Dagur - 04.05.1920, Side 3

Dagur - 04.05.1920, Side 3
DAGUR. 7 Atlalfundur Ræktunarf élags Noráurlands. Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands verður háður á Blönduósi 21. og 22. júní n. k. Aríðandi að sem flestir fulltrúar mæti á fundinum, þar sem mörg stórmál verða til umræðu. Bændaför af SnÖurlandi hér norður um land um það leyti, og er gert ráð fyrir, að þátttakendur komi á fundinn á Blönduósi. Akureyri 3. Maí 1920. p. t. Ræktunarfélag Norðurlands Einar J. Reynis. ÍJuóttamót. Sarpkvæmt ákvörðun síðasta tjórðungsþings verður fþróttamót fyrir Norð- lendingafjórðung haldið á Akureyri 17. júní n. k. Þar verður meðal annars kept um verðlaun fyrir glímu, sund, hlaup, stökk og knattspyrnu. Er hér með skorað á alla íþróttamenn í fjórðungnum að sækja mót þetta. Pátttakendur gefi sig fram, fyrir 12. júní, við einhvern af undirrituðum, sem gefa allar nauðsynlegar upplýsingar. Akureyri 3. maí 1920. Kristjdn Karlsson. V. Þ. Þór. Kristján Kristjánsson. Dr og klukkur, grammafóna plötur. Notið tækifærið, því þessar vörur verða ef til vil ófáanlegar seinna. Kr. Halldórsson. Verzlunin nýlega til nokkurra muna. Fiskurinn að færa sig nær. Betur að svo yrði, svo sjálfsbjargarviðleitni þeirra, sem ekki geta sótt á fjarlæg mið, fengi iengi þráð laun. Skipafregnir. Gullfoss átti að fara frá New York 1. þ. m. Willemoes er í Kaupmannahöfn, Skip- verjar ætluðu að byrja að ferma skipið sjálfir í gær. Lagcufoss er í aðgerð í Kaupmanna- höfn. Er verið að auka farþegarúm hans. Búist við að því verði lokið í júní. Borg er í Reykjavík. Fer þaðan til ísafjarðar og svo til Skotlands. Símskeyti. Rvík 3. maí, 1920. Við dönsku kosningarnar fengu vinstrimenn 48 sæti, socialistar 42, hægrimenn 28, ladicalar 17 í stað 32, iðnrekendur 4. Sennilegt að Christensen myndi nýja vinstrimannastjórn með stuðningi hægrimanna. Bandamenn fela Bretum um- sjá með Gyðingalandi og Meso- potamíu,*en Frökkum Sýrland. Aframhaldandi verkföll í Dan- mörku hindra skipagöngur. ískyggileg harðindi alstaðar innanlands. Sennilegt að Landsverzlun með matvöru verði að byrja. Lítið annað flutt inn um óákveðin tíma. Ritfregn. Rétiur. Tímarit um félagsmál og mann- réttindi. IV. ár, 2. hefti. Ritstjóri f>ór- ólfur Sigurðsson. í þessu hefti ritsins eru þessar grein- ar: »Verkföll og gróðabralW eftir rit- stjórann. »Næslu friðarsamningar« sömu- leiðis eftir ritstjórann. Þá kemur greip eftir Steinþór Guðmundsson skólastjóra, sem hann nefnir: »Tímamót«. Hug- leiðingar um nýfengið fullveldi okkar og fleira. Næst er »Ræktun lýðs og lands« eftir Sig. Sigurðsson kennara á Hólum, erindi flutt á aðalfundi Rækt- unarfélags Norðurlands árið 1919. Þá eru- »Neistar« eftir B. J., S. F. og ritstj. Loks kemur grein eftir Pál Jónsson kennara í Einarsnesi, sem heitir »ísland eða Grænland«. Yfirleitt er þetta hefti mjög gott. Þó vil eg sérstaklega vekja athygli lesendanna á síðustu greininni. Hún er merkileg fyrir það tvent, að hún er vel skrifuð, og að hún er, að e£ hygg, fyrsta tilraunin, sem gerð er, til þess að malda í móinn gegn ný- lendupólitík Jóns Dúasonar, sem þyrmt hefir yfir menn í næstum öllum blöð- utn landsins á undanförnuni árum. Réttur á skilið að verða víðlesið rit. Hann fjallar utn þau tnál, sem liggja nú fyrir tii úrlausuar um gjörvallan heim, og valda svo ægilegutn umbrot- um. Við íslendingar þurfum ekki síð- ur en aðrar þjóðir, að færa margt í betra horf heima hjá okkur. Purfum því að fylgjast með á sviði þeirra mála, sem hér ræðir um. Ritstjórinn hefir dvalið í Bretlandi s.l. vetur en kemur ttú heini með vorinu, og hefir vafalaust frá mörgu að segja. Brattahlíð hefir mikið af gúmmívatnstígvélum, verka- mannastígvélum, tréskóstíg- vélum háum og klossum. Ennfremur mikið úrval barnaskótau, sandala, legg- hlífar, og dömu- og herra- skótau. — Alt vandaðar vörur. — Brynjólfur E. Stefánsson. Nærsveitamenn eru beðnir aðvitja Dags í Kaupfélagi Ey- firðiriga, þegar þeir koma í bæinn. Eftirfarandi bráðabyrgð- arlög hafa verið gefin út 15. apríl. 1. gr. Aftan við 1. gr. laga 8. marz 1920 bætast nýjar máls- greinar svo hljóðandi: Enn freinur er landsstjórninni heimilt með reglugerð að setja ákvæði um peningaviðskifti hér- lendra banka, félaga ogeinstakra manna við útlönd, svo og að gera ákvarðanir um vöruflutn- inga frá útlöndum með skipum þeim, sem heiina eiga ílandinu. Landsstjórnin getur falið 5 manna nefnd þeirri, sem hún þegar hefir skipað eftir lögum 8. marz 1920, að hafa eftirlit og íhluttmarrétt um vöruflutn- inga með innlendum skipum, innflutningi á allskonar varningi og peningaviðskiftum við útlönd, samkvæmt reglugerðum þeim, sem settar eru hér að lútandi. Til að standast kostnað við framangreindar ráðstafanir heim- ilast landsstjórninni að leggja gjald á innfluttar vörur, er nemi lfi af hundraði af fjárhæð hvers vörureiknings, og nær heimild þessi einnig til gjalds þess, sem þegar hefir verið ákveðið í þessu skyni. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Eftir þessu eiga allir hlutað- eigendur sér að hegða. EG hefi til sölu undirrístuspaða, klöppunarsteðja, stáíhamra, stálskeifur og fleira. Ákureyri 3. apríl. fón /ónatansson, jdrnsmiður. Ritstjóri: Jónas Porbergsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.