Dagur - 25.05.1920, Síða 2
18
DAGUR.
vera þetta tvent í einu, til þess að hætt
verði að togast á um kaupgjaldið.
Leiðirnar til að koma slíku á, eru
aðallega tvær, seni til mála geta komið.
0nnur er almenn samtök, samvinnufé-
lagsskapur á öllum sviðum atvinriulifs-
ins, hin er íhlutun alþjóðar í einni eða
annari mynd.
Reynslan virðist ótvírætt benda til
þess, að samvinnuleiðin verði farsælli.
Sem stendur er það helsta björgunar-
vonin í viðskiftamálunum, að sameinað-
ir kraftar samvinnufélaganna í ýmsum
löndum geti eitthvað greitt úr flækjunni.
Eitthvað svipað ætti að geta orðið í
atvinnumálunum. Og líklegt er að þeir,
sem frekast beita verkföllunum, reki sig
á það fyr eða síðar, að verkföllin nægja
ekki til endurbóta, nema þeim séu sam-
íara samtök um að fratnleiða fyrir eig-
in reikning. En ef sú leið er upp tekin,
þá er samvinnustefnan búin að sigra,
og það skal reynast greiðara, að koma
einhverju til leiðar í þá átt, heldur en
að fá í lög tekinn alþjóðarrekstur á flest-
um sviðum; enda vænlegra til frambúðar.
* *
*
Hér á landi horfir nokkuð öðruvísi
við með kaupgjald verkafólks en í öðr-
um löndum, þar sem iðnaður er í stór-
um stíl, og vinnan nokkurnveginn jafn-
ákveðin allan ársins hring. Hér er enn
erfiðara að finna réltan mælikvarða fyr-
ir kaupgjaldið, því verkamaðurinn verð-
ur að safna í korrihlðður um atvinnu-
tímann, sem oft er fremur stuttur, til
þess að geta fleytt sér yfir þann tím-
ann, sem ekkert er að gera. . Þetta er
ekki heilbrigt, og þarf að fiiina einhver
tíma af árinu, að það geti nægt til fram-
færslu aðra árstíma. Að vísu geta
surnar greinar sjávarútvegs boðið hátt
kaup fyrir stuttan tíma, • en þær eru þá
aftur á móti svo stopular, að alt getur
farið út um þúfur óðar en varið. Eng-
inn getur verið öruggur með sig og
skyldulið sitt, nema hann hafi tekjur
allan ársins hring, eða því sem næst,
þótt ekki séu þær á öllum árstímum
jafnmiklar. Ef verkamanna- og verka-
kvenna-félögum er það alvara, að tryggja
hag stéttar sinnar, þá verður það öfl-
ugasta ráðið, að béita sér fyrir þvf, og
fá til liðsinni annara stétta, að séð sé
fyrir verkefnum, sem gefi verkalýðnutn
eitthvað í aðra hönd um atvinnuleysis-
tímann. Þetta er engin ný uppástunga,
heldur hefir hún verið rædd opinber-
lega og gefnar ýmsar bendingar um
hvað hægt væri að gera. En hér er á
hana minst vegna þess, að í henni felst
möguleiki til að draga úr kappinu um
kaupgjaldið, sem er að ríða sumum at-
vinnuvegunum á slig, og verður því
öllum stéttuni til ills. Fái verkamaður-
inn vissu fyrir tekjum að vetrinum,
getur hann Iækkað kaupkröfur sínar yfir
3umarið, ef ástæða er til.
Það verður engin velmegun á því bygð,
ekki fremur hér en annarstaðar, að
hugsa ekki um annað en spenna bog-
ann sem hæst, hvort sem það eru held-
ur verkamenn eða vinnuveitendur, sem
það gera ; hitt verður heldur aldrei far-
sælt, að miða alt kaupgjald við það,
sem ein einstök atvinnugrein getur borið,
þegar vel gengur, og það er ranglátt að
gera það, ef sú atvinuugrein getur orðið
ráð til bóta. Atvinnuvegirnir okkar
eru ekki þannig vaxnir, að þeir megni
að borga svo hátt kaup fyrir skamman
Styrjöldin
Og
bræðralagshugsjónin.
Eftir Annie Besant.
Kafli úr fyrirlestri, fluttum í Queens Hall í
Lundúnum 19. okt. 1919.
.... Hver voru fyrstu áhrif ófrið-
arins á þjóðirnar, sem háðuhann? Þau,
að allir flokkar og allar stéttir þjóðfé-
lagsins gerðu alt, sem unt var, til að
verja þjóðina í heild sinni. Æskulýður-
inn fórnaði sér. Og ekki einungis
mentaði æskulýðurinn, þó hann gengi
á undan. Nei, þeir komu allir: úr nárn-
unum og frá búðarborðinu, menn af
öllum stéttum yfirgáfu alt, hvernig setn
lifskjörin voru. Ungu mennirnir flyktust
undir merkin, gagnteknir af fagurri hug-
hugsjón, fullir frelsiseldmóði og heill-
aðir af þeirri skyldumeðvitund, sem
skipar mönnum að verja þá, sem minni
máttar eru. Það var þessi hugsjóna-
glóð, sem heillaði æskulýð þjóðanna.
því það er altaf æskulýðurinn, sem eyg-
ir bezt þær háu hugsjónir, sem rnarka
stefnu framsóknarinnar á ókomnum tíma.
Það eru ekki öldungarnir, heldur þeir,
sem ungir eru, sem verða snortnir og
hreinasti vonarpeningur þegar minst varir.
Bændurnir mega ekki telja eftir að borga
það kaupgjald, sem búin geta borið,
sjá í anda dýrð hinna komandi daga.
Og þetta er einmitt af því, að þeir eru
ekki búnir að standa lengi við Grótta-
kvörnina, og eru ekki komnir út í bar-
áttuna fyrir lífinu, einmitt þessvegna
getur andinn, sem i þeim býr, betur
látið til sín heyra, og hann getur skynj-
að háar hugsjónir, sem seinna meir eiga
að verða alment viðurkendar og leidd-
ar í framkvæmd í Iffinu. Þetta er eitt
af því marga og inikla, sem heims-
styrjöldin hefir kent okkur: Að það
er ekki fyr en fólkið veiður snortið af
háum hugsjónum, sem gagngerðar breyt-
inqar . verða á skipum þjóðfélaganna,
svo mannkynið i heild sinni geii breyzt
til batnaðar.
Eintóm röksemdafærsla keinur engu
til leiðar, hversu skarplega sem einstak-
ir menn hugsa og álykta, því allur
þorri manna hugsar nauðalítið, heidur
lætur berast með hugsanastraum ann-
ara. Ekki verður heldur nauðsynlegum
breytingum komið á með því einu, að
slá á strengi tilfinninganna. Því til-
finningarnar eru kraftur, sem gerir frem-
ur ógagn en gagn, ef þekkingin er ekki
látin stjórna þeim, og á þeim verður eng-
an veginn bægt að reisa hina voldugu
höll framtíðarinnar. Hvorki með því
að byggja á rökfærslu ué á tilfinning-
og verkafólkið verður að skilja, að betra
er ekki hægt að bjóða, og reyna að
gera sig ánægt með það, svo framar-
lega, sem það getur framfleytt sér og
sínum á því; ef ekki, þá verða þeir að
geta aflað þess, sem til vantar á annan
hátt. Verkamannasamtökin verða að
reyna að vinr.a að því, að það verði
hægt, og aðrar stéttir að styðja að því
eftir megni. Með því móti er hægt að
fyrirbyggja þau vandræði, sem af því
getur stafað, að kaupgjaldið er stöðugt
skrúfað upp, án tiliíts til bolmagns at-
vinnuveganna.
9
Ahugamál.
Flestutn mönnum er svo farið, að
þeir eiga einhver áhugamál, eitt eða
fleiri, bera einhverja hugsjón fyrir
brjósti, sem þeir vilja nokkuð leggja í
sölurnar fyrir. Þessar hugsjónir mann-
anna eru ærið misjafnar að vexti og
gæðum, sumar eru lágfleygar og lítil-
sigldar, bundnar að mestu við eigin
hagsmuni og óveruleg jarðnesk gæði;
aðrar eru miðaðar við hamingju heillar
þjóðar, eða jafnvel alls mannkynsins.
Því víðtækari og fegurri sem hugsjónin
er, því meira gildi hefir hún að sjálf-
sögðu, og venjulega mun reyndin verða
sú, að því hærri og göfugri sem hug-
sjónirnar eru, því rneiri fórnfýsi sýna
þeir, er leitast við að bera þær fram lil
sigurs.
Sá maður er illa farinn, sem aldrei
hefir orðið snortinn af nokkurri hug-
sjón, sem aldrei hefir þótt vænt um
nokkurt mál, af því að það muni styðja
almenna farsæld. Hann er eins og
planta, sem elur allan aldur sinn í
skugganum, og fær aldrei að njóta sól-
arljóssins.
Þegar við skygnumst um í okkar
um mannanna verður neinni breytingu
á komið. Nei, það verður að byggja
á einhverju æðra og göfugra, einhverju
meira og veglegra, sem hver og einn
ber í brjósti. í oss öllum er fólginn
guðdómsneisti, og þær hugsjónir, sem
stefna nægilega hátt, vekja enduróma hjá
því guðlega í manninum. En til þess
að vekja slíkt bergmál þarf háar hug-
sjónir, sem snerta það bezta og göfug-
asta í oss. Eg veit að menn halda
stundum, að hægt sé að ná betri tök-
um á fjöldanum, með því að slá á
strengi ástríðunnar, hleypidómanna, stétta-
rígs og síngirni, heldur en með því
að bregða upp óeigingjörnurn hugsjón-
um, en það er ekki satt. Sannleikurinn
er sá, að því göfugri hugsjón, sem
upp er brugðið, því sterkara og almenn-
ara verður bergmálið, hverjir sem það
svo eru, sem til er talað. Það eru ekki
þeir, sem slá á strengi eigingjarnra
hvata, sern vekja mestan eldmóð hjá
fólkinu. Þegar sagt er frá einhverri
framúrskarandi fórnfýsi, einhverju göf-
ugu hreystiverki, eins og t. d. þegar
námumaðurinn stígur niður f niðdimm
námugöngín, gegnum eitraðar loft-teg-
undir, til að bjarga lífi félaga síns, sem
er aðfram kominn, þegar skorað er á
kjark manna og hrcysti, og heimlað,
kæra þjóðfélagi, íslendingar, verður þv1”
ekki neitað, að ýms mikilsverð áhuga-
mál hafa safnað mönnum saman í fylk-
ingar, stærri eða srnærri. Andlega
skyldir menn eiga sameiginleg áhuga-
mál. Til þess að vinna að framgangi
þeirra, eru sett á íót málgögn þeim til
stuðnings, blöð og tímarit. Skulu hér
'nefnd nokkur dæmi þessa:
Samvinnumenh hafa þolcað sér saman
í þétta fylkingu, til þess að koma sam-
vinnuhugsjóninni í framkvæmd. Auk
þeirra blaða, er styðja áhugamál þein-a,
hafa þeir sitt sérstaka málgagn, Timarit
samvinnufélaganna.
Útrýming áfengisnautnar er aðaláhuga-
mál bindindis- og bannmanna. Til þess
að vinna að framgangi þeirrar hugsjón-
ar, er blaðið Templar gefið út.
Þá koma landbúnaðarvinir. Þeir ræða
áhugamál sín í Búnaðarritinu og mán-
aðarritinu Frey.
Ægir er málgagn sjávarútvegsmanna.
Kennarar, og þeir er um uppeldis-
málin hugsa, hafa sitt sérstaka málgagn,
þó lítið sé, Skólablaðið.
Spiritistar og sálarrannsóknamenn hafa
nú, sem kunnugt er, komið á fót tíma-
ritinu Morgni, til þess að ræða þar
þau mál. er þeir bera fyrir brjósti.
Læknarnir gefa út Lœknablaðið, sem
fjallar um læknavísindi og það sem
þelm kemur við.
Og nú ætla lögfræðingar og hag-
fræðingar, eftir því sem frá er skýrt,
að ráðast í útgáfu tímarits.
Eg ætla nú ekki að halda þessari
talningu lengur áfram, þó að hægt væri.
Þetta nægir til þess að sýna það og
sanna, að þrátt fyrir deyfðina og fram-
kvæmdaleysið eru ti! ýms áhugamál í
landi hér á ýinsum sviðum, alt frá at-
vinnuvegunum til hiiina æðri vísinda.
En þá er eg nú kominn að því aðal-
atriði, er fyrir mér vakti, þegar eg sett-
ist niður að skrifa þetta greinarkorn.
Eg geri ekki lítið úr atvinnuvegum
þjóðarinnar og efnalegri afkomu hennar,
því síður að eg hafi horn í síðu þeirra
að þeir leggi lífið í sölurnar, þá er það
sem eldur fer um hugi fjöldans, miklu
frekar en þegar reynt er að örva menn
upp með fyrirheiti um stundarhagnað
í einhverri mynd. Þetta verðum við
að muna, því annars getum við orðið
hrædd um, að við setjum markið of
hátt. Við ættum þvert á móti að vera
hrædd um, að við stefnum of lágt. Því
það er það hættulegasta og erfiðasta,
þegar finna á nýjan grundvöll, til þess
að byggja á varanlega félagsskipun þjóð-
anna, þegar skapa á nýjan framtíðarheim
úr glundroðanum, sem nú ríkir.
Það var þetta, að slegið var á göf-
ugustu strengina í mannssálunum, sem
gerði það að verkum, að mennirnir
fufldu snöggvast til bræðrabandsins í
byrjun stýrjaldarinnar — bandsins, sem
tengir saman alla flokka þjóðfélagsins.
Það var sjálfsfórn, sem heimluð var, og
liún dróg unglingana út í stríðið, eins
og segullinn dregur að sér járnið, því
sjálfsfórnarandanu er fyrst og fremst að
finna hjá æskulýðnum. Það er einn
votturinn um ódauðlega andarin, sem í
okkur býr, og sem lifir til þess að gefa,
en ekki til þess að þiggjæ Stéttamurt-
urinn hvarf í skotgröfunum, og þjóð-
ernismunurinn þurkaðist úi. Hver skoð-
aoi auuan sem manu og ekkeit aimað’