Dagur


Dagur - 21.07.1920, Qupperneq 4

Dagur - 21.07.1920, Qupperneq 4
52 DAOUR Símskeyti. Rvík 14. —7. Skaðabótanefnd er skipuð til að ákveða kola og fjárbætur Pjóðverja. Bandamenn krefjast 20 sinnum meiri kola, en Pjóð- verjar vilja láta. Frakkar krefjast forkaupsréttar á þýzkum kolum. Bandamenn leggja til, að Rúss- ar semji frið við Pólverja, ann- ars veiti þeir Pólverjum lið. Pólverjar eru á ringulreið og flýja. Hertekin Lithauhéruð. Lithauher sækir til Vilna. Peking í umsátursástandi. Upp- reisnarher sækir þangað. Euge- nia keisaraekkja Napóleons III. er dauð á Spáni. Rvík 20. júlí. Verkamannasambandið enska hefir samþykt að allsherjarverk- fall skuli yfir dynja, ef stjórnin dragi ekki herinn heim frá ír- landi. Borgarastyrjöld yfirvofandi þar í Iandi. Samningar eru strandaðir milli Finna og Rússa. Bolsevíkar hafa tekið Vilna og látið hana síðan eftir í hendur L itháa. Pjóðverjar hafa undirskrifað kolasamningana; láta þeir 6 mi!- jónir smálesta mánaðarlega í ágúst september og október. Samningarnir við Tyrki undir- skrifist fyrir 27. þ. m., annars verði Tyrkir burt úr álfunni. Spafundinum er nú slitið. Lit- há viðurkent sjálfstætt. M Útlit er fyrir, að samningar takist með bandamönnum og bolsevikum. Joachim Prússaprins' hefir fram- ið sjálfsmorð. Ástæðan fyrir því sögð sú, að hann hafi verið sinnisveikur. Emir Feycal er farinn áleiðis til Englands, til þess að biðja um samþykki fyrir konungdómi á Sýrlandi. Lögreglustjórinn í Cork hefir verið myrtur af Sinn Feinum. Wrangel Krimforingi styður friðartillögur Englendinga, með því skilyrði að stjórn hans verði viðurkend. Konungur vor hefir meiðst lítillega í öðru hnénu. Ferðhans hingað til Iands er frestað um óákveðinn tíma. 870 þúsund síldaríunnur eru óseldar í Noregi. Norðmenn hafa stofnað síldarkaupmanna- félag. E. s. »Borg« kom í dag frá útlöndum og Aust- fjörðum. Með henni komu frá Kaup- mannahöfn Jón ritstj. Stefánsson og cand. merc. Björn Sigurbjarnarson. Síldveiðar eru byrjaðar frá Siglufirði og nokk- ur afli fengist þar að því er frétst hefir. Nýlega kom skip vestan fyrir Horn og hafði það orðið vart við síld. Sigurður Sigfússon kaupfélagsstjóri á Húsavík er nú orð- inn það hress, að hann fer í föt stund af deginum og ekki annað sýnilegt, en hann verði albata af meiðsli því, er hann hlaut. Mikið eiga vinir og kunningjar Sig- urðar að þakka Steingrími lækni. Túnasláttur stendur nú yfir og er víða langt kom- inn. Grasspretta er sögð í bezta Iagi, en þurkur stopull það sem af er slættinum. í síðustu viku voru óvenjulegar stór- rigningar, en um helgina brá til sunnan- áttar og þurks, sem hefir þó verið mjög óstöðugur. Komi ekki góður þurkur von bráðar, er hætt við að töður manna bíði tjón af. Fjármark Kristjáns Geirmundssonar Aðalstræti 32 Akureyri er: Blaðstýft framan bæði eyru. HBSjfisælSilSSí 3 reiáhestar til sölu. Semjið við Böðvar Bjarkan. TILKYNNING til hluthafa Verksmiðjufélagsins á Akureyri Limif. Aðalfundur Verksmiðjufélagsins, sem haldinn var 12. þ. m. ákvað að auka hlutafé félagsins um kr. 60.000 — SEXTÍU PÚSUND KRÓNUR. Þeir sem nú eiga hluti í t'élaginu hafa forkaupsrétt að kaupum á hinum nýju hlutum að jöfnu við fjárhæð þá, sem þeir eiga nú í félaginu, og skulu þeir vera búnir að ákveða við einhvern af oss undirrituðum fyrir 10. ágúst n. k., hve mikið þeir vilja fá af hlutum. Innborgun á hlutafé greiðist þannig: 50°/o um Ieið og menn skrifa sig fyrir hlutum. 25% fyrir 10. október n. k. 25°/o fyrir 10. desember n. k. Þeir, sem ekki gefa sig fram fyrir 10. ágúst hafa fyrirgjört rétti sínum til hlutafjárkaupa. í framkvæmdarstjórn Vcrksmiðjuféiagsins á Akureyri. Ragnar Ólafsson, St. Stefánsson, P. Pétursson, p. t. formadur. ritari. gjaldkeri. Kjotbudin er nýbúin að fá ýmiskonar matvæli, svo sem: Osta, Fiskibollur, Leverpostei, Pylsur í dósum, Labescowes, grœnar Baunir, Súputeninga, Súpu- jurtir, Sardínur, Appetit sild, Syltetöi, Saft í fl., Soy, Carry, Sennep, Ávexii, margar teg., Ávaxia- lit, Mjólk í dósum o. m. fl. % ,Sonora‘-ðrammóiónarnir amerísku eru heimskunnir sem bestu og fulikomnustu grammófónar, er hugvitsmennirnir hafa búið til. Pantið einn slíkan grammófón hjá kaupfélagi yðar, eða kaupmanni, með nokkrum plötum, og þér munuð undr- ast hve mikill ánægjuauki það verður fyrir heimili yð- ar, þegar þetta snildar áhald lætur þar til sín heyra. w CJ Prímusar nýkomnir í Kaupfélag Eyfirðinga. Kvenúr tapaðist frá Hálsi í Úlfsbæ í Þingeyjarsýslu. Við festina voru tveir minnispeningar. Fiun- andi skili úrinutil Maríu Einarsdóttur Reykja- hlíð eða ritstjóra Dags gegn fundaflaununi. Ritstj óri: Jónas Þorbergsson. Prentsniiðja Björns jónssouar. Nýkomið í Verzlunina BRATTAHLÍÐ einkai' gott PEYSUFATAKLÆÐI, CHEVI0T 3 teg. frá 14 kr. pr. met, Ennfremur KAMGARN. E. Stefártsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.