Dagur - 18.05.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 18.05.1920, Blaðsíða 2
10 DAGUR. samsl.i f margra þjóða. Hún getur ekki orðið ufnumin nema að örlitlu leyti hjá neinni þjóð einstakri, hversu rösklega sem luin tekur I taumana. Af þessari ástæðu er það misskilningur að halda, að bankar og fjármálastjórn geti á nokk- urn hátt kipt öllu í samt lag, eins og það er líka algerlega rangt, að skella allri skuldinni á þeirra herðar eingöngu, íyrir hina taumlausu verðhækkun á öll- um sviðum. Mikill hluti orsakanna, sem að dýrtíðinni ieiða, liggja utan við það svið, sem peningastofnauirnar geta til náð.« Loks dvelur þessi enski fjár- málamaður nokkuð við það, að engin sérstök ástæðasé til þess, að gullið verði aftur látið ganga manna í tnilli innan Iands, því gulltrygðir seðlar geri að öllu leyti sama gagn og gullpeningar, með- an seðlafúlgan er öll eða mest öll gulltrygð. Aftur á móti er gullforðinn aðgengilegri, ef hann er geymdur á einum, eða fáum, öruggum geymslustöðum, og er ríkinu meiri stuðningur að hon- um, heldur en ef gullið er dreift út um alt landið, þótt jafnmikið sé til af því í alt. Almenningur er orðinn seðlunum vanur. En ef samt sem áður einhver brögð kynnu að verða að því, einhvern- tímann í framtíðinni, að farið væri að taka út gullpeninga, til þess að láta þá ganga manna á milli, þá væri hægt að fyrirbyggja það, meðþví að fáraeftir tillög- um Ricardos, að gera seðlana aðeins innleysanlega með gulli til útflutnings, en ekki til veltu- fjár í landinu, og með því héld- ist líka gullverðið óbreytt. England er, eins og allir vita, gullauðugt land. Par í landi var mjög mikið af gulli í veltu, áður en ófríðurinn mikli kom til sög- urrnar. Ressvegna getur prófessor Pigou talað um gull, sem gjald- eyri, og um að rétta við verð- fall gullsins, með bættum gjald- eyri og bæta úr gengismismun- inum, með því að flytja gull úr landi. Við Islendingar jíöfum miklu minna af gullinu að segja; það hefir aldrei verið hér í veltu, svo neinu nemi, birgðirnar eru af skornum skamti og litlar líkur til að hægt verði að auka þær í nánustu framtíð, því sérhver þjóð liggur nú á gnlli sínu, og heldur vandlega utanum. Við getum því varla gert ráð fyrir, að létta af dýrtíðinni með okkar eigin gull- verzlun. Pá stendur aðeins hin leiðinjopin, að auka fratnleiðsluna og hafa vörur á boðstólum. Verð- ur það líklega á þann veg einan, sem við getum unnið að afnámi dýrtíðarinnar. Ber þar að sama brunni og áðúr hér í blaðinu. r Islandsbanki. Dagur hefir orðið þess áskynja, að ummæli þau um íslandsbanka, er birt voru í síðasta blaði, í fréttaskeyti frá Reykjavík, munj hafa vakið talsYerðan ugg og ótta meðal manna um hag bankans. Blaðinu datt auðvitað ekki í hug að skilja ummælin í skeytinu þann veg, að með þeim væri verið að gefa í skyn, að hagur bankans . sjálfs stæði völtum fæti; fanst það augljóst, að frétta- ritarinn gæti ekkert um það vitað, held- ur væri átt við hitt, að viðskiftamagn bankans væri lamað, og væri fregnin á því bygð, að tregða væri á að fá pen- ingalán í bankanum. En til þess að kveða niður þann misskilning á skeytinu, sem hér hefir orðið vart, og orðalag skeytisins kann að einhverju leyti að hafa gefið tilefni til, þá hefir blaðið sett sig í samband við kaupsýslumenn í Reykjavík, og feng- ið fuila vissu fyrir því, að mönnum er þar ekki kunnugt um neitt, er gefi á- stæðu til að óltast um gjaldþol bank- ans. En baukinn er lamaður, í þeim skilningi, setn að framan er sagt. Eins og allir sjá, er það sitt hvað, að viðskiftamagn bankans sé lamað, og að bankinn fari á hausinn. Gjaldþrot kemur auðvitað ekki til greina, fyr en bankinn getur ekki int af hendi þær greiðslur, sem hann er skuldbundinn til. Dagur vill sízt af öllu ala óþarfan ótta við gjaldþrot, og þykir því vænt um að geta borið fyrir sig álit merkra manna, sem einna kunnugastir eru við- skiftamálum landsins, um það, að ekk- ert sé fyrir hendi, er gefi ástæðu til að óttast slíkt. •r; n~m— Hækkandi raddir. ii. Sá hugsunarháttur hefir verið og er enn rikur hjá íslendingum, að halda fast í hvern eyri, sem ganga á til al- mennings og rtkisþarfa, en fleygja frá sér í hugsunarleysi stórfé íyrir margt það, sem þeir gætu án verið og væri að heilbrigðari og betri menn. Ef þjóð- in gengi í bindindi um alt slíkt, er ekki neinn vafi á því, að byggja mættijárn- brautir um þvert latidið og endilangt. En svo þegar eitthvað krefst umbóta, sem að almenningi snýr, svo sem vegir og brýr o. fl., þá er orgað á þing og stjórn. Landið getur sjaldan ráðist í stór fyrirtæki vegna fjárskorts og sftings almennings um fjárútlát. Heiðarleg og lofsverð undantekning er þó Jrá þessu, þar sem Eimskipafélagið er. Rað sýnir hvað þjóðin getur, þegar hún vill. Rar hefir hún lagt fram stórfé og hagur hvers einstnklings, sem að því hefir stutt, stendur betur eftir en áður. Pessi dæmi þurfa að verða fleiri. Pjóðinni þarf að skiljast, að hún er sinn eigin gæfusmiður á öllum sviðum. Hún ræður yfir afli þeirra hluta, sem géra skal, eu það er orka heilla handa og þess hugar er stefnir fram. Við megum ekki lengur láta það að öllu ráða framkvæmdum á almennuin sviðum, hvenær sísveltur ríkissjóður sér sér það fært, að bæta á tekjuhalla sinn þeirri fjárhæð, sem við krefjumst til að bæta vegi okkar, byggja brýr, reisa skóla, sjúkrahús og svo framvegis, Við getum þetta sjálfir, ef við aðeins viljum. Hvert hérað hefir yfir eins miklu fé að ráða til slíkra hluta eins og ríkissjóður I hefir til úfhlutunar handa öllu landinu, Skákþingið á Akureyri. Fyrsta skákþingið, er hald.3 hefir verið hér norðan lands, hefir staðið yfir hér á Ak- ureyri undanf. daga. Hófst það 1. Maí og var lokið 12. sama mán. Þátttakend- ur voru 11, allir úr Skákfélagi Akureyrar nema einn, Asgeir Matthíasson frá Grítnsey. Pess ber að gela, að tveir af betri skákmönnum félagsins tóku ekki þátt í kappskákunum vegua fjarveru. Á þingi þessu var kept um þrenn verðlaun og hlutu þau: Ari Guðmunds- son, bankaritari, I. verðlaun, Halldór Arnórsson, Ijóstnyndari, 2. verðlaun, og Ásgeir Matthíasson 3. verðlaun. Hvernig vinningar féllu má sjá á eftirfarandi töflu. Keppendur: Porsteinn Thorlacius. Hallgrímur Þorvaldsson. Stefán Stefánsson. Lárus Thorarensen, Ásgeir Matthíasson. Halldór Arnórsson. Jón Sigurðsson. j Ari Guðmundsson. Einar B. Jónsson. Mikael Guðmundsson. Hálfdán Halldórsson. V i n n i n g a r. Þorsteinn Thorlacius . . 0 1 1 0 7» 0 0 0 0 1 37» Hallgríniur Rorvaldsson . 0 — 7» 0 0 'h 0 0 0 7» 1 2'h Stefán Stefánsson . . . 1 'h — 1 0 0 ð 0 1 1 1 5'/» Lárus Thorarensen . . . 0 l 0 — 0 0 0 0 0 0 0 1 Ásgeir Matthíasson . . . 1 l 1 1 — 7» 1 0 1 0 1 7</j Halldór Arnórsson . . . 'h 'h 1 1 7» — 1 1 1 1 1 8'/j Jón Sigurðsson .... 1 l 1 1 0 0 — 0 1 1 1 7 Ari Guðmundsson . . . 1 l i 1 í 0 1 — 1 1 1 9 Einar B. Jónsson.... 1 1 0 1 0 0 0 0 — 1 1 5 Mikael Guðmundsson . . t V* 0 1 1 0 0 0 0 — 1 4'/j Hálfdán Halldórsson . . 0 0 0 1 0 0 0 0 0 0 — 1 ef þau vilja aðeins leggja það fram. Hreinar inneignir manna í Eyjafjarðar- og Ringeyjarsýslum skifta miijónum. Þó hefir brú á Eyjafjarðará beðið og bíður þess, að ríkissjóðurinn skeri negl- ur sínar upp til kviku til brúarsmíðínn- ar. Nauðsynlegustu umbætur verða að bíða von úr viti vegna íjárskorts al- menningi til óþrifnaðar og lítils sóma, nema þjóðin geri annaðhvort, að hrinda málum fram sjálf, eða sætta sig við þung gjöld til almenningsþarfa. Ress getur orðið langt að bíða, að fram úr rætist samgönguvandræðum fyrir Norðurlandi. F*ó vænta mætti, að ekki skort vilja þeirra valda, sem fara með þau mál, hvað þá ef hann brestur. Óvíst að við Norðlendingar þolum þá bið Og ópin ná skamt til úrræða, ef margt hamlar á aðra hönd. Annað dugar okkur betur. Rað eru starfandi hendur og ósinkir fjáreignamenn, sem leggja hlut sinn saman. En stórhugur og einstaklings ósíngirni ráði úrslitum. Rá getum við mikið. Tillögurn er hreyft um þessar mundir hér norðanlands um það, að Norðlend- ingar komi sér upp skipi. Dagur vill eindregið taka í þann streng, þó því að eins, að fyrirtækið verði almennings um allan Norðlendinga-fjórðuug og jafn- vel Austfirði. Að vísu eru ckki horfur á því nú, að það mál gæti komið til bráðra framkvæmda, en það er kominn tími til þess, að hugsa um það, taia og álykla og vera viðbúinn til fram- kvæmda, þegar betur blæs. Samband íslenskra Samvinnufélaga hefir og skipakaupamál á dagskrá. Hefir það þegar keypt hlut í skipi. En ekki mun það þó bæta mikið úr skák fyrir norðlenskum Samvinnufélögum. Er og líklegt að skip, sem Sambandið ætti eitt yfir að ráða, þyrfti að sinna’ þörfum þess um alt land. En við Norðlendingar þurfum skip, sem veitir okkur alveg sérstaka umsjá, sem byrgir upp hafnir á haustnóttum, og verður jafnan á undan ísnum, sem okkur stafar af bæði ótti og hætta. Fellir og bjargarþrot vegna liafíss má ekk oftar koma fyrir. Við þurfum að eiga skip, sem verð- ur vörður og bjargvœttur Norðurlands. Úr öllum áttum. Skipafregnir. Willemoes lagði af stað frá Kaup- mönnahöfn 15, þ. m. til Austfjarða og Norðurlands. Gullfoss fer frá Reykjavík 21. vestur um land, fer héðati austur um og til útlanda. Sterling liggur í Reykjavík og byrjar nú strandferðir. Borg í Englandsferð, að sækja kol til strandferðanna. Tíðarfar er nú hið bezta. Brá til batans 14. þ. m. og hafa síðan verið hitar miklir og leysing, svo snjórinn minkar óðum, enda var af miklu að taka hér norðan lands. Má nú vænta, að bændur fleyti fram bústofni sínum, ef þessi tíð helzt, þótt vfða væri í óefni komið. Líklegt er, að létt hafi yfir mörgum þegar hlý- indin byrjuðu. Kaldara aftur í dag. 450 krónur greiðir bóndi einn í Bárðardal kaupa- konu í kaup frá þessum tírna til rétta. Hefir hann ráðið tvær stúikur héðan úr bænum fyrir þetta kaup; ráðningin var gerð fyrir mánuði síðan. Kálfshamarsvík 9. maí 1920. Ef farið er að segja eða skrifa fréttir héðan, þá er hið sjálfsagðasta til að minnast á, það sem oftast er á dagskrá um þessar mundir, og orð og athafnir manna snúast nú mest um — tíðarfar- ið og heyvandræðin. j dag er sunnudagurinn í þriðju viku

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.