Dagur - 02.06.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 02.06.1920, Blaðsíða 2
22 DAGUR. Rafveita Akureyrarbæjar er nú komin á þann rekspöl, að raforku- nefnd'n hefir boðið út bæjarsjóðslán, til þess að fá fé til framkvæmdanna, eins og sjá iná í siðasta blað. Rarf ekki að fjölyrða um lán þetta. Kjörin, sem boðin eru, eru svo aðgengiteg, að enginn þarf að skoða huga sinn um að kauga skuldabréfin, ef hann hefir á annað borð handbært fé til þess. Vext- irnir samsvara 61/* °/o sparisjóðsvöxtum, og trygging lánsins er svo góð, að bankar og sparisjóðir eru sízt tryggari geymslustaður fyrir sparifé. Forseta bæjarstjórnarinnar, sem nú er erlendis, hefir verið falið að útvega viðurkendan raforkufræðing, til þess að endurskoða þær mælingar og áætlanir, sem fyriríiggja, og rannsaka hvort til- tækilegt er að fá rafafl annarsstaðar að en úr Glerá. Vonandi tekst fljótt og vel að velja manninn, svo hann geti bráðlega tekið til starfa, og satinfært menn um, hvað rétt er í áætlun þeirri er fyrir liggur. Pví miður hafa orðið skiftar skoðan- tr um þetta mál meðal bæjarbúa, og er það illa farið, ef það skyldi tefja fyrir því, að skuldabréfin yrðu keypt. Málið þolir ekki bið, ef nokkur vegur er til að hrinda því í framkvæmd. Steinolía hækkar stöðugt í verði, og reynsla síð- ustu tíma hefir sýnt, að steinolíubyrgð- ir geta þorrið fyrirvaralaust, til ntikils baga og óhagræðis fyrir bæinn. Ef mögulegt er að koma upp rafstöð, þá er mikið til þess vinnandi. Ágreining- urinn 'um það, hvaðan aflið skuli tek- ið, er svo ástæðulítill, þegar þess er gætt, að sérfræðingurinn væntanlegi á að rannsaka það mál. Alt, sem fram hefir komið í málinu, virðist benda í þá átt, að í náinni fram- tíð verði ekki hægt að fá annað eða meira afl handa bænum en það, sem úr Glerá fæst, þótt það sé ekki annara en sérfróðra manna, að skera úr því til fullnustu. En hvað sem því líður, og hvað sem áætlunum Hlíðdal3 og Jóns Pórláksson- ar líður, þá verða Akureyrarbúar að gera alt, sem unt er, til að afla bæn- um raforku, hið allra bráðasta. Pað er engin ástæða til að óttast, að tillög- ur þær, sem fyrir hendi eru, bendi í ranga átt, en þó svo væri, má vænta að sérfræðingurinn leiðrétti það. En hvert sem orkan verður sótt, þarf pen- inga til að ná henni. Pá geta bæjar- búar og nærsveitamenn lagt til, með því að verja sparifé sínu til skuldabréfa- kaupa, og fá um leið hærri vöxtu af því, en annarsstaðar eru að fá. Ljósavinur. Viðskiftakreppan. Síðan viðskiftanefndin var skipnð, hef- ir krept að á ýmsar lundir á viðskifta- sviðinu. Stjórnin hefir ekki álitið full- nægjandi að takmarka innflutning á vör- um til landsins, heldur er nú hafið eft- irlit með verðgreiðslum og peningavið- skiftum landsmanna við önnur lönd. Bankarnir hafa hætt að seija ávísanir til útlanda og viðskifti þeirra innan lands hafa stórum minkað. Pessa viðskiftatakmörkun bankanna og eftirlit með greiðslum ti! útlanda, ber að sjálfsögðu að skilja sem örygg- isráðstöfun svipaða þeirri, sem felst i takmörkun á innflutningi á vörum. Er það gert á aðra hönd, til þess að stýra bönkunum hjá alvarlegum hnekki, hins- vegar til þess að halda í hemilinn á fjáraustursmönnum í verzlun og þeim fyrirtækjum, sem eru líkle'g, til þess að vera þjóðinni minst til þrifnaðar eins og nú stendur á. Pó þjóðin verði að sjálfsögðu að sætta sig við orðinn hlut, væri þess óskandi, að bankarnir sæi sér fært, að halda uppi viðskiftum sínum innanlands, svo atvinnuvegir þjóðarinnar til lands og sjávar, sem hafa í sér fólgin örugg- ustu bjargráðin, lamist ekki. Sívaxandi alvara tímanna og kaldur raunveruleikinn, hefir loks komið vitinu fyrir kaupmenn og blaðamenn og þagg- að niður óp þeirra og andblástur. Ber að fagna yfir hverjum þeim, sem bætir ráð sitt. Er ástæða til þess að vonast eftir því, að þjóðin verði í þögn og þolinmæði samhuga og samtaka um að bjargast gegnum erfiðleikana. í sambandi við þetta vill Dagur leyfa sér að taka upp úr nýkomnum »Verzl- unartíðindum* eftirfarandi kafla úr grein, sem þar birtist um viðskiftanefndina: »í síðasta blaði var skýrt frá því, sem gert hefur verið í nágrannalöndunum, að því er snertir afskilti hins opinbera af gjaldeyrismálinu og vöruinnflutn- ingi. Nú upp á síðkastið hefir í Dan- mörku verið tekið enn fastari tökum í þessu efni, og annarsstaðar á Norður- löndum er svipað aðhafst. Nýlega var haldinn í Kristjaníu nor- rænn gjaldeyrisfundur þar sem mættir voru fjármálamenn frá Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð. Fyrir fundinn varop- inberlega tilkynt, að aðalfundarefni væri að taka ákvörðun um sameiginlegar ráð- stafanir í gjaldeyrismálinu. Að því leyti varð fundurinn árangurslaus, að eigi hefur orðið úr neinum sameiginlegum framkvæmdum, en samt má búast við, að fundurinn hafi óbeinlínis ntikla þýð- ingu að því er snertir ráðstafanir þær, er hvert einstakt ríki gerir. í Noregi hefur verið skipað gjaldeyris'-áð og svip- ar því mjög til danska gjaldeyrisráðsins um fyrirkomulag og verksvið. Eitt fyrsta verk ráðsins var að senda út ávarp til almennings og skal að lokum settur hér dálítill kafli' úr ávarpinu: „Rýrnun sú, sem orðin er á gildi norsku krónunnar, sérstaklega gagnvart dollurum og sterlingspundum, e/ álvar- leg hvatning, til þess að reynt sé, að bæta greiðslujöfnuð ríkisins svo að um muni. Nú er ústandið þahnig, að greiðslujöfnuðinum er haldið i horfinu með þvi, að eta upp þá erlendu inneign, sem Noregur aflaði sér á striðsárun- um. Fyrst og fremst verður að auka framleiðsluna og útflutninginn og að takmarka innflutninginn, sem mest má verða. Um leið verður rikið, bæja- og sveitafélög að ganga á undan öðrum i sparnaði á öllum sviðum. Ef nokkur árangur á að nást verður vinnuviljinn að aukast og kröfurnar til lifsþæginda að minka, og það er þvi skylda hvers góðs borgara og föðurlandsvinar, að stuðla að þvi, að kappsamlega sé unn- ið og sparneytni sýnd á öllum svið- um.“ Petta ávarp til norsku þjóðarinnar á jafn mikið erindi til okkar íslendinga. Má sjá á ávárpinu hvernig mætir menn í Noregi líta á vanda þann sem nú rís í fang þeim þjóðum, sem standa undir áhallanum í viðskiftum. Er vonandi að almenningur Iáti slík ummæli og brýningar ekki sem vind um eýrun þjóta. Langdegis-hugsanir. Nú í langdeginu drífa tímaritin að óðfluga: Eimreiðin, Skírnir, Iðunn, Fylk- ir og Morgun. Jafnframt kalla annir sumarsins að, svo að tíminn til lesturs er naumur. Öll ritin eiga þó skilið að lesast, en á hverju skal byrja? Okkur hefir verið kent, að við ættum fyrst að leita guðsríkis, þá mundi alt annað veitast. Pessvegna réttast að taka »Morg- un* fyrst, því að hann ræðir eingöngu um andleg mál. Hin ritin, sem nefnd hafá verið, hafa ekki neina fasta, ákveðna slefnu, nema Fylkir að nokkru leyti. Honum er notkun raforkum.ar fyrir öllu öðru, bæði til iýsingar, suðu, iðju og húsornunar. Sú hugsjón útgefandans liefði átt að vera komin í framkvæmd fyrir löngu, en kemst það að líkindum, því miður, ekki að öllu leyti, fyr en efíir hans dag. Eg hefi nú lokið við lestur Morguns, 2. og 3. heftið þ. á. Par kennir margra Styrjöldin Og bræðralagshugsjónin. Eftir Anníe Besant. Framh. En við skuium nú rannsaka það nið- ur í kjölinn, hversvegna petta þarf svona að vera, hversvegna það er látið af hendi sem náðargjöf, sem menn eiga að geta notið fyrir starf silt. Niður- staðan verður sú, að verkamanninum hafa verið greidd of lág laun. Vinnu- veitandinn hefir hlotið óeðlilegan gróða, og veitir nú svo lítinn hluta af honum aftur, eins og gjöf gefna af fúsum vilja og hlýjum hug. Petta er góðgerðasemi, en það er engin réttlætiskrafa. Og hver verður svo afleiðingin ? Þegar einhver ágreiningur rís upp, þá er vinnulýður- inn bundinn á höndum og fótum, fyrlr það að hafa þegið náðarbrauð, varnar- laus gagnvart vinnuveitandanum, sem hefir látið það þeim í té. Petta er skuggahliðin, og þetta er ástæðan til þess, að þesskonar góðgerðastarfsemi hefir sumstaðar veri kölluð verklalls- trygging; þ. e. a. s. vinnuveitendurnir eru að tryggja sér, að verkalýðurinn leggi ekki niður vinnu sína. Verka- mennirnir þorá ekki að hefja verkafall, þvi þá gæiu þeir orðið af þeim gæð- um, sem þeim hafa verið veitt af náð. Niðurstaðan verður, að verkamaðurinn kemst í þrældóm. Og þélta verður ennþá hættulegra fyrir það, að fjötr- arnir eru huldir blómum, og menn e:ga á hættu, að fyrir fegurð blómanna gleymist höftin, sem undir þeim eru falin. Þetta er staðreynd, sem ekki má ganga fram hjá. Við rnegum ekki ein- ungis nema staðar við það, að tilgang- urinn er góður; þó það verði að telj- ast manninum til sóma, ef hann gerir þetta í raun og veru í góðum tilgangi. Við verðum líka að taka fult tillit til afleiðinganna fyrir félagslífið. Pá kem- ur það í Ijós, að þetta, sem gert var í góðu skyni, verður ekki til góðs, er ekki í sjálfu sér gott, heldur verður dulin undirrót að nýju böli, með því að tefja fyrir þeim grundvallar breyt- ingum, sem nauðsynlegar eru tii þess, að allsherjar bræðralag komist á ineðal mannanna. Eg vcrð að reyna að gera þetta vel Ijóst. Rennum augunum sem snögg- vast yfir ástandið hjá mentaðri þjóð. Sérhver limur þjóðfélagsins vetður að geta lifað. Fyrsta skilyrðið til þess er náttúrugœði hverju nafni sem nefnast, og á eg þar við alt, sem náttúran læt- ur af hendi án endurgjalds. Ennfrem- ur þarf að vinna að náttúrugæðunum, til þess að breyta þeim í þær nauð- synjar, sem með þarf til lífsins viður- halds og almennrar notkunar. Til þess þarf vinnu. Hið þriðja, sem eigi verð- ur án verið, er viðurværi handa verka- manninum, meðan hann er að breyta náttúrugæðunum í nothæfa hluti, og nauðsynleg tæki til þess. Til þess þarf afrakstur undangenginnar vinnu, sem geymdur hefir verið, og um leið þaif að safna saman, í stað þess, sem eytt er, svo nauðsynlegur forði geymist framtfðinni. Pelta nefnist auður (kapí- tal). Petta þrenl eru grundvailarskilyrð- in fyrir lífinn í siðuðu landi: náttúru- gæði, vinna og auður. Eg hefi reynt að gera það skiljanlegt, hvað átt er við með þessum orðum : Náttúrugæðin eru efnið, sem unnið er úr, vinnan breyt- ing þess í lífsnauðsynjar, og auðurinn óhjákvæmilegt samsafn afurðanna, seni menn verða að lifa á á ókomnum tíma, alveg eins og við lifum nú á því, sem geymt er frá liðna tímaniun. Par sem félagslíf manna er einfaldast, eru náttúrugæðin, eða jörðin, vinnan og auðurinn á sömu höndum. Menn- irnir taka sér bólfestu og rækta jörðina í félagi. Þeir lifa á uppskeru liðna ársins, meðan uppskeran í ár er að vaxa á jörðunni. Þegar verkfærin slitua, búa aeir sjálfir til önnur ný. Pað getur ver- ið fróðlegt að heyra hvað Booth-Tucker liðsforingi sagði fyrir skömmu um ind- verskt þorp, í skýrslu sinni til nefndar- innar. Þorpsbúar lifa eins og í fornöld á vöruskiftaverzlun. Fólkið kemur sam- an til að slá kornið, sem svo er skift milli heimilanna eða hópanna eftir stærð og fólksfjölda. Hver hópur hefir einn foringja, sem hefir með höndum þann hluta framleiðslunnar, sem hópnutn til- heyrir, og alt gengur eins og í sögu. Þetla eru leifar frá liðnum tfmum, sem geymst hafa til þessa. En eftir því sem þjóðfélagið stækkar og verður marg- brotnara, er ekki hægt að halda svona einföldu fyrirkomulagi. Og eftir því sem tímarnir líða, verður að leggja inn á nýjar og nýjar brautir. Smátt og smátt koma fram stjórnendur í bæjarfélaginu; menu, sem stjórna vinnubrögðum. Einn eða fleiri menn koma, kalla verkamenn- ina saman, og hjálpa þeim til að af- kasta mciru en áður, með því að vinna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.