Dagur - 05.10.1920, Blaðsíða 1

Dagur - 05.10.1920, Blaðsíða 1
DAGUR ktmur út á hverjum miðvikud. Kostar kr. 4.50 til áramöta. Qjalddagi fyrir 1. ágúst. AFGREIÐSLAN er hjá J ótii P. Pór. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Innheimtuna annast ritstjórinn. 0 III. ár. Hér með tilkynnist vlnum og vandamönnum að faðir minn Björn Jónsson prentari, andaðist í morgun kl. 6 á Landakotsspítaia. Líkið verð- ur flutt norður, og greftunar- dagur ákveðinn síðar. Akureyri 5. okt. 1920. Helgi Biörnsson. ——M—— Um skólamál. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. F*ess var getið síðast, að gagnfræða- skólinn hefði verið Norðlendingumkærog mun það ekki hafa verið ofsagt. Stofnun hans hefir vafalaust verið í aiígum allra framsýnna manna réttarbót til handa Norð- lendingum; umbun fyrir mistan skóla, þó nú verði aftursýnum mönnum það á, að líta yfir þessa stofnun, og telja vigslubiskupstitilinn okkur Norðlending- um meira virði. Skólinn var alla þá stund, sem hann var á Möðruvöllum, sannarlegur lýðsóli. Pangað sótti fjöldi manna af Norður- landi og víðar að hagnýta yfirgripsment- un í alþýðlegum fræðum. Að vísu má segja, að betra form muni mega finna skóla með slíku ætlunarverki. Samt mun ekki mega leggja á það minni áherzlu, að skólarnir séu þjóðlegar stofnanir, heldur en á hitt, að þeir séu sniðnir eftir 'íbeztu erler.dum fyrirmyndum.* Við flutinginn til Akureyrar tók skól- inn þegar allmiklum stakkaskiftum.Náms- tíminn var lengdur og var þáð spor í áttina, til þess að hefja skólann yfir al- þýðuhæfi. Pó var hitt, að setja hann í samband við »Hinn almenna menta- skóla«, enn ákveðnara spor í þá átt. Sú ráðstöfun er af sumum skólamönnum okkar talin að hafa verið mikilsvirði okkur Norðlendingum. Skólinn hafi með því verið hafinn upp í æðra veldi. Er það að vísu rökrétt hugsun þeim, sem telja okkur það mestu varðandi í menta- Akureyri, 5. október 1920. 24. blað. málum, að eiga lærðnn skóla á Norður- landi. En nú, þegar farin eru að héyrast harmakvein yfir þeirri væntanlegu tillögu mentamálanefndarinnar, sem nú situr á rökstólum, að slfta þessu sambandi, er ástæða til þess að athuga, hvernig skól- anum hefir r egnað ísambandinu. Altaf má segja, að allar umsagnir um slíkt hljóti að verða bygðar á getgátum einum. F*ó ætti að niega draga hugsunarréttar á- lyktanir um það efni af aðstöðu skólans og formi og af réynslu áranna. F’egar námstíminn var lengdur og skólinn settur í samband við Reykjavík- urskólann tók hann nýja stöðu í skóla- kerfi þjóðarinnar. Hlutverk hans breytt- ist að nokkuru. Inn um dyrnar á hon- um átti nú að liggja leið til æðri rnent- unar. Nú var skólinn að vöxtum til miklu stærri en sem svaraði þörfum okkar í þessu efni. Hann varð því jafn- framt að inna af hendi hið upphaflega hlutverk sitt, að veita mönnum hagnýta yfirgripsmikla méntun í alþýðlegum fræðum. Á þennan hátt varð aðstaða skólans slík, að honum var falið að inna af hendi tvö talsvert ósamstæð verkefni í menta- málum. Annarsvegar átti hann að sjá. um plægingu og sáningu, þar sem öðr- um var ætluð frekari umhirðing og upp- skerustarf, hinsvegar plæging og sáning, umhirðing og lokastarf uppskerutímans. Hvorttveggja varð að framkvæmast sam- tímis og með sömu aðferðum. í fræðslu- starfi sínu var skólanum ætlað að stefna til tvennskonar úrslita. Annars vegar að slá opinni stórri bók þekkingarinnar, lesa hana til hálfs, láta spurningum hálf- svarað, skila sálum sumra nemenda opnum og spyrjandi, láta þorsta þeirra vakinn, en ekki að fullu svalað. Hins- vegar átti hann að sláopinni minni bók, lesa hana til loka, láta spurningum full- svarað, komasttil fullra ályktana á þrengra sviði, skila sálum annara nemenda með þann þorsta vakinn, sem þjóðnýt störf og reynsla veitir svölun. Hvort- tveggja átti að gerast samtímis og með sömu aðferðum. Skólinn, sem átti að starfa eins og ein samstæð heild, varð samkvæmt eðli sínu og aðstöðu tvö ó- samstæð brot, ef hvorttveggja tilgang- inum átti að ná. Eftir að skólinn fluttist til Akureyrar, •tarfsvið hans var rýmt og stefnunni breytt, varð hann meira bæjarskóli en áður. Góð aðstaða mun hafa lokkað bæjarbúa um skör fram, til þess að koma börnum sínum á rekspöl til embættis- náms. Námsfólkið úr bænum, sem eink- um hefir horft fram á langa námsleið, hefir að jafnaði verið yngra og óþrosk- aðra hinu, sem úr sveitum hefir komið, til þess að afla sér alþýðumentunar. Pessum tvennskonar lýð með ólíkum þörfum vegna misþroska og ólíkum stefnumiðum, var skólanum ætlað að veita viðtöku, steypa alla í sama móti og skila þó hvorum flokki sína leið vel úr garði gerðum. Flestir menn, sem gera sér þessi mál að einhverju leyti Ijós, munu vera þeirr- ar skoðunar, að slíkt verkefni sem þetta hljóti að vera hverjum skóla ofvaxið, hversu góðrar stjórnar og kennarakrafta, sem hatin nýtur. Hver tilraun sem gerð væri, til þess að fullnægja þessum tveim- ur stefnumiðum, hlyti að verka lamandi á heildarstarf skólans, vegna þess að það væri sama og að taka af öðrum endanum og bæta við hinn. Á síðustu árum mun þetta hafa verk- að fremur lamandi en bætandi á hag skólans. Yfir honum hefir hvílt tæplega eins hress blær og fyr var, einkum á fyrstu meistaraárutn Stefáns. Hefir því valdið þessi tvíveðrungur í stefnunni Markmiðið ekki etns einfalt og ótvírætt og áður. F*ó mun þetta ekki hafa valdið skólanum verulegum hnekki, vegna vit- urlegrar tilstuðlunar skólameistara og flestra kennara, um að láta sem minst líða, það sem í reyndinni hefir verið aðalhlutverk skólans: að veita þeim sem mestan þroska, sem þangað hafa komið, til að afla sér alþýðumentunar. Dagur lítur svo á, að það hafi ekki verið viturleg eða holl ráðstöfun í menta- málum okkar, að setja skólann í sam- band við »Hinn almenna meniaskóla.« Að það hefir ekki orðið skólanum til meiri hnekkis en raun er á, er aðeins að þakka ágætri skólastjórn. Pað er að þakka glöggum skilningi skólameistara og að minsta kosti sumra kennaranna á því, hversu mikil nauðsyn á alþýðu- mentun kallaði enn sem fyr að skólan- um, og að aðalhlutverk hans hlaut því að verða það, að fullnægja sem mestu af þeirri miklu þörf. Skólameistararnir, sem skólinn hefir notið, hafa báðir verið næsta samgrónir fslenzkri alþýðu og skilið hana mæta vel. ^eim hefir verið það báðum jafnhug- leikið, að skólinn gæti tkilað nemend- um sínum sem hæfustum og nýtustum drengjum, til hverra starfa sem þeir hyrfu ogí hvaða stöðuogstéttsem þeirlentu.Að þessu leyti hefir skólinn staðið vel að vígi og verið því vaxinn, að fullnægja talsvert miklu af aðkallandi þörf okkar Norðlendinga til alþýðumentunar. Sú misviturlega ráðstöfun að setja hann í beint samband við Reykjavfkurskólann, hefir því verið að nokkru leyti mishepn- uð tilraun, til þess að trufla skólann í þessu langnauðsynjamesta og þjóðholl- asta ætlunarverki. Það hefir verið tilraun til þess að kljúfa krafta hans á tvlbentu stefnumiði; gera hann að tvennu: broti úr lœrðum sköla og broti úr alþýðu- skóla. í síðasta blaði var vikið að því, hversu okkur væri miklu meiri þörf góðra al- þýðuskóla en lærðs skóla hér norðan Iands, Dagur mun því fagna þeirri til- lögu mentamálanefndarinnar, að slíta sambandi skólanna með öllu. Hinsvegar lætur hann sig skifta hversu búið verð- ur um hag gagnfræðaskólans hér nyrðra og verður vikið að því nánar í næsta blaði. Heimilisiðnaður á landi og sjó. Á sunnudaginn var fiutti ungfrú Hall- dóra Bjarnadóttir erindi um heimilisiðn- að. Ágóðanum skyldi varið til fram- færslu drengaumingja, sem hún hefir tekið að sér að gera að manni (og ætl- ar að takast). Til stuðnings svo góðu málefni var aðsóknin smánarlega lftil. Hinsvegar hefðu margir haft gott af að hlusta á hið fróðlega erindi. Flestum hér í bæ er kunnugt hvflík- an dugnað Halldóra hefir sýnt í að vekja upp heimilisiðnaðinn f Iandinu. Fyrst með handavinnukenslu í skólanum, síð- an með stofnun félagsskapar, sem nú nú nær um land alt og starfar undir hennar forstöðu. Ennfremur í ræðu og riti, námsskeiðum í hannyrðum og vefn- aði og héraðssýningum víðsvegar. Fyrir alt þetta á Halldóra miklar þakkir skil- ið. Sjálfsagt mun það koma betur f Ijós síðar, hve inikið á því ríður að fram- leiðslan aukist. Hvers vegna hnignaði heimilisiðnað- inum? Menn svara; Fólksleysi í sveit-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.