Dagur - 18.05.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 18.05.1920, Blaðsíða 1
 DAGUR ktmur úí á hverjum þridjudegi. Kostar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá jóni P. Pór. Norðurgöta 3. Talstmi 112. lnnheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Akureyri, 18. Maí 1920. 4. blað. Gengi peninga. Fátt er nú jafnnjikið áhyggju- efni öllum, sem eitthvað þurfa að kaupa, en peningakreppan. Alt útlit fyrir, að viðskifti öll lainist að miklu leyti, og hætt við að sumar viðskiftagreinar lendi alveg í kaldakolum, um lengri eðaskeinri tíma, ef ekki ^verður nein breyting til batnaðar. Astæðan til þessarar kreppu er almenningi varla fylli- lega ljós. Pö hefir hér í blaðinu verið bent á aðaltildrögin til þess, •að svo mjög er farið að kreppa að viðskiftum okkar Islendinga. Hefir sérstaklega verið á það bent, hvernig gangverð erlendra pen- inga færir verð útlendu vörunnar fram úr öllu lagi, en slæmar markaðshorfur íslenzkrar fram- leiðsluvöru styðja aftur að því, að gengi útlendra peninga fer heldur hækkandi en lækkandi. Með þessu lagi er sýnilega svo mikill halli á verzluninni við út- lönd, að fjárhagslegu sjálfstæði gæti verið voði búinn, ef ekki væri tekið í taumana. þetta eru aðaldrættirnir, en það lítur út fyrir, að það sé ekki eingöngu vöruverslunin milli landanna, sem veldur gengismismuninum, heldur eigi líka peningaveltan sjálf ein- hvern þátt í því, að gera verð- mæti peninganna mismunandi í ýmsuin löndum.Ogeinstökumenn, jafnvel lærðir fjármálamenn, virð- ast hafa tilhneigingu til að álíta, að bankarnir gætu miklu, ef til vill mestu, ráðið um peningaverð- ið, og þá um leið verðlag vör- unnar. Viðskiftamál banka og peninga- stofnana eru svo flókin og tor- skilin, að varla er öðrum en sér- fræðingum fært, að skýra þau lögmál, sem á því sviði ráða, svo almenningi verði skiljanleg. En það virðist þó liggja í aug- um uppi, að meðferð peninga- málanna í bönkunum, hljóti að hafa einhver áhrif á gengið, og má búast við, að þau áhrif séu meiri en flesta grunar í fljótu bragði. Vér Islendingar erum ekki ein- ir um þessar peningamálaáhyggj- ur. Pað er ölium kunnugt, hvern- ig ófriðarþjóðirnar eru útleiknar í þeim efnum, og hjá hlutlausu þjóðunum er ástandið misjafnt. Jafnvel Englendingar eru mjög áhyggjufullir út af sínu peninga- gengi og dýrtíðinni, sem af því leiðir og er því samfara, því þó sterlingspundið sé í háu verði hjá okkur, þá er það lágt í saman- burði við dollarinn, og það verð- ur Englendingum tilfinnanlegast, því Iangmest af þeim vörum, sem fluttar eru inn til Bretlands, eru keyptar í Bandaríkjunum. Enskur fjármálafræðingur, A. C. Pigou að nafni, skrifar langa og ítarlega ritgerð um peninga- mál í tímarit (Contemporary Re- view) í febrúarmánuði síðastliðn- um. Af því að grein þessi varp- ar allskýru ljósi yfir ýms atriði í þessum efnum, vill Dagur birta nokkra smákafla úr ritgerðinni, þá, sem einkum fjalla um áhrif banka- viðskiftanna á peningaverðið og dýrtíðina. Prófessor Pigou byrjar með upptökum ófriðarins, bendir á ráð- stafanir þær, sem stjórnin gerði til að afla sér fjár, og sýnir hver áhrif þessar ráðstafanir höfðu á vöruverðlagið. Loks skýrir hann frá því, að bankaseðlar í umferð séu 300 miljónum punda meiri en gullið, sem fyrirliggjandi sé til tryggingar þeim. Því næst segir hann: .hegar stjórnin fékk lán í bönkunum og gaf út ávísanir á Iánstraust, sem þannig var til orðið, þá varð það, eins og áður er bent á, til þess, að verð á vörum var hækkað. En af hækkandi vöruverði Ieiddi aftur hækkun á laun- um og kaupgjaldi. En laun eru venju- lega ekki borguð með ávísunum heldur í reiðu fé. Þeir, sem laun eða kaup- gjald urðu að greiða, tnáttu því til að gefa út hærri ávísanir á nafn sitt en áður var venja, til þess að hafa nóg fé handbært til greiðslunnar. Á sarna hátt þurfti allur almenningur að hafa meira fé handbært til daglegra innkaupa, þegar vöruverðið hækkaði; þetta fé varð einnig að taka út úr bönkunum. í fám orðum sagt, hið háa vöruverð oHi því, að eftirspurnin eftir penitigum í umferð fór vaxandi, svo að lokum lá við að bankarnir yrðu alveg tæmdir. Á eðlilegum tímum hefði verið bætt úr þessari fjárþurð bankanna, með því að grípa, beint eða óbeint, til gullforðans í Englandsbanka. Það er að segja, að þá niundi hafa verið tekið að gullíorða þeim, sem þar er geymdur, til þess að fullnægja aukirtni eftirspurn eftir veltu- peningum. Þegar gullforðinn er skert- ur, tnundu forvextir bankanna hækka og í sambatidi við það mundi verðgildi peninganha á tnatkaðinum aukast. Þá dregur fljótt úr útborgunuin bankanna, og er með því tekið fyrir kverkar á hækkun vöt uverðsins, Þetta er einfalt lögmál og öllum kunnugt. En sökum þess að stríðið færði alt úr eðlilegum skorðum, varð verðhækkuninni tengin takmörk sett með venjulegum meðul- um. Einmitt það, að stjórnarvöldin urðu stærsti lántakandinn á peninga- markaðinum, ásamt viðleitnitini við að halda uppi því áliti, að landið stæði sig vel fjárhagslega, gerði það að verk- um, að eigi var unt að hækka pen- itigavexti neitt til muna í Englands- banka. Og meira að segja, þó vext- irnir hefðu verið hækkaðir í slórum stíl, þá hefði það ekki haft þær venjulegu afleiðingar, að nrinka fjárúttekt úr bönk- unum, svo jafnvægið kæmist á verð- lagið. Því ríkisstjórnin hefði haldið á- fram að stofna ný lán, hvað niikið sem þau kostuðu. Þegar svo stóð á, var ekki hægt að finna neitt annað úrræði en það, að búa til nýjan gjaldeyri. Rík- islánin, senr eytt var í stórum stíl til hernaðarinnkaupa, hækkuðu vötuverðið, og hækkandi vöruverð knúði þá, sem áttu reikningslán í bönkunum, eða inn- eign á hlaupareikningi, til þess, að gefa út nýjar ávísanir fyrir reiðufé; enginn gjaldeyrisforði var fyrir hendi, er full- nægt gæti þessum vaxandi kröfum. Hefðu nýir peningar ekki verið gefnir út, þá hefðu bankarnir alls ekki getað borgað ávísanir áreiðanlegra skiftavina. Af ótta við algert gjaldþrot, var stjórn- in því neydd til að leyfa, að bankarn- ir keyptu nýja seðla, og greiddu and- virði þeirra með yfirfærslu í reikning ríkisins af innstæðum sínum í Eng- landsbanka. Þetta er aðalskýringin á því, að nú er svo tnikið af seðlum í umferð og í höndum almennings.* Pví næst kemur prófessorinn að erlenda genginu. Segir hann, að á undan ófriðnum hafi geng- ismismunurinn altaf verið jafnað- ur með því að flytja út gull. En útflutningur gulls hætti ineðan^á stríðinu stóð, því ríkisstjórnin var neydd til að taka allan gullforð- ann í sínar hendur. En nú sem stendur sé óhugsandi að gefa gullverzlunina aftur frjálsa, vegna þess að svo gífurlega mikið vant- ar á, að jafnvægi sé milli útflutn- ings og innflutnings á vörum, og skuldirnar í öðrum löndum séu orðnar svo afskaplegar. Meðan svo er, gæti afleiðingin af frjálsri gullverzlun orðið algerð gullþurð í landinu, eða því sem næst. »Það er meira að segja hæpið, að jafnvægið komist á gengið, þó all gull, sem til er í landitiu, væri flutt út . . . Sannleikurinn er sá, að það, setn verð- ur að koma á undan afnámi verzlunar- banns á gulli, eða gullútflutningi, er, að framleiðslan í landinu og al- menn útflutningsverzlun verður að kom ast svo á laggirnar, og lánin, sem við erttm að veita útlendingum að hækka svó, að djúpið á milli þeirra kvaða, sent á okkur hvíla, og þeirra kvaða, sem við getum lagt á aðra, verði eitt- hvað viðráðanlegra en nú er.« Pá dvelur prófessor Pigou nokk- uð við samanburð á gullverði og pappírsverði, og hver áhrif það rnundi hafa á vöruverðið, ef sá mismunur, sem er á því tvennu, gæti horfið. Sterlingspundsseðil segir hann vera 30°/o lægri að verðgildi en,gul!pening rneð sama nafnverði. Aætlar hann, að ef [tessi verðmunur gæti horfið, þá mundi vöruverðið Iækka svo, að það yrði 115°/o hærra en það var fyrir stríðið. »Að svo miklu leyti hafa þeir menn rétt fyrir sér, sem halda því frani, að bættur gjaldeyri mundi lækka verðlagið alnient. En, eins og tölurnar sýna, þá er þessi 30°/o lækkun bankaseðlanna aðeins orsök í litlum hluta þeirrar al- mennu verðhækkunar, sem við eigum við að búa. Auk þess sem enskir pen- ingaseðlar hafa fallið í verði í satnan- burði við gull, þá hefir gullið sjálft lækkað niiklu meira í verði í saman- burði við vörur. Þessi verðlækkun gullsins stafar að nokkru leyti af því, að um allan heim er nú mikið af þeirri vinnu borgað með pappírspeningum, sem áður var greidd með gulli, og svo hjálpar hitt auðvltað til, að eyðslan og eyðileggingarnar í ófriðnum hafa vald- ið tilfinnanlegri þurð á flestum varn- ingi. Það er verðfall gullsins, sem or- sakar, eða réttara sagt býr til mestan hlutann af hiuni'miklu dýrtíð, sem nær út yfir heim allan. Þegar bætt verður úr vöruþurðinni, með þvt að reisa við aftur framleiðsluna í öllum löndum, þá mun sá hluti verðfallsins, setn stafar af vöruskortinum, hverfa úr sögunni. Ef hvert einasta land í öllum álfum heims legðt fram gull, til þess að fullnægja þeitn viðskiftum, sem á síðustu tímum er haldið uppi tueð pappírspeningum en áður bygðust á gulli — eða þegar allar þjóðir gera þelta, þá hverfur líka hinn hluti verðfallsins. En — og það er mergurinn tr.álsins — hversu öflugar ráðstafanir, sem cin einstök þjóð gerir til þess, að útrýnia úr viðskiftum manna þeim pappírspeningum, sem eru í gangi í gulls stað, eða, sern kemur í sama stað niður, að safna gullforða til tryggingar seðlunum, þá getur það aldrei borið mikinn árangur. Þjóðirnar verða allar að taka höndum saman, ef nokkuð á að vinnast. Verðhækkunin, að því Ieyti sem hún byggist á gjaldeyrisbreytingu og pcningaveltu, hefir orðið til fyrir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.