Dagur - 18.05.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 18.05.1920, Blaðsíða 3
I DAGIJR. 1 5 sumars, þó hafa verið látlausar norðai;- hríðar eða þá froststormar með þoku og kulda síðan sumarið byrjaði, og eug- in umskifti enn sjáanleg á tíðinni. Veturinn síðastliðinn hefir verið hér einhver hinn langversti, sem komið hefir nú um mörg undanfarin ár, og er þá mikið sagt, því oft hefir þó verið eríið vetrarveðrátta. Síðan á jóL föstu hefir verið haglaust að heita má, og hross, sem vanalega hafa bjargað sér úti, hafa lengstum verið inni þennan tíma. Síðastl. sumar var ekki gott til hey- skapar. Sláttur byrjaði seint og gras- spretta á óræktaðri jörð var víðast mjög rýr. En það sem þó mest dró úr hey- skap manna var vatnið, sem gerði næst- um ómögulegau heyskap í mýrurn og heiðarflám. Rar sem vanalega var bægt að þurka hey til fullnustu, var í sumar sem Ieið svo, að þar varð að draga heyið upp úr vatni og stór vandræði að komast með heylestir um jörðina, jafnvel melar voru sumstaðar lítt færir með klyfjahesta um hásláttinn. Nýting á heyjum varð heldur ekki góð, reyndar náðist taða víðast litið hrakin, en úthey gekk ver með, því heyþurkar voru stopulir, þó varð það ekki eins til baga og grasleysið og vatnið. Eins og gtfur að skilja stuðlaði þetta mjög til þess, að heyjaforði almennings var altof lítill, til þess að standast jafn vondan vetur og vor, sem á eftir kom; þegar þar við bættist, að bændur voru liðfáir við heyskapimi — gekk illa að fá fólk. Bæði var fólksekla hér sem víðar, og fólkið svo dýrt á vinnu sinni, að þeir, sem á útkjálkum búa, og. hafa rýr slægjulönd og langan veg að flytja heyið heim — reyna að spara við sig fólkshald, þegar dýrtíðin þrengir að á allar hliðar. Afleiðingar af öllu þessu voru því eðlilega heyvandræði. Nú er svo kom- ið, að allur fjöldi fjáreigenda er orðinn heylaus fyrir hross og fé, að fáeinir hafa þó nokkurnveginn birgðir fram um Hvítasunnu, en engir'geta hjálpað um hey. Eina bótin er, að skepnur hygg eg víðast rnuni vera í sæmilegum holdum ennþá vegna þess, að þær hafa lengst af verið hafðar inni og því ekki hrakist til muna, og vonandi verður ekki fjár- fellir, ef tíðin skánaði um miðjan þenn- an mánuð. Við skulum vona að svo verði. Ann- ars er alt í voða. Eg hefi heyrt á ræðum og ritum ýmsra, að þeir áfella mjög bændur fyrir hey- leysið, þykir það bera vott um ódugn- að og kærulcysi, en eg vildi mega ráða þeim til, að dærna ekki óvægilega, meðan þeir hafa ekki kynt sér vel alla málavexti og sett sig inn í kjör þau, seni fátækir bændur, með þunga fjöl- skyldu, haía við að búa, ekki sízt í út- kjálka heruðum. ■ Eg veit að bændum cr álasað fyrir það, að hafa ekki fækkað fénaði síuum svo mikið síðastl. haust, að heyitt ent- nst, á hverju sent gengi. Verð á kjöti, gæium og öðrum afurðum var óneitan- lega liátt; en þess er að gæta, að það rná ekki rýra búin svo, að framleiðslan verði sama sem engin næsta ár. Eða á ltveiju eiga bændur að lifa skepnulaus- ir eða því sem nær ? Eg er vel kunnugur mörgurn þeim, sem nú eru heylausir og eg veit, að þeim svíður það ennþá sárara heldur en tjónið, að þurfa að horfa upp á skeprtur sínar líða fyrir heyleysið. Þeir lágu alls ekki á Iiði sínu síðastl. sum- ar, að afla heyja eftir megni, og þeir beijast nú af fremstu kröftum fyrir þol- anlegri líðan búpenings sfns, leggjast svo útaf þreyttir og jafnvel svangir vegna skepnanna sinna á kvöldin, og verða svo marga andvökunótt að þola út af öllum áhyggjum og andstreym- inu. Mér finst betur viðeigandi að telja kjark í þessa menri, en áfella þá og hreyta í þá ónotum. Eg vii geta þess, að ntargir hafa nú í heyleysittu — og reyndar oft áður í iíkum tilfellum — aflað sér mikils af hrisi og lyngi, þar sent náðst hefir til þcss, rifiö þetta svo niður eða saxað og gefið skepnum í staðinn fyrir hey. Þurfa skepitur alls ekki að líða, ef hægt er að ná í þetta, og síld eða annar kjarngóður fóðurbætir er hafður með. Að ná sér í lirís og lyng er örðugt, og vond vinna í hríðum og froststorm- um, en það er ails ekki ókleift í mörg- unt sveitum, ef snjóþyngsli eru ekki ntjög mikil, og hefir oft bjargað skepn- tun liér unt slóðir, þegar heyleysið hef- ir sorfið að. Eg iteld að þetta sé ó- víða gert, en mætti ef til vill víðar að gagni koma, ef mönnum væri aðferðin kunn. D. D. Símskeyti. Rvík 17/s kl. 20. Frakkar egna Rúmena og Pól- verja gegn Rússum; Bolcevikar hopa á suðvestur landamærunum. Socialistar eru í meiri hluta í finska . þinginu; þeir vilja semja frið við Rússa. Japanar flytja her til Síberíu. Stórkostleg verkföll á Frakk- landi. Bandamenn hafa afhent fyrsta afbrotamannalistann, ineð fjöru- tíu nöfnum á. Par er hvorki krónprinsinn, Hindenburg né Lú- dendorf. Sjálfboðaliðar afferma allmörg skip í Kaupmannaliöfn. Uppreisnarbál á írlandi. Bretar flytja þangað meiri her. Wilson hættulega veikur. Bonomi socíalisti myndar sam- steypuráðaneyti í Rómaborg. Síðasta laugardag var 100 ára afmæli Gríms Thomsens. Sig- urður Nordal flutti ágætis fyrir- lestur um skáldskap Gríms. Valtýr Stefánsson kominn al- fluttur heim, verður áveitufræð- ingur búnaðarfélagsins, Helgi Valtýsson kemur bráð- lega alfluttur til Reykjavíkur, vá- tryggingarstjóri fyrir norskt félag. Maður druknaði nýlegaíVest- mannaeyjum, hvolfdi tveggja manna fari. Pingeyjarsýslu 10. niaí 1920. Mig undrar það, hvað rithöíuiidar. og málskrafsntenn — sem Pingeyjariiýsla er þó svo rík af — láta lítið til sín heyra um ýmsar fréttir úr sýslunni. Er söknuður að því að ekki skuli á þær beitt mælskunni stöku sinnunt, sem þó svo ntargir dýrka. Útvörður okkar Guðm. á Sandi, er siiur fyrir miðjum Skjálfanda — aðal- brimbrjóturinn — er fántáll nú að mér virðist um þjóðmál, hvað þá að ltann hirði um mola þá, er falla af borðurn sýslunga hans. Eg hræðist það, að honum sé farin að daprast sýn af sí- feldum hríðum — skammdegis-norðan- hríðum úr öllum áttum, er berja hon- um í augum. En vonandi er þetta að- — ef eg sé nafn hans — síðatt Jón Trausti féll frá. Mér er — því ntiður — ekki lagið að segja fréttir, enda verða þær ekki margbreyttar hér. Fyrst þeita, sem nú kvað gauga um allar jarðir: Harðindi — heyleysi. — Mttnu flesiir uppteknir bæði á sál og líkama að ráða frant úr þvf volæði. Má vænla þess, að þeir, sem verða særðir sárutn skaða og skamm- ar af fóðurskorti, leggi vit sitt í bíeyti, og brjóti heilann í mola meir eit nokkru sintti áður, til að finna ráð er betur dugi, til að koma í veg fyrir þann búit- aðarfjanda, sem heyleysi og horkvalir á skepnum eru. Nýskeð var haldinn Búnaðarfélags- fundur í einuin hreppi. Bar þar niargt á góma, er til búnaðarframfara má telja. Var flutt erindi um votheysgerð og bændur hvattir til að stunda hana. En þar sem það er alþekt, að erfitt er að tosast við blautt ltey — grafa það nið- ur í jörðina og bera á það stórgrýti, þá var ger að því lítill rómur, svo og flestuin eidri búnaðarháttum. En ný von virtist ijóiTta í huga fundarins, um al- gjöra búnaðarbyltingu í framtfðinni, þótt óljóst væri tnjög, hvernig hún inundi lýsa sér. Fundinum var það Ijóst, að ýmsar nauðsynjar í búnaði voru ó- mögulegar hér á jörðu, mændu því hugir fundarmanna upp — upp í loft- ið — eins og þaðan væri nýunganna vænst. Pað er nú á prjónum hér í sýslu, að hin ýmsu búttaðarfélög í sveituuum gangi í samband og myndi eítl alls- herjar sýslubúnaðarfélag. Vænta allir — þeir, er framföruni unna, — hins mesta af þessu sambandi; leggur það vonandi alla stund á hugsjónalegu hlið búnaðarins, en gerir hhitræn efni óþörf — losar bændur við að drasla með þann þunga. Rætist þessi von, sem líklegt er, þá má þó telja að runnin sé upp ný gullöld í íslenzkum lanclbúnaði, og þeir svörtu flókar, er nú yfirskyggja hann, leysist sundur og verði að engu. Margir skammsýnir muiiu spyrja; Bæjarhreinsun Bæjarbúar eru beðnir að þrifa svo vel sem unt er í kringum hús sín nú fyrir Hvítasunnuna. PállJ. Ardal. bæjarverkstjóri. hvernig niá þetta ske? Rví verður varla svarað til hlýtar, en líklegast að búandlið þurfi ekki aðrar athafnir að hafa, en að venja höfuð búpenings síns upp á við, í stað þáiSsarar sífeldu lúsa- leitar niður í jarðveginum. Mega prófessorar í vinnuvísindum við háskóla íslands vara sig, að verða ekki of lágfleygir, og. þannig Þingeyingum minni. Beztu menn sýslunnar eru nú þegar farnir að vinna í þessum anda. Hugsjónamaður. A k u r e y r i. Aldarafmæli Gríms Thomsens var 15. þ. m. Hafði stúdentafélagið gengist fyrir minningar- athöfn í tilefni þess. Opinber samkoma var haldin í sanikoinuhúsi bæjarins, að kvöldi þess dags, til minningar um Grím Thotnsen en til ágóða fyrir minnisvarða- sjóð Jóns Vídalíns. Var sú ráðstöfun geið vegna þess, að Grímur Tliomseu var frumkvöðull þess, að minnisvarði Hallgríms Péturssonar var reistur iijá dómkirkjunni í Reykjavík, öðrum meg- in forkirkjunnar, og var það ætlun hans, að Vídalín yrði reistur minnisvarði hin- uni megin, en því fékk hann ekki kom- ið í framkvæmd meðan hann lifði. Nú hefir biskup landsins tekið málið í sín- ar liendur, og leitað samskota til niinn- isvarðans, og þótli vel hlýða, að ágóð- inn af þéssari niinningarathöfn rynni í þenna sjóð. Á samkoniunni hélt Brynleifur To- bíasson kennari fróðlegan fyrirlestur utn Grím Thomsen, rakti ætt hans og æfi- feril og lýsti skáldskap hans vel og á- heyrilega. Steingrímur Matthíasson hér- aðslæknir söng þrjú kvæði eftir skáldið, frú hans spilaði undir; síðast las Júlíus Havstéen bæjarfógeti upp kvæðið »HróIf- ur sterki*. — Skemtunin var góð, en því iniður altof fásótt. En afsökun er það, að annir miklar voru í bænutn við flutninga og önnur vorvetk í hús- um, og fermingardagur var að morgni. Að lokinni samkomunni, hafði stú- dentafélagið fagnað uppi á bæjarstjórn- arsalnum, fyrir félagsmenn og boðsgesti. Aflabrögð eru lítil hér ennþá. Pó hefir orðið fiskvart á línu, og kolur hafa véiðst undanfarna daga í fyrirdráttarnót hérna við fjörurnar, liafa þær selst jafnóðum og þær komu á land, því fremur er möniium nú nýtt um nýmetið. Uppboð var lialdið. á innanstokksmunum Kol- beins Árnasonar fyrir sköinmu. Seldist flest þar mjög háu verði, eins og oft vill verða á uppboðuni. Kolbeinn flytur alfarinn til Reykjavíkur með fyrstu ferð. Annað uppboð var lijá Friðbirni Bjarnasyni nokkru síðar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.