Dagur - 27.04.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 27.04.1920, Blaðsíða 3
ÐAGUR. 3 Úti á þekju. Hversu löng er eilífðin? \Æfinfýri eift gefur hugmynd um það eitthvað á þessa leið: »Á takmörkum veralda er afarsfórt bjarg. Einu sinni á hverri öld kemur smáfugl, og brýnir nef sitt á bjarginu. Regar fuglinn hefir á þenna hátt eytt bjarginu upp til agna, er liðið eitt augnablik af eilífðinni.« Fleiri spurninga má spyrja. Er þroska mannkynsins sett takmörk? Ef svo er, hversu langt verður þroskaskeiðið? Slíkar spurningar getum við hrópað út í djúp þagnarinnar. En við fáum að líkindum aldrei svar — hérnamegin. Er ekki skammsýni mannanna og hjarta- kuldi eins og afarstórt bjarg á takmörk- um veralda, þar sem smáfugl brýnir nef sitt einu sinni á hverri öld? Ef til vill er samlíkingin hæpin. Hitt er þó víst, að hægum skrefum fer mannkynið á þroskabrautinni. Fyrir tæpum tveim þúsundum ára fæddist Jesús Kristur í Betlehem. Hann er sú persóna, sem ber hæst fyrir sjón- um okkar kristinna manna. Ljóma him- insins slær um hann. Sál hans er krist- alstær. Hjarta hans fult af óendanleg- um kærleika. Faðmur hans hvíldarstaður þreyttra og þjáðra. Hann greip inn í líf mannkynsins, til þess að lægja storma ástríðu og ofsa í inannsálunum. Hann kom, til þess að kenna okkur að Iifa saman og hjálpa hvor öðrum. Hann kom, til þess að bregða birtu yfir samúðar og kærleiks- gildi lífsins. Hann kom, til þess að stofna guðsríki á jörðu. Á öllum öldum síðan hefir erindi Krists verið rekið. Stundum afskræmt í þjónusíu eigingirni og lasta. Oft hefir það verið rekið af alúð, oftar áf skin- helgi. Enn í dag saurgast nafn hans og minning á vörum milljóna manna, — saurgast af skinhelginni. Og hvert et þá erindi hans orðið? Þeim, sem nokkuð hugsa um ástand- ið í heiminum núna, getur ekki dulist, að á síðustu árum hefir meir og meir sigið á ógæfuhlið fyrir mannkyninu. Aldrei hefir þvílíkum sorta lostið yfir heiminn. Ramskorðaðar þjóðfélagsbygg- ingar leika á reiðiskjálfi. Er það fjar- stæða, að láta sér detta f hug, að bráð- um muni hámarkinu náð, og að kvöldið fyrir dag hirtingarinnar muni mannkynið örmagnast undir ofurmagni eigin synda? Vitrir menn hafa sagt, að veröldin skjálfi nú í fjörbrotum efnishyggjunnar. Margt bendir á, að hún eigi enn langt líf fyrir höndum. Enn virðast íbúar Jarðarinnar leggja langmesta áherzlu á það, að hrifsa hvor úr annars höndum svo kðlluð veraldleg gæði. Ekkert virð- ist hafa jafnmikið gildi fyrir sjónum manna sem alls nægtir matar, skraut og prjál, Og digrir sjóðir. Um þetta er togast af blindu kappi, Minni áherzla lögð á, að afla þess með eigin höndum, en að hrifsa það til sín með brögðum og ofurkappi í viðskift- unum. Fleiri og fleiri kappkosta að lifa á annarra fyrirhöfn. 'Sú stetna íer í vöxt hjá verkalýðnum, að heimta svo hátt kaup, sem frekast er hægt að fá með itlu eða góðu og jafnframt, að vinna sem minst. Undantekningarlítið okra allir af fremsta megni á öllu, sém þeir selja. Gildir það jafnt um allar stéttir. Menn munu hafa á reiðum höndum afsakanir fyrir öllu því versta, sem fram kemur í fari manna nú á dögum. Menn munu kenna óstandið hagsmuna og réttinda ráni vissra stétta. Undirokun lægri stéttanna svo kölluðu, og mein göllum á stjórnarfari þjóðanna. En með því er ástandið ekki skoðað ofan í kjölinn. Hagsmunarán og undirokun getur ekki átt sér stað nema þar, sem vondir menn eru og illa innrættir. Undirrótin er skammsýni mannanna og vonska. Frumorsökin sú, að þeir hafa magann fyrir guð sinn, og meta meir sjóði en sáluhjálp. Efnishyggjunni verða ekki brugguð banaráð, fyr en menn koma alment auga á æðra lífsgildi, en það, sem nú er hylt. En hvernig má það verða? Eg sé í fljótu bragði eitt ráð. Við þurfum að verða kristnir. Ekki til neins að treysta því lengur, að prestarnir kristni fólkið. Rað er verk, sem er þeim ofvaxið. Hver og einn verður að kristna sjálfan sig. Ef til vill verður hér í blaðinu við og við talað »úti á þekju«. Akureyri. Samsöngur. Ein stoð rann undir Berklaveikrahæli Norðurlands fyrra mánudagskvöld. Sungu 1S karlar 12 lög undir stjórn Magnúsar Einarssonar fyrir troðfullu samkomuhúsi bæjarins. Geislastofan. Fyrir sérstakt atfylgi herra Steingríms læknis Matthíassonar er Geislastofan í sjúkrahúsinu her þegar stofnsett og starfrækt. Nokkrir sjúklingar hafa ieitað þangað. Læknirinn keypti áhöldin nú í síðustu utanför sinni. Kveður hann, að enn þurfi fé að safnast til muna, til þess að gera mönnum Iéttara fyrir um þessa læknishjálp. Pörfin brýnust þar sem stendur. Starfrækslukostnaður mjög hár en óumflýjanlegur. Berklaveikrahælið lengra framundan. Hér kallar dagleg þörf um, að geta notfært sér þá um- bót, sem þegar er fengin. í samgönguleysi og sjúkdómafári munu þeir bezt skilja, sem fá hér bót meina sinna, hvílíkt hnoss okkur er í hendur komið. Þjóðin þarf að stefna að því meir og meir, að létta mönnum byrðar sjúkdómanna, sem eru þyngstar allra byrða fyrir utan vonda samvizku. Hjónaefni. Ungfrú Sigurlaug Hallgrimsdóttir og herra Brynleifur Tobtasson ritstjóri. Póstmeistarinn hér á Akureyri hr. Friðrik Möller lætur nú af starfi eftir 38 ára þjónustu við góðan orðstír. Embættið er veitt hr. Guðmundi Bergssyni fyrrum póstmeistara á ísafirði. Skákþing hefst hér í bænum laugardaginn 1. maí n. k. að tilhlutun skákfélags Akur- eyrar. Öllum er heimill aðgangur til þess að horfa á. Sjá Auglýsingu hér í þlaðinu, Símskeyti. Rvík, 27. apríl. Bandaríkin selja Pjóðverjum stórmikið af matvælum. Hafnarverkfall heldur áfram í Danmörku. Fjármálafundur í Lundúnum. Koma þar saman fulltrúar banda- manna og hlutleysingja. Bandamenn geta samið sérfrið við Bolsevika.- Bandamenn veita Rjóðverjum skuldgreiðslufrest, en heimta af- vopnun þeirra. Innflúenza mannskæð íEnglandi. Sóttvarnarnefnd Reykjavíkur held- ur uppi vörnum gagnvart útlöud- um. Peningakreppan aegileg. Bank- arnir flytja ekkert milli landa um stundarsakir. Kaupsýslumeun syðra og vest- anlands skilja alvöru tímanna, og þola innflutningshöftin. Athugasemd. í skeytum í dag segir að inflúenzan sé mannskæð í Englandi, og sóttvörn- um sé haldið uppi í Reykjavik gagnvart útlöndum. Hins vegar er vörnum innan lands hætt af hendi sóttvarnarnefndar- innar, en éinstökum landssvæðum leytt að verjast. Með Sterling síðast var svo sótthættan flutt eins og önnur vara á hafnirnar hér norðan lands. Viðbún- aður gegn henni ekki sem skyldi, nema á Akureyri og i Húsavík, að sögn. Einstökum landssvæðum verður vitan- lega ókleyft að verjast, þegar hættunni er neytt upp á menn. Læknar og sýslumenn norðan lands verða að mótmæla kröftuglega slíku at- hæfi. Menn sjá í kostnaðinn við sótt- varnirnar, en hvað hostar viku til þriggja vikna verktap allra Norðlendinga, og ef til yill nokkur dauðsföll? Er nokkur trygging fyrir þvf að veikin verði væg? á Suðurlandi. 3,1 hiti á ísaf., minni annarst. Hvergi frost. S. A. hláka í Færeyjum með 6,6 hita. Miðv.d. Loftvog stöðug; næstum jafnhá alstaðar. Regn á N. A. landi. Stilt veður. Austlægur á S. og .A. landi. S. A. hláka í F., 6,1 hiti. Fimtud. Loftvog næstum jafnhá. Einna hæst á S, V. landi. Stígandi á N. landi. Hæg vestl. átt. fslaust fyrir Norðurlandi, nema hrafl við Horn, en skip hafa siglt utan við það. ' Logn í F., en regn og 3,0 hiti. Föstud. Loftvog lægst fyrir vestan land, og alstaðar fallandi nema á Aust- urlandi. Byrjandi austanátt á S. V. landi. Minstur hiti á ísafirði 2,0. Litlu meiri annarstaðar. N. V. gola í F., 5,1 hiti. Laugard. Loftvog lægst fyrir S. A. land og alstaðar fallandi. Snarpur N. A. vindur á Austurlandi. Hríð á Seyð- isfirði. Stilt veður annarstaðar. Sunnan stinningskaldi í F., 7,0 hiti. Sunnud. Vantar. Mánud. Loftvog hæst fyrir N. V. land. Snörp norðangola með frosti á Norðurlandi. Minstur hiti á Grímsst. 2,5. Logn í Færeyjum. Alskýjað. Hiti 2,7. Færeyjahlákan fyrri hluta þessarar viku og síðari hluta næst liðinnar viku náði aldrei hingað. Enn er tíðin hin óstiltasta og sér ekki fram úr. Illar fréttir berast nú að um felli. Úr Steingrímsfirði er skrifað: »Vetur hinn langþyngsti og gjafamesti sem komið hefir um 30 ár eða lengur. Bændur í nærsveitunum fella fé og hesta til muna nú þegar.* Allvíða er nú bjargarþrot handa mðnn- um og skepnum. Óáran í náttúrunni, og mönnunum lætur sverfa til stáls. Nú reynir meir á drengskap og dugnað okkar, en verið hefir um langan aldur. Þessir tímar verða prófsteinn á okkur um það. hvort viðgöngum á guðsvegum. Úr öllum áttum. Fjárskaðar urðu talsverðir á Hólsfjöllum í stór- hríðunum eftir páskana. Talið, að um 200 fjár alls hafi farist á ýmsum bæjum. lslaust er nú talið við land nema hrafl við Horn. Skip hafa sigll fyrir utan það. Skiptapar. Aðfaranótt þriðja í páskum sukku 2 vélbátar á Ólafsfirði. Tjónið metið um 36 þúsundir króna. Tíðarfarið. Á hverjum degi eru birtar veðurat- huganir, sem gerðar eru í Vestmanna- eyjum, Reykjavlk, ísafirði, Akureyri, Grímsstöðum, Seyðisfirði og Þórshöfn í Færeyjum. Hér fer á eftir útdráttur úr þessum athugununi s. I. viku. Athuganir frá Vestmannaeyjum vanta. Þriðjud. Loftvog næstum jafnhá al- staðar á landinu ; einna lægst fyrir sunn- an land, Milt og stilt veður, Austl. Látnir. Á sumardaginn fyrsta andaðist hér á sjúkrahúsinu Fr.'mannía Kristjánsdóttir fyrrum bónda á Nýhóli, Hólsfjöllum. Hún dó af afleiðingum kviðslits og garnaflækju. Uni líkt leyti andaðist eftir langar og miklar þjáningar Hólmsteinn Kristjánsson á Gautlöndum við Mývatn. Góður dréngur og vel gefinn, en ógæfumaður. Kaupfélag nýstofnað í Reykjavík. Hafa þegar gengið í það 300 manns. Formaður Héðinn Valdimarsson. Alþýðubl. frá 8. marz.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.