Dagur - 29.09.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 29.09.1920, Blaðsíða 1
DAGUR kt mur út á hverjum miðvikud. Kosiar kr. 4.50 til áramóta. Gjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá J ó ni P. Pó r. Norðurgötu 3. Talstmi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. III. ár. Akureyri, 29. september 1920. 23. blað. Björn Halldórsson. Veturinn hafði vænst, að fá hann. Vakinn beið, að ráðast á hann Ellihrnman, uppgefinn — Vorið réði, og rúmstokkinn Móti heli og honum varði. — »Vík þú,« kvað hún, »enn eg á Aldrei, vetur, skalt þú fá hann! Bý um mög í mínum garði. Hann var þér ei handgenginn Heimamaður þinn. — Hann skal falla í faðminn minnl* hann. Þefta varð, og Vorið hlaut hann, Vöggubarn sitt lífs? og dáinn. Hennar fyrstu laufum laut hann, Lyudis-sköpum hennar náinn. Hugumstór við bót og baga Björn var alla sína daga, Ein af sálum sunnanstorma, Sem að ís frá landi vaka, Þegar fjarða-djúpin dorma Dauða-svæfð í Grænlands klaka. Fardaganna fyrirmaður, Frjáls í hug og landnáms-glaður. Sífelt mun hans íslands-andi Undan fara sumri í landi, Peymikill og þrekvaxinn. — Pegar af vorhug þrútnar hlynur, Pýtur foss og hlákan dynur, Kenni eg rausn og róminn þinn Úti í glaumnum, gamli vinur! Stefán G.- (Voröld.) pyrir þann sérstaka vott sœrndar og kœrleika, er Laufásprestakall sýndi okkur á silfurbrúðkaupsdegi okk- ar 19. sept. s. I. vottum við okkar hjartans þakklœti og biðjum Guð að launa öllum, er hlut eiga að máli. — Einnig þökkum við mikla hluttekn- ingu, er okkur var sýnd þenna [dag með samúðarskeytum nœr og fjær. Laufásí 20. sept. 1920. Ingibjurg Magnúsdóttir. Björn Björnsson. Um skólamál. Krafan um lærðan skóla á Norðurlandi. Þó Dagur megi eiga sér vísa reiði og miklar skammir húsbónda íslend- ings og brigzlyrði þess efnis, að með því að fallast ekki á skoð- anir hans, sé Dagur sð spilla fyrir ís- lendingi, vill hann enn hætta sér undir þessa ægilegu reiði og gera nokkurar at- hugasemdir við skólamálagrein þá, er birtist í 41. tbl. íslendings þ. á. og fara nokkurum orðum um kröfuna um lærð- an skóla á Norðurlandi. í grein þessari er allrækilega bent á fyrirkomulagsgalla »Hins almenna menta- skóla« í Reykjavík. Rað er bent á heima- vistaleysi skólans annars vegar og hús- næðisvandræðin í Reykjavík hins vegar. Erfiðleika utanbæjar sveina og meyja, sem vilja sælqa skólann, vegna húsnæðis- leysis, óheyrilegrar húsaleigu og ann- ara okurkjara, sem þeir verða að sæta o. s. frv. Ennfremur er bent á þá skammsýni mentamálastjórnarinnar, að amast við því að fullorðnir menn fái inngöngu í skólann. Dagur er fyllilega sammála í þessum atriðum og vill sér- staklega undirstryka hið síðasla. Ress eru mýmörg dæmi fyr og síðar, að beztu mannsefni þjóðarinnar brestur aðstöð- una, til þess að sækja skóla á lögskild- um aldri, vegna seinþroska, fjármuna- Ieysis og ýmissa annara tálmana. Er þá nokkur heil brú í því skipulagi, sem lætur þeim koma slíkt í koll og fyrir- munar þeim með köidum og skilnings- lausum lagastaf, að leita sér æðri ment- unar? í áminstri grein er bent á Jrað, að vegna þessa ástands mentaskólans og illrar aðstöðu utanbæjarfólks um að tryggja sér húsnæði og viðurværi í Reykja- vík með þolanlegum kjörum, skapist misrélti. Aðstaðan mun betri fyrir Reyk- víkinga að sækja skólann. Afleiðingin sú, að úr Reykjavík spretti embættislýð- ur landsins og dregið í efa, að það muni þjóðinni hollast. Retta er alt rétt athugað, en það er furðulegt að ekki sé hægt að koma auga á neina aðra leið, til þess að bæta úr þessu ástandi en þá, að stofna nýjan lærðan skóla á Norðurlandi. Það er að gefa Reykjavík- urskólann upp á bátinn, sem vonlausa stofnun. Fyrirkomulagsgallar á »Hinum almenna mentaskóla« verða ekki lagðir fram sem gild rök fyrir því, að nýr skóli á Norðurlandi sé bráðnauðsynleg- ur, heldur sýna þeir það eilt, að um- bóta er þörf á skólanum. Rað er rétt- mætt og sjálfsagt, að gera þá laöfu til mentamálastjórnarinnar, að skólinn verði éndurbættur. Heimavistir settar í skól- ann, aldurs ákvæði reglugerðarinnar færð til betra vegar o. s. frv. Dagur vill nú athuga lítið eitt allar þær ástæður, sem í íslendingi hafa ver- ið færðar fyrir kröfunni um lærðan skóla á Norðurlandi: Fyrsta og fremsla *) ástæðan er sögu- legur réttur okkar til slíkrar stofnunar. Dagur hefir áður bent á, hvað þetta er fljótfærnislega sagt. Einstakir lands- hlutar og þjóðin öll gæti sjálfsagt gert margar kröfur bygðar á slíkum grund- velli. Hún gæti heimtað, að alt mentamála og stjórnarfyrirkomulag væri fært í gam- alt horf, og bygt kröfur sínar á sögu- legum rétti. En þjóðin gerir það ekki, vegna þess að sögulegur réttur kemur ekki og iná ekki koma fyrst og fremst til greina, þegar um þjóðmálin er að ræða. Hitt þarf að koma fyrst og fremst til greina, hvers er þörf og hvað þjóð- inni er hollast í í öllum efnum. Önnur ástæðan er erfðleikar á því fyrir Norðlendinga og Ausífirðinga að sækja skólann vegna fjarlægðar, gífur- legs ferðakostnaðar og illrar aðstöðu í Reykjavík. Rar af leiðandi misrétti, sem valdi því, að höfuðstaðarbúum sé öðr- um fremur af löggjafarvaldinu ruddur vegur að embættum og helztu trúnað- arstöðum þjóóarinnar. Ressi ástæða á að líkindum að skipa *) Leturbreytingin mín. Ritstj, annað sæti að verðleikum til. Enda er hér gerð tilraun, til þess að færa rök fyrir kröfunni. En eins og framan er bent á, er hér lokað augunuin fyrir þeiiri sjálfsögðu úrlausii málsins, að nema burt þetta misrétti með endurbótum á R.víkurskólanum.Ýmisl. er bæði vafasamt og vanhugsað í rökfærslunni. í sambandi við ástæðuna er til dæmis bent á það, að einn lærður skóli í landinu, settur í Reykjavík, sé sérstök hlunnindi fyrir þá, sein eiga heima í Reykjavíkurbae. Á sama hátt yrði annar lærður skóli, settur á Akureyri, sérstök hlunnindi fyrir Akur- eyrarbúa og Norðlendinga yfir höfuð. Pá eru Vestfirðingar eftir og Austfirð- ingar, sem höf. virðist bera mjög íyrir brjósti í þessu.máli. Hvorltveggju hefðu jafnan kröfurétt sem Norðlendingar um lærðan skóla í sínum fjórðungum, því ekki mundi ferðakostnaður úr þessum héruðum til Akureyrar verða þeim mun minni heldur en til Rvíkur, að í því gæti talist veruleg réttarbót. Annars er ferðakostnaðarástæðan fremur veiga- lítil. Peir, sem á annað borð hugsa svo hátt, að leita sér æðri mentunar, láta í seinustu lög ferðalagið vaxa sér í aug- um, enda mun það ekki vera talið óþarft slíkum mönnum, að sjá og kynnast á námsárum sínum fleiru en sínu heima- líéraði. Pað vérður torvelt að spyrna á mót þeim broddum,’að æðstu mentastofnanir þjóðarinnar og aðrar menningarstofnanir sæki að einni höfuðstöð. Enda ætti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.