Dagur - 16.06.1920, Side 2

Dagur - 16.06.1920, Side 2
30 DAOUR. maðurinn«. Kvefið breiddist hægt út, mikið hægra en inflúenza. En að 3 vikum liðnum eða svo, mátti heita að ailur barnahópur þessa bæjar lægi rúm- fastur. Einkum urðu börn innan 7 ára aldurs þungt haldin, en eldri börn og flestir fullorðnir annaðhvort sluppu eða fengu aðeins vægt kvef. Veikin líktist að sumu leyti inflúenzu; hitinn hár og snöggur og líðan slæm á tímabili, en svo rénaði hitinn aftur snögglega og þar með var alt búið. Ungbörn fengu mikil brjóstþyngsli og lungnaslím, sum fengu lungnabólgu og sumir fullorðnir Iíka. En sú lungnabólga var töluvert frábrugðin inflúenzu-lungnabólgu. Með- göngutími veikinnar reiknaðist mér al- drei minni en 3 dagar, en stundum alt að því 7 dagar. Aðeins 1 barn — 11 vikna gamalt — dó hér í bænum úr kvefínu. Pegar kvefið tók að breiðast út um bæinn, lét eg senda hraðboða út um sveitirnar, til að vara sveitaheimili við því. Gerði eg það meðfram af því, að eg óttaðist að það kynni að magnast á göngu sinni. En þegar fólk sá, að litla lífshættu var um að ræða, skeytti það ekki sóttvörnum og kvefið breiddist víðsvegar út um sveitirnar. Á einstaka bæjum kom kvefið mjög þungt niður á fullorðnum, með slæmri lungnabólgu í eftirdragi. Pað ei hugmynd mín, að þetta kvef hafi verið skylt inflúenzunni, eða angi úr henni. Ekki get eg þó fært full rök fyrir þessu. En það sem mér finst bezt styðja þá skoðun, er að áður hafa hér á landi eftir inflúenzufarsóttir, geng- ið svipaðar barnakvefsóttir nokkrum mán- uðum eftir að aðalfarsóttin gekk. Pann- ig atvikaðist þetta eftir inflúenzufarsótt- irnar 1890, 1894 og 1900 (sbr. grein eftir Guðm. Hannesson: »Kvefsótt eða inflúenza® i læknabl. júní 1919). Barna- kvefið kom mér í öllu falli til að hugsa um uppruna og skyldleika kvefs og in- flúenzu. Og eg hygg að inflúenza hverfi ekki eins fljótt og margur held- ur, en breytist að eðlisfari, við flakk sitt fram og til baka úr einum skrokk í annan. (Um barnakvefið og þessar skoðanir mínar, er ritgerð eftir mig í »Hospitaltidende« No. 5, 1920). Kverkabólga kom fyrir alla mánuðina við og við, en barnaveiki aldrei. Maga- og garnakvef stakk sér niður hér og hvar, en lítill faraldur var að því. Gulusótt kom fyrir, en sjaldnar en árið á undan. Brjósthimnubölga (þur) kom alloft fyrir eins og undanfarið ár, en var yf- irleitt væg. Taugaveiki höfðu nokkrir hér í bæn- um og út í Hörgárdal. En fyrir skjóta varúð varð enginn faraldur af veikinni. Skarlatssótt fengu margir unglingar, einkum íiér í bænum og bar á veikinni flesta mánuði ársins. Út um sveitir fluttist hún lítið, var yfirleitt væg og olli engum manndauða. Kighósti fluttist hingað frá Rvík með barnafjölskyldu er fluttist norður. Upp- götvaðist veikin of seint til þess, að hún yrði stöðvuð. Reyndist hóstinn með verra móti, þegar leið á veturirin eftir nýár. Er því saga hans ekki fullsögð fyr en í næstu ársskýrslu. Berklaveiki. Á árinu bættust við 41 nýir sjúklingar, svo að um áramót voru skráðir samtals 110 sjúklingar í hérað- inu. Er það hærri tala en nokkru sinni áður. Eins og skiljanlegt er, vex stöðugt áhugi manna á því, að koma hér upp heilsuhæli. Samband norðlenskra kvenna hefir barist góðri baráttu fýrir þessu nauðsynjamáli; hefir þegar safnað til hælisstofnunar um 30 þús. kr. og enn mun meira safnast, þvi kvenfólkinu vex ásmegin. Um útbreiðslu berklaveikinn ar hér í héraðinu og varnir gegn berkla veiki yfirleitt, ritaði eg bækling »Mann skæðasta sóttin*, til ágóða fyrir heilsu hælissjóðinn. Meginþorri allra lækna norðan- og austanlands, hafa við bréf lega fyrirspurn Stúdentafélagsins á Ak ureyri, tjáð sig meðmælta því, að heilsu hæli verði reist og hafa þeir, í sam bandi við Stúdentafélagið sent áskorun til milliþinganefndarinnar í berklaveikis málinu, um að styðja sem bezt fram gang þessa máls. Fyrir forgöngu og dugnað kvenfólks ins, safnaðist ennfremur nóg fé til raf stöðvar handa spítalanum og þar með var þvf komið í framkvæmd að útvega Ijóslækningatæki til að lækna útvortis berklaveiki. Komu þessi tæki þó fyrst til nota í aprílmánuði 1920, og er ár- angurinn af þeim sérlega góður þegar þetta er ritað. Ennfremur eru nú skil- yrði fengin fyrir því,' að fá hingað Roentgenstæki, enda er þeirra nú bráð- lega von. Sullaveiki höfðu 5 sjúkiingar og voru þeir allir læknaðir með skurði á sjúkra- húsinu. i Holdsveiki kom ckki fyrir. Kláði. 21 sjúklingur leituðu læknis vegna þessa kvilla; en fleiri munu þó hafa verið, sem ekki leituðu læknis, held- ur læknuðu sig sjálfir. Væri lofsvert ef allir kynnu. Samrœðissjúkdómar komu sjaldan fyrir (1. s. g.l). 13 landar höfðu lekanda og einn útlendingur. 4 útlendingar höfðu sárasótt (syfilis) en enginn landi. Vörnin bezta gegn þessum vágestum er skírlífi, einkum karlmanna, en því næst hreinlæti og varnarráð, sem menn geta fengið upplýsingar um hjá lækn um. Krabbamein höfðu 4 sjúklingar. Botnlangabólga er enn tíður sjúk- dómur, eins og ráða má af því, að eg gerði 18 botnlangaskurði þetta ár, en að vísu voru nokkrir sjúklingar úr öðr- um héruðum. Árið áður voru þó skurð- irnir fleiri, nefnil. 28. Slysfarir voru þessar hnlstu: Meiriháttar sár hlutu 2 menn við vinnu og þurfti að sauma saman. 2 menn gengu úr liði f axlarliði. 1 — — — — - kjálkaiiði 1 — — — — - olnboga. 4 hlutu rifbrot. 2 — viðbeinsbrot. 1 — upphandleggsbrot. 6 — framhandleggsbrot. 1 — olnbogabrot. 1 — öklabrot. 2 — fótleggsbrot. 1 — hnéskeljarbrot. Einkennilegt slys kom fyrir köfunar- mann danskan frá björgunarskipinu «Qeir.« Hann var að kafa út við Hrís- ey eftir sokknum síldartunnum; hafði verið niðri á 16 faðma dýpi f 2 klukku- stundir( slíkt hafði hann áður gért sér að ósekju). Nokkru eftir að hann var Aáalfundui. Verksmiðjufélagsins á AkureyriLímít- verður haldinn mánudaginn 12. júlí n. k. í samkomuhúsi bæjar- ins hér á Akureyri og hefst kl. 12 á hádegi. Dagskrá samkvæmt 9. og 10. gr. félagslaganna. Auk þess verður rætt og tekin ákvörðun um breytingu á 11.— 15. gr. félagslaganna, um aukningu hlutafjárins, og um ýms önnur áríðandi málefni varðandi félagið, er því mjög áríðandi að hluthafar fjölmenni á fundinn. Samkvæmt 7. gr. skal hver hluthafi hafa sannað fýrir stjórn- inni tölu hluta þeirra, er hann -hefir eignarrétt á eða umboð fyrir, einum sólarhring á undan fundi. Akureyri 22. maí 1920. Ragtiar Ólafsson p. t. formaður. kominn upp í bátinn, fékk hann aðsvif og leið í ómegin. Félagar hans héldu hann dauðvona og símuðu í skyndi eftir mér, og fór eg strax til móts við þá á hraðskreiðum vélbát. Pegar eg mætti þeim á miðri leið, hafði maður- inn raknað við, en var öldungis orðinn heyrnarlaus á báðum eyrum. Allarlækn- ingartilraunir reyndust gagnslausar bæði hér og seinna hjá sérfræðingi í Kaup- mannahöfn og hefi eg nýlega frétt, að enn sé hann heyrnarlaus, en að öðru leyti frískur. Maðurinn var hraustlega bygður og hafði aldrei kent sér meins áður, þótt dýpra væri kafað en í þetta skifti og lengur. — Konur i barnsnauð. 20 sinnum var okkar læknanna vitjað við fæðingar, en oftast nær aðeins til að deyfa sársauka, 3svar þurfti að hjálpa með töng. Konunum fæddust yfirieitt vel 2 börn- in komu andvana. f eitt skifti kom eg á stað fæðingu 9 vikum fyrir tímann. Konan var að- framkonin af tæringu. Vildi flýta fæð- ihgunni í því skyni að létta þjáningar ef ske kynni að henni skánaði lungna- veikin. Par sem svo mikið vantaði upp á að meðgöngutíminn væri útrunninn, hafði eg enga von um að barnið yrði lífvænlegt. Petta reyndist þó svo að vera okkur til mikillar ánægju. Pað fæddist stúlka sem var tæplega 6 merkur á þyngd, og dafnaði hún vel fyrir hina góðu með- ferð og nákvaemni sem hjúkrunarkonan Ingibjörg Nikulásdóttir lét henni í té. Sjúkrahúsið. Merkasti viðburðurinn á árinu var að komið var upp rafstöð handa spítalan- um, og öll herbergin raflýst. Rafmagns- vélin er knúin af benzinmótor og fram- leiðist svo mikil raforka að auk spítal- ans eru þrjú hús f bænum raflýst frá þessari sðmu stöð. Aðsóknin var mikil eins og vant er: 148 sjúklingar í samtals 5607 legudaga. Af sjúklingunum voru 44 frá Akur- eyri, 80 úr Eyjafjarðarsýslu utan kaup- staðarins, 18 úr ððrum sýslum og 6 frá útlöndum. 13 af sjúklingunum dóu (4 úr berkla- meinum, 1 úr hjartabilun, 2 úr krabba- meinum, 1 úr blóðláti eftir holskurð, 1 úr heiiabólgu, 1 úr taugaveiki, 1 úr blóðeitrun, 2 úr nýrnarbólgu.) Á 43 sjúklinganna voru gjörðir meiri háttar skurðir. Heilsaðist þeim vel á eft- ir, að undan tekinni einni konu sem dó stuttu eftir aðgerðina, Hún hafði bólgu- mein í kviðholinu áfast botnlanganum og var hann jafnframt veikur. Pað tókst fremur auðveldlegaað skera burtu mein- ið og botnlangann. En skðmmu þar á eftir er sjúklingurinn var að vakna eft- ir svæfinguna, kendi hún ákafra innan- þrauta svo hún bar ekki af sér. Mér var ekki ljóst af hverju þessar þrautir stöfuðu og gaf henni deyfandi lyf. En eftir stutta stund, fölnaði hún upp og dó. Við krufninguna kom í ljós að slagæðarbútur hafði losnað úrböndum, og við það blætt inn í kviðarholið. Þetta ár veitti alþingi sjúkrahúsinu 23 þús. kr. styrk til endurbóta á húsinu, en framkvæmdir urðu að bíða þar eð komið var fram á haust er stryrkurinn fékkst. Undanfarin ár hefir húsnald sjúkra- hússins verið falið forstöðumanni eða forstöðukonu, sem eftir samningi hafa annast það fyrir eigin reikning. Nú varð breyting á þessu þar eð enginn fékst vegna dýrtíðarinnar til að taka að sér spítalahaldið nema með afarkjörum. Var þá gjaldkera sjúkrahússins Lárusi Rist falið ásamt ráðskonu, að sjá um rekst- ur sjúkrahússins á þess eigin kostnað, og verður því haldið áfram fyrst um sinn. Héraðslæknirinn á Akureyri 15. júní 1920. Steingrlmur Matthiasson. Mannalát. Pann 12. þ. m. andaðist á heimili sínu hér í bæ, Strandgötu 45, útgerð- armaður Friðrik Einarsson, bróðir Ein- ars Einarssonar utanbúðarmanns Sam- einuðu verzlananna. Banameinið var lífhimnubólga orsök- uð af skemd f botnlanganum. Hinn 13. þ. m. andaðist á sjúkra- húsinu Hólmfríður Jónsdóttir, öldruð kona vönduð og vel látin. Hún átti heimili hér í bænum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.