Dagur - 29.09.1920, Blaðsíða 3

Dagur - 29.09.1920, Blaðsíða 3
DAGUR 91 sambönd hafa verið á sífeldu reiki. Pað hefir ekki verið hægt að ákveða um ferðir skipanna fyr en jafnharðati. Rví verður ekki rieitað, að Norðlendingar gjalda þungan skatt til Reykjavíkur fyrir umskipun vata. £n mega þeir ekki sjálfum sér um kenna að eínhverju leyti? Hvað líður samtökum norðlenzkra kaup- sýslumanna, um að slá sér saman um skipsfarma beint frá útlöndum? Ýmislegt er hæft í umkvörtunum manna gagnvart Reykjavík. T. d. að völd drag- ist þangað um skör fram, um spilling- una, sem þar þróist og eitri út frá sér o. s. frv. En hvað sem því öllu líður, verður það ekki af Reykjavík skaíið, að húu er og verður höfuðborg landsins. Pað er að vísu satt, að alt það versta, sem þjóðin á í fórum sfnum þrífst þar, þjófnaður, saurlifnaður, svall, fjárdráttur, svik og bakferli. En mundi ekki vera íkt á komið með Akureyri, ef hún væri viðlíka stór bær? F>ó Reykjavík geymi alt það versta geymir hún einnig alt það bezla, sem þjóðin á. Hún er til þess kjörin, að varðveita það og gera arðbært fyrir þjóðina inn á við og út á við. Allar dýrmætustu stofnanir þjóð- arinnar þurfa að vera í nábýli og styðja hvera aðra. Rað væri meir en vafasöm Ieið til þjóðþrifa, að leitast við að lama vöxt borgarinnar á þann'hátt, að sundra því, sem þjóðin á þar sameiginlega, og sem vilanlega styður mjög að vexti og viðgangi höfuðstaðarins. Jafnvægi í þjóðlífinu fæst ekki með samkepni heldur með samvinnu. Rað á að vera hrós og metnaður þjóðarinnar að eíga góða höfuðborg í góðu landi. Hvorttveggja hlýtur nauðsynlega að styðja hvað annað, ef tii heília á að horfa. Hvorttveggju ber að vanda sem mest ti! síns hlutar þjóðinni og höfuðborg- inni. Pað mun ekki vera óþörf bend- ing til höfuðborgarinnar, eftir síðustu kennimörkum að dæma, að gangskör sé gerð að því, að grafa fyrir rætur spillingarinnar. Unglingarnir, sem eru komnir í »steininn<>: eru ekki ræturnar. Hvernig eru heimili aiþýðunnar í Reykja- vík ? Hvað líður húsnæði? Hvað er gert af borgarinnar hálfu, til þess að véita einhleypingum, umkomulausum flökkulýð eitihver heimilishlýindi? Af- skipti hins opinbeta þurfa að koma til sögunnar, áður en alt kafnar í mann- vonzku, ekki eingöngu sem refsandi vald, heidur öllu fremur seœ hjálpar- hönd, sem veitir hverjum manni oln- bogarúm, gott andrúmsloft og atvinnu. Góð heimili eru skilyrði allra þrifa. Reykjavík \erður aldrei annað en krónan á [ajóðlífsmeiðinum. Ef slofninn er góður, verður krónan góð. Ofvöxtur hennar sligar aldrei ófúinn og gallalaus- an stofn. Samvinna bygð á skilningi og góðri viðleitni gefur okkur góða höfuð- borg í góðu landi. Líftryggingar. Mönnum þykir í fijótu bragði orðið fjatstæða. Börn taka það þann veg, að um tryggingu lífsins sjálfs sé að ræða. En iíftrygging þýðir að tryggja efnahag sinn ti! lífstíðar. Rær eru nokkurskonar ellitrygging. Jafnframt eru þær trygging þess, að þó trtentt falli frá, sé að ein- hverju ieyli fytir þeint séð, sem eftir lifa. Líítryggingar eru það, að “ieggja nokkurn hluta orku sinnar, tneðan menn eru i fullu fjöri, í sameiginlegan sjóð, sem skilar henni aftur, þegar þörfín kallar í hagnýtum gjaldeyri. Heilbrigðast væri að þjóðin öll ætti slíkan sameiginlegan sjóð, sem hverjum og einum væri skylt að leggja í til tryggingar sjálfum sér á eliiárum eða sínum nánusiu eftir sinn dag. Lfftryggingarfélög eru mörg { heim- inum. Pau eru alment kðiluð h'fsábyrgð- arfélög, sem er enn torskildara og vafa- samara orð, og nálgast hugsunarvillu. Misjöfn eru þau að gæðum og eru öll meiri og minni gróðafélög. Eti því betri sem þau eru, því meiri hlutdeild fá allir í gróðanum, enda er trygging góð að baki, þar sem eru vara- og tryggingar- sjóðir gamaHa félaga. Margir iausingjar fleyja frá sér á einu kvöldi meiru eu nemur ársiðgjaldi stórr- ar fryggingar í félagi. Ungum mönnum er ekki gefið að hugsa með forsjá fram í tímaun. Ró rekur að þvf fyrir flestum. að þeir þurfa að annast fjármálahlið fjölskylduheimilis, og eiga sífelt á hættu, að fatlast eða falla frá. Pað er skyn- samlegt öllum og skylda hvers manns, að sóa ekki kröftum sínum, heldur leggja nokkurn hlut verðmætis orku sinnar í sjóð, sem skllar því aftur þegar rnest er þörf sjálfum þeim eða öðrum til nytja. Pví fyr, sem það er byrjað, því betra. Símskeyti. Rvtk 28. sept. Fólksþingskosningar eru nýlega um garð gengnar í Danmörku. Vinstri menn hlutu 52 sæti. Jafn- aðarmenn 48 áður 42, íhaldsmenn 27 áður 26, rótnemar 18 áður 16, iðnrekendur 3 áður 4, þýzk-sles- viski flokkurinn 1. 9 þingsæti bættust við vegna grundvallar- laganna nýju. Vinna hafin á Italíu með full- um sigri verkamanna. Búist við að kolaverkfallinu enska verði ineð öllu afstýrt. Til bráðabirgðar er því frestað um viku. Millerand er kosinn forseti Frakka með 695 atkv. gegn 117. Leggues er forsætisráðherra. Ráðu- neytið annars óbreytt. Friður fullsaminn milli Litháa og Rússa. Engin ný útgjöld á fjárlaga- frumvarpi Pjóðverja fyrir árið 1921. Járnbrauta og póstmála- útgjöld lækkuð. Engin ný em- bætíi. Skyldum störfum slegið saman. Osamlyndi milli Japana og Bandaríkjanna út af innflutningi fólks frá Japan til Bandaríkja. Branting vill segja af sér. Kon- ungur hefir beðið hann að sitja í embætti fyrst um sinn. Kommunista samsæri hefir kom- jist upp í Budapest. Álnavöru alla, H0FUÐF0T, til búinn FATNAÐ og til FATA svo sem íölor tvinna etc. sel eg til áramóta með afslætti. Otto Tulinius. tunnur af ágætri fóðursíld hefir undirritaður til sölu. Steindór HjaltaSín. Eyþór Stefánsson, maður um tvítugt, druknaði nýlega í Fleet- wood. Guðjón Jónsson druknaði hér á höfninni. Báðir ölvaðir. Fréttarit. Dags. Akureyri. Jakob Kristjánsson, vélsetjari frá Reykjavík, sonur Krist- jáns Nikulássonar, sem lengi var lög- regluþjónn hér í bæ, kom frá Reykjavík með »Kóru« síðast og dvelur hér urn stundarsakir hjá ættfólki sínu. Brúðhjón. Ungfrú Sigurlaug Hallgrímsdóttir og Brynleifur Tobíasson, ritstjóri voru gef- in saman í hjónaband s. I. laugardag. Séra Geir Sæmundsson framkvæmdi hjónavígsluua í kirkjunni. Dagur óskar brúðhjónunum til ham- ingju. Mannslát. Síðast iiðna sunnudags nótt andaðist hér í bænum frú Nielsina Jensen, há- öldrtið kona, systir Jakobs sál. Havsteen og þeirra systkina. Guðmundur Jónsson, bæjarpóstur, sem um fjórtán ár hefir verið póstur að Jórunnarstöðum í Eyja- firði hefirjnú látið af því starfi, eti við því tekur Arngrímur Einarsson fyrrum bóndi að Ljósavatni. Bárðdælingar, sem voru hér á dögunum með slát- urfé, kvörtuðu sáran yfir rúmlegum fólks hér á Akureyri. Ringeysk klukka er venju- lega tveim tímum á undan símaklukku. En í sláturferðum fara menn með fyrra móti á fætur. Þeir síóðu þvi fjóra tíma bjarfa að morgni verklausir á torginu. Reir sögðu sem satt var, að þrátt fyrir alt sparnaðarskraf væri af stjórnarvöld- um og öðrum gengið fram hjá því sjálf- sagða og eittfalda sparnaðarráði, að færa vísana á klukkuin áfráfn um einn tíma eða svo. En bæjarbúutn þykir gott að fá sér sólbað í rúminu. Rögnvaldur sér um einhverja glastu, til að vinna við á kvöldin. Jón Sveinsson bæjarstjóri kom um síðustu helgi úr ferð sinni um Ringeyjarsýslu. Hann fór lengst á Hólsfjöll og þaðan norður á Kópasker. Hann lét vel yfir ferðalagi sínu. Rótti sýslan góð og fólkið gott heim að sækja. Ólöf á Hlöðum skáldkonan góða, hefir nú brugðið bústað eftir lát manns síns og flutt sig til Akureyrar. Nú hittir enginn ferða- langur eða vísnavinur Ólöfu á Hlððum. En Ólöfu frá Hlöðum er að hitta f gagnfræðaskólanum á Akureyri. Vertu velkomin, Ólöf. Járnrúm 'til sölu á vinnustofu Jóns og Friðriks Kristjánssona. Bátur til sölu fjórróinn, hentugur til fiskiveiða. Semja ber við Árna Guðmundsson, Rórisstöðum. Frá 1. okt. n. k. verður mig að hitta á skrifstofu minni í íslandsbanka (uppi kl. 1—3 e. h. virka daga. Akureyri 28. sept. 1920. Sveinbjörn Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.