki nteð það eitt íyrir augum, að Póstgöngurnar. Þau undur hafa komið fyrir, að vest- anpóstur Itefir farið með bréfatösku á sleðakríii aftan í sjálfum sér vestur sveit- ir, en blöð og böglar hafa safuast fyrir bæði hér og í Húnavatnssýslu og ekki fengist flutt. Eftir sögusögn póstsins sjálf, er or- sökin sú, að hey handa pósthestunum sé ófáaulegt í Skagafirði. Blaðið íslendingur lætur þó allvel yfir ástæðum Skágfirðinga og fleiri, sem þykjast vera kunnugir vestur þar. Pessu tvennu ber ekki vel saman. þvi miður er hbett við, að póstinum sé ekki neitað um hey að ástæðulausu. Vetur ltefir verið með afbrigðum harð- ur í Skagafirði. Ettgan mun furða á því, sem veit hvað heyskortur er samfara hörðu vori, þó Skagfirðingum sé sárt um hverja tuggu, Hinsvegar gefui' það ekki ástæðu, Svo var nafn á stnágrein í »Verka- manninum*, sem kom fyrir sjónir manna 1. apríi s. 1. Efni hennar var að skýra frá dönsku fólki, sem að tilstuðlan Búnaðarfélags íslands kæmi hingað til lands með vor- inu, til þess að ráða sig í kaupavinnu, jafnframt því sem það ætlaði sér að kynnast búnaðarháttunum. Kaup þess yfir tjögurra mánaða tíma væri 400 kr. handa karlmanninutn en 250 kr. handa stúlkunni. Jafnframt var þess getið, að það værl tutlugu talsins. Mátti eins og finna einhvern feginleik hjá blaðinu yfir því, hversu fátt það hafi orðið, því að það bætir við: »Það er því ástæðu- laust fyrir verkafólkið að slá af sann- gjörnunt þaupkröfum.* Og ennfremur: »enda kváðu bændur vera farnir að bjóða kaupakonum 60 — 75 kr. á viku«. Hvað meinar blaðið með »sanngjörn- um kaupkröfum«? Telur það kaupgjaklið orðið sattn-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.