Dagur - 02.06.1920, Blaðsíða 3
DAGUR.
23
gólra grasa. Eg -ætla ekki að skrifa
neinn ritdóm um Morgun; en lestur
hans vekur rnann til umhugsunar um
mr.rgt. Pað er ekki lítiil kosfur. Pær
bækur, sem ekki vekja neinar öldubreyt-
ingar í sálum manna, eiga lílið erindi
á bókamarkaðinn.
Efnishyggján hefir veríð í algleymingi
á undanförnum árum og var vel á veg
kotnin með að naga í sundur lífsrætur
fjölda manna. Af hennar völdum hefir
maunkynið lent í hinu ógurlega blóð-
baði, sem nú er nýlega um garð geng-
ið. Pjáningarnar og hugarkvölin sýnist
hafa komist á sitt hæzta stig, og véröld-
in er öll flakandi í sárum eftir þann
djöfladans, er stiginn hefir veriö. Kenn-
ingu kristindómsins: Leitið fyrst guðs-
ríkis og þess réttlætis, þá mnn alt ann-
að veitast yður, hefir algjörlega verið
sr.úið við í framkvæmdinni og æðsta
boðorðið hefir verið: Son minn, aflaðu
þér peninga, með ráðvöndu móti efþú
getur, en umfram all, aflaðu þér pen-
inga. Og þetta boðorð hafa menn rækt
svikalaust, þó að öll önnur hafi þeir
brotið. Pað er el.ki von að vel haf
farið, þegar þannig er traðkað æðstu
hugsjónum kristindómsins og þær að
engu nietnar í verki, enda fáum við nú
óspart á því að kenna.
Einhver áþreifanlegasti vottur þess,
hve andi krisíindómsins hefir verið fjarri
húgum manna og breytni, er Leo Tol-
stoj. Ekki verður um það deilt, að
h.nn gerði hinar alvarlegustu tilraunir
n:eð að lifa samkvæmt kenningum Krists.
Fyrir það dæmdi samtíð hans har.n
viískertan, prestarnir þar fremstir í flokki.
Eg man það vel, að einn af íslenzku
prestunum, og hann ekki af verri end-
anum, hélt því eitt sinn hiklaust fram
í samtali við mig, að Tolstoj væri vit-
laus maður, og líkaði það illa, að eg
skyldi ekki vilja predika það fyrir öðr-
um. Svona dóma eiga þeir vísa, er verk■
lega leitast við að fullnægja krötum
þeim, ei Kristur gerði til manna. Hitt
þykir sjálfsagt, að prestarnir brýni þetta
fyrir mönnum í predikunarstólnmn á
hverjum sunnudegi. En hvers virði eru
fögur orð út af fyrir sig, þegar alhafn-
irnar fara í öfuga áíí?
Nú cr svo komið, að efnishyggjunni
he'ir verið sagí slríð á hendur úr fleiri
en eínni áít. Má þar einkum til nefna
guðspekihreyfinguna, sem fer eins og
þíður andblær yfir klakalönd efnishyggj-
unnar, og spíritismann, er reiðir sverð
sitt gegn henni.
»Morgunn« er afspréngur spíritismans
hér á landL Nafn ritsins bendir á, að
hann ætti að bregða upp birlu eftir hina
dimmu efnishyggjunótt.
Hver er þá aðalkjarni þess boðskap-
ar, sem Morgunn er að flytja?
Eftir mínum skilningi má taka hana
fram með þessutn orðum ritningarinnar
fjesaja 60):
• »Statt upp, skín þú, því að Ijós þitt
kemur og dýrð drottins rennur upp yf-
ir þér.«
Það er merkilegt að renna augunum
yfir sögu spíritismans hér á landi. Fyr-
ir nokkrum árum voru áhangendur hans
örfáir menn, sem voru hafðir að háði
og spotti og voru nærri því ofsótlir.
Nú hafa menn safnast undir merki hans
í hundraðatali um land alt; framþróun-
in verið svona ör. Ekki svo að skilja
zð spíriíisminn eigi ekki enn ákveðna
og ötula andstæðinga. Sá helzti þeirra,
svo að á beri, er Agúst H. Bjarnason
prófessor. Hann hefir við og við haf-
ið hina hörðustu árásir á spíritismann
og forkóifa hans. Út af þeini árásum
hefir ritstjóri Morguns, Einar H. Kvaran,
skrifað alllanga grein í ritið. Við Iestur
þcirrar greinar datt mér í hug sagan af
púkanum, sem gerði sig svo stóran, að
hann náði upp í mæni, en smá-minkaði
síðan, þar til hann varð að flugu, sem
lét narra sig ofan í glas og slapp ekki
þaðan út aftur. Ef til vill hefir ein-
hverjum sýnst Á. H. B. vera tröll að
stærð gagnvart spíritismanum og sálar-
rannsóknum, en eftir Iestur greinarinnar
í Morgni: »Prófessor Ágúst H. Bjarnason
og sálarrannsóknirnai«, gat eg ekki var-
ist þeirri hugsun, að á þessu sviði væri
prófessorinn ekki orðitin annað en litil
fluga niðri í glasi með líknabelg yíir.
Sá stuggur, er mörgum stcndur af
samband'nu við annan heitn og áhrifum
þaðan, er lítt skiljanlegtf. Til eru n'eiin,
sern hræðast og íordæma alt s;i..,band
við þá, setn komnir eru yfir í annan
heim, og telja það óguðlegt, en þykj-
ast þó byggja trú sína á því, að slíkt
satnband hafi átt sér stað fyrir mörgum
öldum. Hvernig hefði farið með krist-
indóminn, ef Kristur hefði aldrei birtst,
eftir að hann skildi við jarðneskan ltk-
ama sinn? Haraldur Níelsson prófess-
or segir í páskaræðu þeir. i, er Morgun
flytur, að þá hefði enginn kristindómur
verið til, og eg held að allir, er nokk-
uð um það mál hugsa, hljóti að vera
sömu skoðunar um það. Hitt er mjög
skiijanlegt og sjálfsagt rélt, að vandfar-
ið er með þetta samband, og að það
er ekki við allra hæfi; að því leyti get-
ttr spíritisminn í tnínum augum orðið
mjög varhugaverður, ef menn með lélt-
úð og alvörulítilli forvitni fara að leita
sambands við annan heim. Pað verður
aldrei um of brýnt fyrir mönnum að
forðast slika forvitni.
Eiuar H. Kvaran heldur því eindreg-
ið fram, að okkur sé ekkerl undanfæri
að fara að miða breytni vora við ann-
að lif, »leggja stund á það, setn þar
hefir gildi, venja okkur af áfergjunni
eftir því, sem þar hefir ekkert gildi,
forðast það, sent þar hefir ntinna en
ekkert gildi.«
Út af þessari fullyrðingu hefir dr.
Guðm. Fintibogasyni orðið »þungt um
andardráttinn«, segir hann sjálfttr í Skírni.
Eg býst við, að það hafi fleirum orðið,
og það er engin furða. Flestir okkar
erum orðnir því svo vanir að niiða alla
okkar breylni við hagnað þessa lífs, og
það meira að segja oft ítundarhagnað
eingöngu, að okkur lætur það óþægi-
lega í eyrum, að heyra aðra eins kröfu
og þetta. Eg býst nú við, að ekki þurfi
á það að benda að hún er ekki alveg
ný af ttálinni þessi krafa, því að Krist-
ur korn fram með hana austur á Gyð-
ingalandi fyrir 19 öldum og líklega hef-
ir engiu ræða verið haldin svo í nokk-
urri kristinni kirkju, að henni hafi ekki
verið haldið að mönnum að einhverju
leyti. Pað er nokkuð Ijós bending um
það, að við séum ekki sem allra bezt
kristin, að okkur skuli finnast þessi krafa
háifgerð fjarstæða, þegar til alvörunnar
kemur. Og þess er ekki að dyljast, að
menn lifa nokkuð alment eins og ekk-
ert annað líf sé til, slabba einhvernveg-
inn áfram í veröldinni með þeirri kæru
leysis hugsun, að sé nokkurt »iífsins land«
til. þá »láni einhver sokka«, þegar þar
kemur.
Takist spíritismanum að fullvissa mann-
kynið um áframhaldandi persónulegt
líf hvers einstaklings í öðrum heimi —
eg hefi þá trú að honum takist það —
svo að enginn efi sé í nokkurs manns
huga um það efni, og ennfremur að
líðan manna þar fari eftir breytninni í
|)essu lífi, þá er eg ekki í nokkrum vafa
ttm það, að heimurinn mundi taka feyki-
legum breytingum til batnaðar, lífið
fulikomnast. Auðvitað er þetta merg-
urinn málsins. Andlegar hreyfingar,
hverju nafni sem nefnast, hafa því að-
eins gildi, að þær betri og fullkomni
þá, seni fyrir þeim verða. Hið fylsta
manngildi er í því innifalið að vera
góður.
Ármann í Felli.
Sorgleg frétt.
í viðtali við mann í Rvík. fékk biað-
ið eftirfarandi frétt:
Síðastliðinn laugardagsásthvítur bögg-
ull fljóta á Reykjavíkurhöfn. Böggullinn
var tekinn og rannsakaður. Kom þá í
Ijós, að í honutn var nýfætt sveinbarn
ásamt fylgjunni. Böggullinn var merktur
stafnum N.
Rannsókn stendur yfir í málinu.
saman og hafa verkaskifti. Á þetinan
hátt kemur fram flokkur manna, sem eru
færari til að stjórna og segja fyrir, en
að leysa af hendi eitthvert verk; þóverk-
lag og stjórngáfa geti vel farið saman.
Péssir menn verða leiðtogar, foringjar og
umsjónarmenn. Verkamennirnir eru nú
oft önnum kafnir við sitt starf, að fram-
leiða það sem geyma þarf, og hafa eng-
an tíma til annars, svo það, sem safn-
að er til geymslu, lendir undir umsjón
leiðtoganna eða í höndum þeirra. Peg-
ar fram liða stundir, verða svo til hinir
svonefndu auðmenn, og ágreiningur rís
upp út af skiftingu afurðanna.
í þessu fyrsta einfalda bæjarfélagi
koma engar deilur upp, því það er svo
augljóst, að allir verða að geta lifað,
og þeim gengur betur að sjá sér far-
borða með réttlátri skifting afurðantia,
en með því að hefja deilur um sam-
eign almennings. En þegar afurðunum
ér safnað saman, og ekki skift niður
fyr en seinna, þá kotn milliliðir til sög-
unnar, og menn fara þá að sækjast
freknr eftir milliliðastörfum en eftir því
að vinna eða stjórna vinnunni. Á
þenna hátt myndast smásaman marg-
brotið félagskerfi, eins og það, sem
menningarþjóðirnar eiga nú við að búa,
þar sem bæði eftirlitsmenn, auðmenn
og verzlunarmenn koma á milli fram-
leiðandanna og neytandanna. En þetta
er hvorki girniiegt ástand né skynsam-
legt, því af því leiðir, að menn fram-
leiða ekki einungis til að fullnægja
sjálfsögöum þörfum, heldur til þess að
græða. Og vegna þess, að þeir eru
færri, sem gæddir eru sérstökum gáfum,
heldur en hinir, sem vinna með hönd-
um sinum, þá verðttr með tímanum
sérstök siétt manna, sem safnar handa
sér því, setn fjöldinn ftatnleiðir með
vinnu sinni. Þá rísa upp deilur milli
auðsins og vinnunnar, og auðurinn not-
ar sultinn sem vopn. »Ef þið viljið
ekki vinna með þeim skilmálum, sern
eg set, þá verðið þið að sjá um ykkur
sjálfir.* Náttúrugæðin komast einnig
undir eignarráð auðmannanna. Par sem
verkamennirnir gátu ekki hver fyrir sig
reist rönd við þessuin skilmálum, þá
bundust þeir samtökum. Nú er það
svo komið, að þetta þrent, sem óhjá-
kvæmilegt er við framleiðsluna, er að-
slcilið með öllu. Á því hefir nú gengið
svo lengi, að okkur er farið að finnast
þctta eðlilegt og sjálfsagt. En því fer
fjarri, að svo eigi að vera. Petta et
óheilbrigt og óeðlilegt ástand, afleiðing
af síngirni manna og gróðalöngun. Að-
eins með því eina, að meta rétt og
skilja öll sambönd milli mannanna, er
hægt að komast hjá styrjöldum og bar-
áttu. Sent stendur er ástandið þartnig,
að okkur finst að almennt bræðralag
sé næsta draumkend hugsjón, sem lítil
von er um að náist, en saint er það
þcssi hugsjón, setn við eigum að
keppa að.
Eramh.
Akureyri.
Brúðhjón.
Laugardaginn 29. f. m. gaf sr. Geir
Sæmundsson saman í hjónaband ung-
frú Maríu Jónsdóttur og htísgagnasmið
Friðrik Kristjánsson Nikulássonar. Aðalst.
50. Brúðurin er ættuð úr Steingrítns-
firði. Heimili hjónanna verður fraravegis
í Aðalstræti 46. *
Dagur óskar þessum brúðhjónutn allrar
blessunar.
Gagnfræðaskólanutn
var slitið 29. f. m. Flutti forstöðum.
skólans Árni Porvaldsson stutta og lag-
lega tölu. Að þessu sinni útskrifuðust
34 nemendur. Hlutskarpastur varð ís-
leifur Árnason ættaður úr Húnavatns-
sýslu. Hlaut 90 stig.
Skólameistara Stefáns Stefánssonar mun
nú von heim áður langt líður. Hefir
hann að sögn fengið allmiklaheilsubót og
mun vera mörgum gleðiefni.
Guðnt. Bergsson
póstmeistarinn nýi kotn hingað með
Gullfossi síðast, og er nú tekinn við
embættinu.
Finnur fónsson
fyrrum fulitrúi póstmeistara hér, hefir
hefir fengið veitingu fyrir póstmeistara
embættinu á ísafirði.
Jón Sveinsson
bæjarstjóri fór til Reykjavíkur með
Sterling. Störfum laæjarstjóra gengir í
fjærveru hans Jónas Porbergsson.
Matthías Jochumsson
skáldið og mannvinurinn hefir verið
lasburða nú um skeið. Ellin gerist nií
þaulsætin við rúmstokkinn. Dagurvon-
ar, að sól og sumar gefi honum enn
endurnýjaða krafta, þó hann viti, að
Matthías er einn af þeim fáu tnönnum,
sem á hverri stundu eru reiðubúnir, að
ganga inn í fögnuð herra síns, sáttir við
mennina og sáttir við lífið,