Dagur - 27.04.1920, Side 2
2
DAOUR.
gjarnt, þegar það er t. d. 60 — 75 kr.
á viku fyrir kvenmann?
Var tilgangurinn með þessari smá-
grein að gefa verkafólkinu, eða aðallega
kvenfólkinu, leiðbeiningu í því, hvað
sanngjarnt kaupgjald væri?
Blaðið eitt mun senmlega vita, hver
tilgangurinn var.
En hafi hann verið sá, sem mörgum
mun hafa flogið í hug, að með því
væri verið að gefa bendingu um, .hvað
sanngjarnt kaupgjald ætti að vera til
sveita á komandi sumri, þá má álíta,
að betra hefði verið, að það greinar-
korn hefði aldrei séð dagsins Ijós. Rví
að mörgum mun tæplega finnast þetta
sanngjarnt sem nokkuð þekkja til sveita.
En af kaupstaðarbúa mátti vel búast
við þessu og þvílíku.
t*að skal kannast við, að til geta verið
þeir stórbændur, sem mundu þola að
borga kaupakonum vinnu þeirra þessu
verði, án þess að rýra með því efni
sín. • En út frá því má varla ganga,
ef réttur mælikvarði á að finnast fyrir
>sanngjörnum kaupkröfum«.
Miljónafélag stendur sig t. d. betur
við að greiða þúsund króna kaup, en
stofnun, sem hefir í veltu einungis ein-
ingar þúsunda. Og þó getur kaupgjald
verið ósanngjarnt, þótt miljónafélag eigi
í hlut.
Pað vsrður sennilega eitthvað annað
en of sanngjarnar kröfur í viðskiftalífi
þessarar þjóðar, sem valda drepi í þjóð-
arlíkamanum. Því virðist ástæðulítið
að brýna þessháttar vanhyggju fyrir
einstaklingunum. Nokkru nær réttu lagi
mundi þykja farið, ef reynt væri að
sýna einstaklingunum og sanna, hversu
skaðlegt er fyrir þá að gera of háar
kröfurnar.
F*að er þræðing hins gullna meðal-
vegar, sem á ætíð að vera markmiðið,
en ekki kúgun vegna neyðar. Sama á
að eiga sér stað milli kaupafólks og
húsbænda, vinnuveitenda og vinnuþiggj-
enda.
Verði þetta haft hugfast eigi síður af
hálfu vinnuþiggjenda, en þeim, sem
vinnuna veita, má búast við að sá verði
ávöxtur framtíðarinnar, að kaupa- eða
verkafólkið þurfi eigi að bera kvíðboga
fyrir, að því verði bolað frá atvinnu,
en sókst eftir annara þjóða fólki, ein-
göngu fyrir það, að það reynist sann-
gjarnara i öllum kröfum.
Og það ætti að vera ólíkt meira
gleðiefni hverjum góðum manni og
konu að stuðla að því, að fjöldi út-
lends, óbreytts verkafólks hér á landi
fari ekki fram úr því sem nú er orðið,
heldur en að vekja stéttaríg, sundur-
lyndi og óánægju meðal landa sinna.
Sá, sem ekki saman safnar, hann
sundur dreifir.
Og sá, sem reynir að koma inn kala
á milli vinnuveitenda og verkafólks,
hann leiðir af sér þá þjóðfélagsbölvun,
sem seint verður bætt.
E. G.
Sterling
kom s.I. sunnudagskvöld. Fór aftur
í gærkvöld. Með skipinu komu um 30
farþegar. Sóttvarnarráðstöfunum beitt
við afgreiðslu skipsins. Með skipinu
tpku sér far npkkurir Akureyringar.
t
Jón Kristjánsson.
Pann 18. nóv. s.l. andaðist að Fremsta-
felli í Kinn Jón Kristjánsson áður bóndi
í Hriflu. Hann var fæddur í Fellseli í
Kinn 5. ágúst 1841. — Móðir hans
var Sigurbjörg Pálsdóttir frá Brúnagerði.
Var hann á uppvaxtarárum sínum með
henni á vist á ýmsum stöðum í austur
hluta S.-Þingeyjarsýálu. Pegar hann
komst sjálfur á legg, var hann í vinnu-
mensku á sömu slóðum, þar til árið
1876 að hann fluttist vestur til Kinnar
aftur, og giftist þá eftirlifandi ekkju
sinni, Rannveigu Jónsdóttur frá Gvend-
arst. Bjuggu þau hjón fyrst á Gvend-
arstöðum, svo á Hálsi og fluttust vorið
1882 að Hriflu, og bjuggu þar sína
búskapartíð upp frá því. — Rau áttu
3 börn er komust til fullorðins ára:
Friðriku Ijósmóður i Ljósav.hr., Kristján
bónda í Fremstafélli og Jónas kennara
í Reykjavík. Auk þeirra ólust upp hjá
þeim tvö börn Rannveigar af fyrra
hjónabandi. Vorið 1910 fluttust þau
að Fremstafelli til Kristjáns sonar síns,
og þar dó Jón eins og fyr er getið.
Jón var maður vel greindur að nátt-
úrufari, og drengskaparmaður> með af-
brigðum, svo eg heyrði til hans tekið
í þvi efni, þegar eg var barn að aldri
í annari sveit. En uppeldi hans var
með öðrum hætti en nú tíðkast. Atti
hann þar sameiginl. hlut með mörgum
samtíðarmönnum sfnum, þeim er líka
aðstöðu höfðu. Móðirin var e'in að
annast hann í uppvextinum, og hafði
ekki annað þeim til framfærslu en vinnu
sína. Var hún jafnan í vinnumensku,
og varð að vinna harf, til að hafa ofan
af fyrir sér. Vitanlega fór hann að
hjálpa til svo fljótt, sem kostur var á.
Tíu ára gamall gætti hann sauða á vetr-
um, stóð yfir þeim á heiðum uppi all-
ann daginn; hélt hann því starfi upp
frá því til fullorðins ára. Rað var hans
skóli. — Honum var ekki haldið til
bóknáms, náttúran var sú bók, sem
hann las í. Af þvf, sem hann sá í
kring um sig, lærði hann þau hygg-
indi, sem í hag koma. — Um tvítugs
aldur var hann nokkur ár samtíða ein-
um merkasta manni þess tíma, Jakob
Hálfdánarsyni. Hefir sá samverutími
haft mikil áhrif á þroska hans; voru
þeir fegðar Hálfdán og Jakob þeir menn,
sem hann talaði oftast um á elliárun-
um, eftir að minnið var farið að bila.
Þroski hans hlaut fyrst og fremst að
verða á sviði hversdagslegu starfanna.
Hann varð starfsmaður í fremstu röð;
vann verkin af jafn mikiili alúð, hvort
sem hann vann fyrir sjálfan sig eða
aðra. Hann vann vegna starfsins sjálfs.
Pegar hann fór að búa sjálfur, var hann
óskiftur við það starf, og komu hon-
um þar að haldi þau fræði, er hann
hafði numið í æsku, Hann var iðju
og hirðumaður meiri en alment gefist.
Efnahagur þeirra hjóna var þröngur
framan af, en að lokum voru þau kom-
in í allgóð efni á mælikvarða smá-
bænda. Lagði Jón meiri stund á að
bæta jörðina en alment var. Hann var
enginn útsláttarmaður og barst lítt á,
en við, sem þektum hann bezt, mun-
um ekki gleyma honum; hann var einn
af útvörðum sérstakrar nienningar, sem
sprottin var upp úr skauti íslenzkrar
náttúru. Pessir gömlu stofnar falla nú
hver af öðrum, og eftir fá ár verður
enginn til af þeirri gerð. En við, sem
vaxið höfum upp í skjóli þeirra, meg-
um ekki láta minningu þeirra niður
falla.
18/s 1920.
Konráð Erlendsson.
Aðalfundur
Kaupfélags Eyfirðinga var haldinn á
Akureyri dagana 8. 9. og 10. þ. m.
Fundarstjóri var kosinn Davíð Jónsson
hreppstjóri á Kroppi og varafundarstjóri
Árni Jónsson bóndi í Stóra-Dunhaga.
Skrifarar fundarins voru kosnir Hólm-
geir Porsteinsson á Hrafnagili og Bern-
harð Stefánsson á Þverá.
Fara hér á eftir nokkur atriði úr gerð-
um fundarins:
Reikningar. Framkvæmdarstjóri las
upp útdrátt úr reikningum félagsins fyr-
ir árið 1919 og gaf itarlegt yfirlit um
rekstur verzlunarinnar og hag félagsins
við árslokin. Voru reikningarnir sam-
þyktir í einu hljóði.
Skiftíng verzlunarágóðans. Tiilaga
frá félagsstjórninni, um að greiða fé-
lagsmönnum 11 % uppbót af ágóða.
skyldri vöruúttekt þeirra síðastl. ár, var
samþykt í einu hljóði.
Uppbœtur. Samþykt var, að hag
þeim, sem orðið hefir á prjónlesreikn-
ingi, sje varið að mestu til uppbóiar á
prjónlesinnlegg félagsmanna 1918 og
fyrri hluta árs 1919 þannig: Heilsokk-
ar kr. 1,20, hálfsokkar kr. 0,90, vetl-
ingar kr. 0.70.
Stofnsjóður. Stjórn félagsins kom
fram með tillögu um breytingu á 19.
gr. félagslaganna, þess efnis að félaginu
væri skylt að greiða félagsmanni, er
skift hefði við félagið samfleytt 15 ár,
stofnsjóðsinnstæðu hans eins og hún
var 31. des. 1919. Tillaga þessi var
samþykt nálega í einu hljóði.
Framkvæmdarstjóri R. N., Einar J.
Reynis, skýrði því næst frá því í snjallri
ræðu, hvernig stofnsjóði dönsku sam-
vinnufélaganna vaéri fyrir komið og
hvaða þýðingu það hefði fyrir félögin,
að sjóðurinn væri óuppsegjanlegur.
Stœkkun sölubúðarinnar. Fram-
kvæmdarstjóri K. E. skýrði frá fyrir-
hugaðii stækkun á sölubúð félagsins, og
samþykti fundurinn hana í einu hljóði.
Iðnaðarmál. Ungfrú Halldóra Bjarna-
dóttir flutti erindi um heimilisiðnað. í
sambandi við það kom fram svohljóð-
andi tillaga, er var samþykt í einu
hljóði.
Fundurinn skorar á kaupfélagsmenn
að styðja innlendan heimilisiðnað, bæði
með því að ganga í Heimilisiðnaðarfé-
lagið og á hvern annan hátt, er honum
getur að haldi komið.
Sambandið. Svohljóðandi tillaga
kom fram og var samþykt í einu hljóði:
Um leið og fundurinn vottar S. í. S.
ánægju sína og þakklæti fyrir viðskifti
liðinna ára, óskar hann eftir því, að
það taki til athugunar, hvort það sjái
sér ekki fært að stofna útbú á Aureyri
í nánustu framtíð.
Verzlunarútbú á Dalvik. Frumv. það
til reglugerðar fyrir útbú á Dalvík, er
áður hafði verið sent deildinni til um-
sagnar, var samþykt breytingalaust,
Jarðarför Frímanníu sál. Kristjáns-
dóttur frá Baldursheimi við Mývatn,
er Iézt hér á sjúkrahúsinu 22. þ.
m., fer fram frá sjúkrahúsinu laugar-
daginn 1. maí kl. 12 á hádegi.
Petta tilkynnist vinum og vandamönn-
um hinnar látnu.
Lárus f. Rist,
sjúkrahússtialdari.
Kosning starfsmanna. Benedikt Guð-
jónsson og Eiuar Árnason gengu úr
stjórninni, en voru báðir endurkosnir.
Sömuleiðis var varamaður í stjórninni,
Bergsteinn Kolbeinsson, endurkosinn.
Fyrsti endurskoðandi, Benedikt Ein-
arsson Hálsi, og 2. varaendurskoðandi,
Árni Jónsson St. Dunhaga, voru báðir
endurkosnir.
Til að mæta á sambandsfundi á næst-
komandi sumri voru kosnir: Stefán á
Varðgjá, Ingimar á Litlahóli og Einar á
Eyrarlandi. Til vara: Bergsteinn í
Kaupangi og Davíð á Kroppi.
Saklaus og góð skemtun
mátti það heita, sem nokkurir bæjarbúa
höfðu morgun einn fyrir nokkuru síðan.
Maður einn hafði veitt rottu í gildru
sína. Bar hann feng sinn fram á ís-
inn hér framundan bænum, og slepti
þar úr gildrunni. Síðan rak hann fórm
ardýrið á undan sér nokkuð langt fram.
Eftir það hljóp hann til lands. Áhorf-
endur vissu ekki gjörla, hvort nú mundi
lokið viðskiftum hans og rottunnar.
En krummar sáu sér hér leik á borði.
Komu fjórir þeirra og sóttu að rott-
unni sem ákafast, en hún varðist f dauð-
ans örvæntingu.
Pegar þessi ójafni leikur hafði stað-
ið nokkura stund, komu tveir strákar
til sögunnar, þótlust þcir ekki mega
missa af þessari skemtun, og hlupu
fram. 1 sama bili kom rottumaðurinn
og annar maður méð. Höfðu báðir
byssur og voru vígalegir. Strákaruir
hevrðu ekki aðvörunar-óp þeirra fyrir
garginu í hröfnunum. Létu þeir þá
skot fljúga í þvöguna. Krummar flugu
burt, og hitti skotið hvorki þá né
strákana.
Voru nú mennirnir spurðir, hvort
tilgangurinn hefði verið sá að egna fyr-
ir hrafnana, til þess að geta skotið þá.
Peir svöruðu, að eiginlega hefðu þeir
ætlað að bjarga rottunni.
Mörg gerast bjargráðin nú á tímum.
Eftir stundarkorn fanst rottan. Hún
hafði falið sig í snjónum á milli ísjaka.
Unnu þeir þá loks á henni með skoti.
Rotturnar gera hér mikinn usla eink-
um í eldri húsum, sem ekki standa á
háum múrgrunnum. Pær naga sundur
gólf og þiljur, og leika lausum hala um
húsin.
Pó rotturnar séu þær skepnur, sem
ekki verður komist hjá, að ofsækja og
drepa, má gera það á mannúðlegri hátt
en þann, setn hér hefir verið lýst. Er
þetta bending til dýraverndunarfélagsins
hér í bæ.
I næsta blaði
verður rætt um viðskiftanefndina og
andmælin gegn hen.ni,