Dagur - 04.08.1920, Síða 2

Dagur - 04.08.1920, Síða 2
58 DAGUR. ur, þar sem jafngóður og æfður skurð- læknir var svo að segja við hendina, þar sem Steingrímur er. Sigurmundur eggjaði Steingrím mjög á að koma, en Steingrímur færðist í fyrstu undan og áleit vonlaust um árangur. Ró réð hann fljótt af, að fara austur og kynna sér ástæðurnar. Félst hann þegar á uppástungu Sigurmundar, og með leyfi eiginkonu Sigurðar var hinn fyrirhug- aði uppskurður framkvæmdur. Uppskurðurinn var gerður sem hér segir : Ofan við vinstra eyra var gerður sporöskjuiagaður skurður upp og ofan, en sem ekki kom saman þeim megin er niður vissi. Síðan var gat borað á höfuð-skelina með þar til ætluðu verkfæri. Pegar inn úr kom seyrði út dautt blóð. Vissu læknarnir þá, að þeir voru á réttri leið. Fleiri göt voru gerð umhverfis í skurðin- um, og beiniðtsíðan meitlað sundur á milli. Eins og áður var sagt kom skurðurinn ekki saman í botninn. Flaski sá hinn sporöskjulagaði var iiú spentur út og fótur hans brotinn. Var þá þar innan við allmikið af hálfhlaupnum glóðgraut, sem læknarnir hreinsuðu burtu. Að þvi loknu var flaskinn aftur lagður á sinn stað, og húðinn saumuð saman. Petta eru nú aðaldrættirnir, sem ætti að geta gefið mönnum nokkurn veginn Ijósa hugmynd. Regar Sigurður vaknaði af svefnin- um eftir skurðinn, var hann með fullri rænu eftir 2 — 3 daga rænuleysi. Síðan hefir honum farið dagbatnandi. Skurð- urinn hafði tekist svo vel, sem framast varð kosið. Eftir rúma viku báru Reyk- dælir og Húsvíkingar hann heim til hans í Húsavík. Síðan hefir Björn læknir stundað hann. Sigurður er nú farinn að klæðast, og enginn vafi um það lengur, að hann fær fulla'heilsu. Ekki verður einum frekar en öðrum með réttu þökkuð þessi góðu málalok. Allir, sem að því stóðu, hafa hver á sinn hátt lagt til þess góðan hlut. Sig- urmundur læknisfræðilega þekkingu sína, alhug og glöggskygni, Steingrímur æfð- ar snillingshendur, og Björn nú síðast árvaka nákvæmni. En aðstandendur Sigurðar og vinir hans nær og fjær una vel úrslitunum, og gleðjast yfir þeim. ^Sínum augum lítuF hver á silfrið." Pessi forni máisháttur datt mér í hug, er eg las í íslendingi 30. tbl. þ. á. »Mestu menn íslands*. Mér kom sá listi dálítið öðruvísi fyrir sjónir, en eg var búinn að ímynda mér, ve'Idur því að sjálfsögðu þekkingarleysi mitt, og eins hitt, að eg dæmi þá, menn- ina, að því leyti, hver áhrif þeir hafa haft á hug minn sem einstakling. En þrátt fyrir það get eg ekki varist þeirri hugsun, hvort rétt sé þar ályktað. Pá menn, er eg bjóst sérstakíega við að sjá standa ofarlega á blaði, sá eg ekki fyr en mjög neðarlega. Pað eru aðallega 2 — 3 inenn þeir Tryggvi Gunn- arsson og Matth. Jochnmsson og einn- ig Steingrímur Thorsteinsson. Pað má nú uátturlega lengi.um það deila, hver méstnr er, það er alt eftir jiví, hvaða skilning inenn leggja í jiað. Eg tek það þannig, að þeir, sem hafa gert þjóðinni mest gagn bæði beinlínis og óbeinlínis inn á við, það séu mestu mennirnir, en ekki þeir, sem sýnt hafa mesta frægð hennar út á við. Allir vita hve starf Tryggva G. var afar umfangsmikið á nálega öllum svið- um, og þó mun vera einna drýgst það starf, er hann vann í þarfir dýranna. Hann bar sama bróðurkærleika í brjósti bæði til manna og dýra, þess vegna var hann þjóð sinni það, sem hann var, sannarlegt mikilmenni. Matth. Jochumsson þekkja allir af skáldskap hans, hann hefir kanske ekki verið verulegur afkastamaður á verkleg- um sviðum, mér er óknnnugt um það, en á andanssviðum er hann afkastamikill. Hver, sem les kvæði hans, hlýtur undir- eins að sjá, að hann er sannur og ein- lægur trúmaður. Annars er óþarfi að vera að lýsa þeim, alþjóð ætti að þekkja þá svo vel. Pað, sem mér yfirleitt finst, er, að ekki sé tekið nægilegt tillit til skáldanna. Pað grunar líklega fæsta, hver áhrif þau hafa á þjóðina, hvort sem það eru ljóða, sögu, eða tónskáld. Pað er mitt álit og sjálfsagt flestra, að það andlega hafi meira og varaníegra gildi, þegar alt kemur til alls, en hið veraldlega, hversu stórfeldur dugnaður sem kann að vera á því sviði, og því séu það skáldin, sem mest lof eiga skil- ið. Pað eru þau sem slá einatt á fínustu strengi tnannssálarinnar í skáldverkum sínum, og á þeim augnablikum er eins og máður lyftist hærra, fjær því jarð- neska, nær guði. Pví að: »Eitt augnablik helgað af himinsins náð, oss hefja til farsældar iná, sú gjörvöll er framtíð og geislum stráð, og gæfan ei víkur oss frá.« En er það ekki einmitt gæfan, sem við öll leitum að og þráum, það æðsta í lífinu? Er eg lít á þá, sem flest hafa fengið atkvæðin, þá sé eg, að fjöldinn af þeim mönnum, er þar standa, hafa verið uppi a því tímabili, er þjóðin var í mestri niðurlægingu og örbyrgð, þes§-. vegna bar svo mikið á þeim sem að einhverju Ieyti sköruðu fram úr. Eg efast ekki um, að við eigum nú nokkra menn eins mikla, þó ekki beri eins á þeim eins og þá, vegna þroska og velmegun- ar almennings. En vegna þess hvernig þjóðin var stödd, gátu þeir gert meira gagn. notið sín betur, þó þeir kanske persónulega væru ekki meiri menn en við nú eigum. Pá hafa þeir biásið þjóðinni lífsanda í brjóst, vakið hana af dvalanum. Pað er trú mín og sannfæring, að þeir einir, sem bera gæfu til að hefja þjóðina á hærra siðferðis- og þroskastig, það séu mestu meunirnir. i Þ. Um trúmál. Nýlega var haldiun biskupafuudur á Englandi og þangað stefnt flestum ^ af helztu fulltrúum landsins og bar þar margt á góma utfi ástand og horfur kirkjumála Englendinga og trúmála. En 1 aðalniðurstaða fundarins — þegar frá eru taidir þeir rnenn, sem kallast aljiýðu- I tniboðar, sem ekkert hafa lært og engu gjeymt í 400 ár og halda fram inn- blæstri allrar biblíunnar spjaldanna á milli, eins og ekkert annað guðsorð sé til — hún var sú, að fundarmenn dæmdu með öllnm atkvæðum útskúfunarkenn- inguna dauða og marklausa og með öllu ókristilega, enda finnist hún ekki nema hjá Gyðingkristnum eins og hjá Matth. 25. kap., þár sem Kristur er lát- inn sitja til dóms samkvæmt skoðim Gyðingkristinna manna, þar dæmi Krist- ur ekki eftir sínu lögmáli, heldur Mós- esar, farið fram hjá öllum Jesú fegurstu kenningum hjá Lúkasi, þar sem hann biður fyrir óvinum sínum og þar sem hann flutti sínar guðdómlegu kenningar um týnda sauðinn og glataða soninn. Eins og Páll útlistar svo guðdómlega, einkum þar sem hann segir; ;>Guð hefir innilukt alla undir synd, svo hann misk- unaði öllum.« Fundurinn komst að þeirri niður- stöðu, að engir trúarflokkar á Englaodi tryðu lengur á fyrirdæminguna, nema þessir áðurnefndu flokkar. Einn biskupinn tók fram um Lúther þá fávisku, að útskúfunarkenningiu væri eftir Krist sjálfan; en nú er það kunn- ugt, að í niðamyrkrum katólskunnar kom upp trúin á hreinsunareldinn. Brá þá svo við, að skínandi sói skein yfir kirkj- una, og þvi standa katólskir enn í dag föstum fótum. Sá, sem fyrst hreyfði þessu tnáli, var hinn gamli spekingur Englendinga, er álitinn var lærðastur maður í Evrópu, dr. Samuei Johnson d. 1884; og æ síð- an hann var uppi, hefir þetta mikla spursmál veríð á dagskrá, svo að þessi voðakenning er gjörsanrlega fallin úr sögunni. Dr. Samuel fohnson. Vinur hans, hinn frægi Bosweli, hefir skrifað endur- minningar um þennan merkilega mann og mikla sérvitring. Hann var trúmaður mikill og ástvinur ensku kirkjunnar, en hataðist við alla lýðkirkjur og öldunga- kirkjur. Hann vildi hafa einveldi í kirkj- um sem annarsstaðar, sérstaklega í bisk- upakirkjunni, en Skota hataði hann, af því að þeir höfðu lýðkirkju. Hann segir að Skoti sé manneskja á tveimur fót- um og lifi á höfrum. Hann var sérvitur? og undarlegur í háttum. Stórhöfðingjar og frægir rithöfundar höfðu miklar mæt- ur á honum og höfðu hann oft í boði, en hann var ruddamenni. Einusinni sat hann við hliðina á hertogafrú og vant- aði klút til að þurka sér á; tók hann þá skó frúarinnar og þurkaði sér á þeim. Hertogi eir.n sagði eitt sinn við hann: »Doktor, mikill snillingur er skáldið Goldsmith (sem ritað hefir prestinn á Vökuvöllum). Pá snýr dr. Johnson ser við og segir: »Já, en það er skaði að hann er drykkfeldur«, síðan urraði í karli o% hann bætti við: »Pú kemst aldrei með tærnar, þar sem hann hefur hæl- ana«. Pá þagnaði hertoginn. Hann átti konu, afarófn'ða, sem hann unni hugástum, og sagði að hún væri sú fríðasta skepna, sem guð hefði skap- að. Hann var svo sérvitur, að ef hann slé vinstii fætinum fram, þegar hann gekk iiin í hús, þá sté hann til baka ti! að koma þeirn hægri fyr inn og ruindi þá í lionum, %Pegar einhver hrósaði Lúther, þá sagði Johnsou: »Lúther var ágætur tnaður, Pósthúsið er .flutt í Hafnarsíræti 57. nema þégar haim stal öllu því bezta úr kat- ólskunni, svo sem sálgæzlu.helgra manna dýrkun, klausturlifnaði og sérstaklega lireinsunareldinum, þessari Ijómandi sól, sem skein yfir kirkjuna eftir niðamyrkur miðaldanna, sem hættu að láta frelsar- ann sýna náð og miskun öllum börn- um sínum, því að dómurinn var bygð- ur á Móseslögmáli, en ekki kenningu krists, sem postularnir misskildu.® M. J. f Sigrún Sigurðardóttir, húsfreyja á Tóvegg í Kelduhverfi and- aðist í s. 1. júním. í sjúkrahúsinu í Húsa- vík. Hún var-22 ára að aldri, fædd og uppalin í Sandvík í Bárðardal. Hún er stutt æfisaga þessarar ungu konu, en verður þó ekki rakin hér. Sigrún sál. hafði ekki kvatt æskuna, þegar kald-hönd hvíta dauðans læstist að brjóstinu óþroskuðu og síðan að fleiri líífærum. — Árin liðu og iangar og þungar legur á hverju sjúkrahúsinu eftir öðru brendu líkams þróttinn, lömuðu hugan og koll- vörpuðu skýjaborgum bjartsýnnar æsku. Hún sá hvert stefndi. En vonin Iifði og styrkti.' # í vöggugjöf hafði hún þegið góðar gáfur, gott hjarta og ríka löngup að brjóia sér brauttil frama og framkvæmda — eiga »spor við tímans sjá« að loknu lífi. Hún eiskaði Ijósið, starfsemina og dýrð náttúrunnar. — Paðan streymdi lífið. — En lífið er gáta. Hún varð að temja sér rósemi, og taka í framréttar hendur vina og vanda- manna. — Var þá þetta hlutverkið hennar? Að læra að skoða dýrðina gegnum næturskugga og svalviðrisbliku. Var þetta vaxtarbrautin hennar til þeirrar dýrðar, sem bernskutrúin hafði kent henni um? 4 Og trúin varð öruggari og andlega þrekið óx að berjast við sjúkdóminn og mótlætið þó líkamskraftarnir þyrru, af því að þetta varð að vissu: »Eg er líka að þroskast og læra.« Vinir þínir minnast þín með þakk- læti, Sigrún. B. A Akureyri. Sílturbrúðkaup sitt hétdu í gær Ottó Tulinius kaup- maður og frú. Ðagur óskar brúðhjón- unum til heilla. Mæll er að fjölskyld- an flytji nú tneð haustinu til Kaup- mannahafnar. Er bæjarbúum í því mikil eftirsjá. Tnliníus hefir verið, að dómi kunnugra manna, einn af nýtustu og framtaksmestn borgurum þessa bæjar. Influenzan gengur nú ytir hér norðan lands í Pingeyjar og Eyjafjarðar sýslum. Teíur hún menn frá verkum 3 daga til viku ; íáa meira ef farið er gætilega.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.