Dagur - 28.07.1920, Blaðsíða 2

Dagur - 28.07.1920, Blaðsíða 2
54 DAOUR. tefla nokkuð á tvær hættur, ef þeir hafa von um háa vexti af fé sínu. í þessu heilsuhælismáli er því ekki svo farið, að menn fái beina vexti af því fé, er þeir Ieggja fram. En hve þungurverð ur sá skattur, sem við verðum að gjalda »hvíta dauða« í framtíðinni, ef við sín- um tómlæti í að verjast honum ? Pví getur víst enginn svarað til fullnustu. Læknarnir fara ef til vill nærri það. Eg læt hér staðar numið og bíð þess að aðrir mér færari taki til máls. Bregð- ist það og ekki verði alvarlega og al- ment hafist handa, er eg hræddur um, að heilsuhælisniálið hér norðanlands sé dauðadæmt um óákveðinn tíma. Armann í Felli. Tveir fræðimenn látnir. Pálmi Pálsson yfirkennari við Mentaskólann andaðist snögglega í Kaup- mannahöfn í síðustu viku. Pálmi var Eyfirðingur, alinn upp á Tjörnum í Saurbæjarhreppi, sonur Páls Steinssonar, fyrrum bónda þar, merkis- manns. Pálmi var lítið yfir sextugt að aldri. Verður hans nánar getið síðar hér í blaðinu. Jón fónsson, prófastur á Stafafelli í Austur-Skaftafellssýslu, er nýlega látinn á Landakotsspítala í Reykjavík. Hann var fult sjötugur að aldri, fæddur á Mel- ura í Hrútafirði árið 1849. Sfra Jón varð stúdent árið 1869 og kandídat í guðfræði 1874. Var síðan prcstur í Bjarnarnesi þar til 1891, að að hann fluttist að Stafafelli. Varð pró- fastur í Austur-Skaftafellssýslu 1876. Pingmaður Austur-Skaftfellinga 1885, 1893 — 1899. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét (d. 1899) dóttir Sigurðar prófasts Gunnarssonar á Hall- ormsstað, en síðari kona Guðrún Vig- fúsdóttir bónda í Geitagerði Guttorms- sonar. Síra Jón var mikill gáfu og fræðimað- ur, gaf sig einkum við norrænum fræð- um og sögulegum vísindum. Hann rit- aði mikið, þar á meðai Vikingasögu Norðurlanda, er bókmentafélagið gaf út fyrir nokkrum árum. Þurheysgerð. Bseklingur með þvi nafni er nýlega út kominn. Er hann eftir Metúsalem Stefánsson, áhugasaman og greinagóðan mann um búnaðarmálefni. Eins og nafn bæklingsins bendir til, fjallar hann um hey og heyverkun. Bændur hefðu gott af að eignast bókina, því í henni eru ýmsar góðar bendingar og nytsamur fróðleikur. Meðal margs annars er skýrt frá hey- verkunaraðferðum á þessa leið: »í Noregi og Svíþjóð og víðareral- gengt að þurka hey á hesjum, og ei grasið nýslegið látið á hesjurnar. Hesjui eru gerðar líkt og vírgirðingar, á þann hátt að sléttur vír eða hesjusnúrur (tjarg- aður mjór kaðsll) eru strengdir á stóipa. Stólparnir eru settir niður með 1— 2 m. millibili, endastaurarnir látnir hallast nokkuð út og skáskífur settar á þá inn' anvert. Staurarnir eru 2 — 2,5 metra’ langir, og strengirnir hafðir 4 og ekki settir á fyr en jafnótt og Iátið er á þá og neðsti strengur auðvitað fyist. Bilið á milli jarðar og neðsta strengs og svo bilið miili strengjanna þarf að vera því meira sem heyið er stærra. Bezt er að láta grasið á hesjurnar nýslegið og þarf að saxa í tuggur á efsta streng- inn, svo regn hripi af og gangi síður í heyið. Norðmenn telja, að maðurinn hesji á dag 4—5 hésta, en mér þykir líklegt að leggja megi nokkuð meira í dagsverkið. Kosturinn við hesjurnar er sá, að ekkert þarf að hirða um heyið, þegar búið er að hesja það, fyr en það er orðið þurt, og heyið hrekst lítið sem ekkert, jafnvel þó óþurkatíð sé, og það er talið, að aldrei þurfi heyið meira en hálfan mánuð til að þorna á hesjum, jafnvel í svo óþurkasömum héruðum sem Bergensömtunum. Hesjustaurana má auðvitað láta standa ár frá ári, en hentugra er þó að færa hesjurnar til, svo að ekki þurfi að flytja hráblautt grasið Iangt til, og svo þarf þá minna af staurum. Par sem flutt er votaband, má auðvitað þurka alt það hey á hesjum við hlöðurnar. Og þótt engjar séu svo votar, að ekki sé hægt að þurka þar í flekkjum, þá mætti þó víða þurka það á hesjum og spara sér votabandsflutninginn, og undir þeim kringumstæðum væri mestur vinningur að hesjunum. Ekki er mér kunnugt um neinar á- byggilegar rannsóknir á efnatapi heys, sem á hesjum er þurkað, en þó eru einhverjar slíkar ransóknir tii, og hvað það snertir er er hesjuþurkun talin góð heyverkunaraðferð og miklu betri en al- menna aðferðin, í þurkatíð. En í góðri heyskapartíð er hæpið að borgi sig að þurka á hesjum, og í óþurkatíð mætti altaf grípa til votheysgerðar, þó hún væri aunars ekki notuð, því að sjálf- sögðu ætti votheystóft eða gryfja að vera til á hverjum bæ. Dýrust verður votheysgerðin þar sem langt er á engjar. í stað strengja má hafa rár í hesjur, en um það" er ekki að tala í skóglausu landi. Ætla má að heyið þorni fyr á siíkum hesjum, en á strengjahesjum, því að heyið klofnar meira á þeim, og vind- ur leikur meira um heyið. Hesjur eiga að snúa í norður og suður, svo að báð- ar hliðar njóti sem jafnast sólar. Stólp- ana þarf að styrkja með hliðarskáskífum, svo að hesjurnar standi betur fyrir hlið- arvindum. Peir, sem hafa sléttar vírgirð- ingar, gætu reytit að þurka hey á þeim og vita hvernig gæfist. Óg þætti mönn- um það borga sig, og hesjuheyið hirt- ist og reyndist að jafnaði betur en ann- að hey, mætti setja niður reglulegar hesjur.* Þá er ennfremur skýrt frá annari er- lendri heyverkunaraðferð sem hér segir: Amerísk heyverkunaraðferð, sem þar var fyrst noluð 1909, er það að þurka heyið i upphiíuðum liúsum, og hefir á þanu hátt tekist að þmka svoá 20 — 40 mínútum, að ekki voru nema 14% af vatni í heyinu. Hey, sem svona er þurk- að, kvað vera mjög listngt, svo að skepn- ui sem haía vauist því, eta illa aunaö hey. Virðist mega af því ráða, að gæði grassins geymist vel í þessu Iieyi. . . . Ekki ætlast Ameríkumenn til, að þessi aðferð komi í stað venjulegrar heyþurk unar, en álíta hana góða hjálp í við- lögum í óþurkatíð. Kostnaðarins vegna telja þeir rétt að þurka heyið fyrst úti, svo að ekki séu orðin í því nema 40% af vatni, því að þá megi þurka helm- ingi meira með sama kostnaði. Býst eg við að þá sé átt við reksturskosnaðinn einan, en ekki líka stofnkostnaðinn. Til- færingarnar eru ofvaxnar einstaklingum nema að þeir Ieggi saman, en þá er talið að stofnkostnaðurinn geti borgast á 4 árum. Hér getur ekki verið um slfk samlög að ræða, og af skiljanlegum á- stæðum. Rafmagn á hverju heimili er eina vonin um almenna notkun aðferð- arinnar hér.« Pær hagnýtu ályktanir, sem höfund- urinn dregur saman í eitt að lokum eru þessar: 1. Bezt að slá grasið á blómgunarskeiði, því að þá gefur það notadrýgst fóð- ur. Pó meira fáist að vöxtum síðar, þá gengur það út yfir gæðin. 2. Mjög æskilegt væri að geta lokið heyskapnum á miklu skemmri tíma, en nú gerist, því að þá mundi fást kjarnmeira fóður og betur hirt. Þessu mætti til leiðar snúa íneð því að hafa allan heyskap á vel ræktuðu landi — túnum og áveituengjum — sem þann- ig væri á sig komið að vinna mætti að heyskapnum með stórvirkari á- höldum en nú tíðkasi alment. 3. Rétt að slá nærri »rót«, án þess þó að rótskafa eða moldskafa. * 4. Áríðandi að koma heyinu sem fyrst á þurkvöll. 5. Hagkvæmast er að geta sem fyrst þurkað heyið svo mikið, aðfrumurnar deyi, eða ná úr því 87% af upphaf- legu vatni þess. 6. Áríðandi er að verja heyið sem allrabezt fyrir hrakningi, meðal annars með því að Iáta ekki flekki liggja órifjaða, dríla blautt héy og taka hálf- þurt hey í garða eða föng, því að • allur hrakningur veldur efnatapi úr heyinu, þó ekki sé nema næturslagi eða náttfall. 7. Til þess að forðast molnun, sem veldur því að hið Ijúffengasta tapast úr heyinu, er rétt að hreyfa sem minst við því, þegar það er nokkuð farið að þorna, af *ömu ástæðum má þó eigi láta heyið liggja lengi óhreyft í sterku sólskini, í logni. 8. Gott er að heyið fái að »slá sig«, ef því verður við komið. 9. Vel hirt grænhey gefur bezt fóður og við þá heyverkun tapast mjög iít- ið af verðmætum efnum, þegar bezt lætur. 10. Marghrakið, síðfengið hey hefir ekki nærri hálft fóðurgildi móti vel hirtu snemma fengnu heyi, og er sérstak- lega varasamt fóður fyrir ungviði, lambær og fylfullar hryssur. Síldin er komin á miðin og lítur ekld óvæn- lega út með þá veiðigrein. Fyrir skömmu komu 5 skip inn til Siglufjarðar með frá 60 til 200 tunnur. Síldin þykir ganga á grunnmið. í nótt kom hér ir.n Eirík- ur skip Eversens ineð 200 tunnur síldar, sein veiddar voru á Hagariesvík. Eyðsla og sparnaður. Pað mátti heita s\o að alt léki í lyndi fyrir flestum íbúum þessa Iands, meðan stríðið stóð yfir. Nú er að verða nokk- uð annað uppi á teningnum. Pað er talað mikið um viðskifta og peninga- kreppu, verðfall innlendra vara og hækk- un á sumutn útlendum vörum. Pað mætti því ætla, að menn reyndu að hafa vaðið fyrir neðan sig og Iifa svo einföldu lífi, sem frekast væri unt, gæta hófs í öllum lifnaðarháttum og forðast kaup á öllum þeim varningi, sem hægt er að meinalausu án að vera, En mis- brestur allmikill mun þó á þessu vera. Pað er eins og íslendingar séu upp úr því vaxnir að spara, þeim virðist ekki vera sú list lagin að geta tamið sér nægjusemi, fyr en sár neyð kennir þeim það eða knýr þá. til þess. Þegar maður gengur hér um götur Akureyrarbæjar og fram hjá sölubúðun- um, blasa við í gluggum þeirra ósköp- in öll af allskonar glingri, sem eg kann ekki nöfn á. Eg minnist þess ekki að hafa nokkurntíma áður séð önnur eins fyrn af óþarfavarningi á boðstólum í verzlunum hér. Og mér er sagt að glingrið gangi furðanlega út, þrátt fyrir alla dýrtíð og kreppu. Menn skilja ekki í þessum kynstrum af óþarfavarningi, þar sem viðskiftanefnd- in er annars vegar. Ráðningin mun að sumu leyti vera í því fólgin, að lieid- salar í Reykjavík hafa verið búnir að byrgja sig af óþarfanum, áður en við- skiftanefndin kom til sögunnar. Ennfrem- ur er ekki ólíklegt, að verzlanir hér hafi pantað meira en góðu hófi gegndi af þessuin varningi, og meira en þær hötðu von um að fá, og hafi þá éf til vill fengið meira en búist var við. En hvern- ig sem þessu er varið, þá er það arg- vítugi, að stórfé skuli flytjast úr landi fyrir alóþarfar vörur, sem lítið gagn er að og allir geta án verið Og það er hart, að fólk skuli ekki geta sýnt þá sjálfsafneitun að hætta með öllu að kaupa óþatfa eða að minsta kosti að takmarka þau kaup til stórra muna. Pað er talið víst, að íslenzka ullin verði í lágu verði þetta ár. Kunnugir menn telja engar líkur fyrir því að meira fáist fyrir kilóið en 4 kr., og líklega enn minna. Á sama tíma kaupum við útlendan fatnað og fataefni fyrir geipi- verð. Tilbúinn útlendur karlmanna-al- fatnaður kostar nú 200 kr. og þar yfir. Einn einasta fatnað þarf því að borga með 50 — 60 ullarreifum, og það er nóg efiii í fatnað svo tugum skiftir. Er nokkurt vit í þessu? Allir hljóta að sjá og skilja, hve þess aðferð er óheilbrigð og skaðleg, að flytja út ó- unna ull fyrir afarlágt verð, láta útlend- inga tæta úr henni utan á okkur og kaupa svo fötin að þeim fyrir rán verð. Að þessu Ieyti stöndum við enn að nokkru leyti á sama menningarstig og forfeður okkar á 18. öld, þégar Skúli Mágnússon hóf umbótastarfsemi sína. Að vísu hljóta föt, sem komið er upp hér á landi, að verða nokkuð dýr. En sá niikli munur er á, að með því móti flytst atvinnan ekki út úr landinu, og svo verða innlendu fötin að jafnaði haldbetri. Sjálfsta'ði þjóðarinnar er að miklu leyti komið undir því, að við lærum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.