Dagur - 18.08.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 18.08.1920, Blaðsíða 1
DAGUR kt mur úi á hverjum miðvikuci. Kostar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá Jó n i P. Pó r. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Um viðskifti innan lands. VI. Ketsalan innan'landsogkaupfélögin. (Framh.) Samkvæmt .ummælum síðast fer hér á eftir ýfirlit yfir ketsölu Kaupfélags Ey- firðinga til bæjarbúa Akureyrar síðast liðin þrjú haust: Haustið 1917 gerði félagið samning við bæinn, þar sem bærinn tókst á hendur ábyrgð á greiðslu þess halla sem félagið kynni að verða fyrir á ketsölunui. Það haust voru bæjarbúum seld 33278 kg. af keti á 90 aura kg. Þegar öll sala á ketinu var um garð gengin, reyndist ketið í bæinn of lágt selt um 43/* aura kg. Þann halla fékk félagið greiddan frá bænum samkvæmt áður nefndum samningi. Haustið 1918 voru bæjarbúum seld 15804 kg. á kr. 1;50 kg. Ketið reynd- ist of lágt selt um ca. 12 aura kg. Skaði félagsins það ár á þessari sölu varð því um kr. 1900, 00, sem félagið fékk ekki endurgreiddan. Haustið 1919 seldi félagið bæjarbúum 17,400 kg. á kr. 3, 00 kg. Eins og menn muna voru söluhorfur þá svo góðar, að þær hafa aldrei verið slíkar. Félagið þóttist því þurfa að spenna bogann hátt, til þess að tryggja sig fyrir samskonar tapi og árið á undan. Nú reyndist markaðurinn kvikull og ketið hríðfell, þegar fram á vetur leið. Um áramótin fóru bæjarbúar að ganga eftir því, að fá uppbótina greidda, en þá varennekki séð fyrir endann á ketsölunni. Það var þvf ekki um annað að gera, en að greiða uppbótina eftir því, sem sölunni var þá komið. Sú endurgreiðsla reynd- ist 35 aurar á hvert kg. Eftir það voru þær ketleifar, sem eftir voru, seldar við miklu lægra verði, svo jafnaðarverðið á öllu ketinu lækkaði en um 5 aura hvert kg. Hagur félagsins varð því af sölunni síðastliðið ár kr. 870, 00. Þetta yfirlit sýnir þá, að félagið hefir þessi síðastliðnu þrjú haust farið út úr ketsölunni til bæjarbúa með um 1030 króna skaða. Ekki mun loku fyrir það skotið, að einhverir bæjarbúa hafi eitthvað við þessa skýrslu að athuga. Eftir að síðasta blað kom úí, veik einn af merkari borgurum bæjarins sér að ritstjóranum á götunni, Akureyri, 18. ágúst 1920. 17. blað. og tjáði honum, að skrifið í blaðinu um þeíta mál væri athugavert. Hann leit svo á, að Kaupfélagið hefði haft af bæjarbúum sem svaraði 30 — 40 krónum á hverri tunnu, sem það hefði selt þeim síðast liðið haust. Samkvæmt skýrslunni hér að framan, seldi félagið bæjarbúum 17400 kg. Það verða deilt með 112 kg., sem fara í hverja tunnu, alls rúmar 155 tunnur. Nú var hagnaðurinn 870 krónur. Kem- ur þá á hverja tunnu rúml. kr. 5, 57. Það er nokkuru minna eu 30 — 40 krón- ur. Það væri æskilegt að áður nefndur háttv. bæjarbúi gerði grein fyrir því, með hvaða stærðfræðislegum aðferðum hann hefir komist að þessari niðurstöðu. Þess ber að gæta, að söluverðið í bæinn hlýtur jafnan að verða nokkuru hærra, en bændur fá fyrir ketið. Á ketið, sem selt er í bæinn, hlýtur að leggjast sláturhúsleiga, kostnaður við starfrækslu sláturhússins og sölukostnaður, sern verður dálítið mismunandi mikið eftir því hversu miklu er slátrað og mikið selt. Eins og áður var sýnt, hefir félagið skaðast á ketsölunni í bæinn þéssi síð- astliðnu 3 haust um rúmar 1000 kr. Það skýtur nokkuð skökku við það á- lit sumra bæjarbúa, að þeir hafi orðið fyrir halla í þessum viðskiftum. Það verður ekki í fljótu bragði séð, að fé- lagið geti farið sanngjarnlegar að. Að- ferð þess hefir verið bygð á hreinum samvinnugrundvelli. Og sanngirnin hefir verið látin ná til allra. Dylgjur og að- dróttanir í garð félagsins eru því óverð- skuldaðar út af þessu máli. Þær geta rekið svo langt, að þær komi upphafs- mönnum þeirra og bæjarbúum yfir höfuð í koll. Það væri nógu gaman, ef hægt væri, að gera glöggan samanburð á aðferð K. E. gagnvart bæjarbúum í ketsölu- máliuu og aðferð Sláturfélags Suðurlands gagnvart Reykjavíkurbúum. Reykjavík- urbúar kvarta sáran undan aðförum fé- lagsins. Telja það okra á ketinu og aldrei gjalda néina uppbót. Þeir benda á K. E. sem fyrirmynd í sanngirni og samvinnufélagsskap í þessu nfni. En hér norður frá eru. aðdróttanir og úlfúð í garð félagsins á sveimi milli manna, sem það getur alls ekki kannast við, að sé verðskuldað. Það liggur nú næst fyrir að spyrja, hvaða kröfur þessir undirróðursmenn vilja gera til fél. í þessu máli. Ekki er óhugsanlegt, að það gæti breytt um eðferð. Hitt er vafasamt, að sú breyt- ing yrði bæjarbúum til bóta. Setjum nú svo að fél. hætti að kveða upp nokkurt verð á haustin. Það yrði í fyrsta lagi til þess, að enginn kaup- félagsmaður seldi fé á fæti. 0llum þætti vissast, að láta félagið færa sér heim sannvirðið, þegar það kemur í ljós. Það eru einnig; Iíkur til þess, að bændur yfirleitt mundu hverfa til fé- lagsins með sláturfé sitt. Enn fremur yrði það til þess, að félagið gæti alls eigi selt bæjarbúum né öðrum utanfé- lagsmönnum ketið nema ábyrgð bæjar- ins, eða einstaklinga, sem um leið væru félagsmenn, kæmi til fyrir lokagreiðslu á andvirði ketsins, þegar úrslitaverð þess kæmi í Ijós. Setjum svo að félagið kvæði upp svo lágí verð, að óhugsanlegt væri, að það yrði hærra en söluverð ketsins á eríendum markaði. Það miíndi hafa því sem næst það sama í för með sér. Enginn gætinn bóndi mundi selja fé á fæti eftir því verði. Þó er hugsanlegt, að fjárkaupmenn og spekúlantar gætu komist að gróðakaupum á fé hjá ein- stöku bónda, sem ekki vissi fótum sín- um forráð, og kynni ekki að nota sér þá verzlunaraðstöðu, setn öllum stendur til boða í þessu efni. En hefir þá fé- lagið ástæðu, til að stuðla að þesskon- ar reifaraverzlun bændum til tjóns? Báðar þessar aðferðir mundu hamla því, að bæjarbúar gætu fengið keypt fé á fæti. Þær yrðu báðar þess vald- andi, að þeir þyrftu að tryggja sér á- byrgð annaðhvort bæjarfélagsins eða einstakra félagsmanna fyrir greiðslu á andvirði ketsins til félagsins. Þeir munu sjálfir fara nærri um það, hvílík um- svif og óþægindi slíkt hefði í för með sér, þó gert væri ráð fyrir að það sé framkvæmanlegt. Hvorug aðferðin yrði bæjarbúum til bóta, og með sanngirni verður ekki heimtuð nein sú aðferð af félaginu, sem ekki tryggir það fyrir tapi. Það virðist því vera skynsamlegast, að sætta sig við þá aðferð, sein gilt hefir, eða bæjarbúar leiti að öðrum kosti annara bragða um fjárkaup án milligöngu félags- ins, og án tillits til verðsákvæðis þess. Félagið hefir, eius og áður er sýnt, t Hérmeð tilkynnist vinum okkar og góðkunningjum, að gamli bóndinn minn, Halldór Guðmundsson, andaðist snemma morguns 17. ágúst, eftir þjáningamikla þrettán daga legu. Jarðarför hans er ákveðin laugardaginn 28. þ. m. á há- degi að heimilisgrafreit bónd- ans hér á Hlöðum, ef ekkert óvænt hindrar. Hinn látni afbað keypta kransa., Hlöðum 17. ágúst 1920. Ólöf Sigurðardóttir. fl ekkert upp úr þessari ketverzlun á haust- in. Henni er jafnan samfara aukin um- svif og nokkur áhætta. Verzlun þessi er því þessvegna ekki föst í hendi, ef bæjarbúum þykja kjörin óviðunanleg. Það ér vafasamt að þollyndi félagsins megi við því mjög lengi, að hljóta á- kúrur og baknag fyrir það, að leyfa bæjarbúum, hverjum sem er, að velja úr bezta ketið, án þess að gerður sé nokkur verðmunur á því og lakara keti sömu tegundar, eins og sum önnur fé- lög gera, og tryggja jafnframt öllum það, að þeir fái ketið með sannvirði. Félagið gæti vissulega, hvenær sem því sýndist, farið að eins og Sláturfélag Suðurlands. En það vill ógjarnan fara út af þeirri braut, sém það er á í þessu máli. Það vill láta alla, sem það skiftir við, njóts góðs af samvinnunni, þar sem því verður komið við, án þess að stofna sér í hættu. Enn er ein leið í þessu máli, sem ekki hefir verið minst á. Hún er sú, að bæjarbúar annist sjálfir um innkaup á fé til slátrunar. Yrði það að framkvæmast á félagsleganhátt.þannig að pöntunum væri safnað, en forgöngumenn væru ábyrgð- arfullir gagnvart seljendum fjárins. Nú væri fé keypt samkvæmt pöntunum og mestur hluti andvirðis greitt, en lokagreiðsla látin bíða, þar til sann-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.