Dagur - 04.05.1920, Side 1
DAÖUR
ktmur úi á hverjurn þriðjudegi.
Kostar kr. 4.50 til áramóta.
Gjalddagi fyrir 1. ágúst.
III. ár.
AFGREIÐSLU
og innheimtu annast ritstjórinn.
Heimilisfang blaðsins fyrstum
sinn á Spitalastlg 15 uppi.
Akureyri, 4,“Maí“1920
Viðskiftanefndin.
i.
Hinn 12. marz s.l. gaf stjórnarráð
íslands út »Reglugerð um innflutning
á vörum«. Var þá um líkt leyti skipuð
viðskiftanefnd, og mælir reglugerðin
svo fyrir, að engar vörur megi flytja
hingað til lands, nema að fengnu leyfi
nefndarinnar. Nefndin hefir heimild,
til að takmarka eða banna innflutning
til landsins á óþörfum varningi. En
óþarfar vörur teljast þær vörur allar,
sem að dómi nefndarinnar er óþarft að
flytja til landsins eftir þeim kringum-
stæðum, sem fyrir hendi eru i hverju
einstöku tilfelli. Viðskiftanefndin hefir
skrifstofu í Reykjavík og skipa hana:
L. Kaaber (formaður), Hallgrímur Krist-
insson, Jes Zimsen, Hannes Thorsteins-
son og Oddur Hermannsson.
Ressi ráðstöfun stjórnarinnar kom
nokkuð flatt upp á menn, og urðu
þeir misjafnlega við, sem vænta mátti.
Dagur vill nú leyfa sér, að gefa les-
endum stutt yfirlit yfir það helzta, sem
komið hefir fram á fundum og í blöð-
um hér nyrðra í garð stjórnarinnar út
af skipun viðskiftanefndarinnar. Er þá
fyrst til að taka, að Verzlunarmannafé-
lagið hér á Akureyri kvaddi til fundar,
og samþyktu félagsmenn ineð 56 at-
kvæðum gegn 2 svohljóðandi tillögu:
»Fundurinn mótmælir reglugerð stjórn-
arráðsins frá 12. þ. m. og kýs 7 manna
nefnd, til þess að koma mótmælunum
rökstuddum til stjórnarráðs íslands, og
til þess, ef mótmælin bera ekki árang-
ur, að vinna að því, að máiinu verði
komið í sem heppilegast horf.«
Degi er ókunnugt um það, á hvern
Iiátt nefndin hefir starfað, eða hvort
starf hennar hefir borið árangur. Við-
skiftanefndin stendur að minsta kosti
óhögguð.
Ennfremur er Degi það ókunnugt,
'nvort nefndin hefir komið augað á
nokkura leið, til þess að koma þessu
máli í sem viðunanlegast horf.
Kaupmanna- og verzlunarmannafélag
Siglufjarðar símaði mótmæli sín til
stjórnarráðsins, og fékk svar sömu leið
til baka, og teiur stjórnarráðið sér ekki
fært, að láta mótmælin hafa áhrif á
þessar gerðir sínar.
Plaðið Norðurlaud frá 10. þ. m.
minnist á reglugerðina. Telur það mik-
ið glapræði með henni framið og jafn-
framt brot á stjórnarskránni, þar sem
með reglugerðinni sé mælt svo fyrir,
að hver, sem fær innflutningsleyfi, greiði
VrVo at upphæð hvers vörureiknings,
án þess að sérstakt lagaboð heimili slíkt.
Ekki efast blaðið um það, að tilgangur
stjórnarráðsins hafi verið góður, er það
gaf út þessa fyrirskipun, en treystir því
fastlega, að reglugerðin verði fljótt num-
in úr gildi, þar sem það sé nú sýnt
og fullsannað, að hún nái ekki tilgangi
sínum.
Rrátt fyrir þessa fullyrðingu, reynir
blaðið ekkert, til þess að gera grein
fyrir því, hver tilgangurinn hafi verið.
Blaðið Fram á Siglufirði vítir harð-
lega þessa ráðstöfun stjórnarinnar. Tel-
ur blaðið enga þörf á því nú, að tak-
marka innflutning á nauðsynjavörum.
Kallar reglugerðina leyfisuppfyndingu,
sem enginn skiiji, til hvers sé. Enn-
fremur er í því blaði grein um máiið
eftir einhvern kaupmann. Lætur hann
í veðri vaka, að þessi tilskipun sé gerð
til þess að efla verzlunarstéttina í Rvík.
Blaðið Verkamaðurinn á Akureyri rís
öndverður gegn skipun viðskiftanefnd-
arinnar i grein, sem hann nefnir: »Is-
land fyrir Reykvíkinga«. Er þeirri skoð-
un þar mjög á lofti haldið, að sé
viðskiftanefndin ekki til þess skipuð,
þá muni hún hafa þau ein áhrif, að
hlaða undir kaupsýslumenn í Reykjavík,
en íþyngja öllum kaupsýslumönnum
öðrum. Reynir blaðið að gera
viðskiftanefndina tortryggilega vegna
þess, hvernig hún sé skipuð, og telur
hana verða, til þess að styrkja hina ríkj-
andi stefnu síðari ára: »ísland fyrir
Reykvíkinga*.
Yfirlitið verður þá svona: Verzlunar-
mannafélag Akureyrar mótmælir reglu-
gerðinni, en kýs jafnframt 7 manna
nefnd, til þess að leita að og bera fram
þær röksemdir, sem mótmælin eiga að
hvíla á. Slíkar röksemdir gátu vitan-
lega ekki verið fyrir hendi, þar sem til-
gangur stjórnarinnar með skipun nefnd-
arinnar var mönnum ókunnur. Aðferð-
in er því, að fella fyrst dóminn, og
leita síðan að dómsástæðum.
Blaðið Norðurland telur það sýnt og
fullsannað, að reglugerðin nái ekki til-
gangi sínum, án þess þó að gera grein
fyrir því, hver tilgangurimi hafi vérið,
Blaðið Fram viðurkennir að það
skilji ekki, til hvers þessi ráðstöfun sé
gerð, en mótmælir henni þó kröftug-
lega.
Blaðið Verkamaðurinn notar þetta
tækifæri til þess að vekja æsingu bæjar-
búa gegn Reykjavík. Kennir þar ósvik-
innar hreppa-pólitíkur.
Blaðið íslendingur eitt tekur með
varúð í málið og skynsamlega. Telur
þörf á því, að kynna sér ástæðurnar
fyrst, áður en stjórnin sé vítt.
Ef til vill mun lesendum Dags virð-
ast í fljótu bragði, sem hér muni vera
hörgull á skynsömum mönnum. En við
nánari athugun munu þeir sjá, að svo
þarf ekki að vera. í skipun viðskifta-
nefndarinnar blasir við hagsmunaskerð-
ing einstakra flokka. Þau kaun eru
flestum sár, og getur hver stungið
hendinni í sinn eigin barm. Tilfinning-
ar fara þá með menn í gönur, og þeir
koma skynseminni ekki fyrir sig.
Hinsvegar er þó ástæða til þess að
víta þá óvarkárni og vöntun á þroska,
sem kernur fram í því, að stökkva upp
á nef sitt að órannsökuðu máli.
Dagnr lítur svo á, að það Iýsi víta-
verðum skorti á varúð og ábyrgðartil-
finningu, þegar þeir menn, sem ætla
sér að leiða aðra, gefa sér ekki tíma
til umhugsunar, áður en þeir taka af-
stöðu til mikilsvarðandi mála. Hann
lítur svo á, að einmitt -slíkt hafi átt sér
stað hér. Ef heilbrigð og róleg íhug-
un hefði verið látin ráða, hefði engum
blandast hugur um það, að fyrirskipun
stjórnarinnar, sem hefði í sér fólgna
svo alvarlega hefting á því skipulagi
viðskiftanna, scm gilt hefir, hlyti að
hafa einhverja mikilvæga orsök að baki
sér. ’
Hellbrigð skynsemi hefði naumast
látið sér hugkvæmast, og því síður
birt það á prenti, að slíkar ráðstafanir
séu gerðar að ástæðulausu. Ekki held-
ur, að þær séu gerðar kaupsýslumönn-
um Reykjavíkur til hægðarauka, en öll-
um öðrum til tjóns og skapraunar. Og
allra sízt, að þær séu til þess gerðar,
að hindra það, að menn geti bjargað
skepnum sínum frá horfelli, eins og
kemur fram í Siglufjarðarblaðinu. Eng-
in stjórn, sem ekki er ástæða til þess
að ætla um, að hún sé biluð á viti,
hefir sifkt markmið.
Þó uefndum blöðum liafi verið all-
mjög mislagðar hendur í þessu máli,
er ekki hægt að segja, að hér sé um
einsdæmi að ræða. Því miður er blær-
inn á blaðamensku íslendinga alloft
slíkur sem þessi. Hver sem tilgangur-
inn er, sem því miður er ekki hægt að
vers viss um, að sé æfinlega góður,
er aðferðin sú að æsa lesendurna sem
mest.
Það er of sjaldan leitast við að ræða
málin á stillilegan og skaplegan hátt.
Og sjaldan leitast við að greiða úr
málunum og gera þau Ijós. Miklu
meiri áhersla lögð á það, að þeyta ryki
í augu manna, og gera málin flókin og
óljós og tortryggileg.
II.
Dagur hefir fulla vissu fyrir því, að
þær ráðstafanir stjórnarinnar, sem hér
ræðir um, hafa ekki verið gerðar að
ástæðulausu. Heldur hafa þær vérið
gerðar af bráðri nauðsyn, til þess að
forða þjóðinni við mjög alvarlegum
kioggum. Skal síðar vikið að því nán-
ar. Hann verður því að lýsa yfir fullri
andstöðu gegn málgögnum þeim og
ábyrgðarlausum flokkum manna, sem
blása að ófriðareldi og æsa menn til
mótþróa gegn fyrirskipunum stjórnar-
valdanna. Slíkt verður einungis til þess
að auka á þá hættu, sem að okkur
steðjar frá umheiminum, og sigla öllum
bjargráðatilraunum í strand.
En þó Dagur sé í meginatriðum ó-
sammála andstæðingum sínum í þessu
máli, er hann þeirn sammála í sumum
atriðum. Vill hann því taka í sama
streng og þeir, þar sem honum virðist
um sanngjarnar kröfur sé að ræða.
Því verður ekki neitað, að aðstöðu-
munur kaupsýslumanna Reykjavíkur og
annara út í frá verður mikill. En það
verður að telja rétt,' að aðstaða allra
kaupsýslumanna á landinu verði jöfn
að svo miklu leyti, sem hægt er að
koma því við.
Símasamböndin um landið verða alt
of ótrygg og misfellum háð. í sím-
skeyti stjórnarráðsins til kaupsýslumanna
Siglutjarðar, er gert ráð fyrir því, að
beri símaslit að höndum, heimilist kaup-
sýslutnönnum að gera nauðsynlegar
ráðstafanir til innflutnings á vörum,
upp á væntanlegt leyfi nefndarinnar
eftir á. Slíkt er vitanlega sama sem
eftirlitsleysi. Kaupsýslumönnum yrði